Dagur - 01.10.1987, Side 7

Dagur - 01.10.1987, Side 7
t. október 1987 - DAGUR - 7 - en undanfarin ár Sauðfjárslátrun gengur vel í Sláturhúsi Kaupfélags Þingey- inga á Húsavík. Meðalvigt dilka er töluvert hærri en verið hefur undanfarin ár en aðeins um 1% kjötsins fer í O-flokk. Meðalvigtin er 15,3 kg miðað við þurrvigt en 15,5 kg miðað við blautvigt og er hér um töluvert hærri meðalvigt að ræða en verið hefur á undanförnum árum að sögn Baldvins Baldurssonar slát- urhússtjóra. Um 1% kjötsins hef- ur farið í O-flokk þar sem þykkt mælist yfir 15 mm á síðu, en það kjöt er verðfellt um 25%. Baldvin sagði það áberandi hvað féð kæmi vænna af þeim afréttum þar sem fé hefði fækkað. „Slátrunin gengur vel, við erum með góða fláningsmenn á línunni en það er vandamál með kvenfólkið hjá okkur, það hefur verið svolítið óstöðugt. Vinnan byggist upp á skólafólki sem hef- ur unnið mjög vel en er að tínast burtu. það seinasta fer um mán- aðamótin og þá verða viss vand- kvæði með vinnuaflið,“ sagði Baldvin. Áætlað var að slátra 40.795 fjár, um níu þúsund færra en í fyrra og stafar fækkunin af því að þá var mikill niðurskurður vegna riðuveiki. Slátrun hófst 9. sept. og er rúmlega hálfnuð, áætlað er að henni ljúki 13. okt. IM Siglufjörður: Þrír sækja um stöðu bæjarritara Þrjár umsóknir bárust um starf bæjarritara á Siglufiröi sem auglýst var nýlega og verður líklega veitt á bæjarstjórnar- fundi um miðjan inánuðinn. Umsækjendur eru allir búsettir á Siglufiröi. Þeir eru; Knútur Jónsson fyrrverandi skrifstofu- stjóri Húseininga, Hannes Bald- vinsson framkvæmdastjóri saumastofunnar Salínu og Baldur Fjölnisson fulltrúi skattstjóra. -þá Ólafsfjörður: Fegmnar- átak á næstu tveimur ámm Á síðasta fundi bæjarstjórnar Olafsfjarðar fór fram umræða um fegrun bæjarins og bar Sigurður Björnsson, bæjarfull- trúi upp tillögu um að gert verði fegrunarátak í bænum á næstu tveimur árum. Tillagan var borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum. Samkvæmt tillögunni sam- þykkir bæjarstjórn Ólafsfjarðar að gera á næstu tveimur árum sérstakt fegrunarátak í bænum. Þetta skal framkvæma með því að skipuleggja, rækta og snyrta opin svæði í bænum og unnið verði að lokafrágangi gatna og lóða. Fegtunarnefnd bæjarins verður falið að gera áætlun um þetta verk og henni einnig falið að gera fegrunarátak meðal bæjarbúa með hvatningu um að snyrta lóðir og hús í einkaeign, svo og hjá stofnunum og fyrir- tækjuin. jóh Framkvæmdir í „Gamla bakaríinu“ að hefjast Gerð leiguíbúða á Siglufirði: „Það hefur verið unnið að undirbúningi undanfarið og þetta er að fara í gang. Við erum að smíða glugga í húsið núna og ætlunin er að ganga frá því að utan fyrir veturinn. Skipta um glugga, einangra og klæða það að utan, þannig að hægt verði að vinna inni í því í vetur,“ sagði Konráð Bald- vinsson framkvæmdastjóri Búts hf. sem mun sjá um gerð leiguíbúða í „Gamla bakarí- Húsavík: Meðalvigt dilka hærri inu“ á Siglufirði, en Konráð er einmitt fyrrverandi eigandi þess. í húsinu verða innréttaðar átta íbúðir, sem stefnt er að að verði afhentar næsta haust. Minnstu íbúðirnar verða 2ja herbergja, 3 íbúðir 57 fermetrar að stærð og 5 íbúðanna verða 3ja herbergja 78 og 87 fermetra. Húsnæðismálastjórn ákvað á fundi sínum í síðustu viku að veita 18,1 milljónar kr. lán úr Byggingasjóði verkamanna til byggingar leiguíbúðanna. Lánið verður greitt út á framkvæmda- tímanum, með þeim skilyrðum að engar þinglýstar skuldir hvíli á Gamla bakaríið á Siglufirði. húsinu og að síðasti hluti lánsins fari í greiðslu kaupverðs til selj- anda. Málið var samþykkt með 9 atkvæðum gegn einu í Húsnæðis- málastjórn, atkvæði kratans í stjórninni. En kaup bæjarins á „Gamla bakaríinu" urðu eins og frægt er orðið til að splundra bæjarstjórnarmeirihlutanum á Siglufirði síðasta vor, sem skipaður var m.a. 3 fulltrúum Alþýðuflokks. -þá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.