Dagur - 09.07.1987, Side 1
70. árgangur
Akureyri, fímmtudagur 9. júlí 1987
127. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSfMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Níutíu
kílómetra
hámarks-
hraði
- á helstu þjóðvegum
með bundnu slitlagi
Ökumenn hafa eflaust tekið
eftir því að hámarkshraði á
þjóðvegum hefur víða verið
hækkaður úr 70 km/klst. í 90
km/klst. í nýju umferðarlögun-
um er kveðið á um að há-
markshraði utan þéttbýlis megi
ekki vera meiri en 80 km/klst.,
þó 90 km/klst. á vegum með
bundnu slitlagi. Ákveða má
hærri hraðamörk á tilteknum
vegum, allt að 100 km/klst.
Nýju umferðarlögin voru sam-
þykkt á Alþingi 19. mars á þessu
ári en taka þó ekki gildi fyrr en 1.
mars 1988. Þann dag falla eldri
umferðarlög úr gildi, enda eru
þau frá árinu 1968 að mestum
hluta. Varla leikur vafi á að
hækkun hámarkshraða var tíma-
bær, enda vegirnir yfirleitt þann-
ig að hærri hraði veldur ekki slys-
um ef aðgætni er höfð.
Hjá Vegagerð ríkisins á Akur-
eyri fengust þær upplýsingar að
vinnuflokkur hefði komið við á
ferð sinni um landið og sett upp
umferðarmerki þar sem há-
markshraði var tilgreindur
samkv. nýju lögununr. 90 km
hámarkshraði er nú á Ólafsfjarð-
arvegi, þ.e. frá vegamótum við
Moldhaugnaháls í átt til Dalvík-
ur. Þá er leyfður 90 km hraði á
Norðausturvegi, Eyjafjarðar-
braut vestri frá Norðurlandsvegi
að Miðbraut, á Miðbraut og á
veginum yfir Víkurskarð. í stuttu
máli má segja að 90 km há-
markshraði sé á öllum aðalvegum
utan þéttbýlis með bundnu slit-
lagi, t.d. á mestum hluta leiðar-
innar frá Akureyri til Reykjavík-
ur.
Þetta gildir þó eingöngu fyrir
fólksbíla. Vörubifreiðir mega
hraðast aka á 80 km hraða og
bifreiðar sem draga festi- eða
tengivagna mega ekki aka hraðar
en 70 km/klst. EHB
Hámarkshraði á þjóðvegum hefur víða verið hækkaður
klukkustund og þótti ntörgum tímabært.
90 kílómetra á
Akureyri:
Orkukostnaður
lækkar um 18-19%
- Ríkið tekur á sig 100 millj. á árinu
Á fundi veitustjórnar í gær
voru kynnt drög að samkomu-
lagi milli bæjarstjórnar Akur-
eyrar og fráfarandi ríkisstjórn-
ar varðandi aðstoð við Hita-
veitu Akureyrar. Viðræður
þar um hafa nú staðið yflr á
þriðja ár. í samningsuppkasti
því sem fyrir liggur mun orku-
kostnaður við húshitun á
Akureyri lækka verulega, eða
um 18-19%.
Með samningsuppkasti þessu
hefur fengist viðurkenning á því
að orkukostnaður á Akureyri er
óeðlilega hár og ekki í samræmi
við það sem eðlilegt getur talist
miðað við að búseta raskist ekki.
Fyrirvarar eru í samningsupp-
kastinu þess efnis að að gefnum
ákveðnum forsendum um þróun
vaxta og gengisspá muni skuldir
Landsmót hefst í dag:
Gistirými löngu fullbókað
- örfá sæti eftir í aukaferð Flugleiða
19. Landsmót U.M.F.Í. hefst á
Húsavík í dag, og hefst dag-
skráin kl. 18.00 í íþróttahöll-
inni á fjórum leikjum í körfu-
knattleik. í gær og fyrradag
var þegar farið að streyma fólk
til bæjarins, en von er á mörg
þúsund manns þangað um
helgina. Flugleiðir verða með
aukaferðir vegna landsmótsins
og verða farnar fjórar auka-
ferðir frá Reykjavík í dag og
tvær á morgun. Einnig verður
ein ferð beint frá Isaflrði í dag.
Það mun vera nánast fulibók-
að í öll þessi flug.
Hvað gistingu snertir fengust
þær upplýsingar, að strax í vor
hafi verið fullbókað á Hótel
Húsavík, og að það hefði verið
hægt að margfylla hótelið. Enn er
mikið hringt þangað og beðið um
gistingu. Ferðaskrifstofa Húsa-
víkur hefur útvegað gistingu í
heimahúsum og sögðu þeir að nú
væri erfitt að finna meira gisti-
pláss í bænum.
Við tjaldstæðið hefur verið
tekið frá stærra svæði, utan við
það og á móti. Á höfðanum verð-
ur fjölskyldutjaldstæði, og sunn-
an við bæinn tjaldstæði fyrir ein-
staklinga og yngra fólk sem e.t.v.
krefjast ekki fullkomins næðis.
Lögreglan hefur gert sínar ráð-
stafanir og mun henni berast liðs-
auki úr nágrenninu. í stað 2-3
manna á vakt venjulega, verða
þeir 14-15 meðan á landsmótinu
stendur.
Það má svo taka það fram að
spáð hefur verið góðu veðri,
þannig að spá fræðingsins sem
sagði að 70-80% líkur væru á
góðu veðri þessa daga mun lík-
iega rætast.
VG
Skýrsla Hafrannsóknarstofnunar:
„Kemur manni ekkert á óvart“
-segir Sverrir Leósson formaður Útvegsmannafélags Norðurlands
um tillögur fiskifræðinga um þorskafla
Skýrsla Hafrannsóknarstofn-
unar um ástand flskistofnanna
var lögð fram fyrir síðustu
helgi. I skýrslunni er lagt til að
þorskaflinn verði takmarkaður
við 300 þús. tonn á næsta ári.
Ef þessu er fylgt telja fiski-
fræðingarnir að þorskstofninn
muni aukast nokkuð á næstu
árum, en hann er nú 1.160 þús-
und tonn. Hrygningarstofninn
mun hins vegar aukast mun hrað-
ar og verða 500 þúsund tonn árið
1990, en hann er nú áætlaður 360
þúsund tonn. Til þess að ná þessu
marki þarf sóknin í þorskinn að
minnka um 20% á ári næstu tvö
árin.
Um ástand einstakra árganga
segir að árgangar 1983 og 1984
séu all sterkir, árgangur 1985 í
meðallagi en árgangurinn frá
1986 mjög lélegur. Gert er ráð
fyrir að þorskaflinn á þessu ári
verði um 360 þúsund tonn og að
árgangurinn frá 1983 verði allt að
helmingur aflans í fjölda.
Um ástand annarra fiskistofna
eru fiskifræöingarnir bjartsýnni
og til að mynda er lagt til að
ýsuaflinn aukist um 10 þúsund
tonn á ári næstu tvö árin, en hann
er áætlaður um 50 þúsund tonn á
þessu ári.
„Það er mjög jákvætt að fá
þessar tillögur svona snemma og
það er líka jákvætt hvað þeir eru
bjartsýnir með aðrar botnfiskteg-
undir en þorskinn. Þessi 300 þús-
und tonn er sama tala og mælt
hefur verið með síðustu tvö ár
þannig að þetta kemur manni
ekkert á óvart. Það er hins vegar
alveg viðbúið að aflinn verði 330-
340 þúsund tonn og við það sætt-
um við okkur,“ sagði Sverrir
Leósson formaður Útvegs-
mannafélags Norðurlands í sam-
tali við Dag.
Varðandi það mikla umtal sem
verið hefur um smáfiskadráp,
sagði Sverrir að mjög mikið hefði
verið gert til að draga úr því, svo
sem stækkun möskva og lokanir
veiðisvæða. „Það er auðvitað
nauðsynlegt að friða smáþorsk-
inn en það er ekki síður mikil-
vægt að friða þorskinn þegar
hann er að hrygna. Þetta þarf að
hafa í huga þegar ný stefna verð-
ur mótuð,“ sagði Sverrir. ET
Hitaveitunnar verða um tveir
milljarðar eftir fimm ár.
Fengin er trygging fyrir að rík-
ið taki á sig þrjá fjórðu hluta
skuldarinnar og Akureyrarbær
það sem á vantar ef skuldirnar
verða meiri en tveir milljarðar
eftir fimm ár. Á þessu ári mun
ríkið taka á sig 100 milljónir af
skuldum veitunnar, sem er um
5% af heildarskuldinni. Miðað
við þær forsendur sent gegnið er
út frá þýðir þetta að takast mun
að borga niður skuldir Hitaveit-
unnar í kringum árið 2010.
„Þessi samningsdrög eru að
mínu mati mjög í anda þess sem
fráfarandi hitaveitustjórn var að
velta fyrir sér. En þarna er um
samkomulag að ræða og það er
þess eðlis að það lokar engum
dyrum. Ef upp koma nýjar for-
sendur má taka málið upp að
nýju og kannski gera betur,“
sagði Hákon Hákonarson sem sat
fund veitustofnana í gær. mþþ
Útgerðarfélag
Akureyringa:
10% hækkun
á þorsk
ufsa og
grálúðu
- 40 krónur á kíló
fyrir 10% aflans
Þrjár af fjórum áhöfnum
togara Útgerðarfélags Akur-
eyringa hafa nú samþykkt til-
boö félagsins um nýtt fiskverð
sem gildir fyrir allan fisk sem
landaö hefur verið eftir 15.
júní. Það er aðeins áhöfn
Hrímbaks sem eftir á að sam-
þykkja en skipið er væntanlegt
til hafnar fyrir helgina.
Vilhelm Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri ÚA sagðist í sam-
tali við Dag reikna með að áhöfn
Hrímbaks myndi samþykkja til-
boðið, og taldi aðila vera ánægða
með það.
Vilhelm vildi ekkert segja unt
eðli tilboðsins annað en það sem
þegar hefur komið fram. Þeirra
upplýsinga tókst hins vegar að afla
eftir öðrum leiðum.
Samningurinn er á þá leið að
greidd verða 10% ofan á síðasta
gildandi verðlagsráðsverð fyrir
þorsk, ufsa og grálúðu en 6%
hækkun á aðrar tegundir. Ofan á
þetta kemur svo sem fyrr 10%
kassauppbót. 90% aflans verða
gerð upp á þennan hátt en fyrir
10% aflans verður greitt sérstakt
„gámaverð" sem er 40 krónur á
kíló, óháð tegundum. ET