Dagur - 24.06.1987, Blaðsíða 3
24. júní 1987 - DAGUR - 3
Sláturhús og Kjötiðnaöarstöð KEA:
Aukin eftirspum
eftir kindakjöti
- segir Óli Valdimarsson
„Birgðastaðan er tiltölulega
góð miðað við að ekkert var
flutt út héðan í fyrra, en ég
reikna samt með að við mun-
um eiga um 100 tonn eftir frá
fyrra ári þegar sláturtíð hefst í
haust. Þá má reikna með að
ársgamalt kjöt verði lækkað í
verði,“ sagði Óli Valdimars-
son, sláturhússtjóri á Akur-
Frjálst fiskverö:
Meirihluti
sjómanna
fylgjandi
„Ég sé ekki fyrir mér í augna-
blikinu hvernig framkvæmdin
verður hér á landi,“ sagði
Guðjón Jónsson formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar er
hann var spurður álits á frjálsu
fískverði, en það tók gildi þann
15. júní síðastliðinn. Hann
sagði skiptar skoðanir meðal
sjómanna um frjálst fískverð,
„en ég hef það þó á tilfínning-
unni að meirihlutinn sé því
fylgjandi.“
Guðjón sagði að með frjálsu
fiskverði væri stigið alveg nýtt
skref og því áríðandi að fylgjast
vel með verði á fiski í kringum
allt land.
Guðjón sagði að sjálfsagt mál
væri að prófa að hafa fiskverð
frjálst og þessi tími væri ekki
verri en hver annar. „Meirihlut-
inn er fylgjandi því að prófa
frjálst fiskverð. Það verður síðan
að koma í ljós hver reynslan
verður," sagði Guðjón.
eyri, en undanfarið hefur verið
töluvert rætt um miklar birgðir
af óseljanlegu kindakjöti í
landinu.
Að sögn Óla er kjötið plast-
klætt og geymist því vel, en
reiknað er með að allt kjöt frá
haustinu 1986 verði selt fyrir ára-
mót. Meiri birgðir eru nú í frysti
en oft áður, og er það eðlilegt
miðað við að í venjulegu ári eru
flutt út um hundrað tonn af
kindakjöti, en í fyrrahaust var
ekki aðstaða til að vinna kjöt til
útflutnings því allar frystigeymsl-
ur voru fullar af nautakjöti.
„Við gátum hreinlega ekki
unnið neitt til útflutnings í fyrra
vegna plássleysis, en sennilega
verður það hægt á þessu ári. Það
góða er þó að við erum með
óvenjulega gott kjöt núna því
venjulega er það besta tekið til
útflutnings, og þetta eru þeir
flokkar sem fólk vill helst kaupa.
En geymslu- og frystingarkostn-
aður er þó töluvert hár; við
geymdum t.d. 150 tonn hjá K.
Jónssyni & Co.
Eftirspurnin eftir kindakjöti
hefur verið mikil undanfarið og í
maí seldum við t.d. 20 tonnum
meira en á sama tíma í fyrra.
Nóvembermánuður í fyrra var
hins vegar mjög slæmur og þetta
var frekar lélegt fram eftir árinu
en þrír síðustu mánuðir hafa ver-
ið mjög góðir. Hvað niðursuðu-
vörurnar snertir þá höfum við
varla undan að framleiða til að
anna eftirspurninni. Einstöku
tegundir seljast allt árið, t.d. lifr-
arkæfa, en yfir sumarið seljast
vissar tegundir vel, eins og sax-
bauti, gúllas og pylsur, sem fólk
hefur með sér í útilegurnar.
Vandamálið er bara að okkur
vantar fleira starfsfólk þessa
stundina," sagði Óli Valdimars-
son að lokum. EHB
Tollvörugeymsla á Sauðárkróki?
Hafnarstjóm vill
kanna málið
Hafnarstjórn Sauðárkróks
samþykkti á fundi sínum
nýlega að hafnar verði viðræð-
ur við áhugaaðila um stofnun
og byggingu tollvörugeymslu.
Hugsanleg staðsetning toll-
vörugeymslu og tollsvæðis
verði á svæði í tengslum við
fyrirhugaðan suðurgarð sem
Söngvaka
að Ýdölum
Lizzie, kór Kvenfélagasam-
bands Suður-Þingeyinga held-
ur söngvöku að Ýdölum á
fímmtudagskvöld kl. 21.00.
Kórinn var stofnaður 1984 í
tilefni af tíu ára afmæli
kvennafrídagsins. Frá stofnun
kórsins hefur Hólmfríður Bene-
diktsdóttir verið stjórnandi þar
til í vor að Margrét Bóasdóttir
tók við stjórninni.
Tónleikar kórsins verða ekki
með hefðbundnu sniði, gestir
sitja við borð líkt og á kaffihúsi,
þeim verður borið kaffi og pipar-
kökur og eru veitingarnar inni-
faldar í aðgöngumiðaverðinu.
mun byggjast til aust-norð-
austurs frá horni á uppfyllingu
sunnan „Gömlu bryggju.“
Þá beinir hafnarstjórn því til
skipulagsarkitekts að bygging
suðurgarðs og notkun verði við
það miðuð að hann þjóni sem
framtíðar vöruhöfn.
í þeim umræðum sem átt hafa
sér stað um málið í hafnarstjórn,
hefur verið gert ráð fyrir afgirtu
svæði til tollafgreiðslu til að byrja
með, en síðar byggingu varan-
legrar tollgeymslu.
Hörður Ingimarsson (K) for-
maður hafnarstjórnar sem fylgdi
málinu úr hlaði í bæjarstjórn,
sagði það samdóma álit hafnar-
stjórnar, að þar sem Sauðár-
krókshöfn hafi nýlega á Alþingi
verið samþykkt sem aðaltollhöfn,
beri að nýta þá möguleika sem í
þeirri samþykkt felast. Tollaf-
greiðsla á staðnum mundi hafa
mikla þýðingu fyrir mörg fyrir-
tæki í bænum og héraðinu.
Þeir bæjarfulltrúar sem til máls
tóku lýstu sig reiðubúna til að
vinna að framgangi málsins, þó
svo bókun nefndarinnar væri enn
sem komið er ekki nema um
hugsanir og langanir, eins og einn
þeirra komst að orði. -þá
Frá setningu bindindisþingsins í Akureyrarkirkju. Fremstir sitja Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, Jón Helgason, dóms-
málaráðherra og Olafur Haukur Árnason, formaður Samvinnunefndar bindindismanna.
Norrænt bindindisþing:
Ræða forvamarstarf
og þróunarverkefni
Norrænt bindindisþing var sett
á Akureyri í gær, en þingiö
sitja um 200 fulltrúar, þar af 35
íslendingar. Margvísleg
fræðsluerindi eru flutt um
áfengismál í hinum ýmsu
löndum, t.d. eru erindi um
áfengismálastefnu stjórnvalda
og fyrirbyggjandi aögerðir í
áfengismálum.
Að sögn Árna Einarssonar,
áfengisvarnafulltrúa, hafa ráð-
stefnur af þessu tagi verið haldn-
ar tvisvar áður á íslandi; árin
1962 og 1969. Norræn bindind-
isþing eru haldin þriðja hvert ár,
og er tilgangur þeirra að efla
fræðslu og tengsl milli þeirra
Valeri Surell, formaður Norræna
bindindisráðsins.
aðila, er láta sig áfengismál
varða. Norræna bindindisráðið
var stofnað til að miðla upplýs-
ingum milli bindindissamtaka á
Norðurlöndunum og skapa
vettvang, þar sem væri fjallað um
rannsóknir, þróunarstarf og ein-
stök verkefni.
Um þessar mundir beina bind-
indismenn sjónum sínum að
möguleikum á að vinna forvarn-
arstarf gegnum fjölmiðla, og er
eitt verkefni þingsins að þróa
hugmyndir sem stuðla að slíku
starfi. „Okkur hefur verið tekið
mjög vel hér á Akureyri og við
erum bæjaryfirvöldum og bæjar-
búum þakklát fyrir stuðning við
okkur, sem unnum að undirbún-
ingi þingsins,“ sagði Árni Einars-
son að lokum. EHB
Tjaldborgartjald
í útileguna
* TVEGGJA MANNA
ÁN YFIRSEGLS
* ÞRIGGJA MANNA
MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS
* FJÖGURA MANNA
MEÐ YFIRSEGLI
* FIMM-SEX MANNA
MEÐ OG ÁN YFIRSEGLS
HAFNARSTH. 91-95 ■ AKUREYRI - SÍMI (99)21400