Dagur - 01.10.1987, Side 10

Dagur - 01.10.1987, Side 10
10 DAGUR -’f.'októ'b'er 1987 Skólasetning MA - Ræða Jóhanns Sigurjónssonar, skólameistara Jóhann Sigurjónsson skólameistari í ræðustói. Kennarar og annað starfsfólk. Nemendur og gestir. í dag hefjum við hér á Sal eitt hundraðasta og áttunda starfsár Menntaskólans á Akureyri. Ég býð ykkur öll velkomin til starfa. Við byrjun skólaárs verður okkur flestum hugsað til vetrar- ins sem fram undan er. Hugsanir okkar eru blandnar spennu, vegna þess óþekkta sem fram undan er, gleði og eítirvæntingu að takast á við ný verkefni og ljúka einu skrefi enn í átt að því marki sem við höfum sett okkur, og tilhlökkun yfir að hitta aftur gamla félaga og kynnast nýjum. En þessum fyrsta starfsdegi fylgir einnig nokkur kvíði því það sem upp verður skorið að vori er árangur þeirrar vinnu sem lögð verður fram í vetur. Vinnan er aðall lífsins Enginn þarf þó að vera þræll vinnunnar því ekkert veitir meira frelsi en að vinna verkin þegar á að vinna þau. Sá sem vinnur af því að hann verður, tekur aldrei neinum framförum. Allt starf krefst tíma, en tím- inn krefst líka starfs. Það er því mikilvægt að skipuleggja og nýta tíma sinn vel. Gæfan felst ígóðri vinnu og með vinnunni öðlist þið visku, en með hyskninni van- þekkingu. Með þessu er ég ekki að segja að þið, nemendur góðir, eigið að sitja öllum stundum við náms- bækurnar, síður en svo. Ég hef áður sagt að hið fjölbreytilega félagsstarf í Menntaskólanum á Akureyri sé mikilvægur þáttur í uppeldishlutverki skólans. Því vil ég hvetja nemendur til þess að skapa sér sína eigin gleði innan veggja skólans og veit ég að kennarar og aðrir starfsmenn munu leggja ykkur lið til þess að svo megi verða. Á þessu ári hefur verið mikil þensla í íslensku atvinnulífi. Laun á hinum frjálsa vinnumark- aði hafa hækkað mun meira en samningar gerðu ráð fyrir, eftir sitja opinberir starfsmenn, þar á meðal kennarar. Á þessu ári fengu kennarar framhaldsskól- anna nokkra kjarabót eftir hálfs mánaðar verkfall en mikið vantar á að laun þeirra séu sambærileg við það sem gerist annars staðar í þjóðfélaginu. Eftir tvo verkfallsvetur, 1985 og í ár, hlýtur ráðamönnum í menntakerfinu og þjóðfélaginu að vera það ljóst að skólarnir verða ekki reknir, svo við megi una, með verfallsvofuna hang- andi yfir sér, svo ekki sé minnst á þann atgervisflótta úr kennara- stéttinni sem fyrr en síðar mun lama skólakerfið. En þenslan og yfirborganirn- ar í atvinnulífinu draga einnig úr áhuga á námi eftir grunnskóla- próf. Hvers vegna að leggja út í dýrt og erfitt langskólanám, þeg- ar hægt er að hafa jafngóðar eða betri tekjur án þess? Sem betur fer hugsa flestir lengra en til næsta útborgunardags. Aðsókn að Menntaskólanum á Akureyri er á þessu hausti meiri en svo að allir kæmust að sem vildu. Þrátt fyrir að á fyrsta ár hafi verið teknir 25 nemendum fleira en áætlað var þurfti að vísa frá um 40 nemendum og umsókn- ir um heimavist voru um 70 fleiri en heimavistin rúmar. Framhaldsskólarnir á Akureyri geta nú boðið væntanlegum nemendum sínum flest það er hugur þeirra stendur til í námi, bæði verklegum og bóklegum greinum svo og listgreinum og með tilkomu hins nýja háskóla má segja að Akureyri standi vel undir nafninu skólabær. Húsnæðisskortur kemur á hinn bóginn í veg fyrir að skólarnir geti veitt þá þjónustu sem for- ráðamenn þeirra óska. Mennta- skólinn hefur aðeins rúmlega helming þess kennsluflatarmáls sem staðlar gera ráð fyrir, Verk- menntaskólinn er dreifður um alla Suður-Brekkuna og Tónlist- arskólinn og Myndlistaskólinn búa allt of þröngt. í framhaldsskólunum á Akur- eyri eru nú yfir 600 aðkomu- nemendur en heimavistarrými er aðeins fyrir rúmlega 150 nemend- ur. Hinn almenni leigumarkaður er ekki stór og vegna mikillar eftirspurnar hefur húsaleiga hækkað mjög mikið. Mér er kunnugt um að fjöl- margir hætta við nám á Akureyri vegna þess að þeim hefur ekki tekist að fá húsnæði við hæfi. Það má orða það þannig að húsnæðis- skortur skólanna og ónógar heimavistir hafi lagt átthagafjötra á þá nemendur sem hingað vilja leita. Það er því brýnt verkefni að byggja nýjar heimavistir fyrir framhaldsskólana og stúdenta- garða fyrir hinn nýja háskóla, samhliða uppbyggingu kennslu- húsnæðisins. En það er ekki nóg að byggja ný og fín hús ef starfið sem fram fer í þeim ber ekki tilætlaðan árangur. í þeim löndum sem við höfum helst tekið okkur til fyrirmyndar í menntamálum, Bandaríkjunum og Svíþjóð, hafa menn vaknað upp við vondan draum og í dag- blöðunum má lesa fyrirsagnir eins og „Menntakerfi Bandaríkj- anna á villigötum“ og „Aðsókn að einkaskólum í Svíþjóð eykst vegna óánægju með ríkisskól- ana“. Sjálf fengum við nokkra gusu í andlitið síðastliðinn vetur með OECD skýrslunni um menntakerfi okkar Islendinga. Hjá þessum fyrirmyndum okkar virðist sem agaleysi, sluks og slóðaskapur sé ríkjandi. Eng- in regluleg próf eru til þess að auka aðhaldið. í íslenskum framhaldsskólum er einnig nokkuð um sluks og slóðaskap og virðist sem metnað- ur nemenda nái oft ekki lengra en til þess að skríða á milli anna. „En hvað er maðurinn án metnaðar?“ sagði Guðmundur Björnsson landlæknir hér á þess- um stað 30. október 1927 eða fyr- ir rétt tæpum 60 árum síðan. Metnaður okkar allra á að vera að vinna eftir bestu getu hvert það verk sem við höfum valist til eða við valið að vinna. Ef árang- urinn verður ekki sá er við höfum vænst er við engan að sakast. Sum kostalyf eru beisk á bragðið og „ekkert er betur til þess fallið en barningur og mótblástur að breyta þekking í speki“, eins og Sigurður Guðmundsson skóla- meistari sagði er hann ávarpaði fyrstu verðandi stúdentana frá Menntaskólanum á Akureyri. Ef nemendur á hinn bóginn smjúga með lítilli sæmd í gegn um prófmöskva skólans vegna þess að þeir hafa ekki lagt sig alla fram, er verr af stað farið en heima setið. Forstöðumenn framhaldsskóla hafa jafnvel kveðið svo sterkt að orði að þeir „brautskrái nemend- ur sem ekkert kunna og ekkert geta“, enda er það svo að um 50% nemenda í Háskóla íslands falla eða hverfa frá námi á fyrsta ári. í skólum á höfuðborgar- svæðinu hafa verið gerðar kann- anir á vinnu nemenda með námi. í Ijós kom að tveir þriðju hlutar nemenda vinna allt að 20 klukku- stundir á viku eða hálfa vinnu- viku með náminu, sumir jafnvel meira. Er námið þá ekki nema hálf vinna? Eru kröfurnar sem fram- haldsskólarnir gera svo litlar að nemendur þeirra þurfa að vinna með til þess að fullnýta tíma sinn, eða er það þrýstingur umhverfis- ins sem eykur þannig fjárþörf ® Karlakór Akureyrar Karlakór Akureyrar heldur aðalfund í Hljómborg Óseyri 6b, sunnudaginn 4. október kl. 20.00. Venjuleg aöalfundarstörf. Fjölmennið stundvíslega. stjórnin. Rafverktakar! Tilboð óskast í raflagnir í fjölbýlishús við Keilusíðu 11. Tilboðsgögn afhendast frá og með 30. september hjá Rafael Óseyri 2, gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 7. október hjá H.S.Á. Teiknistofunni kl. 14.30. I laraldur og Guctlaugur b>£gingaverktakar Möðmsiiu 6. Símar Har. 25131. Gutt. 22351 óskar eftir að ráða hugmyndaríkt fólk til að skrifa fasta þætti í blaðið. Tilskilin er góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð almenn menntun. Um eftirtalda efnisþætti er að ræða: ★ Unglingar ★ Neytendur ★ Hannyrðir ★ Popptónlist ★ Sígild tónlist ★ Matargerð o.fl. Ennfremur óskar blaðið eftir fólki til að skrifa fasta þætti um sjálfvalið efni. Umsóknir berist Braga V. Bergmann ritstjóra, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar ef óskað er. Umsóknarfrestur er til 10. október nk. Strandgötu 31, Akureyri. Sími 24222.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.