Dagur - 01.10.1987, Síða 6
6 - DAGUR - 1. október 1987
Haukur Halldórsson í Svein-
bjarnargerði við Eyjafjörð er
hinn nýi formaður Stéttar-
sambands bænda. Eins og við
má búast er Haukur mjög
upptekinn maður og ekki
heiglum hent að ná tali af
honum, því maðurinn býr enn
á Svalbarðströndinni en vinnu-
staðurinn er í Reykjavík. En
Haukur tók bón Dags um við-
tal einkar Ijúfinannlega og við
hittumst á vistlegri skrifstofu
hans í Bændahöllinni á Hótel
Sögu.
Fyrsta spurningin sem við
lögðum fyrir Hauk var hvernig
tilfinning það væri að koma úr
sveitastörfunum í 9-5 skrifstofu-
vinnu?
„Síðan ég byrjaði í þessu starfi
hefur þetta alls ekki verið vinnu-
tími frá klukkan 9 til 5. Miklu
frekar hægt að segja að þetta hafi
verið frá klukkan 8 á morgnana
til klukkan 10 á kvöldin. Pað hafa
verið mikil fundahöld að undan-
förnu og því í mörgu að snúast
Einnig hefur maður starfað mikið
að félagsmálum áður þannig að
svona vinna er manni nú ekki
framandi. Hins vegar er því ekki
að neita að þetta á eftir að verða
töluverð breyting á högum
manns frá því sem var.“
Gekk ekki með starfíð
í maganum
- Nú er oft talað um að menn
gangi með þingmanninn í magan-
um. Varst þú búinn að ganga
með þetta starf lengi í maganum?
„Nei, það er ekki hægt að segja
það. Þegar Ingi Tryggvason til-
kynnti í fyrravor að hann ætlaði
ekki að gefa kost á sér aftur til
starfsins þá hófust að sjálfsögðu
bollaleggingar um hver ætti að
taka við af honum. Nafn mitt var
þá nefnt ásamt nokkrum öðrum
þannig að þetta er nú ekki búið
að vera mjög langur tími. Það lá
líka ekki fyrir fyrr en eftir kosn-
ingarnar á stéttarsambandsþing-
inu að ég myndi taka við þessu
starfi. Þetta kom það snögglega
upp að það eru mörg mál sem ég
á eftir að ganga frá í sambandi
við mitt bú.“
- Ert þú alfluttur til Reykja-
víkur?
„Nei, eins og stendur þá bý ég
hér á Hótel Sögu. Ég er svo
heppinn að konan mín getur séð
um búið í fjarveru minni í ein-
hvern tíma en þessi mál eru nú
öll í biðstöðu ennþá. Maður
reynir að komast sem oftast
norður en vegna anna síðustu
vikur þá hefur ekki gefist mikill
tími til þess.“
- Þú minnist á fjölskyldu þína,
hvað er hún stór og mun hún
flytja með þér hingað til Reykja-
víkur?
„Það hefur hreinlega ekki gef-
ist tími til að ræða þessi mál
endanlega innan fjölskyldunnar.
Ég á þrjú börn; elsta dóttir mín
er 16 ára og er að hefja nám í
Verkmenntaskólanum á Akur-
eyri, 14 ára sonur minn er í
Hrafngilsskóla og sú yngsta er
einungis 5 ára og því ekki komin
á skólaskyldualdur. Það er nú
líklegt að ég þurfi að dveljast hér
í Reykjavík, því starfið er það
umfangsmikið en ætli ástandið
verði ekki óbreytt fram að ára-
mótum. Annars hef ég fullan hug
á því að reka mitt bú áfram og
verð þá að einhverju leyti að eiga
tvö heimili í einu.“
Er mikill náttúrudýrkandi
- Hvaða áhugamál hefur Hauk-
ur Halldórsson?
„Félagsmálastörf hafa alltaf
verið ofarlega á blaði hjá mér og
nú má segja að ég sé kominn í
fulla vinnu í félagsmálastörfum.
Annars er ég mikill náttúrudýrk-
hagkvæmni í búrekstri og í
vinnslu og sölu búvara.“
- Hvað með þær hugmyndir
að flytja inn búvörur?
„Fyrst við erum að minnast á
þessi mál þá finnst mér rétt að
minnast á þann misskilning sem
ríkir hjá mörgum í sambandi við
heimsmarkaðsverð á landbúnað-
arvörum. Menn hafa sagt sem
svo af hverju framleiða hér
innanlands þegar við getum feng-
ið landbúnaðarvörur á mun lægra
verði erlendis og miða þá við hið
svokallaða heimsmarkaðsverð.
En þetta verð er ekkert annað en
stórlega niðurgreitt verð frá hin-
um iðnvædda heimi og er trúlega
tímabundið ástand. Flestar
þjóðir, eins og við íslendingar,
eru að aðlaga framleiðslu sína að
innanlandsmarkaði þannig að
það er lítið hægt að treysta á vör-
ur frá slíkum markaði. Mér finnst
það líka vera stórt mál hvort við
getum framleitt okkar landbún-
aðarvörur sjálfir eða þurfum að
treysta á útlendinga til þess.
Einungis Svíar
með lægra hlutfall
Annar misskilningur, sem einnig
er nokkuð útbreiddur, er að ís-
lendingar hafi óvenju hátt hlut-
fall starfandi fólks í landbúnaði
miðað við önnur þróuð lönd.
Staðreyndin er hins vegar sú að
t.d. miðað við Norðurlöndin þá
hefur Svíþjóð eitt Norðurlanda
lægra hlutfall starfandi fólks í
landbúnaði en ísland. Einnig er
vert að benda á það að hlutfall
landbúnaðar af öllum starfandi
hefur hvergi á Norðurlöndum
fallið jafn hratt undanfarin ár og
á íslandi. Hins vegar má til sanns
vegar færa að við höfum beðið of
lengi með að gera hið óhjá-
kvæmilega þ.e. að draga úr hin-
um hefðbundnu búgreinum. Hins
„Bændur og fjölmiölar þurfa
að hafa gott samstarf“
- segir Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda
andi og hef mjög gaman af því að
ferðast og kynnast nýjum stað-
háttum. Þetta á við bæði innan-
lands og utan. Skógrækt og nátt-
úruvernd eru líka ofarlega á blaði
hjá mér og héf ég fullan hug á því
að beita mér í þeim málaflokkum
í þessu nýja starfi mínu. Þessi
mál hafa verið mikið í sviðsljós-
inu að undanförnu og mér finnst
því miður umræðan í fjölmiðlum
hafa hallað á bændur. Þeim hefur
verið stillt upp sem „slæmu
körlunum" í þessu máli. Auðvit-
að eiga bændur einhverja sök í
þessu máli en meirihluti þeirra
nýtir land sitt af skynsemi enda
eiga þeir sína framtíð undir því
að svo verði. Ég vil benda á
ályktun síðasta stéttarsambands-
þings en þar segir: Fundurinn
bendir á, að flestir bændur nýta
land sitt hóflega enda eiga engir
meira undir því í bráð og lengd
að svo sé gert og gæðum lands
ekki spillt. Fundurinn skorar á
alla bændur að sýna þessum mál-
um íullan skilning og mæta með
velvilja og skilningi sjónarmiðum
þeirra sem af einlægni vilja stuðla
að hóflegri nýtingu gróðurs og
verndun náttúru."
Þaö sem vel er gert
fer ekki hátt í fjölmiðhim
- Þú minnist á fjölmiðla, finnst
þér þeir hafa fjallað um landbún-
að af sanngirni?
„Það er mjög misjafnt eftir
fjölmiðlum. Það sem ég hef aðal-
lega við umfjöllun þeirra að segja
er að mjög fáir þeirra hafa menn
sem eru nægjanlega vel upplýstir
til að skrifa eða fjalla um land-
búnað af einhverju viti. í sam-
bandi við uppræktun þá hafa
flestir bændur átt mjög góð sam-
skipti við Landgræðslu ríkisins og
þar hefur margt áunnist. Þetta
heyrist sjaldan minnst á en svo
þegar deilur koma upp t.d. um
rekstur á afrétti þá er þessu slegið
upp í öllum fjölmiðlum. Fjöl-
miðlar hafa mjög mikið vald og
það vald er vandmeðfarið. En
það er með stofnanir sem eru
með vald, hverjar svo sem þær
eru, að þær mega ekki misnota
vald sitt. En það eru ekki bara
fjölmiðlarnir sem eiga þarna sök
að máli. Bændur verða að kunna
að vinna með fjölmiðlunum og á
vissan hátt að geta notað sér
þann mátt sem býr í þessum
útbreiðslutækjum. Bændasam-
tökin verða að vera duglegri að
selja sig sjálf en á móti kemur að
t.d. blöð verða að huga að öðrum
liðum en bara að selja blaðið."
Ekki hægt að treysta á
umframframleiðslu
annarra landa
- Nú hefur landbúnaðurinn ver-
ið í úlfakreppu síðastliðin ár. Eru
bændur komnir yfir erfiðasta
hjallann?
„Já, það er rétt að síðustu ár
hafa verið íslenskum landbúnaði
átakamikill og erfiður reynslu-
tími. Þrátt fyrir óskir Stéttar-
sambandsins allt frá árinu 1968
fengust heimildir til stjórnunar
mjólkur- og kindakjötsfram-
leiðslu ekki lögfestar fyrr en
1979, en þá var framleiðsla þess-
ara greina 20-30% umfram inn-
anlandsneyslu og skilaverð á er-
lendum mörkuðum orðið mjög
lágt. Með samþykkt búvörulag-
anna nr. 46/1985 hefur Alþingi
markað stefnu í málefnum land-
búnaðarins næstu ár. Stefnu-
mörkun þessi og samningar um
afurðamagn á grundvelli 30.
greinar búvörulaganna til næstu 5
ára hefur dregið úr þeirri óvissu
sem ríkti í málefnum landbúnað-
arins og skapað svigrúm til nýrrar
atvinnuuppbyggingar í sveitum.
Framkvæmd þessarar breyttu
stefnu og aðlögun landbúnaðar-
ins að nýjum aðstæðum verður
megin viðfangsefni bænda og
samtaka þeirra á næstu árum.
Megin tilgangur þessa starfs er að
bændur njóti í raun sambærilegra
kjara, fjárhagslega og félagslega,
við aðra landsmenn. Til þess að
svo megi verða þarf búvörufram-
leiðsla á hverjum tíma að vera í
sem nánustu samræmi við óskir
og þarfir þjóðarinnar og mark-
visst þarf að vinna að aukinni
vegar vonuðust menn alltaf eftir
því að hinn erlendi markaður
gæti tekið við einhverju af fram-
leiðslu okkar eins og endranær en
það reyndust tálvonir einar.
Breytingarnar hafa því verið
nokkuð örar og harkalegar en ég
tel að við séum komnir yfir erfið-
asta hjallann.“
Bændur gera sér grein fyrir
breyttum neysluvenjum
- Hvað viltu segja um framtíð-
ina?
„Það eru margir sem gera sér
ekki grein fyrir því að t.d. kinda-
kjötsframieiðsla hefur dregist
verulega saman á síðustu árum
en á sama tíma hafa birgðir af
kindakjöti í landinu ekki
minnkað. Ástæðan er breyttar
neysluvenjur og selst nú 25%
minna af kindakjöti en fyrir
nokkrum árum. Þessu er hægt að
ná eitthvað upp með réttum aug-
lýsingaaðferðum en staðreyndin
er sú að við verðum að aðlaga
okkur að breyttum aðstæðum.
Mér fannst umræður á síðasta
stéttarsambandsþingi einkennast
af miklu raunsæi. Bændur gera
sér grein fyrir breyttum neyslu-
venjum og að þróun er nauðsyn-
leg. Með góðri hjálp fjölmiðla
ætti þetta að takast þannig að
landbúnaðurinn í landinu standi
á traustum fótum þegar við höld-
um inn í 21. öldina." AP