Dagur - 01.10.1987, Qupperneq 3
1. október 1987 - DAGUR - 3
Verðlaunakrossgáta Dags:
„Ég er alveg sjúkur í þetta“
- sagði Páll Helgason vinningshafi
Páll Helgason með úttektarheimild upp á 10
þúsund krónur.
María Jónsdóttir starfsstúlka á Degi dregur úr
réttum lausnum. Mynd: tlv
„Jæja, þetta eru ákaflega
ánægjulegar fréttir,“ sagði
Páll Helgason þegar honum
var tilkynnt að hann væri
vinningshafi Yerðlaunakross-
gátu Dags í blaði sem kom út
í tilefni af 125 ára afmæli
Akureyrarbæjar. AIIs bárust
á þriðja hundrað lausnir til
blaðsins, og hlaut vinnings-
hafi vöruúttekt að upphæð 10
þúsund krónur.
Lausn gátunnar fólst í eftir-
farandi vísu: „Vil ég kynna
vænan sið/ svo vita allir megi/ að
Akureyrarafmælið/ er á höfuð-
degi. Kaupstaður hér komst í
völd/ kappar færðu í letur/ starf-
að hefur eina öld/ og aldarfjórð-
ung betur.
Páll var spurður hvort hann
gerði mikið af að leysa krossgát-
ur og sagði hann: „Ég er alveg
sjúkur í þetta.“ Hann sagði það
verða vel þegið þegar Dagur
hefur reglulega birtingu kross-
gáta í blaðinu en til stendur að
taka það upp fljótlega. „Það er
svo mikill fjöldi sem fæst við
krossgátur,“ sagði Páll að
lokum.
Viðræður við skoskt fyrirtæki:
„Staðfesting á gæðum
íslensku steinullarinnar“
- segir framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar
í síðustu viku voru staddir á
Sauðárkróki fulltrúar frá
skosku fyrirtæki sem lýst hefur
áhuga sínum á kaupum á stein-
ull frá Steinullarverksmiðj-
unni. Er hér um mikið magn
að ræða, sem hugsanlega
mundi þýða sölu á allri
umframframleiðslu verksmiðj-
Nú fer hver að vera síðastur að
sjá málverkasýningu þeirra
Iðunnar Agústsdóttur og
Helgu Sigurðardóttur í Blóma-
skálanum Vín. Á sýningunni
sýna þær frænkur tuttugu past-
elmyndir, eitt olíumálverk og
fimmtán tússteikningar.
Pær stöllur hafa tekiö þátt í
fjölda sýninga, bæöi einka- og
samsýningum. Sýningin, sem er
unnar næstu árin.
Að sögn Þórðar Hilmarssonar
framkvæmdasljóra Steinullar-
verksmiðjunnar eru þessar við-
ræður skammt á veg komnar, en
þær eru að frumkvæði skoska
fyrirtækisins. Eru Skotarnir mjög
hrifnir af íslensku framleiðslunni
og vilja gjarnan gera samning til
sölusýning hefur verið mjög vel
sótt og sagði Iðunn í samtali við
Dag, að um helmingur mynd-
anna væru þegar seldur.
Síðasti sýningardagur er á
sunnudaginn kemur, 4. október
en opnunartími er sá sami og
opnunartími blómaskálans. Er
fólki bent á að tilvalið er að aka í
Vín að kvöldlagi, en þá er mun
rólegra en um miðjan dag um
helgar. VG
nokkurra ára. Rætt hefur verið
um stigvaxandi viðskipti næstu 3-
4 árin allt að 2500 tonnum. í lok
viðræðnanna, sem fram fóru í
Reykjavík, var undirrituð viljayf-
irlýsing, sem tákn um alvöru
málsins. Með henni er gert ráð
fyrir að samningaviðræður haldi
áfram á næstunni og freistað
verður þess að ná samningi sem
báðir aðilar geta sætt sig við.
Aðspurður sagði Þórður að
verksmiðjunni yrði að sjálfsögðu
mikill fengur að þessum viðskipt-
um. En þrátt fyrir það mundi
rekstrargrundvöllur verksmiðj-
unnar hér eftir sem hingað til
byggjast á innanlandsmark-
aðinum, utanlandsmarkaðurinn
væri búbót. Flutningskostnaður
væri þó nokkur og það þýddi að
sjálfsögðu minni arðsemi en sal-
an á innanlandsmarkaðinum gef-
ur. „En hvernig svo sem þetta
mál fer, er þetta mikil staðfesting
á gæðum íslensku steinullarinnar
og gefur okkur ástæðu til að ætla
að noktun hennar eigi eftir auk-
ast enn frekar,“ sagði Þórður
Hilmarsson. -þá
Málverkasýning í Vín:
Hver að verða síðastur
að sjá sýninguna
Leikklúbburinn Saga
Aðalfundur
Leikklúbbsins Sögu
veröur haldinn í Dynheimum sunnudaginn
4. október kl. 15.00.
Allir meðlimir hvattir til að mæta.
Stjórn [S
L2™ Hestamannafélagið Léttir
heldur félagsfund
sunnudaginn 4. oktober kl. 20.30 í
Félagsmiðstöðinni Lundarskóla.
Fundarefni:
Inntaka nýrra félaga.
Almenn félagsmál.
Önnur mál.
Myndasýning.
Félagar fjölmennið. stjórnin.
Barnajogginggailar
Stærðir 3-6. Verð kr. 693.-
Barnajoggingallar
Stærðir 128-152. Verð kr. 1.030.-
Barnasokkabuxur
Stærðir 2-12. Verð kr. 130.-
Barnaútigallar
Stærðir 92-110. Verð kr. 1.859.-
Barnanáttföt
Stærðir 120-160. Verð kr. 461.-
Opið laugardaga 9-12.
j& Tilkynning
ISIf til þeirra sem reka mötuneyti
Athygli þeirra sem reka mötuneyti er vakin á því að
frá og með 1. október nk. ber þeim að skila 25%
söluskatti af fæðissölu sinni. Á sama hátt og veit-
ingahúsum er mötuneytum heimilt að draga frá
heildarveltu sinni áður en söluskattur er reiknaður
fjárhæð sem svarar til 75% af innkaupsverði hráefn-
is til matargerðar og skila söluskatti af þannig fengn-
um mismun. Þau mötuneyti sem ekki hafa þegar til-
kynnt skattstjórum um starfsemi sína ber að gera
það fyrir 5. október nk.
Fjármálaráðuneytið, 25. september 1987.
Alltaf
eitthvað nýtt:
Kjólar, blússur, pils.
Úlpur á börn og fullorðna.
Peysur í úrvali.
Lúffur og vettlingar.
Gallaföt (barnastærðir).
Falleg sængurverasett
í úrvali.
Stök lök.
Siguthar Giémwidssmirltf.
HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI