Dagur - 24.06.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 24.06.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 24. júní 1987 Húseiningar hf Siglufirði: Ekki hrœddur þó eg missi vinnuna U - segir Kristinn Rögnvaldsson, en hann hefur starfað í 13 ár hjá fyrirtœkinu Húseiningar hf. á Siglufirði er merkilegt fyrirtæki. Það var brautryðjandi í framleiðslu á einingum, sem settar eru sam an til húsasmíða, en með því byggingarfyrirkomulagi spar- ast ýmsir verkþættir auk þess sem byggingartíminn styttist verulega, ef miðað er við hús sem eru „byggð á staðnum.1 Þegar þetta er skrifað er fram tíð Húseininga hf. óráðin, því fyrirtækið er skuldum vafíð og verður boðið upp fáist ekki lausn á máium þess fyrir tiltek- inn tíma. Kristinn Rögnvaldsson, húsa- smíðameistari, hefur unnið hjá Húseiningum hf. í langan tíma. Hann féllst á að svara nokkrum spurningum um fyrirtækið og erf- iða stöðu þess á dögunum. - Þú hefur unnið lengi hjá þessu fyrirtæki? „Já, ég hef unnið hérna í þrett- án ár. Ég er Siglfirðingur að upp- runa og lærði húsasmíði.“ - Hvað olli því að þú fórst að vinna við framleiðslu á verk- smiðjuframleiddum húseining- um? „Þetta var spennandi á sínum tíma og það var mikið atvinnu- leysi hér á Siglufirði þegar Hús- einingar hf. voru stofnaðar. Þetta var fyrsta fyrirtæki sinnar tegund- ar sem stofnað var á landinu og ég minnist þess að fjöldi manna lagði fram hlutafé þegar það gerðist. Ég ákvað því á sínum tíma að hefja störf hjá fyrirtæk- inu.“ - Manstu hvað þið smíðuðuð mörg hús fyrstu árin? „Þau voru ekki mörg en þetta fór smám saman að aukast og fór upp í sextíu hús það árið sem mest var, en fyrstu starfsár verk- smiðjunnar framleiddum við þetta sautján til tuttugu hús á ári. En svo fór þetta að þróast og hús- in stækkuðu, við fórum á endanum yfir í hús sem voru hæð og ris, en þau virðast reyndar vera farin að tapa vinsældum nuna. - Hefur eftirspurnin eftir Siglufjarðarhúsum verið dvín- andi? „Já. Undanfarin tvö ár hefur verið algjör ládeyða í þessu og þetta kemur auðvitað mjög illa niður á fyrirtækinu. Þegar við skoðum t.d. mannskapinn sem vinnur hér þá kemur í ljós að við erum sex við framleiðsluna núna en vorum þrjátíu og tveir þegar mest var. Hér áður, þegar mest var um að vera hér í fyrirtækinu, voru dæmi þess að smiðir úr Reykjavík spurðust fyrir um vinnu hjá okkur en í fæstum til- vikum var hægt að ráða utanbæj- armenn vegna húsnæðisleysis, sem reyndar er ennþá vandamál hér í bænum í dag.“ - Hafið þið eingöngu framleitt íbúðarhús? „Nei, en þau hafa þó auðvitað verið uppistaðan í framleiðslunni undanfarin ár. Á sínum tíma smíðuðum við starfsmannabú- staði fyrir Kröfluvirkjun, við smíðuðum líka talsvert af sumar- bústöðum og einn skóla smíðuð- um við. Segja má, að við höfum smíðað nánast hvað sem er, ef út í það væri farið.“ - Starfsemi fyrirtækis af þess- ari gerð hlýtur að grundvallast á því að fólk eigi rétt á lánum úr Byggingarsjóði ríkisins. Hvernig hefur þessum málum verið háttað hjá ykkur? „Þetta hefur verið þannig að sá, sem kaupir hús hjá okkur, skrifar lánsumsóknina inn á kaupsamninginn. Þá fá Húsein- ingar hf. lánsfjárhæðina beint þegar hún er greidd út. Meðan beðið er eftir láninu fjármagnar banki, í þessu tilviki Útvegsbank- inn, framkvæmdirnar að hluta. Núna eru einmitt Iðnþróunar- sjóður íslands og Útvegsbankinn stærstu kröfuhafar í þrotabúið. Ég get því sagt að hægt og rólega hefur verið að síga á ógæfuhlið- ina og í dag skilst manni að ekki sé grundvöllur fyrir áframhald- andi rekstri, a.m.k. ekki með þessar skuldir á herðunum." - Þið eruð að vinna á fullu núna þrátt fyrir rekstarstöðvun? „Já, við erum að vinna upp í samninga, sem búið var að gera áður en allt fór í kaldakol og erum því í rauninni að vinna fyrir kröfuhafa, til að fá ekki bak- reikninga frá þeim sem höfðu samið um að kaupa hús af okkur. Okkar fími er búinn í næsta mán- uði og þá reikna ég með að allir hætti hér.“ - Sérð þú fram á að einhver nýr aðili muni taka við rekstrin- um? „Maður er alltaf að gæla við þá hugmynd og það væri gaman ef svo gæti orðið. Nú er mikil gróska í húsbyggingum á landinu og eftirspurn eftir okkar húsum hefur verið mikil, mér er sagt að eftirspurnin hafi aldrei verið eins mikil og um þessar mundir, en við getum ekki sinnt þessu, af eðlilegum ástæðum. Ég held þó að meiningin sé að reyna að selja fyrirtækið meðan enn er starfað þar, ef hægt er. Ég er þó ekki hræddur við að missa vinnuna því næg vinna er hér í bænum við trésmíðar og raunar hvað sem er. - Hver er ábyrgur fyrir fram- leiðslunni? „Þetta hefur verið byggt þann- ig upp að einn trésmiður hefur verið á hverja fjóra almenna starfsmenn í verksmiðjunni. Þó þetta séu verksmiðjuframleidd hús þá er aldrei hægt að komast hjá því að hafa iðnaðarmenn við þetta meðfram." - Hvernig hafa Siglufjarðar- húsin reynst? „Mér er óhætt að segja að þau hafa reynst ljómandi vel. Það hafa samt komið upp gallar en þá hafa þeir verið lagfærðir. Húsin eru hönnuð af innlendum aðilum með okkar aðstæður í huga, veð- ur o.fl. Hönnunin hefur tekið a!l- miklum stakkaskiptum um dag- ana. Manni fannst þetta vera hálfgerðir kofar í upphafi en þau hafa breyst rnikið." - Ef þú værir að byggja núna, hvort myndir þú þá fara út í Siglufjarðarhús eða steinhús? „Ég myndi hiklaust byggja timburhús því þau gefa svo mikla möguleika á marga vegu. í stein- húsi er maður svo bundinn af forminu. Auk þess finnst mér timburhús alltaf meira lifandi." - Hver er stærðin á þeim hús- um sem þið framleiðið? „Það er mjög algengt að þau séu á bilinu 130 til 140 fermetrar. Fyrstu árin var algengasta stærð- in 100 fermetrar, en nú eru þau talsvert stærri og í mörgum tilvik- um vilja menn bílskúra með, frá okkur að sjálfsögðu." - Hafið þið líka framleitt glugga og hurðir fyrir menn eftir pöntunum? „Já, að vísu ekki mikið en eittthvað, það eru þá aðallega útihurðir, því okkar framleiðsla er svo stöðluð. Það væri þó hægð- arleikur að smíða eftir pöntunum því vélarnar hérna eru það full- komnar. Þessar vélar eru sér- hannaðar fyrir verksmiðjufram- leiðslu; þær eru að því leyti frá- brugðnar venjulegum verkstæðis- vélum, t.d. stórar kílvélar. Við eigum ekki mikið af efni á lager þessa stundina enda erum við að reyna að grynnka á honum.“ - Hefur breytt húsnæðislána- kerfi ekki bætt aðstöðu verk- sirriðjunnar? „Ég held það. Auðvitað þarf reksturinn og skipulagning að vera eins og best getur orðið en ég trúi ekki öðru en að grundvöll- ur sé fyrir rekstri fyrirtækis af þessari gerð. Þetta er eina verk- smiðjan á landinu sem er sér- hönnuð til framleiðslu á húsein- ingum og það er slæmt ef þessi iðnaður leggst niður. Það kæmi jafnvel til greina að smíða inn- réttingar hérna en þá þyrftum við sérstakt pláss fyrir þá framleiðslu og annan vélakost." Blaðamaður þakkaði Kristni fyrir viðtalið. Húseiningar hf. eru merkilegt fyrirtæki, og geta víst flestir verið sammála um það að sorglega sé fyrir því komið. Á næstu vikum mun fást úr því skorið hvort einhverjir aðilar telja sér fært að kaupa fyrirtækið og reka það áfram, en það er ein- dregin von starfsmanna þess. EHB Kristinn Rögnvaldsson, húsasmiður. Kristján Haraldsson og Kristinn Rögnvali Þeir Albert Sigurðsson og Þorleifur Haraldsson töldu heppilegast að einhver fjársterkur aðili tæki við rekstri fyrirtækisim betri en áður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.