Dagur - 16.07.1987, Blaðsíða 7
Þegar ekið er fram Lýtings-
staðahrepp og komið fram
undir Varmalækjarhverfið
biasir við skilti, þar sem heim-
reið liggur að loðdýraskála
neðan vegarins. A því stendur;
Sóttkvíarbú, óviðkomandi
bánnaður aðgangur. Þetta er
nýbýlið Hyrna sem stendur í
landi Reykjaborgar og var
stofnað af Ragnari nokkrum
Sverrissyni.
Ragnar þessi er fæddur á
Akureyri og var þar til 10 ára
aldurs. Þá fluttu foreldrar hans
suður í Laugarás í Biskupstung-
um þar sem þau tóku að stunda
garðyrkjustörf. „Fyrst hugurinn
stóð ekki beint til garðyrkjunnar,
varð maður að fara í eitthvað
annað. Ég hef alla tíð haft áhuga
á því að verða bóndi og eins og
tíðin var orðin í landbúnaðinum
varð ofaná að fara út í loðdýra-
ræktina."
- Hefur þú eitthvað farið í
skóla í sambandi við hana?
„Já. Ég fór í nám 1984, til
Finnlands og var þar þangað til
vorið ’86 í Korsholm landbrugs-
skulor, sem er búnaðarskóli. Ég
var þar á loðdýrabraut einn
vetur, í 11 mánaða námi. Það
byrjaði með bóklegu námi og síð-
an var verklegf í feldun. Á með-
an á henni stóð, frá nóvember-
byrjun og fram að jólum var ekk-
ert bóklegt, en tekið við það bók-
lega aftur eftir áramótin og fram
að pörunartímanum, og þá voru
6-7 vikur verklegar. Síðan lauk
bóklega náminu í endaðan maí
og þá var verklegt á fóðureldhúsi
í 6 vikur. Síðan vann ég þarna úti
í tæpt ár, á 3 loðdýrabúum á
þeim tíma. Ég byrjaði síðan strax
að byggja hér upp þegar ég kom
heim.“
- Er ekki lítið um það að
menn stofni nýbýli eingöngu til
loðdýraræktar?
„Jú, það eru voðalega fáir held
ég sem hafa gert það. En það
virðist vera töluvert um það núna
að menn hætti alveg með sauðféð
og fari út í þetta.“
- Hvað er þetta stór skáli?
„Þessi áfangi sem byggður var
síðasta sumar er fyrir 200 læður
og þá miðað við blárefi, en það
komast fleiri silfurrefalæður fyrir
þar. Á paraða silfurrefslæðu ertu
með svona 3-3,5 hvolp, en á par-
aða blárefslæðu 6-8 hvolpa. Það
er líka munur á skinnaverði. Silf-
urrefurinn leggst á 5-6 þús, blá-
refur rétt um 2 þús. Fóðurkostn-
aður er svipaður, svo kostnaður á
dýr af hvorri tegund er því mjög
álíka.“
- Og þú fórst út í það að flytja
inn lífdýr, í stað þess að kaupa
þau hér innan lands?
„Já. Þróunin hefur verið sú
síðustu ár, að það hefur mikið
verið byggt yfir ref um allt land.
Það hefur alltaf verið sett á svo
mikið af dýrum að gæðum stofns-
ins hefur hrakað vegna of örs
ásetnings. Það var hvoru tveggja,
að ég taldi mig ekki fá nógu góð
dýr hérna heima og eins líka að
ég hef hug á að fara út í svokall-
aða afbrigðaræktun sérstaklega í
silfurref. Þau dýr eru bara ekki til
í landinu og fyrst ég þurfti að
flytja inn eitthvað af þeim þá gat
ég alveg eins flutt allan bústofn-
inn inn. Það hefur verið geysileg
þróun erlendis í afbrigðarækt-
unni og það eru miklir peningar
sem fást út úr henni. Ég hygg
jafnvel á útflutning á lífdýrum
héðan. Ég held að það séu fáir
bændur á íslandi tilbúnir að
borga 20-100 þúsund fyrir einn
ref og sé því ekki fram á að geta
selt þau dýr hér heima, en get
flutt þau út. Ég hef trú á því að sá
tími komi að við íslendingar
sköpum okkur sérstöðu, því við
erum lausir við sjúkdóma hér og
að bændur erlendis geti jafnvel
sloppið við að setja dýr sem þeir
kaupa héðan í sóttkví. Það er
auðvitað ákaflega mikill munur
fyrir bændur að geta keypt dýr og
selt undan þeim kannski 6 mán-
uðum seinna. Eins og þetta er hjá
mér, eru þetta 16 mánuðir í ein-
angrun og það þýðir það að eitt
ár dettur alveg út í lífdýrasölu,
eða reyndar VÁ því af sölu á
pöruðum læðum næsta vor verð-
ur ekki vegna sóttvarnanna. Það
verður ekki fyrr en í lok pörunar-
tímans sem búið verður laust úr
sóttkvínni.“
- Stílarðu þá aðallega á líf-
dýrasöluna?
„Já, megintilgangurinn hjá
mér er að vera með til sölu þessi
dýru afbrigði og einnig hágæða-
framleiðslu á skinnum. Skinna-
salan verður samt töluverð því
maður selur mikið meira af læð-
um en högnum og þar af leiðandi
verða högnar afgangs og svo falla
auðvitað til dýr sem standast ekki
þær gæðakröfur sem gerðar eru
til þeirra sem lífdýr.“
- Ertu bjartsýnn á framtíð
loðdýraræktarinnar hér á landi?
„Eins og lánafyrirgreiðsla til
loðdýraræktarinnar er í dag held
ég að það sé tiltölulega auðvelt
að fara af stað. Það er gott að fá
fjármagn og er loðdýraræktin
ein af þeim fáu atvinnugreinum
sem auðvelt er að fá fjámagn til í
dag. En ég held að menn verði að
skoða sinn hug vel áður en þeir
fara í loðdýrabúskap. Hún er allt
öðruvísi en þessar hefbundnu
búgreinar. Þú ert mikið bundnari
yfir þessu en t.d. kindum og
næstum því bundnari en yfir
kúm.
Ég var geysilega bjartsýnn
áður en ég byrjaði á þessu, en
það hefur aðeins dregið úr henni.
Við búum við allt of hátt fóður-
verð og það er allt of dýrt að
byggja yfir dýrin. Við erum með
of dýrar byggingar miðað við það
sem gerist erlendis. Það er sér-
staklega fóðurverðið sem verður
að lækka til að gera íslenskan
loðdýrabúskap samkeppnishæfan
við þann erlenda og það er
eitthvað verið að vinna í því held
ég-“
- Hvernig hefur svo gengið að
koma þessu af stað?
„Lífdýrakaupin hafa verið mér
geysilega erfið, því þarna er farið
út í geysilega dýra fjárfestingu,
svo til fyrirgreiðslulausa. Ég fékk
einungis 300 þúsund af þessum 3
millj. í lánafyrirgreiðslu.
Þetta ár hefur komið dálítið
illa út vegna þess að dýrin komu
mánuði of seint. Ég náði ekki að
para nema 60% af silfurrefnum
og 40% af blárefnum. Gotið kom
hins vegar mjög vel út, á því sem
ég náði að para. Nýtt hús, lykt-
arlaust og það hvað innflutningur
fékkst seint eru örugglega orsak-
irnar fyrir því hvað pörunin gekk
illa. Ég hefði viljað flytja dýrin
inn um miðjan nóvember, en
fékk ekki til þess leyfi fyrr en 17.
desember. Það var voðalegt stríð
að fá þennan innflutning, 6 mán-
aða stríð. Það var geysileg
þrjóska í þessu og Samband loð-
dýraræktenda hjálpaði ekki sem
skyldi í því sambandi."
Ragnar var að lokum spurð-
ur um, hvaða tegundir af ref
hann væri með. Svaraði hann því
til að bústofninn væri til helminga
silfurrefur og blárefur. En hann
væri með afbrigði í bláref, sem
enginn annar væri með hér á
landi. Nefndi af því tilefni norsk-
an safír. -þá
Ragnar Sverrisson loðdýrabóndi í Hyrnu.
16. júlí 1987 - DAGUR - 7
spuming vikunnan
Hildur Ragnarsdóttir
(Akureyri):
Ég hef nú ekki farið víða en mér
finnst Akureyri vera snyrtilegri
en aðrir bæir. Hér eru snyrtilegir
garðar og falleg hús.
Hólmar Svansson (Akureyri):
Já nema um helgar. Mér finnst
það ennþá of áberandi að fólk
hendir rusli út úr bílum þar sem
það er statt, hvort sem það eru
dósir eða heilu hamborgararnir.
Mér finnst að það ætti að sekta
þetta. Hér á Akureyri er hins
vegar mikið af fallegum görðum
og húsum.
Caroline Smith (Englandi):
Þetta er mjög fallegur og snyrti-
legur bær. Göturnar eru hrein-
ar, sérstaklega í samanburði
við götur í Englandi. Húsin eru
mjög falleg og mikið af fallegum
húsagörðum.
Elín Jónsdóttir (Akureyri):
Það fer nú eftir því hvernig á
það er litið. Hann er afskaplega
þrifalegur þegar maður gengur
hér um síðari hluta dags en
hann er það ekki ef maður
slæðist hérna um miðbæinn
snemma á morgnana. Heilt
yfir er bærinn þrifalegri en
margir aðrir.
Jose Luis
(Arkitekt frá Hondúras):
Mér finnst Akureyri fallegur bær
en hér er nokkuð mikið af rusli
um helgar. Einnig finnst mér að
torgið líti ekki nógu vel út núna.
Ég er búinn að vera hér í eitt og
hálft ár og finnst bærinn snyrti-
legri en til dæmis Reykjavík.
Finnst þér Akureyri vera
þrifalegur og aðlaðandi bær?