Dagur - 17.08.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 17.08.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 17. ágúst 1987 íþróttic Enski boltinn af stað: Liverpool liðin byrja vel - en stóru Lundúnaliðin tapa Enska deildakeppnin í knattspyrnu hófst á laugardag. Að þessu sinni leika 21 lið í 1. deild og 23 í 2. deild, þannig að eitt liö situr yfir í hverri umferö en að loknu þessu leiktíma- bili verður liðum í 1. deild fækkað niður í 20 en fjölgað í 24 í 2. deild. Á þessu ári halda knattspyrnumenn í Englandi upp á 100 ára afmæli knatt- spyrnusambandsins og í vetur verð- ur lögð sérstök áhersla á að koma á röð og reglu meðal áhorfenda, sem löngum hafa þótt erfiðir á Englandi. Menn gera sér góðar vonir um að ef ekki komi til óláta á leikvöllum í vetur, verði enskum liðum aftur leyft að leika í Evrópumótum á næsta ári. Áhangendur Wolves í 4. deild hafa þó misskilið þetta, því í leik þeirra á útivelli gegn Scarboro- ugh (nýliðunum í deildarkeppninni), stóðu þeir fyrir ólátum sem hófust áður en leikurinn hófst en honum lauk með jafntefli 2:2. En lítum þá á úrslitin í 1. og 2. deild: 1. deild: Arsenal-Liverpool 1:2 Charlton-Nottm.Forest 1:2 Chelsea-Sheff.Wed. 2:1 Coventry-Tottenham 2:1 Derby-Luton 1:0 Everton-Norwich 1:0 Oxford-Portsmouth 4:2 Southampton-Man.United 2:2 Watford-Wimbledon 1:0 West Ham-Q.P.R. 0:3 2. deild: Birmingham-Stoke 2:0 Bradford-Swindon 2:0 Huddersfield-C.Palace 2:2 Hull-Blackburn 2:2 Ipswich-Aston Villa 1:1 Leicester-Shrewsbury 0:1 Man.City-Plymouth 2:1 Middlesbrough-Millwall 1:1 Sheff.United-Bournemouth 0:1 W.B.A.-Oldham 0:0 Barnsley-Leeds 1:1 Mesta athygli vakti viðureign Arsenal og Liverpool. Yfir 50.000 áhorfendur voru mættir til þess að sjá þessi tvö stórlið eigast við. Mikil barátta var í leiknum og ekkert gef- ið eftir. Liverpool náði forystu snemma í fyrri hálfleik með marki John Aldridge, eftir góðan undir- búning nýju leikmanna liðsins, Peter Beardsley og John Barnes. Arsenal jafnaði 8 mín. síðar með marki Paul Davis og þannig var staðan í hálfleik. Bruce Grobbelaar varð þó að taka á öllu sínu til þess að verja þrumuskot frá Kenny Sam- son í fyrri hálfleiknum. Arsenal hóf síðari hálfleik með miklum látum en Liverpool tókst að verjast öllum sóknarlotum þeirra og leikurinn jafnaðist aftur. Allt virtist stefna ■ jafntefli en leikmenn Liverpool voru ekki sáttir við það og þegar aðeins 3 mín. voru til leiksloka tókst þeim að skora sigurmarkið. Bak- vörðurinn Steve Nicol sem ekki hafði leikið með liðinu síðan fyrir síðustu jól, skoraði með skalla. Leikmenn Arsenal hreinsuðu frá marki sínu en Nicol kom aðvífandi og ætlaði að skalla boltann aftur inn að markinu en þess í stað sigldi hann í hláhornið hjá John Lukic. Jafntefli hefði þó verið sanngjörn úrslit í leiknum. Meistarar Everton léku án sex fastamanna sinna gegn Norwich en tókst þó að ná í öll stigin. Paul Power skoraði á 35. mín. og þar við sat. Norwich getur þó þakkað mark- verði sínum Gurin fyrir að mörkin urðu ekki fleiri, auk þess sem Dave Watson átti skot í stöng. Það er greinilegt að Everton lætur meist- aratitilinn ekki af hendi baráttu- laust. Coventry og Tottenham léku úrslitaleik bikarkeppninnar s.l. vor og áreiðanlega hefur Tottenham ætlað að hefna ófaranna í þeim leik þegar liðin mættust aftur á laugar- dag. Það fór þó á annan veg, því Coventry hafði óvænta yfirburði og sigraði næsta auðveldlega. David Speedie sem var keyptur frá Chelsea nýlega fyrir 750.000 pund, skoraði á 20. mín. og bakvörðurinn þunn- hærði Greg Downs bætti öðru marki við rétt fyrir ieikhlé. Gary Mabbut minnkaði muninn 15 mín. fyrir ieikslok fyrir Tottenham en þá hefðu leikmenn Coventry hæglega getað verið búnir að skora fleiri mörk. Það var mikið skorað í leik Oxford og Portsmouth. David Langan skoraði fyrir Oxford í fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari bætti Tommy Caton öðru marki við. Paul Mariner sem nú lék sem mið- vörður skoraði fyrir Portsmouth 2:1 en Billy Whitehurst skoraði tvö fyrir Oxford áður en Clive Whitehead lag- aði stöðuna fyrir Portsmouth. Hinir nýliðarnir í 1. deild, Derby, stóðu sig hins vegar betur og unnu góðan sigur á Luton. John Gregory skoraði í fyrri hálfleik en leikmenn Luton léku þó aðeins 10 mestan liluta lciksins, því miðherji þeirra Mick Harford var rekinn útaf strax á 5. mín. Watford sigraði Wimbledon með marki Luther Blissett í fyrri hálfleik en þetta var fyrsti leikurinn sem Dave Bassett stjórnar liði Watford en hann var áður framkvæmdastjóri Wimbledon og náði ótrúlegum árangri með þá. Manchester United tókst ekki að sigra Southampton á útivelli þrátt fyrir að hafa tvívegis yfir í leiknum. Norman Whiteside skoraði bæði mörk Utd. í fyrri hálfleik en Danny Wallace skoraði einnig tvö mörk fyrir Southamton, sitt í hvorum hálf- leiknum. Chelsea sigraði Sheffield Wed. 2:1. Kerry Dixon skoraði snemma í leiknum fyrir Chelsea en Lee Chapman jafnaði fyrir Sheffield. Gordon Durie skoraði síðan sigur- mark Chelsea úr vítaspyrnu. Q.P.R. afgreiddi West Ham í fyrri hálfleiknum. Ray Stewart skor- aði sjálfsmark og þeir Gary Bann- ister og Kevin Brock sem keyptur var frá Oxford bættu síðan við mörkum fyrir leikhlé. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og óvænt stórtap West Ham á heimavelli því staðreynd. Loks sigraði Nottingham Forest lið Charlton á útivelli, eftir að Charlton hafði yfir í hálfleik, með marki Mark Reid úr vítaspyrnu. Nýliðinn Lee Glover og fram- kvæmdastjórasonurinn Nigel Clough skoruðu fyrir Forest í síðari hálf- leiknum. í 2. deild urðu þau úrslit óvæntust að Leicester sem lék í 1. dcild í fyrra, tapaði á heimavelli fyrir Shrewsbury. Þá má geta þess að Tony Rees leikmaður Birmingham varð fyrstur til að skora mark á þessu keppnistímabili, hann skoraði eftir aðeins 45 sek. gegn Stoke og bætti síðan við öðru marki síðar í leiknum. ÞA Pétur Ormslev skorar fyrsta mark Fram úr mjög svo umdeildri vítaspyrnu. Mynd: RPB SL mótið 1. deild: Vítaspyma að gjöf - Dómari í stóru hlutverki þegar Fram lagði KA 0:31 gærkvöld „Við gerðum of mikið af mistökum sem gáfu þeim sigurinn,“ sagði Hörður Helgason þjálfari KA eftir að liðið hafði orðið að Iúta lægra haldi fyrir Fram. Úrslitin 0:3 í frekar slökum leik. Hörður vildi ekki setja út á dómgæslu í leiknum þó svo að henni hafi verið mjög ábótavant. Kjartan Ólafsson gaf Frömurum vítaspyrnu í fyrri hálfleik og eftir það var ljóst hvert stefndi. Leikurinn var mjög tíðindalítill allt fram á 30. mínútu. Framarar voru mun meira með boltami en náðu ekki að skapa sér nein færi. KA-menn héldu sig aftarlega á vellinum en reyndu skyndisóknir án árangurs. Það var svo á 30. mínútu að Kjartan gerði sín afdrifaríkustu mistök í þessum leik. Ragnar Margeirsson komst þá einn inn- fyrir vörn KA allt þar til hann mætti Ólafi Gottskálkssyni mark- verði. Ólafur lagði sig og náði að koma boltanum frá, Ragnar féll og Kjartan var ekki í neinum vafa og dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu. „Fáránlegur dórnur" var samdóma álit þeirra sem rætt var við. Pétur Ormslev skoraði úr spyrnunni. Petta atvik hafði slævandi áhrif á KA-menn og virtist sem í þá væri komin uppgjöf. Þeirra eina færi í hálfleiknum kom þó skömmu síðar þegar Sigurður Harðarson átti skot sem Friðrik varði. Ekki leið á löngu uns Framarar bættu öðru markinu við. Ragnar Margeirsson skoraði þá eftir. góð- an samleik við Guðmund Steins- son, staðan orðin 0:2. Stórar breytingar urðu ekki á leiknum eftir hlé. Framarar sóttu en KA-menn vörðust með þá Erling og Steingrím sem kletta í vörninni. Á 57. bætti Pétur sínu öðru marki og þriðja marki Fram við. Pétur fékk sendingu inn í víta- teig, lék á einn varnarmann og sendi fastan bolta í bláhornið með viðkomu í fæti KA manns. Eftir þetta þriðja mark má segja að KA-menn hafi komist inn í leikinn og fengið hættuleg- ustu færin. Á 83. mín. komst Þorvaldur innfyrir vörn Fram en skot hans náði ekki yfir Friðrik sem kom langt út á móti. Skömmu síðar áttu KA-menn þunga sókn og þá fékk Sigurður Harðarson ágætis færi. Fyrra skotið fór beint á Friðrik en hið síðara í stöng og þaðan í hendi eins leikmanns Framliðsins án þess að nokkuð væri dæmt. Bjarni átti síðast ágætt skot af 25 Þórsarar fóru með hangandi haus og fimm mörk á bakinu af Skipaskaga í gær eftir að hafa verið teknir í kennslustund af heimamönnum, einn ganginn enn. Úrslitin, 5:2, gefa nokkuð rétta mynd af leiknum sem var opinn og fjörugur, marktæki- færi á báða bóga. Staðan í hálf- leik var 3:2. Þórsarar byrjuðu leikinn vel og náðu forystu á 11. mín. þegar Guðmundur Valur átti góða sendingu inn fyrir vörn Skaga- manna á Halldór Áskelsson sem skallaði í fjærhornið. Glæsilegt mark. Á 25. mín. jöfnuðu Skaga- menn og var þar Sigurður Lárus- son að verki eftir hornspyrnu. Sex mínútum síðar kom Val- geir Barðason Skagamönnum yfir með skallamarki eftir að hafa fengið góða sendingu frá Heimi Guðmundssyni. Þórsarar gáfust ekki upp og jöfnuðu metin á 33. mín. Kristján tók þá hornspyrnu, Sigurbjörn sneiddi boltann við- stöðulaust beint á „pönnuna“ á Nóa sem afgreiddi hann í netið. Staðan orðin 2:2 eftir rúmlega hálftíma leik og ekki þurftu menn að bíða lengi eftir fimmta markinu. Á 36. mín. skoraði Sveinbjörn Hákonarson þriðja mark Skagamanna, eftir mikinn klaufaskap Einars Arasonar, að sögn tíðindamanns okkar á Skaganum. I seinni hálfleik voru Þórsarar hins vegar heillum horfnir en áttu samt fyrsta tækifærið er Halldór metra færi en rétt framhjá. Erlingur, Steingrímur og Jón Sveinsson voru bestu menn KA og Ólafur stóð fyrir sínu í mark- inu. Hjá Fram var Ragnar bestur en hann þyrfti að yfirgefa völlinn á 50. mín vegna meiðsla. Pétur Arnþórsson var einnig- mjög sterkur og vörnin vann vel saman. ET - er IA vann Þór 5:2 átti skot frá markteigshorni rétt framhjá. Eftir þetta gerðu Skaga- menn oft harða hríð að marki Þórsara, enda vörn hinna síðar- nefndu gjörsamlega á hælunum. Á 70. mín. skoraði Valgeir Barðason 4. mark Skagamanna eftir skyndisókn, en þá höfðu Þórsarar sýnt nokkra tilburði í þá átt að jafna leikinn. Þetta mark dró endajaxlana úr Þórsurunum og ekki bætti úr skák þegar Guð- björn Tryggvason skoraði 5. 3. deild: Þróttur sigr- aði HSÞ-b - í Mývatnssveit Staða HSÞ-b í B-riðli 3. deild- ar á íslandsmótinu í knatt- spyrnu, versnaði heldur um helgina, en á laugardag tapaði liðið fyrir Þrótti frá Neskaup- stað er liðin léku á Krossmúla- velli í Mývatnssveit. Þróttarar voru mun ákveðnari í leiknum frá upphafi til enda og sigruðu með einu marki gegn engu. Ólafur Viggósson komst í gegnum vörn HSÞ-b um miðjan síðari hálfleik og skoraði af öryggi. Mývetningar náðu ekki að ógna marki Þróttara að neinu ráði og Þróttarar voru nær því að bæta við marki en að Mývetning- ar næðu að jafna leikinn. SL mótið 1. deild: Leikur marktæki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.