Dagur - 31.08.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 31.08.1987, Blaðsíða 11
31. ágúst 1987 - DAGUR - 15 t Minning: Snorri Kristjánsson bóndi Krossum Fæddur 7. janúar 1917 - Dáinn 23. ágúst 1987. Snorri Kristjánsson er fæddur á Hellu á Árskógsströnd, sonur Kristjáns E. Kristjánssonar og Sigurbjargar Jóhannesdóttur. Hann var næstelstur af fimm syst- kinum. Þau eru: Þuríöur búsett á Ytri Tjörnum, Sigríður búsett í Reykjavík, Guðrún búsett í Reykjavík og Jóhannes dáinn 1981. Hann var forstjóri á Akur- eyri. Snorri var þrjá vetur í Héraðs- skólanum á Laugum og einn vet- ur í búnaðarskólanum á Hvann- eyri. Námið við þessar stofnanir reyndist honum traust og hald- gott veganesti við hans lífsstarf, uppbyggingu jarðarinnar Krossa á Árskógsströnd, og fjölda félagsstarfa sem honum voru falin. Á yngri árum var hann áhuga- samur íþróttamaður, iðkaði sund og fleiri greinar. Hann var virkur vel í ungmennafélagshreyfing- unni og formaður Ungmennafé- lagsins Reynis um 7 ára skeið. Hann var einn af stofnendum Sauðfjárræktarfélags Árskógs- hrepps 1954 og sat í stjórn þess frá stofnun, var formaður Búnað- arfélags Árskógshrepps frá 1960. Hann var sýslunefndarmaður Árskógshrepps frá 1962 og hreppstjóri Árskógshrepps frá 1967. Snorri keypti jörðina Krossa árið 1945. Hann giftist Sigur- laugu Gunnlaugsdóttur frá Brattavöllum 1952 og hófu þau saman búskap á Krossum það ár. Þau eignuðust 7 börn, Kristján bónda Hellu, Sigurbjörgu bú- setta á Krossum, Hauk og Frey- gerði búsett á Dalvík, Guðrúnu búsetta á Árskógssandi og Snorra heima á Krossum. Elsta barnið dó á unga aldri. Segja má að þau hjón hafi ver- ið einstaklega samhent um búskapinn og ber þeirra afburða- góða bú vott um mikinn dugnað og alúð. Jörðina sátu þau af mikl- um myndarskap og ræktuðu land og byggðu hana góðum húsa- kosti. Snorri var alla tíð áhuga- samur bóndi, og lagði sál sína í verkin. Fyrir aðeins um ári var hann manna glaðastur á ættarmót- inu sem haldið var í Árskógs- skóla. Eftir mikla aðgerð var hann á batavegi er hann hélt upp á 70 ára afmæli sitt í janúar sl. og fagnaði gestum á sinn ljúfa og hógværa hátt. En skjótt skipast veður í lofti. Erfitt er að skilja til- gang þess þunga kross er Krossa- bóndinn bar síðustu mánuðina í baráttunni við sláttumanninn slynga. Æðrulaust drakk hann bikar þjáninganna, hann gekk með andlegum styrk móti sínuin örlögum uns yfir lauk. En þótt höndin virðist hörð sem stjórnar, verðum við að trúa að á bak við hana sé vilji höfuðsmiðs- ins hæsta, sem vill leiða alla til æðri skilnings og þroska. Ég votta Sigurlaugu og bömun- um innilega samúð í sorg þeirra og söknuði. Minningin lifir um góðan dreng. Kristján Baldursson. 23. ágúst sl. andaðist, eftir nokk- urra mánaða stranga, legu, Snorri Eldjárn Kristjánsson bóndi á Krossum í Eyjafirði. Snorri var fæddur 7. jan. 1917 á Hellu á Árskógsströnd sonur þeirra hjóna Kristjáns E. Kristjánssonar frá Litlu-Hámund- arstöðum og Sigurbjargar Jó- hannesdóttur frá Kussungsstöð- um í Fjörðu. Snorri ólst upp í foreldrahús- um og naut heimilið brátt atorku hans og samviskusemi til allra verka. Á yngri árum sótti hann til náms bæði í Bændaskólann á Hvanneyri og Laugaskóla í Þing- eyjarsýslu. Lauk hann þar próf- um með afar hárri einkunn og ágætum vitnisburði. Ekki mátti á milli sjá hvað best fyrir honum lá: Smíðar, leikfimi eða bóklegar greinar, svo jafnvígur var hann til hvers þess verkefnis, sem hverju sinni þurfti úr að leysa, ljúfastur manna í leik og starfi. En fullorðinsárin koma með alvöru lífsbaráttunnar. Snorri gekk ótrauður til þeirra starfa og hóf búskap á eignarjörð sinni Krossum. En hann var ekki einn. Við hlið hans frá upphafi og æ síðan stóð hinn sterki lífsföru- nautur eiginkonan Sigurlaug Hrjnnsai jjBifnU: v Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finn- lands og íslands. í því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárhagsstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, en stuðning- ur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrki úr sjóðnum skulu sendar stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands fyrir 30. sept- ember nk. Aritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands. 26. ágúst 1987. Gunnlaugsdóttir frá Brattavöll- um í sömu sveit, óvenju vel gerð og dugmikil kona. Snorri gegndi ýmsum störfum í þágu hrepps- og sveitarfélags, þar á meðal tók hann við hrepp- stjóraembætti að föður sínum látnum og gegndi því, að segja má, til hinstu stundar. Fyrir tæpu ári kenndi Snorri lasleika í fyrsta sinn á ævinni svo vitað sé. Leiddi það til þess að hann gekkst undir vanda- sama skurðaðgerð með langri svæfingu og síðan aðrar tvær á næstu mánuðum. Þótti sérlegt hversu mikið álag hann þoldi, er það til marks um heilsu hans að öðru leyti. Allt var gert, sem í mannlegu valdi stóð, en ekki má sköpum renna, ekkert okkar sigrar líkamsdauðann óg því er hann nú hér kvaddur hinstu kveðju. Það er vel við hæfi að þessar línur færi hinum látna þakkir og fjölskyldu hans samúðarhug Jóns Friðrikssonar frænda míns, sem barn að aldri naut þeirrar gæfu að dvelja um árabil á heimili Snorra og Laugu, sem tóku höndum saman að vera honum, sem mest og best. Dóttir okkar hjónanna Steinunn sendir nú hugheilar þakkar- og samúðarkveðjur og minnist bjartra sumardaga bernsku sinnar á Krossum. Það lætur að líkum að síðast- liðnir mánuðir hafa verið eld- skírn fyrir fjölskyldu og ættingja hins látna, mest þeim er næstir stóðu. Reyndi þar mest á eigin- .konuna, sem oft lagði nótt með degi að vera honum næst. Við hjónin sendum þessum mági mínum hlýjan hug með þökk fyrir áratuga samfylgd. Sigurlaugu, börnunum og öðrum nákomnum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Snorra E. Kristjánssonar. Bergsteinn Jónsson. iW Stýrimann vantar á MB Bjarma EA 13 sem stundar rækjuveiðar frá Dalvík. Upplýsingar í síma 96-61885 og 96-61157 á kvöldin. Bliki hf. Dalvík. Viljum ráða fólk til verksmiðjustarfa bæði í hreinlætis- og málningadeild. Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri í síma 21165. Efnaverksmiðjan Sjöfn. Óskum eftir að ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa strax Góð laun fyrir góðan starfskraft. Uppl. á staðnum mánud. 31. ágúst. Verslunin Garðshorn Byggðavegi 114 RÍKISÚTVARPIÐ Starf fréttamanns við Svæðisútvarpið á Akureyri sem jafnframt sér um fréttaöflun fyrir fréttastofu útvarpsins. Háskólamenntun og reynsla í frétta- eða blaða- mennsku æskileg. Umsóknum ber að skila fyrir 1. september á skrif- stofu Ríkisútvarpsins, Fjölnisgötu 3a, Akureyri, eða Efstaleiti 1, Reykjavík á eyðublöðum sem fást á báð- um stöðum. Upplýsingar um starfið veita Kári Jónasson frétta- stjóri og fréttamenn Ríkisútvarpsins á Akureyri. Ríkisútvarpið, útvarp allra landsmanna. RIKISLHVARPIÐ ÁAKUREYRI iiilii11111*1 ilP ‘ . Blöndukarlinn r a Iðnsýningu Blöndukarlinn kemur á staðinn: sunnud. fimmtud. föstud. laugard. sunnud. 30. ágúst 3. sept. 4. sept. 5. sept. 6. sept. kl. 17-18 kl. 20-22 kl. 20-22 kl. 17-18 kl. 17-18 Mætum öll. Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.