Dagur - 21.08.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 21.08.1987, Blaðsíða 7
21. ágúst 1987 - DAGUR - 7 Myndir og texti: Rut Valgarðsdóttir. Sumartónleikar: Lokatón lei kar á Norðurlandi spilar hringinn á pari eða undir pari þá lækkar þú þig um vissan höggafjölda og t.d. á landsmót- inu þá spilaði ég það vel allan Magnús Karlsson. tímann að ég lækkaði mig niður í 20 í forgjöf, en konur byrja í 39.“ - Nú eru miklu færri stelpur í G.A. en strákar, kanntu ein- hverja skýringu á því? „Þær fá bara ekki tækifæri, t.d. er mikið af litlum stelpum sem koma á námskeiðin en þær hætta fljótt því þeim er ekkert hjálpað við að komast áfram.“ Sjálf hefur Árný árangurslaust reynt að fá vini sína til að stunda golf. - Væri þá ekki þjóðráð að kenna undirstöðuatriðin í golfi í leikfimi til þess að fólk finni að þetta er skemmtilegt? „Það er ekki hægt, annað hvort fer maður í golfið af fullum krafti eða sleppir þessu alveg.“ - Þannig að ég gæti ekki átt það áhugamál að koma tvisvar til þrisvar á ári og spila golf? „Nei, því bara það að læra að hitta kúluna getur tekið fleiri daga, þannig að það væri lítil skemmtun í því.“ - En það geta samt hverjir sem er komið og spilað golf á Jaðarsvelli? „Já, já, en ef þú ert ekki í klúbbnum þarftu að greiða vallargjald en svæðið er öllum opið.“ - Þarf golfari að vera í sérstak- lega góðu líkamlegu ástandi? „Já, t.d. núna um daginn þegar við vorum að keppa á Akranesi, þá voru spilaðar 36 holur á hverj- um degi og það tekur 9 tíma hvert skipti, plús að maður þarf að labba marga kílómetra, þá verður maður að hafa úthald. Eftir á gerir maður ekki annað en að fara heim að sofa.“ - Ert þú með kylfubera á mótum? „Nei ég er bara með settið á kerru, það er svo dýrt að fá „kaddý“ að það eru bara þeir „stóru“ sem hafa slíkt.“ - Hvað er annars spennandi við golf? „Það er ekki hægt að útskýra það, fólki finnst ferlega hálfvita- legt að maður sé að elta litla kúlu allan tímann, en svo þegar það prófar golfið þá verður það alveg hreint sjúklingar." - Að lokum, hefur eitthvað skemmtilegt komið fyrir í golf- inu? „Já þegar ég fór næstum holu í höggi, en hola í höggi er náttúr- lega draumahöggið, og þó að maður vinni ekki í því að komast í Einherjaklúbbinn þá er það alltaf draumur.“ Vala & Hrabba Að lokum er við hæfi að líta á aðra tegund golfsins, svokallað mini-golf. Vala og Hrabba voru að vinna á golfsvæði sundfélags- ins Óðins þegar ég gómaði þær í viðtal. - Er mini-golfið vinsælt? „Já dálítið, sérstaklega kemur margt fólk hérna þegar veðrið er gott, svo og um helgar.“ - Hvað dregur fólk í mini- golf? „Þetta er bara svo gaman.“ - Svipar mini-golfinu til golfs á velli? „Nei, þetta er allt öðruvísi og ábyggilega miklu erfiðara líka." - Koma golfarar hingað að æfa sig? „Þeir koma hingað, ekki til að æfa sig, kannski frekar til að prufa.“ - Eruð þið í samkeppni við veitingaskálann Vín um mini- golfara? „Nei, við erum með miklu flottara golf, níu holu völl, og fleiri brautir eru væntanlegar.“ - Farið þið sjálfar stundum í golf? „Já stundum þegar lítið er að gera hjá okkur hérna." - Er þetta ekki erfitt? „Nei nei, og það geta allir spilað, bara að hitta í holurnar." Þrennir Sumartónleikar verða haldnir á Norðurlandi næstu daga og eru þetta jafnframt lokatónleikarnir þetta sumar. Þeir verða í Akureyrarkirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 17, í Húsavíkurkirkju mánudaginn 24. kl 20.30 og í Reykjahlíðar- kirkju þriðjudaginn 25. kl. 20.30. Á þessum lokatónleikum leika þau Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari og Richard Talkowsky sellóleikari dúó fyrir fiðlu og selló. Á efnisskránni eru verk eft- ir Giordani, Haydn, Jón Nordal og Kodaly. Laufey lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur 1974 hjá Birni Ólafssyni. Hún stund- aði framhaldsnám í Boston hjá próf. George Neikrug og auk þess liefur hún sótt alþjóðleg námskeið hjá J. Vlach og A. Grumiaux. Veturinn 1984-5 fékk Laufey ítalskan styrk til dvalar í Róm. Hún starfar nú sem fiðlu- leikari í Sinfóníuhljómsveit íslands og er jafnframt kennari við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Talkowsky er fæddur í New Jersey 1953. Hann lauk BA prófi í sellóleik með glæsilegum vitnis- burði frá Boston University árið 1975. George Neikrug var þar aðalkennari hans. Sl. 8 ár hefur Talkowsky búið í Barcelona og starfar m.a. sem 1. sellóleikari í Sinfóníuhljómsveit Barcelona. Laufey og Talkowsky hafa áður sameinað krafta sína. í Bandaríkjunum, á Spáni og á ís- landi. SS Vala og Hrabba. j—VerslunarhúsnæðH Til leigu húsnæöi í Verslunarmiöstööinni Sunnuhlíð. Húsnæðiö er talið 116 fm brúttó og leigist í lengri eða skemmri tíma. Fasteigna- og skipasala Norðurlands. Aldraðir Iðjufélagar Hin árlega skemmtiferð verður farin laugar- daginn 5. september. Fariö veröur um Vestur-Húnavatnssýslu, Víöidal, fyrir Vatnsnes, í Borgarvirki og víöar. Brottför frá Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14 kl. 9.00 árdegis. Þátttaka óskast tilkynnt á skrifstofuna fyrir 2. sept- ember í síma 23621. Ferðanefnd. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Slmi 21635 - Skipagötu 14 FjöLskylduferð Fyrirhuguð er dagsferð á vegum félagsins laug- ardaginn 5. sept. kl. 9,30 f.h. Farið verður til Blönduóss og snæddur hádegisverð- ur. Síðan ekið fyrir Skagann, eftirmiðdagskaffi drukkið á Sauðárkróki. Verð kr. 800. - fyrir fullorðna. Verð kr. 400. - fyrir börn innan 12 ára. Ókeypis fyrir félaga 67 ára og eldri. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins eigi síðar en þriðjudaginn 1. sept. í síma 21635. Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.