Dagur - 16.07.1987, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. júlf 1987
Ánægðar mæðgur, Brynja, Ingibjörg Arnkelsdóttir og Eyrún, nýbúnar að
fá lykla að íbúðinni sinni.
Húsavík:
Sex íbúðir afhentar
Jþróttir.______________________
Meistaramót GH:
Krístján og
Sólveig sigruðu
- í karla- og kvennaflokki á mótinu
Hljóðbylgjan:
Hagræðing á
rekstrinum
„Við erum að gera ýmsar hag-
ræðingar á rekstrinum. Þessi
hagræðing felst í því að þeir
sem hafa verið hér fastráðnir
bæta á sig meiri vinnu og við
höfum því miður þurft að losa
okkur við lausráðið fólk,“
sagði Gestur Einar Jónasson,
útvarpsstjóri á Hljóðbylgjunni
í samtali við Dag, en eins og
hlustendur Hljóðbylgjunnar
hafa eflaust tekið eftir þá hafa
verið gerðar ýmsar breytingar
á dagskránni.
„Við byrjum kl. 8 á morgnana
í staðinn fyrir 6.30 og síðan eru
engar útsendingar á sunnudög-
um. Þegar fólki fækkar þá er
nauðsynlegt að taka einhvern
tíma frí, við verðum hér um 15
manns í allt sem vinnum við
Hljóðbylgjuna."
Sagði Gestur að eftir tveggja
mánaða reynslutíma á rekstri
Hljóðbylgjunnar hefði það kom-
ið í ljós að þeir stæðu ekki undir
jafn dýrri dagskrá og var, en
þessi mál verða aftur skoðuð í
haust. Önnur breyting sem gerð
hefur verið er fjölgun fréttatíma
úr tveimur í fjóra. „Við ætlum að
nýta fólkið sem var í morgunút-
varpinu í fréttirnar með Friðrik
Indriðasyni. Þetta verða ekki
bara fréttir af Norðurlandi, held-
ur einnig landsmálafréttir og er-
lendar fréttir. Það er engan bil-
bug á okkur að finna og þetta er
allt á réttri leið,“ sagði Gestur
Einar að lokum. HJS
Sex íbúðir í fjölbýlishúsi að
Grundargarði 15 á Húsavík
voru afhentar eigendum sínum
sl. miðvikudag. Helgi Vigfús-
son framkvæmdastjóri Fjalar
hf., sem var verktaki við bygg-
inguna, afhenti Erni Jóhanns-
syni fulltrúa stjórnar verka-
mannabústaða lykla að íbúð-
unum en þær voru byggðar
samkvæmt lögum um verka-
mannabústaði.
Helgi þakkaði öllum þeim aðil-
um sem unnið hafa við byggingu
íbúðanna en byggingameistari
var Hjálmar Vigfússon, múrara-
meistari Örn Jóhannsson, mál-
arameistari Sigurður Illugason,
pípulagningameistari Sigurður
Jónsson og byggingastjóri Þor-
björn Sigvaldason.
Þrjár af nýju íbúðunum eru
þriggja herbergja og þrjár fjög-
urra herbergja og hafa þær verið
teknar út af eftirlitsmanni Hús-
næðismálastofnunar sem hafði
góð orð um frágang þeirra.
Örn talaði fyrir hönd stjórnar
verkamannabústaða, þakkaði
þeim sem unnið hafa við bygging-
una og afhenti eigendum lyklana
og óskaði þeim til hamingju.
Hann þakkaði bæjarstjórn fyrir
skilning á þörf byggingar íbúða á
félagslegum grundvelli og sagðist
vona að haldið yrði áfram á sömu
braut. IM
Nefnd til
viðræðna við
sóknamefnd
Glerárkirkju
Bæjarráð hefur samþykkt að
skipa sérstaka nefnd til við-
ræðna við sóknarnefnd Glerár-
kirkju vegna hugsanlegrar
leigu bæjarins á kjallara kirkj-
unnar undir dagvist.
Þessi samþykkt bæjarráðs
kemur til vegna framkominna
óska frá sóknarnefndinni um að
viðræður verði teknar upp að
nýju en þær hafa nú legið niðri
um nokkurt skeið þar sem
bæjarráð taldi verðhugmyndir og
leiguskilmála með öllu óaðgengi-
legar.
í viðræðunefndinni verða þrír
menn og hefur bæjarráð tilnefnt
þá Jón Björnsson félagsmála-
stjóra, Magnús Garðarsson
tæknifræðing og Úlfar Hauksson
hagsýslustjóra. JHB
Leiðrétting
I blaðinu í gær var rangt farið
með nafn mannsins sem tók
við Lottókassa í Grímsey.
Sagt var í myndatexta og grein
að maðurinn hafi verið Alfreð
Jónsson en rétt er að hann heitir
Þorlákur Sigurðsson og er oddviti
í eynni. Blaðamaður biðst vel-
virðingar á þessum mistökum.
JÓH
Meistaramót Golfklúbbs
Húsavíkur var haldið 6.-9. júlí.
Keppt var I átta flokkum og
voru leiknar 72 holur nema í
piltaflokk, 36 holur og 18 holur
í telpnaflokk. Alls tóku 34
keppendur þátt í mótinu og
úrslit í einstökum flokkum
urðu þessi:
Mfl. karla:
1. Kristján Hjálmarsson 314
2. Axel Reynisson 331
3. Örvar Þór Sveinsson 345
1. fl. karla:
1. Óli Kristinsson 375
2. Gísli Vigfússon 387
3. Ragnar Helgason 392
2. fl. karla:
1. Hjálmar Vigfússon 397
2. Jón Guðlaugsson 405
3. Kristinn Lúðvíksson 425
Heil umferð fer fram á laugar-
dag í 2. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu og hefjast allir
leikirnir kl. 14. Á ísafirði leika
heimamenn og KS, Einherji og
ÍR á Vopnafirði, Breiðablik og
Þróttur í Kópavogi, Leiftur og
Víkingur í Ólafsfirði og Selfoss
og ÍBV á Selfossi.
Leiftur fær topplið Víkings í
heimsókn og ef liðið ætlar sér að
vera áfram í toppbaráttu dugir
því ekkert annað en sigur gegn
sterku liði Víkings. KS-ingar
leika útileik gegn IBÍ sem er í
neðsta sæti deildarinnar. KS hef-
ur enn ekki tekist að ná stigi á
útivelli og ef liðið ætlar ekki í
Þór og KA léku í 3. flokkí
kvenna í Akureyrarmótinu í
knattspyrnu á Þórsvellinum í
vikunni. Leiknir voru þrír leik-
ir, þar sem áttust við a, b og c
lið. KA-stelpurnar fóru með
sigur af hólmi í keppni a lið-
anna en Þórsstelpurnar í
keppni b og c liðanna.
Leikur a liðanna endaði 2:1
fyrir KA og skoruðu þær Ásta
Baldursdóttir Guðrún Sigbjörns-
dóttir mörkin fyrir KA en Indí-
ana Arnardóttir skoraði fyrir
Þór. Hún er markvörður liðsins
og skoraði með skoti yfir allan
völlinn og í markið hjá KA.
Þór sigraði 2:1 í keppni b lið-
anna og skoruðu þær Harpa
Frímannsdóttir og Brynhildur
Smáradóttir mörkin fyrir Þór en
Svanhildur Björgvinsdóttir
minnkaði muninn fyrir KA.
3. fl. karla:
1. Gunnar Bóasson 429
2. Bjarni Bogason 447
3. Magnús Hreiðarsson 465
Kvennaflokkur:
1. Sólveig Skúladóttir 455
2. Þóra Sigurmundsdóttir 456
3. Þóra Rósmundsdóttir 481
Drengjaflokkur:
1. Sigþór Skúlason 393
2. Sigurður Hreinsson 418
Piltaflokkur:
1. Guðni Rúnar Helgason 204
2. Sveinn Bjarnason 213
3. Arngrímur Arnarson 253
Telpnaflokkur:
1. Anný Björg Pálmadóttir 149
2. Þorgerður Þráinsdóttir 195
3. Jóna Björg Pálmadóttir 247
botnbaráttu dugir liðinu ekkert
annað en sigur á laugardag.
Tveir leikir verða hér fyrir
norðan í 1. deild kvenna. Breiða-
blik leikur gegn KA á KA-velli kl.
20 á föstudag og gegn Þór á Þórs-
velli kl. 17 á laugardag.
í B-riðli 3. deildar leika á
laugardag kl. 14, Magni og Reynir
á Grenivík og HSÞ-b og Austri í
Mývatnssveit.
Einn leikur fer fram í 4. deild
annað kvöld, UMFS og Neisti
leika á Dalvík kl. 20. Á morgun
kl. 14 leika Árroðinn og
Kormákur á Laugalandsvelli og
Austri og Vaskur á Raufarhöfn.
Þórsstelpurnar sigruðu mjög
örugglega í keppni c liðanna, 3:0.
Freydís Freysdóttir skoraði tvö
mörk og Hjördís Þórsdóttir eitt.
Golf:
Famous
Crouse
Famous Crouse mótið í golfi
fer fram á vegum GA að Jaðri
á laugardag. Leiknar verða 18
holur með og án forgjafar og
hefst keppni kl. 9.
Auk þess sem veitt verða verð-
laun fyrir sigur í keppni með og
án forgjafar verða glæsileg auka-
verðlaun í boði fyrir þá er fara
næst par 3 holum á vellinum.
Dömur — Herrar
Geysimikið úrval af sumarbolum fyrir
dömur og herra. Gott verð.
Jogginggallar í ljósum litum.
Stuttbuxur.
Hvítir íþróttasokkar 100 kr. parið.
Og svo eigum
viðheilmikið af
skartgripum.
Opið á
laugardögum
frá 10.00-12.00.
rVersIunin
Wlog
inn
Sunnuhlíð 12, sími 22484.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Staða konrektors
við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar.
Staðan verður veitt frá 1. ágúst næstkomandi og verður um
að ræða setningu í eitt ár.
Umsækjendur þurfa að hafa full kennsluréttindi á framhalds-
skólastigi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal
senda til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150
Reykjavík fyrir 1. ágúst næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Lausar stöður
við framhaldsskóla:
Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki eru lausar kennara-
stöður í stærðfræði og þýsku.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykj-
avík fyrir 20. júlí.
Menntamálaráðuneytið.
Knattspyrna:
Lelftur mætir topp-
liði Víkings
- í Ólafsfirði á laugardag
- KS leikur gegn ÍBÍ á ísafirði
Akureyrarmótið í knattspyrnu:
KA vann einn
leik en Þór tvo