Dagur - 08.09.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 08.09.1987, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR ^ VIÐHALDSFRÍIR ««*' í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700 Þyrlupallur við FSA Á laugardag var vígður nýr þyrlulendingarpallur við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Elías I. Elíasson, bæjarfógeti, flutti ræðu við vígsluna og gat þess m.a. að Gísli Ólafsson, framkvæmda- stjóri Almannavarna á Akureyri ætti miklar þakkir skildar fyrir ósérhlífna vinnu við undir- búning þessa verkefnis og fleiri málefna á vegum Almannavarna. Mynd: ehb Leikskólinn Iðavöllur: Tilraun gerð með hádegis- opnun Félagsmálaráð hefur samþykkt að gera tilraun með hádegis- opnun á leikskólanum Iðavelli, en erindi um það barst frá for- eldrum barna þar síðastliðinn vetur. í hádeginu fara þau börn sem eru á morgnana og þau sem eru eftir hádegi koma, leikskólinn hefur síðan verið lokaður i hálftíma í hádeginu, en nú verður gerð tilraun til að breyta því. Jón Björnsson, félagsmála- stjóri sagði að fyrir nokkrum árum hefði verið ströng skipting á milli leikskóla og dagheimilis, en nú væri þetta mjög að renna saman. „Við stefnum að því að til verði þrenns konar dvöl. Fjög- urra tíma, sex tíma og átta tíma. Fessi hádegisopnun er skref í þá átt,“ sagði Jón. HJS Röntgentæknar við FSA: Uppsagnarfrestur framlengdur til 1. okt. Blöndukarlinn vakti óskipta athygli á nýafstaðinni iðnsýningu. Hér má sjá hann ásamt ungum aðdáanda. Mynd: rþb kröfum sérstaða sem fylgir því og að það þurfi að koma inn í kjarasamn- inga. Það eru annmarkar á því að gera breytingar á kjarasamningi sem er nýbúið að gera og gildir til næstu þriggja ára. Halldór var spurður að því hvort óvenjumikið álag væri á röntgentæknum við sjúkrahúsið og sagði hann að ekki hefði starfsmönnum fjölgað undanfar- ið en hins vegar hefði rannsókna- fjöldi aukist. Fyrir lægi beiðni um fleiri stöður en þessir punktar væru ekki oddaatriði varðandi uppsagnirnar. VG Loðnuverð: Ekki enn verið ákveðið Loðnuverð heftir ekki enn ver- ið ákveðið en yfirnefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins hefur með höndum að ákveða verð- ið. Loðnuvertíðin byrjaði mun fyrr í fyrra eða 21. júlí. Ástæða þess að loðnan sést ekki nú er að hitastig sjávarins er of hátt en kjörhitastig sjávar fyrir loðnu er um 3-4 gráður. Ekki hefur verið boðaður nýr fundur í yfirnefnd en síðasti fundur var haldinn 26. ágúst. Færeyingar moka upp loðnunni í grænlenskri lögsögu á gráa svæð- inu svonefnda en íslensk skip mega ekki veiða þar. EHB Varðandi ágreiningsatriðin sagði Halldór: „Það er ljóst að hér voru gerðir almennir kjara- samningar sem undirritaðir voru í mars sl. Það eru mörg atriði sem eru rædd í kjarasamninga- umleitunum. Sumt næst í gegn og annað ekki, en samningsaðilar gera að lokum með sér samning. Röntgentæknar hér eru á sömu launum og röntgentæknar annars staðar. Pað er komin samsvörun í þessu yfir allt landið og mér vit- anlega er ekkert atriði sem þeir hafa ekki hér, sem er annars staðar. Það segir sig þá sjálft að þeir eru að óska eftir hlutum sem ekki eru í gildi annars staðar. Samt sem áður hefur sumt af því sem var ástæðan fyrir því að þeir sögðu upp á sínum tíma, verið leiðrétt. Þar vegur þyngst að þeir báðu um að vera flokkaðar í launum til jafns við meinatækna. Þar munaði þó nokkru og hefur það verið leiðrétt nú. Röntgentæknar eru dagvinnu- fólk og halda því fram að það sé - þegar komin lausn á nokkrum Um síðustu mánaðamót fóru röntgentæknar við FSA þess á leit að uppsagnarfrestur þeirra yrði framlengdur um einn mánuð, en þeir sögðu upp störfum 1. aprfl sl. Þegar upp- sagnarfrestur þeirra rann út, voru þeir beðnir um að fram- lengja hann til 1. september. Ástæður uppsagnanna í upp- hafi voru bæði vegna kjara- og starfsaðstöðu, en að sögn Hall- dórs Jónssonar framkvæmda- stjóra, er nú úr sögunni atriðið varðandi starfsaðstöðu þar sem þau mál væru nú í ákveðn- um farvegi með nýrri röntg- endeild. Dalvík: Góður afli rækjuskipa - en fremur léleg þorskveiöi undanfarið Mikið annríki hefur verið undanfarið hjá starfsfólki Söltunarfélags Dalvíkur hf. og er unnið á vöktum mestallan sólarhringinn sex daga vikunn- ar. Sjö bátar og einn togari, Björgvin EA 311, stunda Unnið í lóð Glerárskóla - var stórvarasöm Nú er unnið við að lagfæra lóð við Glerárskóla, en til stóð að lóðin yrði tilbúin áður en skóli hæfíst í haust. Ekki verður þó öll lóðin tekin fyrir í þetta skiptið, heldur er unnið við lóð austanvert við skólann, en þar var hún, „sigin, ómöguleg og niðurföll öll ónýt og hrunin,“ eins og Vilberg Alexandersson skólastjóri orðaði það. Vatn safnaðist því í polla og tjarnir á veturna og var lóðin stórvara- söm börnum að leik. Samkvæmt framkvæmdaáætl- un þessa árs á að setja upp leik- tæki við skólann. en það hefur verið á dagskrá lengi, „er eigin- lega jafngamalt skólanum," sagði Vilberg. Hann sagði að peningar hefðu ekki verið til fyrir leiktækj- unum, en nú stæði ekki á þeim og þá væri ekki hægt að setja þau upp þar sem ekki væri búið að ganga frá lóðinni. „En nú vonum við að betri tíð sé í vændum, þó að við búumst ekki við blómum í haga úr þessu,“ sagði Vilberg. mþþ rækjuveiðar fyrir söltunarfé- lagið og von er á þrem bátur til viðbótar innan skamms. Vikuna 23.-29. ágúst voru eftirtaldar landanir hjá söltunar- félaginu: Haraldur með 10.547 kg, Bliki 17.267 kg, Stefán Rögn- valdsson 7.491 kg, Bjarmi 1.696 kg, Otur 186 kg, ísborg 6.475 kg og Skagaröst með 15.472 kg. Alls eru þetta 59.134 kg á einni viku. Þann 31. ágúst landaði Stefán Rögnvaldsson 8.820 kg og Bjarmi 1.882 kg. Þann 1. sept,- landaði Bliki 14.320 kg, ísborg 1.290 kg, Haförn 810 kg og Har- aldur 2.212 kg. Björgvin kom inn 3. sept. með 13.561 kg. „Afli togara og báta er frekar dræmur um þessar mundir og hefur gengið svo undanfarna daga. í frystihúsinu er unnið til kl. 17.00 í frystingu og til kl 19.00 í söltuninni. Þetta eru töluverð viðbrigði frá því sem var fyrr í sumar en samt er ennþá mikil vinna í frystihúsinu og við vinn- um t.d. á laugardögum vegna fólksskorts,“ sagði Kristmann Kristmannsson, yfirverkstjóri hjá ÚKE á Dalvík. Afli togara og báta sem eru á bolfiskveiðum hefur verið sem hér segir: Baldur landaði 24. ágúst 88 tonnum, Dalborgin kom inn 25. með 89 tonn sem fóru í sölu, Sigurborg landaði 56 tonn- um þann 26. og Björgúlfur land- aði 156 tonnum þann 28. ágúst. Sigurborgin landaði 19 tonnum á þriðjudag og Baldur landaði um 50 tonnum á miðvikudaginn. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.