Dagur - 31.08.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 31.08.1987, Blaðsíða 8
12 - DAGUR - 31. ágúst 1987 Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Smárahlíð 4f, Akureyri, þingl. eigandi Jón Pálmason, fer fram í dómsal embættisins Hafnar- stræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 4. september 1987 kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Bæjarsjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl., Sveinn Skúlason hdl., Gísli Baldur Garðarsson hrl., Baldur Guðlaugsson hrl., Gjaldskil sf. og Guðmundur Jónsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri. KA hlaut verðlaun fyrir góðan handbolta á móti í Álaborg i Danmörku um helgina Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Vallargata 5, Grímsey, þingl. eigandi Sigurður Bjarnason, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 4. september 1987 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Sig- ríður Thorlacius hdl., Ævar Guðmundsson hdl. og Gunnar Sólnes hrl. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á fasteigninni Arnarsíða 6d, Akureyri, þingl. eigandi Ásgeir Ingi Jónsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 4. september 1987 kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Reykjasíða 19, Akureyri, þingl. eigandi Jóhann Purkhus o.fl., ferfram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 4. september 1987 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er Búnarðarbanki íslands. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð á fasteigninni Sunnuhlíð 12u, Akureyri, þingl. eigandi Verslun- arbanki íslands, talinn eigandi Ástríður Sigvaldadóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstud. 4. september 1987 kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er Ragnar Steinbergsson, hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri. Eins og skýrt hefur verið frá, dvelur nú handknattleiksliö KA erlendis og hefur tekið þátt í mótum og stundað æfingar. Um helgina tóku þeir þátt í móti í Álaborg í Dan- mörku og höfnuðu þar í efsta sæti B keppninnar. Liðunum í keppninni sem voru 16 talsins, var skipt í tvo flokka eftir gæðum og lenti KA í betri flokknum ásamt liðum frá Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Opnunarleikinn lék KA á móti Brönderslev og vann KA þann !eik með 25 mörkum gegn 20. Á laugardag léku þeir tvo leiki, og töpuðu þeim stórt. AGF Dan- mörku sigraði þá 24:15. Einnig léku þeir gegn sænsku meisturun- um Redbergslied, en þeir hafa á að skipa landsliðsmönnum í hverri stöðu, m.a. Jilsen bræðr- unum. KA tapaði þeim leik 35:17 en staðan í hálfleik var 15:11 fyrir Svíunum. Þetta voru þau þrjú lið sem KA lék með í riðli og lentu þeir í þriðja sæti. Tvö efstu lið í hverj- um af þeim fjórum riðlum sem leikið var í, lentu síðan í A keppni og tvö þau neðri í B keppni. í hvorri keppni urn sig var leikið í tveim riðlum. Leikirnir í B keppninni fóru fram á sunnudag. Onnur lið í riðlinum voru Brönderslev, Skien BK Noregi og Svendborg Danmörku. Stigin sem KA hlaut gegn Brönderslev í opnunar- leiknum fylgdu þeim áfram. Skien gaf síðan sinn leik og var KA þá komið með fjögur stig. Næst vinna þeir Svendborg 21:12 og unnu því þennan riðil. Ostakarlinn - besti vinur barnanna kemur á Iðnsýningu iVlánudaginn 31. agust kl. Þriðjudaginn I.september .... kl. Miðvikudaginn 2. september .... kl. Fimmtudaginn 3. september .... kl. Föstudaginn 4. september .... kl. Laugardaginn 5. september .... kl. Sunnudaginn 6. september .... kl. 17.00-19.00 17.00-19.00 17.00-19.00 17.00-19.00 17.00-19.00 16.00-18.00 16.00-18.00 Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400 4 Að lokum fór fram úrslitaleik- ur á milli efstu liða í báðum B keppnisriðlunum. Það var því KÁ sem lenti á móti GOG Dan- mörku. Þetta var að sögn, hörku- leikur og var KA undir í hálfleik. Þeir tóku svo á í seinni hálfleik og náðu að sigra 23:20. Einu verðlaunin sem veitt voru í keppninni voru fyrir besta handknattleik og hlaut KA þau verðlaun. KA mennirnir eru ánægðir með þennan árangur og ferðina í heild. Þeir eiga eftir að leika einn leik í Svíþjóð í vikunni. VG Olympíulandsliðið: Held velur í leikinn gegn A-Þjóðverjum Sigfried Held landsliðsþjálfari Islands í knattspyrnu hefur val- ið 16 leikmenn í landsleikinn gegn A-Þjóðverjum, sem fram fer á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn kemur. Leikur- inn er liður í undankeppni Ólympíuleikanna. Eins og oft áður vekur val hans nokkra athygli. Guðmundur Hreiðarsson er valinn í hópinn sem annar mark- vörður íslenska liðsins, frekar en Birkir Kristinsson markvörður ÍA en Guðmundur hefur vermt varamannabekk Vals að undan- förnu. Birkir hefur aftur á móti átt mjög gott keppnistímabil með ÍA og verið einn besti maður liðsins. Þá virðist ekki pláss í hópnum fyrir Erling Kristjánsson varnarmann úr KA en Erlingur hefur leikið' frábærlega vel í sumar. Ástæðan fyrir því að Erl- ingur er ekki í hópnum gæti þó verið sú að hann eigi frekar að nota í leikinn gegn Norðmönnum í Evrópukeppninni annan mið- vikudag. Halldór Áskelsson leikmaður Þórs er eini leikmaður norðanlið- anna sem er í hópnum. Hópurinn lítur annars þannig út: Markverðir: Friðrik Friðriksson Fram Guðmundur Hreiðarsson Val Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson Val Ágúst Már Jónsson KR Þorsteinn Þorsteinsson Fram Valur Valsson Val Ingvar Guðmundsson Val Pétur Arnþórsson Fram Viðar Þorkelsson Fram Guðmundur Steinsson Fram Ormarr Örlygsson Fram Guðmundur Torfason Wintersl. Sveinbjörn Hákonarson ÍA Ólafur Þórðarson ÍA Halldór Áskelsson Þór Njáll Eiðsson Val Halldór Áskelsson er í hópnum sem mætir A-Þjóðverjum á miðvikudag. Ritföng Námsbækur Skólavörur í úrvali. ■Bókabúðin EddaH ■m Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 243341MB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.