Dagur - 24.06.1987, Blaðsíða 5
24. júní 1987 - DAGUR - 5
Starfsmannafélag SÍS á Akureyri:
Settu upp leiksýn-
á liðnum vetri
ingu
Það má telja sjaldgæft að
starfsmannafélög fyrirtækja
setji upp leikþætti, hvað þá
leiksýningar í fullri lengd. Nú í
vetur ákvað starfsmannafélag
verksmiðja SÍS á Akureyri að
efna til leiklistarnámskeiðs og í
framhaldi af því var ráðist í að
setja upp leiksýningu. Hjá
starfsmannafélagi verksmiðj-
anna er þetta gamall siður sem
nú hefur legið niðri um 40 ára
skeið.
Leikritið sem sýnt var í vetur
heitir „Allra meina bót“ og er
eftir Jónas og Jón Múla Árna-
syni. Þetta er gamanleikur með
söngvum og gerist á ríkisspítalan-
um hjá konungi íslenskra skurð-
lækna Dr. Svendsen, sem lætur
engan óskorinn frá sér fara. Leik-
stjóri þeirra verksmiðjuleikara
var Skúli Gautason.
„Sýningar hjá okkur voru fjór-
ar nú í vor og við ætlum að taka
verkið upp aftur í haust,“ sagði
Jóhann Tr. Sigurðsson, formaður
starfsmannafélags Sambands-
verksmiðjanna. „Að vísu var
aðsókn ekki góð en áhugi hjá
fólkinu sem þátt tók í leiklistar-
námskeiðinu er mikill og það er
um að gera að efla þennan áhuga
og halda áfram. Ég vona að ann-
að verk verði sett upp næsta vet-
ur og gaman væri ef við gætum
farið og sýnt hjá starfsmannafé-
lögum í nágrenninu. Leiksýning-
ar hjá starfsmannafélögum er
mjög sjaldgæft fyrirbrigði, sér-
staklega nú til dags þegar margar
útvarps- og sjónvarpsstöðvar
berjast um fólkið. En við höldum
áfram og stefnum að því að gera
þetta að árvissum lið í félagslíf-
inu hjá okkur.“ JOH
Nýjar Ijósaperur:
Dregur úr syfju hjá ÚA?
Póst og
símamálastofnunin
óskar eftir tilboðum í kaup eða niðurrif staura og
línu, lágmark 500 staurar, á eftirtöldum stöðum:
Tjörnesi, Kelduneshreppi, Öxarfjarðarhreppi,
Presthólahreppi.
Útboðsgögn fást á skrifstofu umdæmisstjóra, Hafn-
arstræti 102, Akureyri og hjá stöðvarstjórunum á
Húsavík og á Kópaskeri, eftir 26. júní 1987.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu umdæmisstjóra,
eigi síðar en föstudaginn 10. júli 1987.
Akureyri, 22. júní 1987.
Umdæmisstjóri Pósts og síma.
Ritstjórn • Afgreiðsla • Auglýsingar
Strandgötu 31 - Sími 24222.
í nýjasta tölublaði Fiskifrétta
er sagt frá því að Grandi hf. í
Reykjavík hafi tekið í notkun
nýja tegund af perum \ Ijósa-
borðum frystihússins. í blað-
inu segir að meðal þeirra sem
pantað hafa slíkar perur sé
Utgerðarfélag Akureyringa.
Um er að ræða svokallaðar
sannbirtuperur en þær eru
frábrugðnar venjulegum
flúorperum að því leyti að birtan
sem þær gefa frá sér kemst næst
eðlilegri dagsbirtu. Slíkt hefur
mikla kosti í för með sér fyrir þá
sem við ljósin vinna. Perurnar
skyggna flötinn betur, þannig að
bein, ormar og blóðblettir koma
betur í ljós. Auk þess þykja þær
þægilegri fyrir augun en gömlu
perurnar.
Að sögn umboðsmanns per-
anna hér á landi hefur verið sýnt
fram á það með rannsóknum að
fólk sem vinnur við birtu frá
venjulegum flúorperum verður
syfjaðra en fólk í útivinnu. Þetta
stafar af því að ákveðin heilastöð
skilur á milli eðlilegrar dagsbirtu
og flúorljóssins.
Samkvæmt þessu má búast við
því innan skamms að dragi úr
syfju hjá starfsfólki ÚA, sem þó
hefur ekki verið neitt sérstakt
vandamál. ET
Garðyrkjustöðin á Grísará SSU.
Sumarblóm og skrautmnnar
Til 1. júlí er opið niánud.-Iaugard. kl. 13.00-18.00 og lokað á sunnudag.
Ertu búin(n)að fá bæklinqinn um Gulu bókina?
Það er hagur allra fyrirtækja og ein-
staklinga, sem veita einhverja þjón-
ustu, að vera með í Gulu bókinni.
Fylltu út skráningarseðilinn og
sendu okkur sem fyrst.
Stundir þú atvinnurekstur, en hefur
ekki fengið bæklinginn, skaltu hafa
samband við okkur og við sendum
þér nauðsynleg gögn um hæl.
Gula bókin (Borgarskráin) hefur að geyma skrá yfir fyrirtæki og stofnanir, með ítarlegum
upplýsingum um þau ásamt tilvísunum í kort. Einnig þjónustu- og viðskiptaskrá, þar sem
flokkað er eftir starfssviði.
Gula bókin ervönduð kortabók af öllu höfuðborgarsvæðinu: Reykjavík, Kópavogi, Hafn-
arfirði, Garðabæ, Mosfellssveit, Álftanesi og Seltjarnarnesi. Einnig Guðurnesjum, Selfoss
og Hveragerði, Akranes ásamt Akureyri og nágrenni.
10.000 eintök af Gulu bókinni verða íenskri útgáfu
enda er stefnt að því að hún verði alþjóðleg
viðskiptahandbók
fyrir Island.
HÚN ER
J|
^vart d fwítu
Vatnsstíg 11 sími 18860