Dagur - 01.10.1987, Qupperneq 16
MlE
Akureyri, fimmtudagur 1. október 1987
RAFGEYMAR
VIÐHALDSFRÍIR
í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA
P0R5HAMAR HF.
Varahlutaverslun
Við Tryggvabraut • Al^ireyri • Sími 22700
FSA:
Samið við
röntgen-
tækna
- endurskoðun
samnings
fyrir áramót
Það eru væntanlega allir báð-
um megin borðsins fegnir því
að þessi deilda er leyst. Nú,
þegar framkvæmdir við deild-
ina eru langt komnar þurfum
við á allri okkar samstöðu að
halda og vona ég að svo verði
til frambúðar.“ Þetta sagði
Halldór Jónsson framkvæmda-
stjóri FSA í samtali við Dag í
gær rétt eftir fúnd með röntgen-
tæknum þar sem þeir ákváðu
að draga uppsagnir sínar til
baka.
Samkomulag það sem gert var,
er um að röntgentæknar dragi
þegar til baka uppsagnir sínar
sem taka áttu gildi í dag. „Eina
krafan sem var eftir var um að
röntgentæknar fengju greidd
deildarstjóralaun á bakvöktum.
Við þeirri kröfu gátum við ekki
orðið. Okkur tókst hins vegar að
hnika til því, að um áramótin átti
að breyta tveim stöðum röntgen-
tækna í tvær stöður deildar-
röntgentækna en nú mun þessi
breyting taka gildi um þessi mán-
aðamót.
Jafnframt lýsir stjórn FSA því
yfir að hún muni beina þeim til-
mælum til kjarasamninganefnda
að laun röntgentækna á bakvökt-
um verði tekin til skoðunar. I því
felast engin loforð af hendi
stjórnar, enda getur hún ekki lof-
að neinu um hver niðurstaðan
verður. Vísað er í sérstaka bókun
sem gildi tók við gerð kjarasamn-
ings í vor, þar sem gefinn er
möguleiki á að endurskoða hluti
sem þessa, samhliða endurskoð-
un á launaliðum. Hún mun eiga
sér stað í nóvember eða desember
og þá munum við beina þeim til-
mælum til nefnda, að líta sérstak-
lega á þetta mál.“ VG
Röntgentæknir við vinnu sína á FSA.
Mvnd: TLV
Upprekstur á ReykjahIíðarafrétt bannaður:
„Stóð aldrei til
að reka í haust“
- segir Hinrik Á. Bóasson
Afréttarmál íbúa í Skútustaða-
hreppi eru enn til umræðu en
skemmst er að minnast deilna
þar um síðastliðið vor. Eins og
fram kom í blaðinu í gær hefur
Sveinn Runólfsson land-
græðslustjóri sent landbúnað-
arráðuneytinu þau tilmæli að
upprekstur á afrétt eftir göng-
ur verði bannaður í haust. Að
sögn Hinriks Á. Bóassonar
oddvita í Skútustaðahreppi er
bann þetta óþarft því aldrei
hafi staðið til að reka upp í
haust.
Afréttur Skútustaðahrepps,
Austurafréttur, hefur þá sérstöðu
að vera í einkaeign. Hefðbund-
Krossanesborgir:
„Byggð rísi norðan
Hörgáibrautar"
en ákveðnir hlutar svæðisins verði friðaðir“
segir Sigurður Jóhannesson
„Ég sé verulegan mun á því
hvort svæðið verði alfriðað
sem náttúruminjar eða hvort
bæjaryfirvöld ákveði innan
aðalskipulags að friða svæðið.
Akureyrarbær getur þá endur-
skoðað skipulag svæðisins,
aukið við það eða breytt því,“
sagði Sigurður Jóhannesson,
bæjarfulltrúi, þegar hann var
spurður um framtíð Krossa-
nesborga.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
var samþykkt tillaga skipulags-
nefndar um Krossanesborgir. í
bókuninni er lýst stuðningi við
bókun umhverfismálanefndar í
þá veru að garðyrkjustjóra verði
falið að gera tillögur um friðun
Krossanesborga. Skipulagsnefnd
óskar eftir því að tillögurnar
verði unnar í samráði við skipu-
lagsdeild bæjarins og lagðar fyrir
skipulagsnefnd sem einn þáttur í
gerð aðalskipulags. Áður hefur
komið fram að landsvæði þetta er
komið á náttúruminjaskrá.
„Frá mínu sjónarmiði er aðal-
atriðið að Krossanesborgir verði
undir yfirumsjón bæjaryfirvalda
á Akureyri í framtíðinni. Land-
svæðið er nú komið á náttúru-
minjaskrá sem þýðir að vilji er til
að viss friðun sé á því. Krossa-
nesborgir eru stórt
landsvæði," sagði
Jóhannesson.
og
fallegt
Sigurður
Þegar Sigurður var spurður um
hvort vilji væri fyrir því að nota
hluta - Krossanesborgasvæðisins
undir byggð í framtíðinni sagði
hann: „Um það hefur verið rætt
að á vissum hlutum svæðisins
gæti komið byggð. Jafnframt
hafa menn viðurkennt að svæðið
væri mjög viðkvæmt og varlega
þyrfti að fara í þau mál. Ég er
þeirrar skoðunar að byggð eigi að
rísa norðan Hörgárbrautar en
ákveðnir hlutar svæðisins verði
friðaðir í framtíðinni.“ EHB
Akureyri:
Konur funda
um stöðuveitingu
„Það skal tekið skýrt fram, að
hér er ekki verið að ráðast
gegn þeim kvcnsjúkdóma
læknum sem hér hafa starfað
né þeim sem nýlega hefur ver
ið ráðinn,“ sagði Aðalheiðu
Alfreðsdóttir formaður Jafn
réttisráðs Akureyrar á fundi á
Hótel KEA í gær sem ráðið
boðaði til. Hátt á annað
hundrað konur sátu fundinn.
Tilgangur fundarins var að
kanna hversu mikill vilji er
meðal kvenna að fá konu til
starfa sem kvensjúkdómalækni
á Akureyri.
Aðalheiður sagði í setningar-
ræðu frá aðdraganda fundarins
sem var tengdur nýlegri ráðningu
sérfræðings í kvensjúkdómum
við FSA. Hún sagði m.a. frá
umfjöllun umsókna af þessu tagi
og lók til, að við mat á starfs-
aldri, var í þessu tilfelli hvorki
talið til menntunar eða starfs-
reynslu að kvenumsækjandinn
hafði alið börn og tekið til þess
barnsburðarleyfi.
Því næst flutti Valgerður
Bjarnadóttir erindi í sögulegu
samhengi, þar sem hún rakti sögu
kvenna frá örófi alda. Hún sagði
m.a. að aðeins væri ein og hálf
öld síðan læknar fóru fyrst að líta
Vel var mætt á fundinn í gærkvöld.
kvensjúkdóma sem eitthvað
sérstakt.
Að þessu loknu fór fram hóp-
vinna meðal þátttakenda þar sem
unnið var að gerð ályktunar þess
efnis, að skorað verði á heilbrigð-
isyfirvöld að þau bjóði konu starf
sérfræðings í kvensjúkdómum
við Heilsugæslustöðina á Akur-
eyri og tryggi henni aðstöðu við
FSA með því að veita henni
hlutastöðu þar.
Á fundinum voru afar fáir
karlar, en meðal þeirra var einn
af þingmönnum kjördæmisins,
Stefán Valgeirsson. VG
inn upprekstur að vori hefur þó
alltaf verið í höndum sveitar-
stjórnarinnar en þegar komið er
að upprekstri á haustin hafa
bændur samið við landeigendur.
Að sögn Hinriks náðist um það
samkomulag milli Landgræðsl-
unnar og bænda síðastliðið haust
að upprekstur yrði leyfður þá,
enda voru bændur ekki undir það
búnir að taka fé heim fyrr en
venja var. Þegar til kom vildi
meirihluti sveitarstjórnar ekki
una þessu og kærði þá bændur
sem ráku á afrétt. Út frá þessu
spunnust nokkrar deilur og Land-
græðslan taldi sig ekki geta leyft
upprekstur þvert ofan í vilja
sveitarstjórnar.
Jafnframt var þá strax ákveðið
að enginn upprekstur færi fram
eftir göngur nú í haust og bjuggu
bændur sig undir slíkt með því að
girða heimalönd sín í sumar.
„Þessi tilmæli landgræðslu-
stjóra eru að mínu mati algerlega
óþörf og hann hefur ekkert sam-
ráð haft við mig sem oddvita
vegna þessa. Ég fullyrði að eng-
inn þeirra aðila sem rak austur á
afrétt í fyrra ætlar að gera það
núna og það stóð aldrei til,“ sagði
Hinrik og bætti því við að nokk-
urrar óánægju gætti meðal bænda
vegna þessara vinnubragða land-
græðslustjóra. ET
Skákþing íslands:
Margeir
öruggur?
í gær lauk 12. umferð í lands-
liðsflokki á Skákþingi íslands
og var barist til þrautar á öllum
borðum. Margeir Pétursson
vann Ólaf Kristjánsson, Helgi
Ólafsson vann Hannes Hlífar
Stefánsson, Dan Hansson
vann Áskel Örn Kárason,
Þröstur Þórhallsson vann
Gunnar Frey Rúnarsson, Sæv-
ar Bjarnason vann Gylfa Þór-
hallsson, Jón Garðar Viðars-
son vann Þröst Árnason og
Karl Þorsteins vann Davíð
Ólafsson.
Að loknum 12 umferðum er
Margeir Pétursson efstur með 11
vinninga, Helgi Ólafsson er með
10 vinninga, í 3. sæti er Hannes
Hlífar með 7,5 vinninga, þá kem-
ur Karl Þorsteins með 7 vinninga
og eina frestaða skák og Davíð
Ólafsson er í 5. sæti, einnig með
7 vinninga.
Þrettánda og síðasta umferðin
verður tefld á morgun og hefst kl.
13.00 í Alþýðuhúsinu. Margeiri
nægir jafntefli í skák sinni við
Gylfa Þórhallsson en meðal ann-
arra viðureigna má nefna að
Helgi teflir við Sævar og Hannes
Hlífar við Jón Garðar.
í dag verður ekkert teflt í
landsliðsflokki en í kvöld kl.
20.00 verður efnt til hraðskák-
móts í Alþýðuhúsinu, og er það
öllum opið. Þar taka þátt nokkrir
af sterkustu mönnunum í lands-
liðsflokknum. BB.