Dagur - 31.08.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 31.08.1987, Blaðsíða 3
Hvað framkvæmdir varðar þá höfum við verið í samráði við Náttúruverndarráð og land-r græðsluna með framkvæmdir og endurbætur í Dimmuborgum. Það á að lagfæra þar plan, laga veginn upp að borgunum og merkja vel gönguleiðir. Það er verið að reyna að ganga þannig frá að fólk haldi sig á ákveðnum leiðum. Þar sem hafa verið léleg- ar gönguleiðir fer fólk oft til hlið- ar og þá er fljótt að troðast niður. Framkvæmdum við hitaveitu er lokið. Það er að vísu verið að gera endurbætur á henni. Það er smá vandamál með hana, það er útfelling. Vatnið er hitað upp í 103-4 stig til að ná úr því súrefni. Það er svolítið vandamál að halda því í þessu hitastigi og ef það fer upp fyrir það þá myndast útfelling í því. Það kemur út sem leðja í kerfinu og getur þá farið þannig til notenda og stíflað þar. Þetta gerðist nokkrum sinnum síðasta vetur. Það frysti nokkrum sinnum snögglega og þá jókst notkunin. Þá fer stillingin úr skorðum. En það hafa verið gerðar endurbætur og við vonum að það dugi í vetur. Svo er reyndar ein framkvæmd í gangi hjá okkur núna. Við ætl- um að auka vatnsöflun fyrir vatnsveituna. Það hefur tæplega verið nóg vatn. Þessi framkvæmd gefur 4 sekúndulítra af vatni. Við virkjum rennsli sem kemur und- an hrauni. Þetta er á svæði sem heitir Austraselslindir. Það er virkjað á því svæði þannig að við bætum bara inn á kerfið. Þetta er því ekki dýr framkvæmd.“ - Hvernig er fjárhagsleg staða hreppsins núna og hvað eru álögð gjöld há? „Staðan hefur verið svona upp og ofan, hún hefur ekki verið nógu góð, en er alltaf að batna. Það hafa verið töluverðar lausaskuld- ir. Það var ákveðið við fjárhags- áætlun að ná þeim verulega niður og það lítur út fyrir að það takist. Það er gert með aðhaldi í rekstri og framkvæmdum, en ekki með langtímalánum. Alögð útsvör og aðstöðugjöld eru 15,5 millj. kr. Það er aðeins hærra en við gerð- um ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið. Fasteignagjöld eru 3,7 millj. kr. á þessu ári,“ sagði Jón Pétur að lokum. HJS Árleg keppni Sjóslanga- veiðifélags Akureyrar Hin árlega sjóstangaveiði- keppni Sjóstangaveiðifélags Akureyrar verður haldin 4.-5. september. Mótið verður sett fimmtudagskvöldið 3. sept. í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Dagskráin er á þá leið að á fimmtudagskvöldið kl. 20.00 er mótið sett og þátttakendur greiða keppnisgjöld sín og taka keppnis- gögn. Daginn eftir er haldið frá Akureyri kl. 6 að morgni með rútu áleiðis til Dalvíkur. Farið er frá bryggju á Dalvík kl. 7 og veitt til kl. 14.00 eða 15.00. Um kvöld- ið verður komið saman og spjall- að um atburði dagsins. Dagskráin á laugardeginum verður með sarna hætti nema keppendur munu hittast klukkan 19.00 um kvöldið í Alþýðuhúsinu og þar verða úrslitin kynnt og verðlaun afhent. EHB Mývatnssveit: Veðurfræðingar tíunda súldartölur af ströndinni - erum óánægðir með þjónustu Veðurstofunnar segir Arnþór Björnsson „Það er búið að vera mjög gott veður hérna í sumar, oftast glaðasólskin og blíða, á með- an veðurfræðingar tíunda súld- artölur af ströndinni,“ sagði Arnþór Björnsson hótelstjóri á Hótel Reynihlíð, en hann telur að veðuríýsingar í sumar hafi spillt fyrir umferð íslendinga um Mývatnssveit. Sagði Arnþór að ítrekað hefði verið reynt að fá veðurlýsingu frá Mývatnssveit, þar sem nrikill munur er á veðri í Mývatnssveit annars vegar og á Staðarhóli í Aðaldal hins vegar. Samkvæmt veðurfréttum hefði sumarið því ekki verði sérlega gott í Mývatns- sveit, „en raunin er allt önnur,“ sagði Arnþór. Magnús Tónsson veðurfræðing- ur sagði að allt að 10 stiga hita- munur gæti verið í Mývatnssveit og á Staðarhóli, en veðurfréttir frá Grímsstöðum væru brúklegar fyrir Mývetninga. Hlynur Sigtryggsson veður- stofustjóri kannaðist ekki við að erindi hefði borist frá Mývetning- um um veðurlýsingar þaðan. Kostnaður við veðurathugunar- stöð og sendingar sagði Hiynur vera um 100 þúsund krónur á ári, en það færi eftir hversu oft væri lesið af. Hlynur sagði að ef koma ætti á fót veðurathugunarstöð sem þjónaði byggðarlaginu um tak- markaðan tíma og í tengslum við ákveðna atvinnuvegi kæmi til greina að heimamenn kostuðu það að hluta til. „Fyrir því eru fordæmi," sagði Hlynur. mþþ ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða - ökum af skynsemi! yUMFERÐAR RÁÐ 31. ágúst 1987 - DAGUR - 3 AEG RYKSUGANÁ FULW... 406 ryksugan frá AEG er 1000 W og því sérlega kraftmikil, hún er með stillanlegum sogkrafti, inndreginni snúru og snúningsbarka, svo fátt eitt ísé nefnt. Þetta er slíkt gœðatœki að við leyfum okkur að full- yrða að þú fáir hvergi jafn fjölhœfa ryksugu á svo frá- Kr.8.392.- (STAÐGREITT) estur-þýsk gœði á þessu verði. - Engin spurning! AFRARÆRU VERÐI! AEG ALVEG EINSTÖK GÆDI Áratuga reynsla og þjónusta hefurgert AEG að einu mest selda merki í raf- magnstœkjum á Akureyri og víðar. A E G heimilistœki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.