Dagur - 16.07.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 16.07.1987, Blaðsíða 11
16. júlí 1987- DAGUR- 11 Veitingastaður opnaður í Tungusveit Við skólasetrið Steinsstaði í Tungusveit hefur myndast nokkur þyrping húsa. Hverfið er hreinlegt og þjónusta er á staðnum s.s. sundlaug og stutt í verslun að Varmalæk, sem er steinsnar handan Svartár. Fyr- ir stuttu var opnuð veitingasala í Bakkafiöt skammt sunnan Steinsstaða. Það eru hjónin Sigurður Friðriksson og Klara Jónsdóttir ábúendur þar sem standa fyrir þessum veitinga- rekstri. Þegar Dagur var þarna á ferð var Sigurður ekki heima við, en Klara var tekin tali og spurð út í þennan rekstur. Hún sagði hann vera í smáum stíl enn sem komið er. Þau ætluðu að vera með veit- ingasölu að sumrinu og verið væri að útbúa gistiaðstöðu í risi húss- ins á Bakkaflöt, sem á að vera til- búin að vori. „í rauninni hefðum við þurft að byrja fyrr, því það var svo mikil umferð hérna í Laugar- hvammi við hliðina, í kringum blómasöluna í vor,“ sagði Klara. Þau útvega hesta ef fólk vill skreppa á hestbak og leigja einn- ig út fjórhjól. Klara sagði mikla aðsókn hafa verið í fjórhjólin. Klara Jónsdóttir, Bakkaflöt. Aðspurð, vegna hinnar miklu umræðu um fjórhjólin undanfar- ið, hvort ekki hafi verið erfitt að fá leyfi til þess að vera með fjórhjól, kvað hún ekkert leyfi hafa þurft til þess. Þau væru með ábyrgðartryggingu á hjólunum og reyndu að fylgjast með því að ekki væri unnið tjón á landi með þeim. Sagði Klara Sigurð bónda sinn ætíð biðja fólk um að aka ekki á hjólunum utan vegar. Þau bjuggu áður í Laugardal með sauðfé, en lögðu niður búskap fyrir ári og seldu jörðina. Þá ákvörðun sagði Klara hafa verið tekna af þeim hjónum í sameiningu og hafi hún verið grundvölluð á hinu versnandi ástandi í landbúnaðinum síðustu árin. Hún kvað Sigurð bónda sinn ætíð hafa unnið með bú- skapnum. Hann hefur verið með vörubíl og á sumrin verið í verk- takastarfsemi. „Mér finnst að þeir sem hætta búskap en vilja samt vera í sveit, eigi að vera þar áfram og byrja þá á einhverju nýju,“ sagði hún og að það hefði verið maður sinn sem átti hug- myndina að veitingastaðnum. Aðspurð sagði hún einnig þó nokkuð mikla umferð hafa verið í Steinsstaðahverfið í sumar. Þar hafi t.d. verið ættarmót 2 síðustu helgar og verði einnig 2 þær næstu. Þó nokkuð margir gestir hefðu komið á þeim hálfa mán- uði sem veitingasalan á Bakka- flöt hefur verið opin og t.d. verið þar nokkuð margir í kaffi daginn áður. Hestana sagði hún hafa komið daginn þann, svo það væri engin reynsla komin á vinsældir þeirra ennþá. Á Bakkaflöt er hægt að fá alla algengustu skyndi- rétti og að auki kaffi, öl, sælgæti o.fl. -þá Akureyri: Grjóthrun af bílpöllum Undanfarið hefur nokkuð bor- ið á kvörtunum í þá veru að vörubifreiðir á Akureyri, sem eru í malarakstri eða flytja mold, séu ekki búnar tilskild- um búnaði á palli til að hindra að grjót eða mold hrynji af. Fyrir utan óþrifnað veldur slíkt stundum beinlínis hættu í umferðinni. Það skal tekið fram að enginn einn aðili virðist vera sekari um þetta en annar. Stærstu útgerðar- Engin umsókn hefur borist um embætti dýralæknis með aðsetur á Þórshöfn. Bárður Guðmundsson dýralæknir á Húsavík hefur þjónað hérað- inu frá því í aprfl er þáverandi dýralæknir hætti störfum. Ragnheiður Árnadóttir deild- arstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu sagði að málið hlyti að fara að leysast. Þessi tími væri hvað rólegastur hjá dýralæknum, en dýralækni yrði að fá til starfa fyrir sláturtíð. „Við setjum kraft í málið og ég hef enga trú á öðru en dýralæknir fáist til starfa fyrir menn vörubifreiða á Akureyri eru Akureyrarbær, Möl og sand- ur hf. og Stefnir. Auk þess eiga nokkur byggingafyrirtæki í bæn- um vörubifreiðir. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar, aðstoðaryfirlög- regluþjóns, er ekki mikið um að lögreglan þurfi.að hafa afskipti af grjóti eða öðrum farmi sem fellur af vörubifreiðum en komist þeir að slíku er venjulega haft sam- band við viðkomandi. Einnig hefur komið fyrir að bílar hafa skemmst þegar menn hafa ekið á haustið,“ sagði Ragnheiður. Hún sagði að nú væru nokkrir dýra- læknar að fá leyfi til að stunda dýralækningar, en svo virtist sem menn vildu heldur störf sem byð- ust í þéttbýli. Einnig nefndi Ragnheiður að verið gæti að ein- hverjir settu vegalengdir fyrir sig, en dýralæknir með aðsetur á Þórshöfn þjónar einnig Vopna- firði og þangað eru um 80 kíló- metrar. Ef svo skyldi fara að enginn dýralæknir fæst til starfa á Þórs- höfn fyrir haustið, „verður gripið til ráðstafana,“ sagði Ragnheið- ur. mþþ steina sem hafa dottið af bílpöll- um. í slíkum tilvikum hafa bætur verið greiddar umyrðalaust. Sigurður Indriðason hjá Bifreiðaeftirlitinu sagði að tölu- verður misbrestur væri á að bíl- stjórar notuðu gafl eða annan búnað til að koma í veg fyrir grjóthrun. Þessi mál kæmu þó ekki til umfjöllunar hjá Bifreiða- eftirlitinu en í umferðarlögum væru greinileg ákvæði þess efnis að tryggilega skyldi gengið frá farmi bifreiða þannig að ekki yrði tjón af hans völdum eða óþrifn- aður. „Okkar bílar hafa verið í 7 vik- ur í vegagerð í Skagafirði þannig að ef eitthvað hefur gerst undan- farið þá er það ekki frá okkur komið. En misbrestur hefur verið á að reglugerð um búnað palla hafi verið framfylgt því þetta er mjög erfitt í framkvæmd. Þegar bílar fara í möl og mold til skiptis er erfitt að vera sífellt að skipta um; gaflarnir fara af eða bogna þegar moldarhlassið fer í einu lagi niður. Við erum sjálfsagt jafnsekir og bærinn og Stefnisbíl- arnir í þessu efni. Við erum ein- göngu með gafla á vögnunum því þar henta þeir vel. Heppilegra er að vera með s.k. vör en það er spjald eða upphækkun aftast á pallinum sem lokar ekki alveg fyrir. En mesta hrunið kemur af hliðum vörubíla sem eru með lág skjólborð,“ sagði Hólmsteinn Hólmsteinsson hjá Möl og sandi hf. EHB Þórshöfn: Enginn dýralæknir enn - „setjum kraft í málið fyrir sláturtíð," segir Ragnheiður Árnadóttir deildarstjóri fMinningarorð: Snorri Guðmundsson byggingameistari, Akureyri Eftir því, sem árin færast yfir, verða vissir atburðir, fremur en fyrr, til að rifja upp gamlar minningar. Svo fór t.d. er ég nam úr útvarpi fregn um andlát Snorra Guðmundssonar. Ég þekkti hann raunar lítið. En þó er hann tengdur ýmsurn fyrirbær- um lífsins frá yngri árum mínum. Nefni ég þar byggingu Kristnes- hælis og skólahússins á Hólum og ekki þó síður karlakórnum Geysi frá árunum kringum 1930. Og ég finn það betur og betur, hvílík minningastjarna Geysir er frá þessum árum, svo sem á afmælis- hátíð Hólaskóla 1932. Að vísu voru þar ýmsir aðrir en Snorri, sem enn frekar Iýsa þær minning- ar, t.d. Gunnar Magnússon, en VEISLA í HVERRI DÓS KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ KEA AKUREYRI SÍMI: 96-21400 Snorri er þó í vitundinni í ein- valaliði kórsins. Ég minnist þess að Snorri heimsótti mig á mann- dómsárum mínum hér eystra - á árunum jtegar lífsorkan hló í brjósti. Á þingmannsárum mín- um kynntist ég systkinum hans, en Snorri var Austur-Skaftfell- ingur. Allt þetta safnaðist í huga minn við andlátsfregnina. En aðalatriðið er manngerðin sjálf. Til þess að friða kennd í brjósti mínu eru þessar línur til orðnar. Og til að segja það sem ég vil segja, þá enda ég með setningu sem sagan greypti mér í minni: Þá minnist ég hans er ég heyri góðs manns getið. Jónas Pétursson. Blaöaljósmyndari Dagur óskar eftir að ráða Ijósmyndara í fullt starf frá og með 1. september n.k. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á öllu því er viðkemur Ijósmyndun. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Nánari upplýsingar veitir Áskell Þórisson í síma 24222. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu- stöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 2. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Fossvogi, Reykjavík. 6. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Reykjahlíð, Mývatnssveit. 7. Hálf staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Isafirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Þingeyri. 9. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. 10. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis í Reykjavík. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 13. júlf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.