Dagur - 21.08.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 21. ágúst 1987
SMÁBÁTAEIGENDUR
BRUNAKERFI FYRIR SMÁBÁTA FYRIRLIGGJANDI.
EINNIG FÁANLEG MEÐ LEKAAÐVÖRUN
OG AÐVÖRUNARLJÓSI í MASTRI.
Kerfin eru viöurkennd af Siglingamálastofnun ríkisins.
Sala, uppsetning og eftirlit.
HORDmiÚSIIf.
RAFVERKTAKAR
FURUVÖLLUM 13 - 600 AKUREYRI SiMAR (96)25400 & 25401
Hljómsveit Ingimars Eydal heldur uppi
dúndurstuði föstudags- og laugardags-
kvöld. Golli og Siggi þeyta diskóskífunum
af sinni alkunnu snilld.
- Frítt inn fyrir Aðgangseyrir kr. 500.
matargesti Snyrtilegur
Ingimar Eydal leikur undir klæðnaður
Eigendur Kristjánsbakarís samankomnir framan við hina nýju og glæsilegu byggingu. F.v. Júlíus Snorrason, Snorri
Kristjánsson og Birgir Kristjánsson. Mynd: rþb
Kristjánsbakarí 75 ára:
Ákváðum að gefa okkur þessa
byggingu í afmælisgjöf
- Ný brauðbúð opnuð í fyrramálið
Klukkan 8.00 í fyrramálið geta
árrisulir Akureyringar fengið
sér morgunkaffi í nýju og
glæsilegu Kristjánsbakaríi.
Er Jónas Sigurjónsson búinn
að taka upp japanskt tímatal á
Valsmíði? Þessi spurning
heyrðist á dögunum og þótti
full ástæða til að bera hana
undir Jónas. Hann svaraði því
til að ekki væri búið að breyta
tímatalinu á Valsmíði en hins
vegar væri verið að taka upp
vinnufyrirkomulag sem stund-
um er kennt við Japani og kall-
ast „Just in time“.
„Við erum að reyna að koma
upp kerfi sem heitir „Just in
time“ og höfum reyndar verið
með vísi að því. Það byggir mikið
á almennri skynsemi og samstarfi
og miðast við það að eiga sem
mest hálfsmíðað og tilbúið til
þess að stytta afgreiðslutímann,"
sagði Jónas.
Hann gat þess þó að ekki væri
um að ræða birgðasöfnun heldur
væri stefnt að því að eiga ýmsa
grunnhluti í innréttingarnar til-
búna en þær eru síðan sérsmíð-
Geta menn valið um að drekka
kaffi sitt í búðinni sjálfri eða
tekið brauðið með sér heim.
„Við ákváðum að gefa okkur
aðar eftir óskum hvers og eins.
„Taka minna fyrir í einu en oftar
og ekki vera með eins dýrt lager-
hald, bara vera nógu lifandi í
þessu,“ eins og Jónas orðaði það.
Hann sagði að fyrirtækjum
væri nauðsynlegt að stytta
afgreiðslutímann. „Maður stend-
ur frammi fyrir því að ef maður
getur ekki afgreitt pantanir innan
eins og hálfs mánaðar þá missir
maður viðskiptavinina beint í
innfluttar innréttingar. Þeir í inn-
flutningnum segja afgreiðslu-
frestinn 6 vikur og við megum
ekki fara yfir þann tíma,“ sagði
Jónas.
„Það er bara svo mikið að gera
hjá okkur að við höfum ekki haft
tíma til að reka endahnútinn á
þetta kerfi. En ég er heppinn að
hafa góða starfsmenn því þetta
byggist nokkuð mikið á mannleg-
um samskiptum, almennri skyn-
semi og samstarfi allra aðila,“
sagði Jónas að lokum. SS
þessa byggingu í afmælisgjöf,“
sagði Snorri bakari sem ásamt
sonum sínum fjórum rekur
Kristjánsbakarí. Brauðgerð
Kr. Jónssonar, sem er hið
formlega nafn átti nýverið 75
ára afmæli.
Það var þann 12. júní fyrir 75
árum sem Kristján Jónsson faðir
Snorra hóf rekstur brauðgerðar
hér á Akureyri og var fyrst til
húsa að Strandgötu 41, en flutti
síðar í hús númer 37 við sömu
götu. Árið 1978 var brauðgerðin
flutt í Hrísalund og gólfflötur þar
er um 1900 fermetrar. Afmælis-
gjöfin, eða nýja brauðbúðin er
um 200 fermetrar að stærð á
tveimur hæðum. Á neðri hæðinni
er brauðbúðin þar sem marmar-
inn ræður ríkjum, eða eins og
Snorri orðaði það sjálfur, „Þetta
verður marmarabúð.“ Á efri hæð
verða skrifstofur og kaffistofur
starfsfólks, en um 70 manns
vinna hjá brauðgerðinni.
Byrjað var á byggingunni í maí
og verið var að leggja síðustu
hönd á verkið er blaðamenn
skoðuðu húsakynni. Byggingin
kostar þegar allt er talið um 15
milljónir króna. Hátt í 200 teg-
undir af brauði og kökum eru
framleidd hjá Kristjánsbakaríi og
í framleiðsluna eru notuð um 4
tonn af eggjum á mánuði og 40
tonn af mjöli.
Snorri og synirnir Júlíus og
Birgir voru óhræddir við sam-
keppnina, enda sögðu þeir sam-
keppni öllum til góðs. „Við höf-
um haldið okkar hlut og vel það,
á þessu ári hefður orðið um 20%
magnaukning hjá okkur og við
erum nokkuð ánægðir með það,“
sagði Júlíus. mþþ
Trésmiðjan Valsmíði:
Stefnt að styttri
afgreiðslutíma
- með „Just in time“ kerfinu
Sauðárkrókur:
Nýtt tækniþjónustufyrirtæki
Þessa dagana er að fara af stað
nýtt fyrirtæki á Sauðárkróki.
Friðrik Jónsson, véltækni-
fræðingur er eigandi þess en
þetta fyrirtæki veitir ýmsa
þjónustu á sviði ráðgjafar og
hönnunar á vélbúnaði.
Friðrik sagði að húsnæði hefði
nú fengist undir starfsemina og
yrði það tilbúið á næstu dögum.
Verkefni fyrirtækisins sagði
hann vera aðallega á sviði ýmiss
konar tækniráðgjafar og hönnun-
ar og einnig dæluverkefni, aðstoð
við innkaup, þróunarverkefni og
ýmislegt fleira. Til dæmis gæti
fyrirtækið tekið að sér hönnun
fyrir nýsmíðar fyrirtækja.
Tækniþjónusta sem þessi hefur
ekki verið starfrækt fyrr á
Norðurlandi vestra og sagði
Friðrik að hingað til hafi fyrirtæki
þurft að leita eftir henni á
Reykjavíkursvæðinu. „Þetta er
bara einn liður í að halda lands-
byggðinni við með því að bjóða
fólki upp á þjónustu sem þessa
heima í héraði,“ sagði Friðrik.
„Menn eru alltaf með fullan
magann af hugmyndum og það er
ýmislegt í gerjun. Ég er hæfilega
bjartsýnn á að þjónusta sem þessi
gangi. Fyrirtækin hafa tekið
þessu vel og sýnt þessu áhuga.“
JÓH