Dagur - 01.10.1987, Síða 15
1. október 1987 - DAGUR - 15
Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju
Um næstu helgi byrjar vetrar-
starfið í Akureyrarkirkju.
Sunnudagaskólastarfið verður
alla sunnudagsmorgna kl. 11.00.
Öll börn eru velkomin og æski-
legt er að foreldrar hvetji börn
sín til þess að sækja skólann því
þar er veitt hollt veganesti. Víða
hefir það færst í vöxt að foreldrar
komi með börnum sínum og taki
þátt í starfinu. Þörf er einnig á
sjálfboðaliðum sem vildu hjálpa
við starfið.
Messurnar verða framvegis kl.
2 e.h. nema annað verði tilkynnt.
Vonast er til þess að sem flestir
hlýði kalli klukknanna og komi.
Næsta sunnudag verður kvenfélag
kirkjunnar með sínar mánaðar-
legu veitingar í kapellunni og
gefst þá tækifæri til þess að eiga
þar góða stund. Þá hefir verið
ákveðið að hafa Akureyrarkirkju
opna í vetur frá klukkan 17.00-
18.30 frá mánudegi til föstudags.
Fólk getur komið inn í helgidóm-
inn, átt þar hljóða stund, gjört
þar bæn sína og fundið sálum sín-
um styrk, kyrrð og hvíld í ærandi
óró umhverfisins.
Á hverjum fimmtudegi hefir
staðfastur hópur komið saman í
kirkjunni kl. 17.15 og beðið fyrir
þeim sem erfitt eiga og ýmsum
brýnum málefnum. Þessar stund-
ir verða áfram í vetur og vonandi
að sem flestir leggi þar fram sitt
lið.
Æskulýðsfélag Akureyrar-
kirkju, sem um þessar mundir er
40 ára, er með vikulega fundi kl.
20.00 á fimmtudagskvöldum.
Það, Kvenfélag Akureyrar-
kirkju, Bræðrafélag Akureyrar-
kirkju og Kirkjukór Akureyrar-
kirkju bjóða nýja félaga hjartan-
lega velkomna.
Gott safnaðarfólk, það er und-
ir okkur öllum komið hvernig til
tekst um starfið. Leggjum okkur
af alefli fram, hvert og eitt, og þá
verður hér blómlegt og blessun-
arríkt safnaðarstarf.
Safnaðarstjórn og sóknarprestar.
Borgarrétt
Saurbæjarhreppi
Hross veröa réttuð sunnudaginn 4. október
kl. 12.00.
Fjallskilastjóri.
SVEINBJÖRG PÁLSDÓTTIR,
Sólvöllum 5, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi föstudags-
ins 25. september.
Jarðsett verður föstudaginn 2. október í Akureyrarkirkju kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri.
Eiginmaður og börn.
Frá Kjörmarkaði KEA Hrísalundi
Tilboð
Svalbarðseyrar franskar 1,5 kg pokinn.
Appelsínusafi 1 lítra fema.
Blandaðir ávextir V\ dósir.
Ferskjur V\ dósir.
Eldhúsrúllur LENI.
Til helgarinnar
úr kjötborði:
Sætkerapanna (nýr réttur),
ásamt öðru girnilegu beint á pönnuna
Munið vinsælu salötin okkar
★
Velkomin í Hrísalund
til hagstæðra innkaupa
Hrísalundi.
Leikfélag Akureyrar
„Er þaö einleikið?"
Þráinn Karlsson sýnir
Varnarræðu
mannkynslausnara
og
Gamla manninn
og kvenmannsleysið
Höfundur: Böðvar Guðmundsson.
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir.
Laugardag 3. október
kl. 20.30.
Sunnudag 4. október
kl. 20.30.
Síðustu sýningar á Akureyri.
Miöasala í ieikhúsinu frá 2-6.
Símsvari allan sólarhringinn
í síma 96-24073.
MIÐASALA
SiMI
96-24073
Leikfélag akureyrar
Borgarbíó
Fimmtudag kl. 11.00
Burglar
! Fimmtudag kl. 11.10
Vítisbúðir
Fimmmtudag kl. 9.00
Þrír vinir
Verð kr 250.-
Fimmtudag kl. 9.10
Morgan kemur heim
Óskum að ráða starfskraft
til ræstinga á herbergjum
Vaktavinna.
Nánari upplýsingar veitir hótelstjóri Hótel KEA.
Stýrimann vantar
á 73ja tonna bát frá Árskógssandi nú þegar.
Upplýsingar í síma 61946.
Framkvæmdastjóri
Ungmennasamband Skagafjarðar óskar eft-
ir framkvæmdastjóra.
Um er að ræða hálísdags starf.
Upplýsingar veitir Sveinbjörn Njálsson Hólum í síma
95-6601.
Umsóknarfrestur er til 9. október.
Stjórnin.
Vantar bifreiðastjóra
með meiraprófsréttindi á dráttarbíl.
Helst vanan.
Um framtíðarstarf getur verið að ræða.
Upplýsingar í síma 23440 eða 985-21517.
Óskum að ráða bifvéla-
virkja eða nema
í bifvélavirkjun sem fyrst.
Bílaverkstæði Dalvíkur. sími6i2oo.
Blaðberar óskast
á Sauðárkróki.
Upplýsingar gefur Þórhallur í síma 95-5960.