Dagur - 21.08.1987, Blaðsíða 15

Dagur - 21.08.1987, Blaðsíða 15
Umsjón: Kristján Kristjánsson Knattspyrna: Hvað gera Völs- ungar gegn FH? - heil umferð í 12. og 3. deild um helgina Á sunnudag fer fram heil umferð í SL mótinu 1. deild í knattspyrnu. Toppleikur um- ferðarinnar er án efa viðureign Vals og Fram á Hlíðarenda en þessi lið eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. Á Akur- eyri leika KA og ÍBK, Víðir og Þór leika í Garðinum, FH og Völsungur í Hafnarfirði og KR-velli leika KR og ÍA. Leikur Vals og Fram hefst kl. 16 en hinir leikirnir kl. 19. Leikur FH og Völsungs er sannkallaður sex stiga leikur en takist Völsungum að sigra er útlitið orðið svart hjá FH-ingum en staða Völsungs aftur á móti orðin nokkuð góð í neðri hluta deildarinnar. Á Akureyri fer fram annar botnslagur þar sem KA og ÍBK leika. Þórsarar eiga enn góða möguleika á að ná góðu sæti í deildinni og verða því að vinna Víðismenn. Það verður örugglega hart barist í leik KR og ÍA en bæði liðin eru enn í topp- slagnum og svo er einnig með leik Vals og Fram. í gær hófst 15. umferð 2. deild- ar með leik Víkings og Þróttar en á laugardag fara fram 4 leikir. Breiðablik og ÍBÍ leika í Kópa- vogi, Selfoss og KS á Selfossi, IBV og Einherii í Eyjum og Leiftur og ÍR í Olafsfirði. Leiftursmenn fá ÍR-inga í heimsókn og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í hinni geysihörðu baráttu á toppi deildarinnar og svo er eins með KS-inga sem mæta Selfyssingum en KS er enn í fallsæti og þarf því á sigri að halda á laugardag. í B-riðli 3. deildar fer fram heil umferð. Sindri og HSÞ-b leika á Hornafirði, Tindastóll og Austri á Sauðárkróki og Þróttur og Magni á Neskaupstað. Allirþess- ir leikir hefjast kl. 14. Þá fara fram tveir leikir hér á Akureyri í 1. deild kvenna, KA og ÍBK leika á KA-velli í kvöld kl. 19 og á sunnudag leika Þór og ÍBK á Þórsvelli kl. 14. í úrslitakeppni 4. deildar leika HSÞ-c og Hvöt laugardag kl. 14 og fer leikurinn fram að Laugum í Reykjadal. Steingrímur Birgisson. Steingrímur úr leik - meiddist illa í leiknum gegn Völsungi Steingrímur Birgisson knatt- spyrnumaður úr KA mun ekki leika meira með liði sínu á þessu keppnistímabili. Stein- grímur meiddist illa í leiknum gekk Völsungi á Húsavík, fékk spark aftan í hásinina sem slitnaði við það að hálfu leyti og hann er því úr leik í ár. „Ég fer í aðgerð á þriðjudag- inn og verð í framhaldi af því í gipsi í þrjá mánuði,“ sagði Steingrímur í samtali við Dag í gær. Steingrímur hefur leikið mjög vel í vörn KA í sumar og þetta er því gífurleg blóðtaka fyr- ir liðið á lokasprettinum sem fyrir skömmu missti einnig Arnar Frey Jónsson úr vörn liðsins. Y6í*r tsuoÉ: .í í - ??UDAG - M 21. ágúst 1987 - DAGUR - 15 Staða framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins Start framkvæmdarstjóra Framleiðsluráðs landbún- aðarins er laus til umsóknar frá 1. janúar 1988 að telja. Umsóknir, þar sem tilgreindur er aldur, menntun og fyrri störf umsækjanda, sendist fyrir 15. sept. 1987. Framleiðsluráð landbúnaðarins. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Á NORÐURLANDI EYSTRA Vistheimilið Sólborg Lausar stöður við aðhlynningu á deildum. 70% og 100% strax 80% 25. ágúst 80% og 100% 1. september 80% 15. september Skrifstofa opin 10-16, sími 21755. Forstöðumaður. Oskum eftir að ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa frá 1. sept. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Verslunin Garðshorn. Blönduvirkjun Óska eftir að ráða tvo menn vana járnabindingum. r Ismót * Sími: 95-4054 eða 95-4055. Vélavörður óskast strax á M/B Eyvind Vopna NS70 sem gerður er út frá Vopnafirði. Upplýsingar í síma 97-31143 á daginn og 97-31231 á kvöldin. Atvinna Viljum ráða nú þegar eða seinna konur og karla til starfa, bónusvinna. Upplýsingar hjá verkstjórum. K. JONSSON & CO HF. NIÐURSUÐUVERKSMIÐJA Sími 96-21466 602 Akureyri Góður vinnutími Vantar starfsfólk til framleiðslustarfa. Vinnutími 6.00-12.00. Upplýsingar í síma 23655 milli kl. 18.00-21.00. Samlokugerðin MÖRK. Innheimtufólk Áreiðanlegt og röskt innheimtufólk óskast til að annast innheimtu á Akureyri og nágrannabyggðum að degi til. Upplýsingar í síma 91-623820 og 91-623821 milli kl. 17.00-20.00. Menn vanir bygginga- vinnu og smiðir óskast strax Getum útvegað húsnæði. Sími 91-688460 á daginn og 91-44464 á kvöldin. Vélstjóra vantar á Særúnu frá Árskógssandi frá miðjum september. Upplýsingar í síma 96-61946.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.