Dagur - 01.10.1987, Page 11

Dagur - 01.10.1987, Page 11
1. október 1987 - DAGUR - 11 nemenda? Það síðarnefnda er áreiðanlega líkiegasta skýringin. Hliðstæð könnun hefur verið gerð hér á Akureyri og kom þá í ljós að minna en fimmtungur nemenda við Menntaskólann á Akureyri vinnur með náminu og var það næst lægst þeirra skóla er könnunin náði til. Það er fullt starf og rúmlega það að stunda nám í Menntaskólanum á Akur- eyri ef viðunandi árangur á að nást. í vetur verða nemendur í dag- skóla nokkuð fleiri en í fyrra vetur, eða sem nemur einni bekkjardeild, Nemendafjöldinn er því 555, 315 stúlkur og 240 piltar, hlutfall pilta fer því hægt vaxandi eftir að það náði lág- marki veturinn 1982-83. Það hefur lengi einkennt Menntaskólann á Akureyri að hér stunda nám nemendur alls staðar að af landinu og ekki eru ýkja mörg ár síðan að hér í voru nemendur úr öllum sýslum landsins. Með tilkomu nýrra framhaldsskóla er eðlilegt að nemendum úr öðrum landsfjórð- ungum fækki. En þó er það svo að ef við hefðum nægar heima- vistir og rýmra kennsluhúsnæði væru hér enn nemendur úr flest- um sýslum. Nú í vetur er um helmingur nemenda frá Akur- eyri, um 21% frá Norðurlandi eystra, en annars koma nemend- ur úr öllum kjördæmum landsins. Engar breytingar verða á námsfyrirkomulagi í 3. og 4. bekk og munu þeir fylgja Námsskrá fyrir framhaldsskóla á Norðurlandi frá 1985 þann tíma sem þeir eiga eftir hér í skóla. Fyrir 1. og 2. bekk tekur gildi að fullu nú í haust, ný námsskrá menntamálaráðuneytisins frá í vor. Ekki verða miklar breyting- ar á einstökum áföngum, en brautarlýsingar breytast talsvert. Þannig eykst hlutur kjarnanáms- greina á öllum brautum, en valeiningum fækkar enn. Sú breyting sem flestir taka eft- ir og margir kvíða er hækkun lág- markseinkunnar í hverjum áfanga í 5. Á næstu vikum verður nemendum í 1. og 2. bekk gerð nánari grein fyrir hvað þessi breyting inniber, en ljóst er að auknar kröfur verða nú gerðar til nemenda. Þessu verður reynt að mæta með breyttu skipulagi í kennslu þeirra greina sem hafa reynst erfiðastar eins og t.d. stærðfræði. Nemendur Eins og ég nefndi áðan eru margir kallaðir til náms í þessum skóla, en færri eru útvaldir. Það skiptir því miklu að þið notið vel það tækifæri sem ykkur nú er gef- ið og að þið vinnið vel strax frá fyrsta degi. í sumar hafið þið safnað orku, andlegri og líkam- legri, til að takast á við verkefni vetrarins. Mörg ykkar hafa einnig haft drjúgar tekjur, sem eiga að nægja til framfærslu í vetur. Far- ið vel með fé ykkar og einbeitið ykkur að náminu. Ekki er allt fengið með blessun gullkálfsins. í meira en tuttugu ár hefur það tíðkast við þennan skóla að nemendur sem eru að hefja nám á síðasta ári fari í ferðalag til útlanda. í kvöld leggja af stað heim frá London um eitt hundrað nemendur og tveir kennarar en þessi hópur er nú að ljúka vel heppnaðri ferð til Íbíza og London. Þegar ég ræddi við þau í morgun voru þau lítt sár en ákaf- lega móð eftir ferðalagið. Eins og Menntakólinn á Akureyri settur á Sal. mörg undanfarin ár gátu nem- endur okkar sér gott orð og voru sjálfum sér og skóla sínum til sóma á ferð sinni. Vona ég að slíkt hið sama megi segja um ókomna framtíð ef framhald verður á ferðum sem þessum. Fjórðubekkingar mæti til kennslu samkvæmt stundaskrá frá klukk- an 9.00 mánudaginn 5. október. Breytingar á starfsliði skólans Eins og endranær verða nokkrar breytingar á kennaraliði skólans og nú í ár gekk betur að fá kennara til starfa en mörg undan- gengin ár. Gfslj Jónsson lætur af störfum vegna aldurs. Ég vil þakka hon- um heilladrjúg störf í þágu skól- ans í 36 ár. Magnús Kristinsson, Kristján Kristjánsson og Ole Lindquist fara allir til framhaldsnáms í skemmri eða lengri tíma. Dr. Stefán G. Jónsson og Bárður Halldórsson starfa við Háskólann á Akureyri í vetur. Stefanía Arnórsdóttir og Vil- hjálmur Ingi Árnason fara í eins árs leyfi. Indriði Arnórsson og Þuríður Árnadóttir láta af störfum við skólann. Nokkrir stundakennarar sem hér störfuðu sl. vetur verða ekki hér í vetur. Þeir eru: Helgi M. Bergs, Jóhann V. Ólason og Þor- steinn Sigurðsson. Nýir og gamlir kennarar koma svo til starfa við skólann: Erlingur Sigurðarson kemur aftur úr eins árs leyfi. Þórir Sigurðsson sem kennt hefur í Reykjavík undanfarin þrjú ár kemur aftur til starfa við skólann. Anna Soffía Svavarsdóttir, Herdís Gunnlaugsdóttir og Magnús Gehringer kenna þýsku. Valgerður Guðjónsdóttir kennir þýsku og efnafræði. Cees van de Ven og Þröstur Guðjónsson kenna íþróttir. Jón Hjaltason, Róbert Sig- urðsson og Þorlákur Axel Jóns- son kenna sögu. Bergur Steingrimsson, Janice Dennis og Stefán Jónsson kenna stærðfræði. Adam Óskarsson kennir efna- fræði. Gyða Haraldsdóttir kennir sál- arfræði. Selma Hauksdóttir kennir dönsku. Úlfar Hauksson kennir hag- fræði. Alla þessa kennara gamla og nýja býð ég velkomna til starfa. Að öðru leyti er starfslið skólans óbreytt frá síðasta vetri. Ileimavist Heimavist skólans er fullsetin og komust miklu færri að en vildu eða um 2/3 þeirra sem um sóttu. Það verða því að teljast forrétt- indi að fá að búa í heimavistinni og er ætlast til þess af heimavist- arbúum að þeir kunni að meta þessi forréttindi og fylgi þeim reglum sem heimavistinni eru settar til þess að þar geti íbúar átt sitt annað heimili. Orn Indriða- son verður húsbóndi á heimavist eins og síðastliðinn vetur. í vor var lokið við að endur- gera öll herbergi suðurálmu, eða kvennavista, og í sumar voru settir nýir gluggar í alla þá álmu og hol og stigahús máluð. Einnig hafa verið gerðar nokkrar endur- bætur í þvottahúsi og gengið frá reykherbergi nemenda. í vetur verður haldið áfram að bæta aðstöðu í heimavistinni m.a. með nýjum húsgögnum á herbergjum og víðar en vegna þrengsla má búast við að hægar gangi en við hefðum óskað. Þessa dagana er verið að Ijúka frumteikningum af nýjum heimavistum, sem von- andi eiga eftir að rísa vestan við núverandi heimavistarhús. Að flatarmáli verða þessar nýju heimavistir stærri en gömlu vist- irnar og gert er ráð fyrir að rúm verði fyrir a.m.k. 250 nemendur samanlagt í gömlu og nýju vist- unum. í öðrum húsum skólans er unn- ið samkvæmt átta ára áætlun sem tók gildi í fyrra. í sumar var hald- ið áfram að endurnýja þak Gamla Skóla og stendur nú að- eins eftir einn áfangi, sem von- andi tekst að Ijúka næsta sumar. Hafin er endurnýjun á kennslu- stofum í Gamla Skóla og var lok- ið við eina stofu í sumar. Reynt er að færa stofurnar í uppruna- legan búning, en þó svo, að nútíma lýsing og kennslutækni nýtist til fulls, þó ekki sé hægt að auka flatarmál hverrar stofu. Síð- ast en ekki síst vil ég nefna að nú hefur verið komið upp eldvarna- kerfi í Gamla Skóla sem stenst allar þær kröfur sem strangar reglur eldvarnaeftirlitsins setja. Margt fleira hefur verið lagfært og endurbætt hér í þessu húsi sem of langt yrði upp að telja. í íþróttahúsinu hafa sturtur og búningsklefar verið endurnýjaðir svo og flestar lagnir innanhúss og utan og þar með staðið við það loforð sem gefið var á 50 ára afmæli ÍMA í febrúar sl. Á Möðruvöllum hafa verið gerðar ýmsar smáendurbætur, en mest ber á að gangar og stigahús hafa verið máluð. Nú þegar stjórn og starfsmenn skólans leggja hart að sér við endurbætur á húsum hans, vil ég hvetja nemendur til að ganga vel um og hjálpa til við að halda hús- unum hreinum og umhverfinu snyrtilegu. Á morgun, miðvikudaginn 30. september eiga nemendur að mæta hér á Sal sem hér segir: 1. bekkur klukkan 8.15. 2. og 3. bekkur klukkan 10.30. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 1. október klukkan 8.15. Stefnt er að því að handbók skólans komi út mánudaginn 19. október. Að lokum vil ég segja þetta við ykkur nemendur. Það reynist stundum sitthvað að vilja vel og sjá óskir sínar rætast. En með samstöðu, samvinnu og góðum vilja veit ég að dvöl ykkar hér í vetur mun gagnast ykkur eins og til var ætlast en munið að það er fyrst og fremst undir ykkur sjálf- um komið hvort óskir ykkar rætast. Menntaskólinn á Akureyri er settur í hundraðasta og áttunda sinn. Námskeið fyrir leið- beinendur aldraðra Heimilisiðnaðarskólinn Lauf- ásvegi 2 í Reykjavík hefur ákveð- ið að bjóða upp á sérstök nám- skeið fyrir þá sem leiðbeina öldr- uðum í handíðum á hinum ýmsu heimilum og stofnunum um land allt. Markmiðið er að gefa leiðbein- endum kost á undirstöðugóðu námi í verklegum greinum sem henta öldruðum að fást við og gefa þeim tækifæri til að stytta sér stundir við að búa til muni úr vönduðu efni með aðferðum sem vekja áhuga og veita ánægju. Námskeiðin verða tvö og verða kenndar tvær greinar á hvoru. Þau standa hvort um sig í eina viku, mánud.-föstud. kl. 9-16.30. Hið fyrra veröur 26.-30. okt. nk. Á því mun kennt að búa til ýmiss konar tágakörfur og að vefa bönd á einfaldan hátt. Síðara nám- skeiðið verður 29. febr.^á. mars. Þar verður kenndur tréskurður og tauþrykk. Þar sem þessi námskeið standa tiltölulega stuttan tíma, er voriast til að leiðbeinendur utan af landi geti nýtt sér þau engu síður en þeir sem starfa og búa á Reykja- víkursvæðinu. Nánari upplýsingar fást um námskeiðin í Heimilisiðnaðar- skólanum, Laufásvegi 2. Sími 17800. Fóstrur skora á stjórnvöld Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á félagsfundi Fóstrufé- lags Islands sem var haldinn fyrir nokkru: „Félagsfundur Fóstrufélags íslands lýsir áhyggjum sínum yfir því ófremdarástandi sem skapast hefur í dagvistaruppeldi. Það er staðreynd að mikill óstöðugleiki er í starfsmannahaldi, skortur á fóstrum og öðru starfsfólki. Ljóst er því að fagleg vinnubrögð eru fyrir borð borin og dagvistarupp- eldi í hættu. Við þetta verður ekki unað. Fóstrufélag íslands dregur stjórnvöld og forráða- menn dagvista í landinu til ábyrgðar og skorar á viðkomandi aðila að finna lausn á þessum gíf- urlega vanda sem nú ríkir.“ UTIHURDIR B D G Trésmiðjan Fjalar hf. Húsavík 00 n o H o oo oo H Pósthólf 50. Sími 96-41346.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.