Dagur - 16.07.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 16.07.1987, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson 16. júlí 1987 - DAGUR - 9 1. deild kvenna: IBK vann KA - Hjördís Úlfarsdóttir rekin af leikvelli KA varð að lúta í lægra haldi fyrir ÍBK í fyrrakvöld, er liðin áttust við í Keflavík I 1. deild kvenna á íslandsmótinu í knattspyrnu. Hjördís Úlfars- dóttir, leikmaður KA, var rek- in af leikvelli í lok fyrri hálf- leiks, eftir mjög umdeilt atvik. KA-stelpurnar náðu forystunni eftir 10 mínútna leik, er Hjördís skoraði af öryggi úr vítaspyrnu Staðan 1. deild kvenna Valur sigraði ÍA á Akranesi í gærkvöld, með tveimur mörk- um gegn einu í 1. deild kvenna á íslandsmótinu í knattspyrnu. Með sigrinum komst Valur í toppsætið á ný. Staðan í deild- inni er því þessi: Valur ÍA Stjarnan KR ÍBK KA UBK Þór 8 6-2-0 19:3 8 6-1-1 17:5 7 5-0-2 11:7 6 3-1-3 7:4 6 2-1-3 8 1-2-5 6 1-1-4 6 0-0-6 20 19 15 10 5:12 7 7:15 5 5:12 4 2:15 0 sem dæmd var á einn varnar- manna ÍBK sem varði með hendi á marklínu. í lok fyrri hálfleiks- ins dæmdi dómarinn síðan mjög umdeilda vítaspyrnu á KA. Anna María Sveinsdóttir tók spyrnuna en skaut hátt yfir. Þá lét dómar- inn endurtaka spyrnuna þar sem hann taldi að Bára hefði hreyft sig í markinu og Anna María skoraði í seinni spyrnunni. KA- stelpurnar voru ekki sáttar við þann dóm að spyrnan yrði endur- tekin og létu þá skoðun í ljós við dómara leiksins. Þeim viðskipt- um lauk með því að Hjördísi var vikið af leikvelli. KA-stelpurnar léku því einum færri í síðari hálfleik en áttu þó mun meira í leiknum. Þær fengu fjölmörg marktækifæri sem ekki nýttust. ÍBK-stelpurnar fengu aðeins tvö til þrjú færi í síðari hálfleik og þegar aðeins tvær mín. voru til leiksloka ná þær að skora sigurmarkið. Tekin var aukaspyrna að marki KA sem Bára varði, hún hélt hins vegar ekki boltanum sem barst til Krist- ínar Blöndal og hún skoraði sigurmarkið. Þorvaldur Þorvaldsson þjálfari KA, var ekki ánægður með frammistöðu dómarans í leiknum og sagði í samtali við Dag að þetta hefði verið með því rosa- legasta sem hann hefði kynnst á sínum ferli. Á sunnudagskvöld fer fram stórleikur á Akureyrarvellin- um í SL mótinu 1. deild í knattspyrnu. Þórsarar fá Islandsmeistara Fram í heim- sókn í fyrsta leik liðanna í seinni umferð mótsins og hefst hann kl. 20. Þórsarar hafa ver- ið að ná sér á strik að undan- förnu, liðið hefur unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni og leikinn við KA í bikarnum. Framarar hafa einnig verið að sækja í sig veðrið og ekki síst eft- ir að Ragnar Margeirsson gekk til liðs við félagið. Það má því búast við hörkuleik á sunnudagskvöld. KA og Völsungur leika bæði útileik á sama tíma og Þór og Fram leika á Akureyri. Völsung- ur sækir ÍBK heim í Keflavík og Golfmót hjá Ós Um helgina fór fram meistara- mót golfklúbbsins Óss á Blöndu- ósi. Keppt var á hinum glæsilega velli sem golfklúbburinn á í Vatnahverfi. Aðeins var keppt í karlaflokki og var þátttaka mjög dræm. Sigurvegari varð Jón Jóhannsson sem lék 36 holurnar á 181 höggi, annar varð Páll Valgeirsson á 197 höggum og þriðji varð Einar Jóhannesson sem lék á 209 höggum. nj KA og KR leika á KR-vellinum við Frostaskjól. Völsungar mættu Keflvíkingum heima í sínum fyrsta 1. deildarleik í vor en töp- uðu þá 2:4. KA-menn töpuðu hér heima fyrir KR í vor með einu marki gegn engu og liðið á þvf harma að hefna. KA-liðinu hefur ekkert gengið neitt allt of vel að undan- förnu en liðið nær sér vonandi á strik gegn KR á sunnudaginn. Steinar Ingimundarson í baráttu við Guðmund Erlingsson markvörð í leiknum gegn Þrótti í gærkvöld. Mynd: kk Knattspyrna 2. deild: Þróttur átti aldrei möguleika gegn Leiftri SL mótið 1. deild: Stórleikur á Akureyri - á sunnudag er Þórsarar fá Framara í heimsókn - KA mætir KR og Völsungur ÍBK Leiftursmenn fóru í gegnum fyrri umferð 2. deildar í knatt- spyrnu, án þess að tapa leik á heimavelli og einnig án þess að fá á sig mark á heimavelli. Lið- ið fékk Þrótt frá Reykjavík í heimsókn í Ólafsfjörð í gær- kvöld í síðasta leik liðsins í fyrri umferð og eins og í öðrum heimaleikjum fór Leiftur með öruggan sigur af hólmi. Úrslit- in 3:0, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2:0. Með þessum sigri hefur Leiftur komið sér þægilega fyrir í 2. sæti deildar- innar. Heimamenn voru ekki lengi að finna leiðina í mark Þróttara. Óskar Ingimundarson skoraði með skalla eftir aðeins 7 mín., eftir að hafa fengið gullsendingu frá Steinari bróður sínum fyrir markið. Á 28. mín. bættu Leift- ursmenn síðan við öðru marki úr vítaspyrnu. Gústaf Ómarsson náði boltanum af einum varnar- manni Þróttar, komst inn í teig og lék á Guðmund Erlingsson í markinu, sem sá þann kost vænstan, að brjóta á Gústaf og því réttilega dæmd vítaspyrna. Gústaf tók spyrnuna sjálfur en skaut í stöng og framhjá. Dómari leiksins taldi að einn leikmanna Þróttar hefði staðið inni í teig er spyrnan var tekin og lét því endurtaka hana. Þá tók Sigur- björn Jakobsson að sér að taka vítið og hann skoraði af miklu öryggi. Þróttarar tóku smá kipp eftir markið og fékk liðið m.a. þrjár hornspyrnur í röð með skömmu millibili. Úr einni þeirra átti Sigurður Hallvarðsson hörkuskalla en rétt yfir Leifturs- markið. Þróttarar héldu áfram að sækja fram að leikhléi, án þess þó að skapa sér nein veruleg mark- tækifæri. Þróttarar mættu frískir til leiks í síðari hálfleik og sóttu nokkuð fyrstu mínúturnar. Leiftursmenn áttu á móti mjög hættulegar skyndisóknir. Á 65. mín. átti Steinar gott skot rétt framhjá marki Þróttar, þar sem hann stóð utarlega í teignum og skömmu síðar var Halldór Guðmundsson á ferðinni með skot einnig rétt framhjá. Hinum megin skall hurð nærri hælum er Kristinn Gunn- arsson komst í gegnum vörn Leifturs en Þorvaldur bjargaði vel skoti hans með úthlaupi. Síð- asta marktækifæri Þróttara kom á 75. mín. er þeir áttu hættulegt skot að marki Leifturs eftir horn- spyrnu en bjargað var á línu. Tveimur mínútum síðar gerði syo Halldór Guðmundsson út um leikinn er hann bætti við þriðja marki Leifturs. Tekin var auka- spyrna úti á velli, boltinn gefinn inn fyrir vörn Þróttar og þar náði Halldór honum og skoraði með góðu skoti af frekar stuttu færi. Leiftursmenn léku þennan leik af krafti og má segja að Þróttarar hafi aldrei átt möguleika í leikn- um. Liðið lék allt vel í þessum leik en að öðrum ólöstuðum bar mest á þeim Halldóri Guðmunds- syni og Steinari Ingimundarsyni. Hjá Þrótti var Sigurður Hall- varðsson einna sprækastur. Guðmundur Sigurðsson dæmdi leikinn og gerði það ágætlega. Knattspyrna 2. flokks kvenna: KR sigraði KA og Þór Annars flokks lið KR var á ferð á Akureyri í gær og fyrra- dag og lék gegn Þór og KA á íslandsmótinu í knattspyrnu. Liðið lék gegn Þór í fyrrakvöld og vann nokkuð öruggan sigur 4:1. KR-stelpurnar náðu forystu í fyrri hálfleik en Anna Gunnars- dóttir jafnaði fyrir Þór. KR bætti við öðru marki fyrir hlé og síðan tveimur í síðari hálfleik og sigr- aði sem fyrr sagði 4:1. í gærkvöld lék liðið gegn KA og sigraði einnig í þeim leik 4:1. Staðan var 1:0 í hálfleik fyrir KR. Liðið bætti síðan þremur mörk- um við í seinni hálfleik en Linda Hersteinsdóttir minnkaði mun- inn fyrir KA. KA-stelpurnar léku tvo leiki fyrir sunnan um helgina. Fyrst gegn Val og lauk þeim leik með jafntefli 0:0, þrátt fyrir að KA hafi vaðið í færum nánast allan leikinn. Daginn eftir var leikið gegn UMFA og sigraði KA í þeim leik 2:1. Eydís Marinós- dóttir og Linda Hersteinsdóttir skoruðu mörk KA. Knattspyrna yngri flokka: Úrslitaleikir - í Norðurlandsriðli Þór og KA leika um helgina í Norðurlandsriðli yngri flokka í knattspyrnu og er óhætt að tala um að um úrslitaleiki sé að ræða, a.m.k. 3. og 4. flokki. I 5. flokki veröur úrslitaleikur- inn á milli KA og Völsungs. Annað kvöld kl. 20 leika Þór og KA í 3. flokki en á morgun í 5. flokki kl. 13 og strax á eftir eða kl. 14.10 í 4. flokki. KA-menn eru taplausir í öllum þremur flokkunum en Þórsarar í 4. og 3. flokki. Staðan 1. deild Fram sigraði ÍBK með tveim- ur mörkum gegn engu er liðin áttust við í Keflavík í gærkvöld í SL mótinu 1. deild í knatt- spyrnu. Staðau í deildinni er því þessi: Valur 9 5-3-1 17:6 18 KR 9 4-4-1 16:6 16 ÍA 9 5-1-3 13:11 16 Þór 9 5-0-4 16:15 15 Fram 8 4-2-2 10:7 14 KA 9 3-2-4 7:8 11 ÍBK 9 3-2-4 15:20 11 Völsungur 8 2-3-3 9:10 9 Víöir 9 0-6-3 4:12 6 FH 9 1-1-7 7:19 4 2. deild Úrslit leikja í 2. dcild íslands- mótisins í knattspyrnu í gær- kvöld og staðan í deildinni er þessi: UBK-Einherji 2:0 Leiftur-Þróttur 3:0 Selfoss-Víkingur 2:1 Víkingur 9 6-1-2 18:12 19 Leiftur 9 5-1-3 12:6 16 ÍR 9 4-2-3 18:14 14 Þróttur 9 4-1-4 17:15 13 ÍBV 9 3-4-2 15:14 13 UBK 9 4-1-4 10: 9 13 Selfoss 9 3-3-3 17:19 12 Einherji 9 3-3-3 9:13 12 KS 9 3-2-4 13:17 11 ÍBÍ 9 1-0-8 9:17 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.