Dagur - 01.10.1987, Síða 12
12 - DAGUR - 1. október 1987
Handknattleikslið
Þórs 1987-88
Þórsarar leika nú í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik á ný eftir að
hafa leikið í 2. og 3. deild undanfarin ár. Liðið kom upp úr 3. deild í
fyrra og vann sig beint upp í 1. deild. Erlendur Hermannsson tók við
þjálfun liðsíns í fyrra og hann er enn við stjómvölinn, enda er þar mjög
snjall þjálfari á ferðinni. Flestir spá því að Þórsarar falli beint niður
aftur en strákarnir eru ákveðnir í því að nýta þetta tækifæri vel og berj-
ast fýrir sæti sínu. Árni Stefánsson hinn eitilharði leikmaður er farinn
að leika á fullu með liðinu á ný. Árni er mjög snjall línumaður og
styrkir Þórsiiðið mikið. Liðið verður skipað eftirtöldum leikmönnum í
vetur:
Gunnar M. Gunnarsson
34 ára hornamaður.
Erlendur Hermannsson
31 árs þjálfari liðsins.
Axel Stefánsson
17 ára markvörður.
Árni Stefánsson
- 28 ára línumaður.
Jóhann Samúelsson
18 ára útileikmaður.
Hörður Harðarson
25 ára línumaður.
Kristinn Hreinsson
19 ára útileikmaður.
Sigurpáll A. Aðalsteinsson
19 ára hornamaður.
Sigurður Pálsson
24 ára útileikmaður.
Birgir Björnsson
19 ára hornamaður.
__________________________íþróttic
Knattspyrna:
KA leitar þjálfara
- Hörður Helgason verður ekki með liðið
næsta keppnistímabil
Hermann Karlsson
19 ára markvörður.
Ingólfur Samúelsson
21 árs línumaður.
Aðalbjörn Svanlaugsson
27 ára útileikmaöur.
Baldvin Heiðarsson
21 árs hornamaður.
Olafur Hilmarsson
20 ára útileikmaður.
„Já það er orðið Ijóst að Hörð-
ur Helgason mun ekki þjálfa
KA-liðið áfram næsta keppn-
istímabil,u sagði Stefán Gunn-
laugsson formaður knatt-
spyrnudeildar KA í samtali við
Dag.
„Það er vissulega slæmt fyrir
okkur að þurfa að sjá á eftir
Tennis- og badmintonfélag
Akureyrar hefur ráðið hol-
lenskan badmintonþjálfara til
starfa hjá félaginu í vetur.
Þjálfaraskortur hefur háð
mjög starfí félagsins undanfar-
in ár og komið niður á árangri
keppnisfólksins. Nú vilja for-
svarsmenn félagsins gera eitt-
hvað til þess að þeirra fólk geti
staðið í þeim bestu hér á landi.
Vetrarstarf félagsins er nú haf-
ið og í vetur verða æfingar í
Höllinni, Glerárskóla og í
Skemmunni.
Félaginu hefur verið úthlutað
aðeins fleiri tímum en í fyrra og
er ætlunin að leggja meiri rækt
við unglingastarfið en gert hefur
verið. Og þá fyrst og fremst við
þá unglinga sem sýnt hafa áhuga
og getu. Nýliðar eru þó velkomn-
ir í félagið og má benda þeim sem
vilja kynnast íþróttinni á sérstaka
tíma í Höllinni á laugardags-
morgnum kl. 11.
Fullorðnir nýliðar eru einnig
velkomnir í félagið, þó ekki séu
margir tímar ætlaðir nýliðum.
Þeir sem áhuga hafa á því að
kynna sér málið betur, geta snúið
sér til Harðar Þórleifssonar for-
manns TBA. Það að ráðast í það
að fá erlendan þjálfara til starfa
er geysilega mikið og dýrt fyrir-
tæki og því mun tímagjaldið í
vetur hækka meira en ella hefði
þurft. Þjálfarinn gæti einnig nýst
þeim áhugamönnum sem eru að
spila t.d. í Laugargötunni og þeir
sem hefðu áhuga á því að nýta
sér það, geta haft samband við
stjórn TBA.
Á síðasta ári voru um 140
iðkendur hjá TBA og eiga for-
svarsmenn féiagsins von á því að
sú tala hækki í vetur. Stærsti hluti
Drengjalandslið íslands og
Svíþjóðar gerðu jafntefli í fyrri
leik liðanna í Evrópukeppn-
inni í knattspyrnu í gær.
Leikurinn fór fram á Valbjarn-
arvelli og urðu úrslitin 3:3, eftir
að staðan hafði verið 1:1 í hálf-
leik.
Leikurinn var mjög fjörugur
og skemmtilegur en íslenska liðið
sem lék mjög vel var mun nær
sigri. Það voru þó Svíar sem tóku
forystuna strax á 2. mín. íslenska
liðið jafnaði um miðjan fyrri hálf-
leik og staðan 1:1 í hálfleik. Það
Herði, þar sem við vorum mjög
ánægðir með störf hans. En það
kemur maður í manns stað og við
erum þegar farnir að leita að nýj-
um þjálfara. Við verðum komnir
með nýjan þjálfara innan
skamms því það eru margir sem
hafa áhuga á að starfa hjá góðu
félagi,“ sagði Stefán Gunnlaugs-
son einnig.
iðkendanna eða um 80 eru börn
og unglingar.
TBA sem lék í 2. deild á síð-
asta ári, mætti þá með tvö 9
manna iið til leiks í deildakeppn-
ina. í 1. og 2. deild leika 6 lið en
afgangurinn leikur í 3. deild. A-
lið TBA hafnaði í 4. sæti deildar-
innar í fyrra en B-liðið féll í 3.
deild. A-liðið hefur sett stefnuna
á enn betri árangur í ár og B-liðið
hyggst endurheimta sæti sitt í 2.
deild á ný.
Karl Karlsson stóð sig mjög vel
á síðasta unglingameistaramóti.
Hann komst í undanúrslit í ein-
liðaleik en tapaði þar og lék til
úrslita í tvíliðaleik ásamt spilara
frá Borgarnesi og tapaðist sá leik-
ur einnig.
Lokaumferðin í
SL-mótinu í golfi:
Tekst Guðna
að vinna?
I dag fer fram 14. og síðasta
umferðin í SL-mótinu í golfi.
Mótið sem er innanfélagsmót
hjá GA hefur staðið yfir í allt
sumar. Sigurlaunin í mótinu
eru mjög glæsileg, eða golfferð
með Samvinnuferðum/Land-
sýn.
Guðni Jónsson stendur best að
vígi eftir 13 umferðir og flest
bendir til þess að hann hreppi
sigurinn. Mótið er stigamót og
hefur Guðni 57,5 stig, í 2. sæti er
Erlingur Aðalsteinsson með 53
stig, í 3. sæti Guðmundur Finns-
son með 52 stig og í 4. sæti er
Lárus Sverrisson með 51 stig en
þessir fjórir eiga allir möguleika á
sigri í mótinu.
gekk mikið á í seinni hálfleik en
íslenska liðið komst yfir 2:1 þeg-
ar um 10 mín. voru liðnar af hálf-
leiknum. Svíar jöfnuðu þegar 8
mín. voru til leiksloka og komust
yfir 3:2 þegar 2 mín. voru eftir.
En íslensku strákarnir voru ekki
á því að tapa leiknum og jöfnuðu
hálfri mín. fyrir leikslok. Rík-
harður Daðason úr Fram skoraði
tvö marka liðsins og félagi hans
Steinar Guðgeirsson eitt.
Tveir norðanmenn voru í
íslenska hópnum, þeir Axel
Vatnsdal úr Þór og Karl F. Karls-
son úr KA.
Badminton:
TBA ræður hol-
lenskan þjálfara
— vetrarstarf félagsins hafið
Drengjaiandsleikur í knattspyrnu:
Jafnt gegn Svíum