Dagur - 02.10.1987, Síða 10

Dagur - 02.10.1987, Síða 10
10 - DAGUR - 2. október 1987 Gerður Pálsdóttir: Þœttir úr sögu Kwmaskólam og Húsmðmskólm á Laugalandi - Fjölmennt nemendamót haldið á Akureyri í dag Hús Kvennaskólans á Laugalandi 1877-1896. Tilefni þessarar greinar er að nú á haustdögum eru fimmtíu ár lið- in frá því að Húsmæðraskólinn að Laugalandi í Eyjafirði var settur í fyrsta sinn, 3. október 1937, og hundrað og tíu ár frá því að Kvennaskólinn að Syðra- Laugalandi tók til starfa, en það var 12. október 1877. Fyrir nokkru fóru þær konur, sem stunduðu nám fyrsta vetur- inn í Húsmæðraskólanum að ræða um það sín í milli hvernig þær ættu að halda upp á fimmtíu ára afmælið. Kom þá fram sú hugmynd að gaman væri að halda nemendamót fyrir alla árganga sem hefðu útskrifast frá skólan- um. Þessi hugmynd hefur síðan vaxið og dafnað og margir lagt henni lið og nú 2. október verður þetta mót að veruleika. Það verð- ur haldið í íþróttahöllinni á Akureyri. Hátt í níu hundruð konur hafa látið skrá sig til þátt- töku. Eru það námsmeyjar úr 37 árgöngum skólans, einnig fjöldi kennara. Þegar starfsemi skólans lauk árið 1975 höfðu 1245 nemendur útskrifast. Fleiri nemendur hafa innritast í skólann en flesta vetur hurfu einhverjir frá námi af ýms- um ástæðum. Þá eru ótaldir framhaldsnemendur og einnig nemendur á námskeiðum, en fyrstu tíu árin var skólinn sjö mánaða skóli og voru þá haldin 5-6 vikna matreiðslu- og vefnað- arnámskeið á vorin. Sú mikla vinna sem lögð hefur verið fram við undirbúning þessa nemendamóts og sú feikilega þátttaka sem orðin er, sýnir betur en allt annað hve mikils fyrrver- andi nemendur meta skólann. Það sýnir hve mikils virði þeir telja það veganesii sem þeir fengu þar og einnig hve traust og mikilsverð vináttubönd hafa ver- ið hnýtt á þessu góða skólaheim- ili. Stofnun gamla Kvennaskólans Kvennaskólinn að Syðra-Lauga- landi tók til starfa 12. október 1877. Það sem hér fer á eftir um sögu hans er tekið úr minning- arriti um skólann, sem séra Benjamín Kristjánsson prestur að Laugalandi skrifaði. Ritið kom út 1952, þegar sjötíu og fimm ár voru liðin frá stofnun skólans. Ágóðinn af þessu riti rann til minningarlundar um gamla Kvennaskólann, sem Héraðs- samband eyfirskra kvenna var að koma upp að Laugalandi. í þessu riti eru einnig endurminningar nokkurra námsmeyja frá dvöl þeirra í skólanum. Ritið er merkilegt heimildarrit. í kjölfar þjóðhátíðarinnar 1874 komu fram tillögur um aukna menntun alþýðu, stofnun skóla og félaga, sem áttu að stuðla að umbótum og framförum. Upp úr þessum umræðum spruttu fjórir skólar, þrátt fyrir þröngan fjár- hag þjóðarinnar og mikil harð- indi á þessum árum. Þessir skólar voru: Kvennaskólinn í Reykjavík 1874, Kvennaskólinn að Lauga- landi 1877 og Ytri-Ey 1883 og Gagnfræðaskólinn að Möðruvöll- um 1880. Veturinn 1874-’75 urðu miklar umræður um stofnun kvenna- skóla í Eyjafirði. Voru kosnar nefndir í öllurn hreppum sýslunn- ar til að afla fjár og vinna að þessu máli. Eggert Gunnarsson umboðsmaður að Espihóli og síðar að Laugalandi var í fylking- arbrjósti um öll framfaramál í Eyjafirði. Beitti hann sér af alefli fyrir kvennaskólamálinu og naut þar stuðnings fjölda merkra manna og kvenna í Eyjafirði. Má þar nefna séra Arnljót Ólafsson og Kristjönu Gunnarsdóttur Haf- stein, systur Eggerts. Fólk hafði lítið fé handa á milli á þessum tímum svo ekki voru allar upphæðir stórar sem gefnar voru. Þeir fátækari gáfu 25 aura til eina krónu en þeir efnaðri 3 til 5 kr., en það var dilksverð í þá daga. Kristjana Hafstein gaf 50 kr. og þótti það stórmikið fé. Á þennan hátt söfnuðust í Eyjafirði og Norðausturlandi, allt til Þistil- fjarðar, 1.397,91 kr. Haldnar voru samkomur og hlutaveltur fyrir málefnið. Leik- inn var í fyrsta skipti sjónleikur- inn „Sigríður Eyjafjarðarsól“, eftir Ara Jónsson í Víðigerði, og fleiri leikrit. Fyrir þetta söfnuð- ust 437,87 krónur. Á fundi fjáröflunarnefndanna, sem haldinn var í ágúst 1876, voru samþykktar eftirfarandi til- lögur: Að skólinn skuli hefjast haustið 1877, á hentugum stað í Eyjafirði; að ráða skuli tvær kennslukonur, aðra til að vera forstöðukonu og að skólinn tæki að minnsta kosti 10-20 náms- meyjar. Einnig voru taldar upp þær námsgreinar sem kenna skyldi, bæði bóklegar og verkleg- ar. Eggert Gunnarsson var í Danmörku veturinn 1876-’77. Þar tókst honum að safna 3.000 kr. til skólans. Nokkur vandi var að ákveða skólastað. Bauðst aðstaða að Grund og einnig að Munkaþverá. Þótti það hvort tveggja fjárhagnum ofviða. Þegar ekki var í annað hús að venda um sumarið 1877, að fenginni for- stöðukonu og 20 umsóknum um skólavist, buðu Eggert Gunnars- son og Kristjana Hafstein systir hans fram lítið timburhús að Syðra-Laugalandi. Átti það að vera til bráðabirgða en var síðar stækkað og endurbætt og notað öll árin sem skólinn starfaði að Syðra-Laugalandi. Húsið var óhentugt, gisið og kalt og lengst af of lítið, en þarna starfaði skól- inn samt, alla veturna frá því 12. október 1877, að hann var settur í fyrsta sinn, þar til 1896 en þá var hann fluttur til Akureyrar. Þegar Eggert Gunnarsson og Kristjana Hafstein fluttu frá Laugalandi 1880 keypti Eyja- fjarðarsýsla af honum skólahúsið og greiddi skuldir skólans við hann. Það fé sem safnaðist með samskotum dugði ekki nema fyrir helmingi kostnaðar við stofnun skólans. Þó virðist það ekki hafa verið greitt að fullu og Eggert tekið á sig 1.000 kr. af kostnaðin- um en það samsvarar um 200 dilksverðum í þá daga. Eggert var kvaddur með sam- sæti og honum afhent vandað gullúr með þessari áletrun: „Heiðurgjöf frá nokkrum konum til Eggerts Gunnarssonar stofn- anda norðlenzka kvennaskól- ans.“ Einnig var honum flutt kvæði sem Valdimar Ásmunds- son orti fyrir hönd norðlenskra kvenna. Skal nú farið fljótar yfir sögu, en saga Eggerts Gunnarssonar og örlæti hans við stofnun fyrsta norðlenska kvennaskólans er alveg einstakt og hefur því verið við hana dvalið. Þegar Kvenna- skólinn tók til starfa var ráðin forstöðukona Valgerður Þor- steinsdóttir. Var hún ekkja eftir séra Gunnar bróður Eggerts og Valgerður Halldórsdóttir, fyrsta forstöðukona Húsmæðraskólans. einnig fóstursystir hans. Hún var forstöðukona allan tímann sem skólinn starfaði að Laugalandi, utan einn vetur sem hún dvaldi í Danmörku til að kynna sér skólamál. Hún var gáfuð, stjórn- söm og mjög vel menntuð kona og má sjálfsagt þakka henni að skólinn starfaði þetta lengi þrátt fyrir slæmar ytri aðstæður. Með henni störfuðu úrvals kennslu- konur, vel menntaðar og mikil- hæfar. Margar þeirra höfðu dval- ið einn eða fleiri vetur erlendis til framhaldsmenntunar. Voru ýmist tvær eða þrjár kennslukon- ur starfandi. Starfíð í Kvennaskólanum í grein í Austra 20. ágúst 1891 eru ýmsar mjög fróðlegar upplýs- ingar um skólann. Kemur þar fram að skólinn er ætlaður fyrir 30 nemendur og á hann allan rúmfatnað fyrir þann fjölda. Taldar eru upp námsbækur sérn notaðar voru og er það fjölbreytt upptalning. Kennd hefur verið íslenska, reikningur, danska, enska, landafræði, saga, söng- fræði, heilsufræði, hjúkrunar- fræði, barnauppeldi og hjálp í viðlögum. Þar stendur meðal annars þetta: Meðgjöf náms- meyja var á sl. vetri 55 aurar á dag og greiðist að hálfu fyrir- fram. Stúlkum sem þess óska er leyft að fæða sig sjálfar og fá til þess aðstöðu í eldhúsi. Áhöld verða þær að eiga sjálfar og panta verður eldivið fyrirfram. í minningarritinu er skrá yfir þá muni sem unnir voru í skólan- um veturinn 1892-’93. Flest er það handsaumur en nokkuð þó vélsaumað. Eru taldir upp 1.000 munir. Nemendur þann vetur voru 26. Eftir því sem næst verður kom- ist hafa 310 námsmeyjar stundað nám í Kvennaskólanum eldra að Laugalandi, lengur eða skemur. Er skrá yfir þessa nemendur í minningarritinu. Séra Benjamín Kristjánsson safnaði æviágripi og myndum af þessum námsmeyj- um. Er það til í handriti, en hon- um entust ekki starfskraftar til þess að ljúka þessu verki og vant- ar ennþá upplýsingar um riokkrar námsmeyjar. Á árunum 1877 til ’82 voru gerðar tilraunir í þá átt að skól- inn yrði gerður að fjórðungsskóla fyrir Norðurland og byggt yrði gott skólahús. Sú hugmynd varð að engu þegar Skagfirðingar og Húnvetningar sameinuðust um skóla að Ytri-Ey. Ætlast var til að skólinn væri tveggja vetra skóli en margar námsmeyjar voru aðeins einn vetur og sumar nokkra mánuði. Nemendafjöldi var misjafn, allt frá 12 fyrsta veturinn í 39 vetur- inn 1890-’91. Oftast voru þær um 20 til 30. Var oft mjög þröngt búið. Ekki rættist úr með hús- næði skólans og um 1895 var hús- ið að Laugalandi talið nær óhæft til íbúðar og var þá ákveðið að flytja skólann til Akureyrar 1896. Átti að byggja yfir hann þar, sem aldrei var gert. Var hann nokkur ár í gamla barnaskólanum en lengst í húsi Snorra Jónssonar við Strandgötu. Fjárhagslega var skólinn ekki illa stæður því þegar hann hætti átti hann um 9 þúsund krónur í sjóði. Sýslunefnd fór árið 1907 fram á það við Alþingi að veita 10 þúsund kr. til bygg- ingar kvennaskóla í grennd við Akureyri gegn sama framlagi frá sýslunni. Ekki fékkst þetta sam- þykkt og féll þá skólahaldið niður Húsmæðraskólinn á Laugalandi, eins og hann var fyrstu tíu árin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.