Dagur - 09.07.1987, Side 2

Dagur - 09.07.1987, Side 2
2-DAGUR-9. júlí 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._____________________________ Landsmót Ungmenna- félags Islands Landsmót Ungmennafélags íslands, hið 19. í röðinni, hefst í dag á Húsavík. Þetta er í þriðja sinn sem Suður-Þingeyingar halda Landsmót UMFÍ og væntanlega verða þátttakendur fleiri en nokkru sinni fyrr. Landsmót UMFÍ á sér langa hefð. Allt frá því að fyrsta landsmótið var haldið á Akureyri árið 1909, hefur mótið skipað sér sess meðal merkustu íþrótta- og æskulýðsmóta sem haldin eru hér á landi. Markmiðin sem for- ráðamenn ungmennafélaganna settu sér í upphafi þessarar aldar, er þeir boðuðu til fyrsta landsmótsins, eru enn í fullu gildi. Til- gangurinn með mótshaldinu er enn sá sami: Að gefa æsku landsins tækifæri til að reyna með sér í íþróttakeppni og sjá hver staða íþróttanna er innan ungmennafélaganna. Jafnframt að reyna á samtakamáttinn og leyfa öllum greinum félagslífsins að blómstra. Þetta eru háleit markmið en raunhæf. Undirbúningur landsmótsins á Húsavík hefur staðið yfir í marga mánuði og gífurleg vinna liggur að baki. í flestum tilfellum er um óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf að ræða og launin ekki önnur en sú ánægja sem því er samfara að vera þátttakandi í blómlegu upp- byggingarstarfi. Landsmót UMFÍ hafa jafnan reynst mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf á þeim stöðum sem þau hafa verið haldin. Hin viðamikla dag- skrá og fjöldi keppenda gera það að verk- um að íþróttaaðstaðan verður að vera full- komin. Oft á tíðum hefur Landsmót UMFÍ reynst sá hvati sem til þarf til að hraða fram- kvæmdum og gera góða aðstöðu enn betri. Svo er nú á Húsavík, því fyrir skömmu var tekin þar í notkun ný og glæsileg íþróttahöll og endurbætur gerðar á helstu íþróttamann- virkjum. Óhætt er því að fullyrða að aðbúnað- ur mótsgesta er til mestu fyrirmyndar og Húsvíkingum til sóma. Það er óskandi að veðurguðirnir verði í sín- um besta ham um helgina og setji ekki stórt strik í reikninginn, því auðvitað ræður veðrið miklu um það hvernig til tekst. Dagur sendir landsmótsnefnd og öðrum þeim, sem unnið hafa að undirbúningi þessa glæsilega. móts, hugheilar kveðjur með ósk um ánægjulega helgi. Aðrir landsmótsgestir fá einnig bestu kveðjur. Vonandi leggja sem flestir leið sína á Landsmót UMFÍ á Húsavík. BB. viðtal dagsins. Tindastóll á Sauðárkróki er eitt þeirra knattspyrnuliða sem Iengi hefur staðið á þröskuldi annarrar deildar. Ekki er ólík- legt að hin góða frammistaða Iiðsins það sem af er sumri í b- riðli 3ju deildar hafi komið mörgum á óvart, því útkoman í æfingaleikjunum í vor gaf ekki ástæðu til bjartsýni. Þjálfari liðsins nú er 28 ára Norðfírð- ingur Bjarni Jóhannsson og var hann tekinn tali á dögun- um, Bjarni lék með öllum yngri flokkum Þróttar á Neskaupstað allt upp í meistaraflokk. Vorið 1982, að loknu námi í íþrótta- kennaraskólanum að Laugar- vatni, hélt hann til ísafjarðar og lék með ísfirðingum, sem þá voru í 1. deild, í 2 ár. Því næst var hann á Akureyri með KA, en hélt þaðan árið eftir á heimaslóð- ir, er hann tók að sér þjálfun Þróttarliðsins. Síðustu 2 árin hef- ur hann dvalið í Noregi við fram- „Það er vandi að þjálfa böm og alls ekki sama hver annast þá kennslu“ - segir Bjarni Jóhannsson knattspyrnuþjálfari Tindastóls haldsnám í íþróttaháskólanum í Ósló og lauk þaðan námi í vor. Bjami var fyrst spurður um tildrög þess að hann gerðist þjálfari á Sauðárkróki. „Ég var ákveðinn í að koma hingað heim aftur að loknu náminu í Noregi. Þegar ég var hérna heima í jólafríinu fékk ég tilboð frá Tindastóli að koma og þjálfa og einnig var ljóst að góðir möguleikar vom á íþróttakennara- stöðu þar næsta vetur. Mér leist mjög vel á þetta og sló til. Mér hefur alltaf litist vel á Sauðárkrók og þær frábæru aðstæður sem hér eru til knattspyrnuiðkunar, og tel að hér séu allir möguleikar til að byggja upp gott knattspyrnulið. Knattspyrnan á Norðurlandi virðist vera í miklum uppgangi núna, Sauðárkrókur má ekki liggja þar eftir og ég er tilbúinn að leggja mitt að mörkum til að stuðla að því að svo verði ekki. En auðvitað þarf samspil margra þátta að koma þarna til. Leik- menn verða að leggja sig fram, einnig forráðamenn félagsins og fólkið í bænum verður að átta sig á gildi íþróttastarfseminnar." - Hvað um árangur liðsins sem af er keppni í deildinni? „Það var ekki búist við miklu af Tindastólsliðinu í ár, þar sem fyrirsjáanlegt var að 4 af reynd- ustu mönnum liðsins yrðu ekki með í ár. En það er eins og þetta hafi bara þjappað leikmönnum meira saman. Ég held að þarna hafi átt sér stað hugarfarsbreyt- ing frá fyrri árum og það sé hún sem hefur skapað þann árangur sem náðst hefur. Liðið hefur ver- ið í stöðugri framför í allt sumar og ég sé mikinn mun á liðinu nú og frá fyrsta leik. Það er samsett af ungum og efnilegum strákum # Sterkur miðill Þaö er óumdeilanleg stað- reynd að Dagur er sterkasti auglýsingamiðiilinn norðan heiða - það sýnir m.a. örvæntingarfullt símtal manns sem hringdi til aug- lýsingastjóra blaðsins fyrir skömmu. Sá örvæntingarfulli hafði auglýst húsgögn til sölu og var harla ánægður þegar fjórir fyrstu höfðu haft samband við hann eftir útkomu Dags, en þegar u.þ.b. fimmtíu höfðu hringt og spurt um útlit húsgagnanna, verð og annað í þeim dúr fannst okkar manni nóg komið. Það hafði verið ætlun mannsins í upphafi að endur- taka auglýsinguna en eins og gefur að skilja hætti hann heldur snarlega við þá hugmynd. Erindi mannsins við auglýsingastjórann var sumsé að hætta viö endur- birtingu umræddrar smá- auglýsingar. # Mikil útbreiðsla í könnun sem Samband íslenskra auglýsingastofa gerði fyrir skömmu kom í ijós að Dagur hefur mun meiri útbreiðslu í Norðurlandskjör- dæmi eystra en nokkurt ann- að dagblað. Stöðug' aukning á fjölda áskrifenda i fyrr- nefndu kjördæmi, auk þess sem áskrifendum fjölgar hægt og bítandi í Norður- landskjördæmi vestra gerir það að verkum að Dagur sem auglýsingamiðill verður æ fýsilegri. Á hverjum degi, eða oft, sjá tæplega 80% íbúa í Norðurlandskjördæmi eystra Dag. Samsvarandi tala fyrir Norðurlandskjördæmi vestra er 33%. # Vitlaus kvarði Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum sem um Akureyri fer að þar er nú verið að reisa einar þrjár nýjar bensín- stöðvar. Nútímabensín- stöðvar eru auðvitað allar með þakskýli yfir dælunum og á tveimur stöðvanna eru þessi þök stórir flekar á fjór- um súlum og hafa gárung- arnir títtnefndu haft á orði að þarna hafi orðið það „slys“ að teikningar af matarborðunum hafi borist í vitlausum mæli- kvarða.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.