Dagur - 02.10.1987, Page 2
£ — R1 irtAll - VRPI- loHnt-Jn P
2 - DAGUR - 2. október 1987
hermannsdóttir
íþróttakennari auglýsir
Loksins — Loksins!
Nú er salurinn í íþróttahöllinni að verða tilbúinn og
allar konur sem skráðar eru í leikfimi hjá mér eru
velkomnar að koma og skoða salinn sunnudaginn
4. október milli kl 14 og 16.
Leikfimistímar hefjast mánudaginn 5. október.
Nánari upplýsingar í síma 25946 milli kl. 10 og 12.
Tilboð!
og egg
Stórlækkað xrerð
Bacon kr. 350 kcj..
Egg kr. 100 kg.
Opið á laugardögum frá kl. 9-12.
MATVÖRU
MARKAÐURINN
Næg bílastæði. Sími 21234
aftur
afslárt"r —
Handklæði, 3 stærðir frá kr. 150,-
viskastykki, verð 48 kr. stk.
Lakafrotté.
Prjónakonur athugið.
Prjónagarn á gjafverði.
Opið frá kl. 3-6.
vemman
Glerárgötu 34.
>
Félag aldraðra:
Fimm ár liðin frá
stofnun þess um helgina
Hinn 3. október 1982 var á
fjölmennum fundi í Sjálfstæö-
ishúsinu á Akureyri stofnaö
Félag aldraðra. Stofnfundinn
sátu 500 manns og gengu 350
meðlimir í félagið þann dag, en
helsti hvatamaður stofnunar
þess var Jón Björnsson félags-
málastjóri á Akureyri ásamt
tíu áhugasömum eldri borgur-
um.
Þennan sögufræga fund sátu
m.a. forseti íslands, biskup
Islands og forseti bæjarstjórnar
Akureyrar sem gaf þarna félag-
inu sína fyrstu peningagjöf.
..Þetta voru startpeningarnir
okkar. eins og viö köllum þá,"
Hrossaútflutningur:
Hundruð hrossa
flutt út í haust
Þann 15. október nk. verður
hrossum til útflutnings skipað í
skip í Þorlákshöfn. Um er að
ræða bæði reiðhross og afslátt-
arhross en hrossunum verður
skipað upp í þremur höfnum,
lífhrossunum í Noregi og Dan-
mörku og sláturhrossunum í
Belgíu.
Það eru Búvörudeild Sam-
bandsins og Félag hrossabænda
sem sjá um þennan útflutning en
hrossaflutningaskip sem þetta
hefur verið tekið á leigu bæði
haust og vor undanfarin ár.
Skilaverð fyrir hrossin til
bænda verður um 15 þúsund
krónur á hross og verður það
greitt í janúar. Þetta verð miðast
við meðalþyngd hrossa í flokki
FIRI en á innlendum markaði eru
þyngri hross verðfelld verulega.
Búið er að skrá um 150 lífhross
í þennan útflutning og um 200
sláturhross. Sigurður Ragnarsson
hjá Búvörudeildinni sagði að
vonast væri til að fleiri slátur-
hross fengjust en tryggð hefur
verið sala á 300 sláturhrossum.
„Við teljum að þarna séum við
að gera tvíþætt gagn, annars veg-
ar að auðvelda erlendum kaup-
endum að fá hross og hins vegar
að vinna að því að minnka þær
kjötbirgðir sem fyrir eru hér
heima,“ sagði Sigurður.
Flann sagði að hrossin yrðu
heilbrigðisskoðuð áður en þau
færu í skip og ennfremur færi
dýralæknir með skipinu til að
fylgjast með hrossunum og því
væru ekki ástæða til að óttast að
illa færi um hrossin í þessum
flutningum.
Um 800 hross voru flutt út á
síðasta ári, 500 reiðhross og 300
afsláttarhross og stefnir í að
fjöldinn verði svipaður á þessu
ári. JÓH
sagði Erlingur Davíðsson for-
maður Félags aldraða í samtali
við Dag. „Upphaflega var skráö-
ur tilgangur félagsins að vinna að
hagsmunum aldraðs fólks á
Akureyri. Það fyrsta sem nýk jör-
in stjórn félagsins gerði, var að
ákveða að reyna að rjúfa ein-
angrun hinna gömlu, með því að
hafa vikulega opin hús þar sem
gamla fólkið getur hist. Þetta hef-
ur verið gert alveg síðan.“
Á laugardaginn kemur, þegar
5 ár eru liðin frá stofnun félags-
ins, verður haldin skemmtun kl.
14.00 í Húsi aldraðra. Þar verða
haldnar ræður, rakin saga félags-
ins, flutt skemmtiatriði og stiginn
almennur dans auk kaffisam-
drykkju. Páll Jóhannesson
óperusöngvari og Þráinn Karls-
son leikari munu aðstoða við
skemmtidagskrána með söng og
leik.
Fyrr um daginn, kl. 13.30 verð-
ur tekin fyrsta skóflustungan að
íbúðum fyrir aldraða við Víði-
lund.
Aspimar
í fóstur
Lionessuklúbburinn Björk
hefur sent bréf til bæjaryfir-
valda á Sauðárkróki þar sem
klúbburinn falast eftir að fá að
taka aspirnar meðfram Skag-
firðingabraut í fóstur.
Bæjarráð fagnaði þessari hug-
mynd á fundi sínum nýlega, en
vísaði bréfinu eðlilega til
umhverfis- og gróðurverndar-
nefndar. Telja má mjög líklegt
að við þessu erindi Lionessanna
verðj orðið og bíða örugglega
margir þess spenntir að fylgjast
með hvernig öspunum reiðir af í
skjóli og umhyggju þeirra Bjark-
arfélaga. -þá
Lambakjötskynning og
getraun í Staðarskála
- Amsterdamferð og Skarfhólskjöt í verðlaun
í Staðarskála í Hrútafiröi fer
nú fram nýstárleg kynning á
lambakjöti. Gestum gefst kost-
ur á að bragða á tveimur til
þremur lambakjötsréttum á
matmálstímum, en kynningin
hófst síðastliðinn föstudag og
stendur í hálfan mánuð.
Þeir sem standa að þessari
kynningu eru Staðarskáli og
ferðaskrifstofan Ferðabær i
Reykjavík í samvinnu við Mark-
aðsnefnd landbúnaðarins.
Allt kjöt á kynningunni er frá
sláturhúsi Sig. Pálmasonar á
Hvammstanga en kjötið er látið
hanga í kæliklefa í fjóra sólar-
hringa og er því hér á ferðinni
úrvalsvara sem neytendur hafa
spurst mikiö fyrir um.
Jafnframt því aö snæða lamha-
kjötið gefst fólki tækifæri á að
taka þátt í getraun og svara 7
spurningum. í lok síðari kynning-
arvikunnar verður sérstakt
„gala"-kvöld þar sem m.a. verð-
ur dregið úr réttum úrlausnum í
spurningagetrauninni. Verðlaun-
in eru heldur ekki af verri endan-
um, í fyrstu verðlaun er ferð til
Amsterdam og önnur verðlaun
eru 30 kg af lambakjöti frá Jóni
Jónssyni, bónda á Skarfhóli í
Miðfirði. JÓH
Húsaleiga hækkar
frá 1. október
Samkvæmt ákvæðum í lögum nr.
62/1984 hækkaði leiga fyrir
íbúðahúsnæði og atvinnuhús-
næði, sem lög þessi taka til, um
5,0% frá og með októberbyrjun
1987. Reiknast hækkun þessi á þá
leigu, sem var í september 1987.
Októberleigan helst óbreytt
næstu tvo mánuði,
Sérstök athygli er vakin á því,
að þessi tilkynning Hagstofunnar
snertir aðeins húsaleigu, sem
breytist samkvæmt ákvæðum í
fyrrnefndum lögum.