Dagur - 16.07.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 16. júlí 1987
„Ég er ekkert fyrir það að vera
að auglýsa þetta. Er fyrir
löngu kominn með fasta og
trygga viðskiptavini og það
mundi bara skapa vandræði ef
mikið fleiri bættust við,“ varð
Friðriki Ingólfssyni garðyrkju-
bónda í Laugarhvammi í Lýt-
ingsstaðahreppi að orði við
blaðamann Dags þegar sá
síðarnefndi hafði barið að dyr-
um í Laugarhvammi og kynnt
erindagjörðir sínar.
Friðrik sem stofnaði nýbýli í
Laugarhvammi árið 1948 hefur
stundað garðyrkju í bráðum
hálfa öld. Hann hefur verið að
draga við sig á síðari árum, segist
vera farinn að þreytast svolítið á
þessu. Garðyrkjubúskap í Laug-
arhvammi stundar nú einnig Jón-
ína dóttir Friðriks og hennar fjöl-
skylda. Friðrik var fyrst spurður
hvort gróðurhús væru á fleiri bæj-
um í sveitinni.
„Pað eru gróðurhús á Reykj-
um, á næsta bæ fyrir utan skólann
og svo úti í Varmalækjarþorpi á 2
bæjum. En aðeins starfrækt á
húsið á Laugarbóli hér norðan
við, en þar átti ég þá heima. Ég
flutti svo hingað 1948.“
- Leist sveitungum ykkar
eitthvað á þetta brölt í þér og
bræðrum þínum?
„Ekki meira en svo. Sigurpáll
Árnason í Lundi í Varmahlíð
hafði byrjað árinu á undan okkur
og það má nú vera að þess vegna
hafi þetta uppátæki okkar fengið
meiri skilning. Annars var þetta
voðalega erfitt í fyrstu vegna
markaðs. Fólkið kunni þá ekki
að borða tómata, gúrkur eða kál
og það var erfitt að fást við þetta.
Maður mátti ekki auka við á
neinu sviði, þá varð maður að
henda svo svo miklu. í framhaldi
af þessu varð ég að fara út í
skepnubúskap hreinlega til að
hafa lifibrauð og stundaði einnig
vinnu út á við, s.s. smíðar."
- Og væntanlega hefur ekki
verið eins vel stutt við gróður-
húsaræktina sem var nýbúgrein
þá eins og gert er við nýbúgreinar
í dag?
„Nei, ekki aldeilis. Við bygg-
ingu fyrstu húsanna fengum við
Friðrik Ingólfsson
þessari verðkönnun var búðin
sem verslaði við okkur með 50-60
kr. lægra kílóverð en búðirnar
sem hún var miðuð við. Þær voru
með rétt verð, en okkar við-
skiptaðili með rangt verð.“
- Og þú hefur ræktað bæði
blóm og ávexti?
„Já. Gúrku, tómata og kál,
sumarblóm og svolítið af
afskornum blómum. Blómaver-
tíðin stendur frá 20. maf til sama
tíma í júní. Alltaf er samt einn og
einn að tínast fram yfir mánaða-
mótin. Menn eru sumir síðbúnir
með sínar lóðir eins og gengur.
Þú sérð að það er aðeins eftir af
blómunum en ekkert meira en
eðlilegt má teljast. Það er aldrei
hægt að stíla upp á það að hafa
nóg og eiga engan afgang."
- Eru næg verkefni í gróður-
húsunum yfir veturinn?
„Það má heita að svo sé, við
ýmsan undirbúning fyrir sumar-
ið: Það þarf að skipta um mold í
sumum húsunum, glerja og gera
við svona hitt og þetta, og þvo
húsin. Það verður stundum svo-
lítið uppihald og það er létt á
„Eg er ekkert fyrir þad að
vem að auglýsa þetta“
- spjaUað við Friðrik Ingólfsson garðyrkjubónda í Laugarhvammi í Tungusveit
langt fyrir neðan framieiðslu-
kostnað.
Neytendasamtökin gerðu
kröfu um það á sínum tíma að
varan yrði seld á mjög niðursettu
verði frekar en að henda henni
og svo reiknuðu þeir það út hvað
þetta væri garðyrkjumönnum
mikill gróði að losna við þetta, en
það var ekki reiknað með fram-
haldinu. Því þá bíður fólk næstu
ár eftir því að verðið lækki og
það fari niður fyrir framleiðslu-
kostnaðarverð. Þetta á engan rétt
á sér. Það á að verðleggja vöruna
á framleiðsluverði í upphafi og
láta það svo halda sínu striki.
Ekki spenna verðið svona hátt
meðan varan er nýnæmi fyrir
fólkinu og það spyr ekki að hvað
hún kostar. Þegar kílóið af
tómötunum t.d. lækkar í einu
stökki úr 150 í 80 krónur. Ég er
ekki með á þetta. Alveg hiklaust
vil ég henda vörunni frekar en
selja hana á því verði sem er
langt undir framleiðslukostnaði.
Þessi vara er svo vinsæl að fólk
neitar sér ekki um hana ef hún er
seld á eðlilegu verði. Fólk kaupir
alltént útlenda ávexti á okurverði
seinni part vetrar og það miklu
lakara að gæðum.
Þessar verðsveiflur eru á allan
hátt slæmar. Sem dæmi má nefna
verðkönnun sem gerð var nýlega
á verði ávaxta og var ekki mark-
tæk vegna þess að búðin sem var
með lægsta veröið á tómötunum
keypti þá af okkur, og við áttum
að vera búnir að hækka verðið á
þeim þegar við sendum þá. Það
brást að maður hjá sölufélaginu
léti okkur vita um að verðið hefði
hækkað og við vorum með of lágt
verð á tómötunum í eina viku.
Þetta kemur stundum fyrir. í
manni. Ég hef yfirleitt haft það
ósköp létt í vikurnar kringum
áramótin og getað unnið að
hugðarefnum mínum og tóm-
stundum, frá svona miðjum
nóvember og fram í miðjan
janúar. Manni veitir ekki af,
maður er orðinn gamall í hett-
unni í þessu. Ég fór í garðyrkju-
skólann 1941 og er sem sagt
búinn að vera í garðyrkjunni í 46
ár, svo að ég er nú farinn að lýj-
ast aðeins. Síðan ég byrjaði á
gróðurhúsaræktinni hefur alltaf
verið einhver garðyrkja á ári
hverju þó það hafi verið lítið um
tíma, því eins og ég sagði áðan
var markaðurinn ákaflega tak-
markaður.“
- Þú minntist á hugðarefni og
tómstundagaman, hvað er þitt
aðalhugðarefni?
„Það er gamall draumur,
smíðar. Það var nú í vetur sem ég
var að kenna í barnaskólanum
smíðar, en hin seinni ár hef ég
notað tímann til að smíða hin og
þessi smástykki fyrir mig að
gamni. Svona sem lítið dæmi,
stofuklukkur og ég gerði það að
gamni mínu að smíða eina og
gerði við gamla. Þetta hef ég
gaman af að fást við.
Það er ósköp mikið atriði að
byggja sig upp þannig að hafa
aðeins frí frá garðyrkjunni. Þetta
er nú ekki eins spennandi held ég
fyrir þann sem stundar þetta sem
atvinnu og þann sem er að fást
við þetta sem tómstundagaman.
Enda held ég að ég hafi meira
gaman af smíðunum, en ég taldi
mig á sínum tíma hafa villst í
garðyrkjuna, ég hefði átt að fara
í smíðarnar. Annars uni ég þessu
orðið sæmilega, efast ekkert um
það,“ sagði Friðrik Ingólfsson að
endingu. -þá
öðrum bænum, Ljósalandi."
- Varst þú ekki fyrstur til að
byggja gróðurhús hérna í sveit-
inni?
„Jú við bræðurnir 3, auk mín
Gísli og Eðvarð, byggðum fyrsta
húsið hérna í Lýtingsstaða-
hreppi. Þetta var bara lítil
kompa, sem við skiptum strax
upp og árið eftir var ég bara útaf
fyrir mig og byggði svo fyrsta
engin lán, nema bara víxla eins
og hver annar. Það var ekkert
stutt við mann svoleiðis."
Boginn of hátt spenntur
- Markaðsmálin?
„Þetta hefur verið dálítið snúið
með markaðsmál, þó mér hafi
gengið ákaflega vel að selja, allt-
af síðan markaður var fyrir
hendi. Ég fylgi Sölufélagi garð-
yrkjumanna í verðlagsmálum. Ég
verð samt að segja, að mér finnst
þeir spenna bogann óþarflega
hátt í fyrstu með verðið. Og það
að salan minnki svo mikið eftir
að nýjabrumið er farið af, sc
hreiníega of hárri verðlagningu
að kenna. Svo er verðið dúkkað
niður og varan seld á tilboðsverði
Laugarhvammur í Tungusveit.