Dagur - 17.08.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 17.08.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 17. ágúst 1987 viðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 520 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari.____________________________ Kjamavopnalaust Norður-Atlantshaf Þórarinn Þórarinsson fyrrum ritstjóri Tímans, reit fyrir skömmu grein í Tímann, þar sem hann fjallaði um aukinn vígbúnað stórveldanna í Norður-Atlants- hafi. Grein þessi er allrar athygli verð og þörf áminning til okkar um að halda vökunni þegar Norður-Atlantshafið er annars vegar. Bandaríkjastjórn hefur stóraukið fjárveitingar sínar til uppbyggingar skipaflota síns í Norður- Atlantshafi með það að markmiði að ná algerum yfirráðum á norðurslóðum ef til styrjaldar kemur. En eins og jafnan áður, leiðir aukinn vígbúnaður eins til aukins vígbúnaðar annars og þessar aðgerð- ir Bandaríkjamanna hafa ekki orðið til annars en að Rússar hafa lagt enn meira kapp á það en áður að auka flota- og herstyrk sinn á norðurslóðum. í grein sinni segir Þórarinn að Norðmenn hafi ekki tekið því vel að komið væri upp flugvöllum þar til beinna eða óbeinna árása á Sovétríkin. Ekki síst þess vegna hafi Nató farið þess á leit við íslendinga að komið yrði upp varaherflugvelli á íslandi, sem á stríðstím- um yrði algerlega herflugvöllur. Þórarinn bendir á að þannig sé hægt og bítandi verið að stefna að því að breyta íslandi í hugsanlega árásarstöð, sem sé í algeru ósamræmi við varnarsamninginn við Banda- ríkin frá 1951. Síðan segir Þórarinn: „Það eru liðin nokkur ár síðan ég lagði til að íslendingar beittu sér fyrir því að reynt yrði að sporna gegn vaxandi vígbúnaði á norðurslóðum. Síðan hefur vígbúnaðarkapphlaupið magnast þar og aldrei verið meira en nú. íslendingar geta ekki horft á þetta hlutlausir né þá hættu sem þessu fylgir. Hvenær sem er getur svipað kjarnorkuslys gerst á Norður-Atlantshafi og í Tjernobyl í Ukraniu á síðastliðnu ári og það án þess að til styrjaldar komi. Mannleg mistök geta orsakað það alveg eins og slysið í Tjernobyl eða þegar geimferjan, sem var stolt Bandaríkjamanna, Challenger, brann á svip- stundu. Slík hætta vofir stöðugt yfir Norður-Atl- antshafinu meðan hundruð skipa búin kjarnavopn- um eru þar á ferð, jafnt neðansjávar sem ofansjáv- ar.“ í lok greinar sinnar segir Þórarinn Þórarinsson: „Islendingar eiga að láta þessi mál til sín taka. Rödd þeirra gæti reynst eins áhrifamikil í þessum efnum og í landhelgismálinu, því að það er allra hag- ur að kjarnorkuvopnum sé eytt. Innan Nató og Sam- einuðu þjóðanna á þessi rödd að heyrast og hvar- vetna, þar sem því verður við komið. Það er ekki síð- ur hlutverk Nató að stuðla að afvopnun en vígbún- aði. Bíðum ekki eftir Tjernobylslysi á Norður- Atlantshafi. Reynum heldur að koma í veg fyrir það með því að Norður-Atlantshafið verði kjarnavopna- laust. “ Með tilliti til þeirra hagsmuna sem í húfi eru fyrir okkur íslendinga hljótum við að taka undir þessi orð Þórarins af heilum hug. BB. „Mig langaði að breyta til. Maður er búinn að hafa þokkalegar tekjur þessi ár, búinn að koma sér upp húsi, bfl og vélsleða og mig langaði að fara að lifa í landi eins og hinir.“ Það er Jakob Kárason 42 ára vélfræðingur og yfirvél- stjóri á Kaldbak til margra ára sem nú er mættur í viðtal dagsins. Jakob er nú kominn í land, farinn að vinna sem við- gerðarmaður á Niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar. „Ég kunni mjög vel við mig á sjónum til að byrja með og lengst af, en svo þreyttist maður náttúr- lega á þessu eins og öðru. Ég ákvað því að breyta til í maí síð- astliðnum. Það varð að koma einhvern tíma að því .“ - Er þetta ekki allt önnur vinna sem þú ert kominn í núna? „Jú þetta er náttúrlega allt .öðruvísi en mestu viðbrigðin eru þó á útborgunardögunum. Þó svo að launin þarna sér alveg þokka- leg þá er heldur minna í umslag- inu. Þarna hefur maður hins veg- ar fastan vinnutíma til sex á dag- inn að jafnaði og það er voðalega notalegt að eiga bara frí eftir það. Þegar maður er á sjó og kemur í land þá nýtist fríið illa. Konan er að vinna allan daginn og fyrir vikið varð dagurinn hálf dauður „Mig langaði að breyta til,“ segir Jakob Kárason. Mynd: RPB „Mestu viðbrigðin á útborgunardögunum" - segir Jakob Kárason viðgerðarmaður á Niðursuðu- verksmiðju K.J. fyrrverandi yfirvélstjóri á Kaldbak tími hjá manni þegar landlegur voru.“ - Varstu búinn að vera eitt- hvað á sjó áður en þú fórst á Kaldbak? „Já, já ég var búinn að flækjast víða. Ég hef reyndar unnið svo að segja allt mitt starf til sjós. Ég er búinn að vera á bátum víða um land, sem vélstjóri, háseti og kokkur. Lengst af sem kokkur á litlum bátum. Ég kunni mjög vel við það og raunar langaði mig að fara í kokkaskólann áður en ég ég fór í Vélskólann. Kokkaskólinn var á neðstu hæð í húsinu en ég fór einni hæð ofar, í Vélskólann.“ - Eru vélstjórar ekki svolítið útúr öðru lífi um borð lokaðir niðri í vélarrúmi meira og minna? „Nei, nei. Okkar starf fer eiginlega minnst fram í vélarrúm- inu. Við erum í lagfæringum og viðhaldi um allt skip, á efra þil- fari, millidekki og alls staðar. Vélarnar sjálfar og mikill hluti af dóti í vélarrúmi er orðinn það góður að þetta gengur nánast án viðhalds. Það er hins vegar mikil vinna fólgin í því að þrífa og mála í vélarrúmi. Við sjáum • Af léttlömbum Eins og fram hefur komið eru léttlömb nýjasta lausnin sem upp hefur verið fundin til lausnar sölutregðu á dilka- kjöti hér á landi. Þessum lömbum er slátrað síðla sumars og því ekki farin að hlaða utan á sig fitulögum, enda er nútímaneytandinn lítt hrifinn af slíku. Hingað til hefur landið okkar verið talið gott til beitar og sauðfé dafn- að með ágætum á hálendi landsins. Og nú virðist sauð- féð hafa of gott ofan í sig og því bregða menn á það ráð að slátra mun fyrr en áður. Það ætti því ekki að koma mönnum á óvart þó að bænd- ur fari að beita fé sínu á mela og land þar sem lambakrílin stækka ekki mikið og geta að sumrinu loknu talist léttlömb í stjörnuflokki. Og allt er þetta gert til þess að neyt- andinn þurfi ekki að hafa fyrir því stórvirki að skera ofurlitla fituklípu utan af annars góðu kjöti. Öfugsnúið, ekki satt? # Salmonellan Nú er gripið um sig salm- onellaæði hér á landi, ef marka má umfjöllun sumra fjölmiðlanna undanfarið. Hver fréttin tekur við af ann- arri um þetta vandamál, menn eru að finna salmonellu í fiskimjöli, salmonellu í kjúk- lingakjöti, salmonellu í svína- kjöti o.s.frv. Spurningin er hvort að ekki sé nú fullfast að orði kveðið og þetta sé ekki eins mikið vandamál og menn vilja vera láta. Altént minnist tíðindamaður S&S þess að þegar hann sat matreiðslunámskeið í Hús- mæðraskólanum á Akureyri forðum tíð þá hafi kennarinn talað um að ekki ætti að vera hætta á ferðum sé kjötið soð- ið og meðhöndlað á réttan hátt. En nú til dags vilja menn víst að kjötið sé sem minnst soðið og toppurinn er víst vel blóðugar steikur. Því væri sumum best að líta sér nær áður en álit er látið í Ijós um slæma meðferð á kjöti í kjöt- vinnslunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.