Dagur - 08.09.1987, Síða 11
8. september 1987 - DAGUR - 11
TAFLAN SÝNIR HVAÐ OFT HVER TALA HEFUR KOMIÐ UPP.
15
14
13
12
11
10 i
9
8
7
6
5
4
3
2
1
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31
Stórfelldar umbætur
í húsnæðismálum öryrkja
Hússjóður Öryrkjabandalags
íslands hefur á undanförnum
mánuðum keypt fjölda íbúða og
hafið stórtækar byggingafram-
kvæmdir fyrir ágóða af Lottóinu.
Lottóið veldur þáttaskilum í
húsnæðismálum öryrkja og auð-
veldar sjóðnum að takast á við
gífurleg húsnæðisvandræði sem
öryrkjar hafa lengi átt við að
stríða.
íbúðarhúsnæðið sem sjóðurinn
eignast er leigt öryrkjum á við-
ráðanlegu verði. Leigjendurnir
hafa litlar eða engar aðrar tekjur
en örorkubætur og því ekki bol-
magn til að leigja á almennum
leigumarkaði.
Að sögn Önnu Ingvarsdóttur,
framkvæmdastjóra Hússjóðs
Öryrkjabandalagsins, hefur sjóð-
urinn að undanförnu fest kaup á
13 íbúðum á höfuðborgarsvæð-
inu, auk þriggja einbýlishúsa fyr-
ir sambýli. Til viðbótar þessu er
sjóðurinn að byggja fimm íbúða
hús á Selfossi. Aformað er að
kaupa hús á Akureyri fyrir fimm
til sjö fatlaða og búið er að sækja
um lóð undir 30 íbúðir í Reykja-
vík. Þá er í ráði að kaupa á næst-
unni íbúðir víðs vegar um land,
eftir þörfum á hverjum stað.
Oddur Ólafsson, læknir, for-
maður sjóðsins, vonast til, að á
næstu árum muni sjóðurinn í
auknum mæli stuðla að því að
fatlaðir geti búið í heimahögum
sínum, en þurfi ekki að flytja
langan veg að heiman vegna
húsnæðisvandræða.
Öryrkjabandalag íslands á
40% í íslenskri Getspá, sem rek-
ur Lottóið, og fær því 40% ágóð-
ans. Vegna gífurlegs húsnæðis-
vanda öryrkja var ákveðið að
næstu 3 árin skyldu 80% af hlut
bandalagsins renna til byggingar
íbúðarhúsnæðis fyrir öryrkja og
20% til að efla aðra starfsemi
þess.
Arnþór Helgason, formaður
Öryrkjabandalagsins, segir, að
með tilkomu hagnaðarins af
Lottóinu, standi bandalagið á
krossgötum. Auk þess að geta
minnkað húsnæðisvandann sé
Öryrkjabandalaginu nú kleift að
snúa sér að ýmsum þjóðþrifamál-
um, sem varði almennan hag
öryrkja, svo sem í atvinnu- og
félagsmálum, sem vegna fjár-
skorts hafi setið á hakanum frá
stofnun þess, í 26 ár.
Hæstu
sölustaðir
Afgreiðslustaðir Lottósins eru nú
orðnir um 150 út um allt land.
Ekki er áformað að fjölga þeim á
næstunni, en hins vegar verður
fylgst með þróun mála og ákvarð-
anir teknar í ljósi reynslunnar.
Hörð samkeppni ríkir á milli
sölustaða. Nokkrir staðir skera
sig úr hvað mikla sölu varðar og
ef meðalsala síðustu tíu vikna er
skoðuð, eru eftirfarandi fimm
sölustaðir í forystu:
1. Nætursalan, Strandgötu 5,
Akureyri.
2. Ný-ung, Hafnargötu 6,
Keflavík.
3. Bræðraborg, Hamraborg 20a,
Kópavogi.
4. Söluturninn, Langholtsvegi
126, Reykjavík.
5. Sælgætis- og Videóhöllin,
Garðatorgi 1, Garðabæ.
Að velja
happatölur
Fólk hefur margvíslegan hátt á
þegar það velur Lottótölurnar
sínar. í daglegum samskiptum
starfsmanna íslenskrar Getspár
við vinningshafa og aðra áhuga-
menn um Lottó, er talnavalið
vinsælt umræðuefni.
Algengast virðist vera, að fólk
noti afmælis- og giftingardaga
sína og annarra fjölskyldumanna
og noti tölur sem hafa birst þeim
í draumi. Enn aðrir notast við
bílnúmer og símanúmer og svo
eru það fagurkerarnir, sem velja
tölur í því augnamiði að búa til
mynstur á seðlana. Loks er ævin-
lega stór hópur fólks sem lætur
sölukassana velja fyrir sig tölurn-
ar.
Það var einmitt þannig sem
hún fór að konan á Kjalarnesi,
sem fyrir skömmu vann 1,6 millj-
ónir króna í Lottóinu. Hún hafði
leikið í 12 vikur með föstum
tölum, þ.e. afmælisdögum fjöl-
skyldumanna. í eitt skipti ákvað
hún að fá einn miða til viðbótar
og lét kassann um að velja töl-
urnar. Þessi ákvörðun hennar
varð þess valdandi að hún vann
1,6 milljónir króna.
Sumar tölur
betri en
aðrar?
Það er algjörlega tilviljunum
undirorpið hvaða tölur koma upp
í Lottódrættinum. Eins og fram
kemur annars staðar í blaðinu
hefur fólk misjafna trú á einstök-
um tölum og margvíslegar að-
ferðir notaðar við val talna. En
það er gaman að skoða hve oft
hver Lottótalnanna hefur komið
upp og hver veit nema einhver
talnaspekingurinn geti fundið
hinar einu og sönnu tölur.
Haustfatnaður
^orum að taka upp
ódýrar vatteraðar kápur
og jakka.
Einnig margar gerðir af
kvenbuxum, pilsum,
jökkum og blússum, frá
7jtomdteK>
SÍMI
(96)21400
Sumarhús - íbúðarhús
Höfum til sýnis og sölu stórt og rúmgott sumarhús.
Húsiö má einnig nota sem íbúðarhús.
Sjáum um flutning sé þess óskaö.
.TRÉSMIÐJAN
MOGILSF.fm
SVALBAHÐSSTRÖNO 601 AKUREYRI S 96-21570 W0&
Bílaklúbbur
Akureyrar
Fundur veröur haldinn í kvöld 8. september kl. 20.30
í Dynheimum.
Rætt um torfærukeppni og fleira.
Allir aö mæta.
Bílaklúbbur Akureyrar.
Framhalds-
aðalfundur
Karlakórsins Geysis
veröur haldinn í Lóni mánudaginn 14. september nk.
kl. 20.30.
Félagar hvattir til aö mæta vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Frá Dalvíkurbæ
Ákveðiö hefur verið að bjóða uppá vistun 6 og 7
ára barna frá kl. 14.30-18.30 til reynslu, tímabilið
frá 15. september til 20. desember 1987.
Þeir foreldrar sem áhuga hafa leiti upplýsinga í sím-
um 96-61617 og 96-61370.
Til þess aö þetta geti orðið aö veruleika vantar okkur
umsjónarmann meö starfseminni og er hér meö
skorað á þá sem áhuga hafa aö sækja um starfið.
Umsóknarfrestur er til 11. september.
Allar upplýsingar veitir Dóroþea Reimarsdóttir í
síma 96-61617.
Félagsmálaráð Dalvíkur.
Okkur vantar verkamenn og
menn á bortæki strax
YnI NORÐURVERKhf.
Óseyri 16, sími 21777.
Starfskraft vantar
í gleraugnaverslun hálfan daginn.
Vinsamlegast sendiö skriflegar upplýsingar um aldur
og fyrri störf.
dS
GLERAUGNAÞJÓNUSTAN Kwosson
SKIPAGÖTU 7 - BOX11-602 AKUREYRI - SÍMI 24646
Dekkjahöllina vantar
röska menn nú þegar
Gott kaup fyrir góöa menn.
Upplýsingar á staönum.
Dekkjahöllin, Draupnisgötu 5.