Dagur - 01.10.1987, Page 13
Umsjón: Kristján Kristjánsson
1. október 1987 - DAGUR - 13
Handbolti 1. deild:
Stjarnan betri á öllum
sviðum og sigraði KA örugglega
„Yið kolféllum á þessu prófi,“
var það fyrsta sem Þorleifur
Ananíasson liðsstjóri KA sagði
eftir að lið hans hafði steinleg-
ið fyrir Stjörnunni í fyrsta leik
liðanna á Islandsmótinu í
handknattleik. Leikurinn fór
fram í Höllinni á Akureyri og
skoruðu Stjörnumenn 26 mörk
á móti 20 mörkum KA-manna.
„Menn misnotuðu hvert
dauðafærið af öðru og vörnin
var mjög léleg. Það kom okkur
ekkert á óvart í leik Stjörnunn-
ar því við vorum búnir að
skoða þá mjög vel en það
dugði ekki til. Við verðum
heldur betur að taka okkur
saman í andlitinu fyrir næsta
leik,“ bætti Þorleifur við.
Það leit ekki vel út í byrjun fyr-
ir KA. Stjörnumenn mættu mjög
ákveðnir til leiks og skoruðu þrjú
fyrstu mörkin. KA-menn jöfn-
uðú 3:3 og það var Jakob Jónsson
sem opnaði markareikning KA í
deildinni í ár. Síðan var nokkurt
jafnræði með liðunum fram að
leikhléi en þó hafði Stjarnan
ávallt frumkvæðið. I hálfleik var
staðan 12:10 Stjörnunni í vil.
Axel Björnsson minnkaði
muninn í eitt mark strax í upp-
hafi síðari hálfleiks og þeir fjöl-
mörgu áhorfendur sem voru
mættir í Höllina gerðu sér vonir
um að KA-mönnum tækist að ná
yfirhöndinni. En það var öðru
Jakob Jónsson var atkvæðamestur KA-manna í leiknum gegn Stjörnunni í gærkvöld. Hann skoraði 6 inörk og hér
sendir hann knöttinn í netið.
Handbolti 1. deild:
Þórsarar steinlágu
í Hafnarfirði
- Töpuðu með 15 marka mun fyrir FH 21:36
Þór reið ekki feitum hesti frá
fyrstu viðureign sinni í 1. deild
Islandsmótsins í handknattleik
í ár. Þeir mættu ofjörlum sín-
um FH-ingum í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði í gærkvöld og töp-
uðu með 15 marka mun, 21:36.
Leikurinn byrjaði ágætlega hjá
norðanmönnum og var jafnt 5:5
eftir stuttan leiktíma. Þá tóku
FH-ingar mikinn kipp og náðu
fjögurra marka forystu. í hálfleik
var staðan 16:12. I fyrri hálfleik
átti Sigurður Pálsson mjög góðan
leik, skoraði 5 mörk og stjórnaði
spilinu í sókninni. Einnig átti
Sigurpáll ágætan leik í horninu
og var ógnandi. Hins vegar tókst
Þórsvörninni illa að stoppa lands-
liðsfyrirliðann Porgils Óttar
Mathiesen á línunni og skoraði
hann glæsileg mörk, þrátt fyrir
góða varnartilburði Árna og
Aðalbjörns.
í seinni hálfleik var sóknarleik-
ur Pórsara ráðvilltari er Hafnfirð-
ingar tóku á það ráð að spila
vörnina framar og klippa á
Sigurð í sókninni. Þá var mikið
um feilsendingar og FH-ingar
gengu á lagið og sko.ruðu mikið
af mörkum úr hraðaupphlaup-
um. Þórsarar virtust gefast upp
seinni part hálfleiksins og á tíma-
bili skoruðu FH-ingar 6 mörk, án
þess að Þórsurum tækist að svara
fyrir sig.
Baráttan var í lagi hjá Þór í
þessum leik, nema undir lok
leiksins. Þeir mættu hins vegar
ofjörlum sínum í leiknum og
munar þar mestu hve breiddin er
mikil í FH-liðinu. Sjö leikmenn
skiptu mörkunum þar á milli sín
og skoraði Þorgils Óttar flest
þeirra eða 8 og var maður leiks-
ins.
Hjá Þór skoruðu 6 leikmenn
mörkin og var Sigurður Pálsson
markahæstur með 9 mörk.
Sigurpáll Aðalsteinsson skoraði
7, Jóhann Samúelsson 2, Gunnar
M. Gunnarsson, Ólafur Hilmars-
son og Árni Stefánsson 1 mark
hver. Þess má geta að Hermann
Karlsson markvörður Þórs
meiddist í upphitun og tók Axel
Stefánsson stöðu hans og varði
Sigurður Pálsson skoraði 9 inörk
gegn FH.
oft vel. En enginn má við
margnum.
Dómarar voru þeir Björn
Jóhannesson og Sigurður Bald-
ursson og dæmdu ágætlega. Þeir
sýndu Óskari Ármannssyni FH-
ingi rautt spjald í fyrri hálfleik,
fyrir að brjóta illa á Sigurpáli í
góðu færi. Fimm FH-ingar voru
reknir af leikvelli í 2 mín. og tveir
Þórsarar. AP
Enska knattspyrnan:
Úrslit
- í annarri deild
I gær og fyrradag var leikin
heil umferð í 2. deild ensku
knaUspyrnunnar. Bradford
jók forystu sína í dcildinni
með góðum útisigri en úrsiit
leikjanna urðu annars þessi:
Bournemouth-Plymouth 2:2
Barnsley-Sheff.Utd. 1:2
Huddersfield-Bradford 1:2
Hull-Man.City 3:1
Middlesbrough-Reading 0:0
Oldham-Millwall 0:0
Swindon-Shrewsbury 1:1
Aston Villa-Blackburn 1:0
Leeds-Stoke 0:0
Leicester-Ipswich 1:1
M'.B.A.-Birminghani 3:1
Þá vann Liverpool Derby 4:0 i
1. deildinni.
nær, Stjörnumenn svöruðu með
þremur mörkum og breyttu stöð-
unni í 15:11. KA náði aldrei að
ógna sigri Stjörnunnar sem náði
mest 7 marka forystu 24:17 undir
lok leiksins. En úrslitin sem fyrr
segir, Stjarnan 26 KA 20.
KA-menn ollu miklum von-
brigðum í þessum leik. Varnar-
leikurinn var mjög slakur og góð
markvarsla Brynjars Kvaran í
fyrri hálfleik kom í veg fyrir
stærra tap. Þá var sóknarleikur-
inn frekar ráðleysislegur og leik-
menn misnotuðu góð marktæki-
færi, m.a þrjú vítaköst. Axel
Björnsson lék best KA-manna.
Stjarnan sýndi það í gærkvöld
að þeir hafa á að skipa öflugu
liði. Sigmar Þröstur Öskarsson
átti stórleik í markinu og varði
m.a. þrjú vítaköst. Skúli Gunn-
steinsson lék einnig mjög vel og
þá voru þeir Sigurjón Guð-
mundsson, Gylfi Birgisson og
Sigurður Bjarnason góðir.
Mörk Stjömunnar: Skúli
Gunnsteinsson 9, Sigurður
Bjarnason 5, Sigurjón Guð-
mundsson 4, Gylfi Birgisson 4,
Hafsteinn Bragason, Magnús
Teitsson, Einar Einarsson og
Hermundur Sigmundsson 1 mark
hver.
Mörk KA: Jakob Jónsson 6(1),
Axel Björnsson 5, Guðmundur-
Guðmundsson 3, Friðjón Jóns-
son 2, Eggert Tryggvason 2(1) og
Pétur Bjarnason 2.
Leikinn dæmdu þeir Einar
Sveinsson og Garðar Sigurðsson
og gerðu það ágætlega.
Handbolti:
Onnur úrslit
í 1. deild
Keppni í 1. deild íslandsniótsins
í handknattleik hófst í gærkvöld
en þá var leikin heil umferð.
Hér á síðunni er sagt frá úr-
slitununi í leikjum KA og
Stjörnunnar og FH og Þórs en
bæði norðanliðin töpuðu sínum
leikjum. Aðrir leikir sem fram
fóru, voru viðureignir íslands-
meistara Víkings og nýliða ÍR,
Breiðabliks og KR og Vals og
Fram.
Víkingar hófu titilvörnina á
öruggum sigri á ÍR 27:20 og var
sá sigur mjög öruggur frá fyrstu
mínútu. KR-ingar gerðu sér lít-
ið fyrir og lögðu Blikana að velli
í Kópavogi 20:18 og verða það
að teljast nokkuð óvænt úrslit.
Þá gerðu Valur og Fram jafn-
tefli í hörkuleik í Laugardals-
höll, 19:19.
Öngulsstaðahreppur!
Hrossasmölun í Öngulsstaðahreppi fer fram
laugardaginn 3. október nk.
Réttað verður í Þverárrétt sunnudaginn 4. október
kl. 13.00.
Eigendur utansveitarhrossa skulu greiða kr. 400 í
fjallskilasjóð Öngulsstaðahrepps fyrir hvert hross.
Oddviti.
SkJNNBK
Bændur, bifreiðaeigendur,
verktakar og útgerðarmenn
Eigum ávallt fyrirliggjandi allar
stærðir SONNAK rafgeyma.
HLEÐSLA - VIÐGERÐIR - ÍSETNING
Gúmmíviðgerð KEA
Óseyri 2. Símar: 21400 og 23084.
Véladeild KEA
Óseyri 2. Símar: 21400 og 22997.