Dagur - 08.09.1987, Page 5

Dagur - 08.09.1987, Page 5
8. september 1987 - DAGUR - 5 „Á vorin er sólarhringurinn ekld nógu langur“ - litið inn til Viðars Garðarssonar í Skíðaþjónustunni Ætli flestallir Akureyringar eigi ekki annað hvort skíði eða hjól, nema hvort tveggja sé. Ef það er rétt ættu allir að kann- ast við Viðar Garðarsson hjá Skíðaþjónustunni, en hann er sá eini í bænum sem gerir við skíði og hjól, auk þess að selja bæði ný og notuð skíði og hjól. Blaðamaður Dags leit inn til Viðars einn daginn og truflaði hann við vinnu sína. „Ég er aðallega með hjólin, skíðin eru mitt áhugamál,“ segir Viðar. „Þetta byrjaði allt þannig að ég var skíðaþjálfari og það lenti alltaf á mér að gera við skíð- in ef eitthvað bilaði, það var eng- inn í bænum sem var með slíka þjónustu.“ Til að byrja með tók Viðar að sér að lagfæra skíði í bílskúrnum heima hjá sér og var það aðallega kvöldvinna. Árið 1981 byrjaði hann svo með hjólin og hafði þá gert við skíði í 5 ár. „Þetta skíðahobbí hefur alltaf loðað við mig en ég lifi á hjólun- um.“ Eins og áður sagði þá selur Viðar bæði ný og notuð skíði og hjól, auk þess sem hann er með notaða skíðaklossa, aðallega á börn. „Skíðaklossar á börn slitna ekki neitt og það þarf að vera hægt að endurnýja þá á hverjum vetri. Með því að kaupa notaða klossa er hægt að láta börnin stunda skíði með litlum tilkostn- aði. Ætli notaðir klossar kosti ekki um helming á við nýja,“ sagði Viðar. Eins og við er að búast- er mest að gera hjá Viðari á vorin. „Sala og viðgerðir á hjólum byrja oft fyrir páska og þá eru skíðin líka. Á þeim tíma er sólarhringurinn heldur stuttur. Síðan er mikið að gera allt sumarið og fram á haust. 1 október og fram í nóvember hef ég tíma til að taka til og fara kannski í frí. Skíðatörnin byrjar síðan í nóvember. Jú, ég er sá eini í bænum núna sem er með þessa þjónustu. Það er einn nýlega hættur, hann var bara með hjól og það er ekkert að gera í þeim í 4-5 mánuði á ári.“ Að sögn Viðars hefur verið mikil sala í hjólum í sumar. „Það hefur verið um 150% aukning í sölu á hjólum í sumar. Þessi aukning skýrist að einhverju leyti af því að ég er orðinn einn með hjól í bænum, en það skýrir samt ekki allt. Mesta aukningin hefur orðið í sölu á þriggja gíra kven- Viðar innan um skíði og hjól sem nóg er af í kringum hann. Mynd: HJS hjólum. Konurnar hafa greini- lega áhuga á að hreyfa sig. Sala á tíu gíra hjólum hefur mikið minnkað og BMX hjólin eru vin- sælust. Þá eru svokölluð fjalla- hjól mjög vinsæl núna, þau eru kölluð „off road“ á ensku. Það er hægt að fá þau gíralaus, tíu gíra og átján gíra. Unglingarnir eru. mikið farnir að kaupa þessi hjól. Útlendingar eru á svona hjólum þegar þeir hjóla í kringum landið.“ Það er ýmislegt sem getur farið úrskeiðis á reiðhjólum. „Á BMX hjólunum eru dekkin búin á ein- um mánuði og stýrin fara líka oft illa því strákarnir eru að prjóna á hjólunum. Á tíu gíra hjólunum eru það vírarnir í gírunum sem fara og síðan eru það óhöpp eins og bognar gjarðir og slíkt sem ég þarf oft að fást við. Annars eru varahlutir í hjól dýrir og það borgar sig þvf að fara vel með hjólin og oft borgar sig ekki að gera við, það er betra að kaupa bara nýtt,“ segir Viðar. En Viðar gerir líka við skíði. „Á skíðunum er það botninn sem ég þarf aðallega að fást við. Það þarf að brýna stálkantana og pússa botninn. Það er líka hægt að endurnýja botninn ef hann er orðinn mjög rispaður. Þá er lögð ný plasthimna neðan á skíðin. Stundum þarf ég líka að líma saman brotin skíði og stilla öryggin.“ Viðar segist aldrei vinna minna en 10 tíma á sólarhring. „Jú, jú, þetta er bindandi, en það er eng- in stimpilklukka og ég ræð mér alveg sjálfur. Að því leyti er ég frjáls. Ég hef ekki tekið mér sumarfrí síðan ég byrjaði'á þessu en tek mér frí á haustin í staðinn," sagði Viðar að lokum. HJS Skólafólk! Nýkomin Casio tölvuúr í miklu úrvali. T.d. með minni og reiknivél. Útvarpsklukkur, tölvuvekjaraklukkur og margt fleira. Sendum í póstkröfu. Halldór Ólafsson, Hafnarstræti 83, sími 22509. Bátur tíl sölu! Sem nýr dekkaður Samtaks bátur til sölu. Vel búinn tækjum. Uppl. í síma 96-52188 á daginn og á kvöldin í síma 96-52128. Kjarni hf. Kópaskeri. Vinningstölur 5. september 1987. Heildarvinningsupphæð kr. 4.875.788.- 1. vinningur var kr. 2.446.748.- Skiptist á milli 4ra vinningshafa kr. 611.687,- 2. vinningur var kr. 730.000.- Skiptist á milli 500 vinningshafa kr. 1.460.- á mann. 3. vinningur var kr. 1.699.040.- Skiptist á milli 10.619 vinningshafa sem fá 160,- kr. hver. PjWLO). Upplýsingasími 91-685111. Félagsmálastofnun Akureyrar leitar að fjölskyldu á Akureyri, sem væri reiðubúin til að taka inn á heimili sitt og inn í fjölskylduna vegalausa stúlku á framhalds- skólaaldri til næstu 1-2 ára. Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Frímanns- dóttir í síma 25880 á milli kl. 13 og 14 næstu daga. Félagsmálastofnun Akureyrar. Takið eftir! Er kominn með nýtt bílasímanúmer, beint samband. Símanúmer 985-23847. Ath. Geymið auglýsinguna. Ólafur Arnar, landpóstur. Vatnsleysu, Fnjóskadal. Augfysendítrtafáð eftir! Augíýsingar þwfa að berast augCýsingadáíd Jfyrir fd. 12 daginnjýrir útgáfudag. í mánudagsbCað fyrir kL 12 föstudaga. iiH Herrabúðin auglýsir Útsa/a Síðasti dagur útsölunnar er í dag þriðjudag 8. sept. Föt, stakir jakkar, buxur, peysur, skyrtur og margt fleira. ★ IVIikill afsláttur ★ is ^jv Klæðskeraþjónusta.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.