Dagur - 02.10.1987, Blaðsíða 11
1 ” >
2. október 1987 - DAGUR - 11
Húsmæðraskólinn eftir stækkun.
þar til kvennaskóli var aftur reist-
ur að Laugalandi og tók til starfa
1937.
Stofnaður nýr skóii
að Laugalandi
Eftir að Kvennaskólinn var flutt-
ur frá Laugalandi og lognaðist
út af á Akureyri var öðru hvoru
minnst á stofnun nýs skóla og
þegar samþykkt voru lög um
húsmæðraskóla á Norðurlandi
1917 töldu margir að málið væri í
höfn. Sú varð ekki raunin á, því
eftir samþykkt laganna, hófst
togstreita um staðarval sem end-
aði á því að reistur var myndar-
legur húsmæðraskóli á Laugum
og Kvennaskólanum á Blönduósi
var breytt í hússtjórnarskóla.
Áfram héldu umræður um
þetta mál og þegar Héraðssam-
band eyfirskra kvenna var stofn-
að í desember 1933, var það í
þeim tilgangi að hrinda í fram-
kvæmd byggingu kvennaskóla. Á
fyrsta aðalfundi sambandsins tal-
aði formaðurinn, Rósa Einars-
dóttir, fyrir nauðsyn þess að fá
sem fyrst kvennaskóla innan
fjarðar og kvað það mesta áhuga-
mál eyfirskra kvenna. Var þá
þegar búið að senda bréf frá sam-
bandinu inn á sýslufund til þess
að óska eftir stuðningi sýslu-
nefndar við þetta áhugamál
kvenfélaganna. Voru þá strax
kosnir þrír menn af hálfu sýsl-
unnar til þess að vinna að málinu
með konunum. Voru það þeir
Stefán Stefánsson Varðgjá,
Valdimar Pálsson Möðruvöllum
og Davíð Jónsson Kroppi og var
hann kosinn formaður nefndar-
innar.
Rósu Einarsdóttur var þökkuð
ágæt framsöguræða og var mikill
einhugur og áhugi fyrir málinu.
Kosnar voru fjórar konur í nefnd
sem falið var að vinna þegar að
stofnun skólans. Þessar konur
voru kosnar: Guðrún Jónasdóttir
Möðruvöllum, Helga Hannes-
dóttir Dvergstöðum, Rósa Einars-
dóttir Stokkahlöðum og Sólveig
Kristjánsdóttir Munkaþverá.
Á fundi um haustið 1934 skýrir
Rósa Einarsdóttir frá störfum
nefndarinnar. Hafði nefndin rit-
að bréf til ríkisstjórnarinnar og
óskað eftir fjárveitingu til þess að
byggja kvennaskóla að Lauga-
landi. Héraðssambandið sendi
kvenfélögum utan Akureyrar
bréf og fór þess á leit að þau
styddu kvennaskólamálið og
söfnuðu eða legðu fram eitthvert
fé til byggingarinnar.
Kvennaskólanefndin tók ötul-
lega til starfa við undirbúning að
skólabyggingunni með fjársöfnun
í héraði, útvegaði teikningar að
húsinu og fleira. Þegar fyrir lá
fjárveiting frá ríkinu 1935, var
haldinn auka sýslufundur um
málið og kosnir fjórir menn til
viðbótar í nefndina og henni gef-
ið leyfi til þess að hefja skóla-
byggingu, svo fremi sem kostnað-
ur færi ekki yfir 90 þúsund
krónur. Sigurður Eggerts var
kosinn formaður nefndarinnar.
Var verkið hafið um haustið 1935
og því lokið um nýár 1936-’37.
Samin hafði verið reglugerð fyrir
skólann og kosin skólanefnd:
Formaður Davíð Jónsson skipað-
ur af ríkinu, Einar Árnason
Eyrarlandi kosinn af sýslunefnd
og Rósa Einarsdóttir Stokka-
hlöðum kosin af Héraðssambandi
eyfirskra kvenna. Síðar var fjölg-
að í fimm í skólanefnd.
Ráðin hafði verið forstöðu-
kona Valgerður Halldórsdóttir
frá Hvanneyri. Hún var við nám í
Hússtjórnarkennaraskólanum að
Stabekk í Noregi og kom ekki til
starfa fyrr en á miðjum vetri
1937-’38.
Skólasetning og vígsla
í skólaskýrslu frá 1939 segir svo:
„Húsmæðraskólinn á Laugalandi
var vígður sunnudaginn 3. októ-
ber 1937 að viðstöddu miklu fjöl-
menni af Akureyri og úr nær-
sveitum." Hófst athöfnin með
guðsþjónustu, séra Benjamín
Kristjánsson predikaði, sungin
voru vígsluljóð og skólasöngur
eftir Friðgeir H. Berg. Björgvin
Guðmundsson samdi lögin.
Formaður skólanefndar, Davíð
Jónsson, flutti ræðu, þar sem
hann skýrði frá upphafi og undir-
búningi öllum að skólastofnun-
inni og rakti söguna aftur til
Kvennaskólans 1877. Þakkaði
hann öllum sem unnu að bygg-
ingunni, byggingarmeisturum og
öðrum iðnmeisturum. Kostaði
byggingin 110 þúsund kr. frá-
gengin með húsgögnum. Var það
20 þúsund kr. umfram áætlun. Af
þessu komu 55 þúsund frá ríkis-
sjóði, 23.518 kr. frá sýslusjóði,
en það sem þá var eftir voru
gjafir, meðal annars frá menning-
arsjóðum KEA og SÍS, söfnunar-
fé frá kvenfélögum og kvenna-
skólasjóður. Fjöldi gjafa barst frá
ýmsum velunnurum. Var það allt
þakkað og óskaði formaður þess-
ari nýju skólastofnun allrar bless-
unar og velfarnaðar.
Sigrún Ingólfsdóttir vefnaðar-
kennari, sem tók að sér skóla-
stjórn þar til forstöðukonan Val-
gerður Halldórsdóttir kæmi frá
námi, setti skólann og bauð
nemendur velkomna, en þeir
voru alls 28. Að því loknu var öll-
um boðið til kaffidrykkju.
Heimilishættir og skólalíf
fyrsta veturinn
Risið var úr rekkju klukkan 7,
herbergi ræstuð og borðaður
morgunverður. Kennsla hófst
klukkan 8 og stóð til kl. 4-5 eftir
hádegi. Klukkan hálf ellefu að
kvöldi áttu allir að vera komnir í
rúmið og voru þá ljós slökkt. Á
laugardagskvöldum var vakað til
klukkan 12 og eitthvað haft til
skemmtunar, dans eða annað.
Einu sinni í viku voru kvöldvök-
ur og voru þá lesnar sögur, en
námsmeyjar sátu með handa-
vinnu. Þrjár opinberar skemmt-
anir héldu námsmeyjar um vetur-
inn. Sýndur var leikurinn „Frá
Árósum til Kaupmannahafnar",
sýndir vikivakar og skemmt með
söng. Ágóðann gáfu námsmeyjar
í bókasjóð. Farið var í heimboð í
Húsmæðraskólann að Laugum
um haustið en um vorið komu
námsmeyjar frá Laugum í Lauga-
land. í nóvember kom sjötti
bekkur Menntaskólans á Akur-
eyri í heimsókn og þágu nemar
góðar veitingar. Var þá dansað
fram eftir nóttu. Menntaskóla-
nemar buðu námsmeyjum á
skemmtun 1. desember. Kaup-
félag Eyfirðinga bauð öllum
skólanum til Akureyrar til að
skoða iðnaðarfyrirtæki SÍS. Voru
námsmeyjar sóttar á bílum og að
lokum voru allar boðnar heim til
kaupfélagsstjórans í kaffisam-
sæti. Á þessu sést að talsvert hef-
ur verið til skemmtunar. Sumt
varð að föstum liðum sem héld-
ust öll árin sem skólinn starfaði.
Má þar nefna boð Kaupfélagsins.
Boð á milli Menntaskólans og
Langalands héldust fram yfir
1970.
Skólagjöld voru 60 krónur á
nemanda og fæðiskostnaður 1,10
kr. á dag. Skólanum var sagt upp
8. maí, en þá tóku við vornám-
skeið til 25. júní.
Námsefni var það sama eða
líkt og i öðrum hússtjórnarskól-
um. Það verklega var matargerð,
ræsting og þvottur eða allt sem
heyrir húshaldi til, fatasaumur,
hannyrðir, prjón og vefnaður.
Það bóklega var næringarfræði,
heilsufræði, uppeldisfræði,
íslenska, reikningur, búreikning-
ar, vörufræði, vefnaðarfræði og
kristinfræði. Einnig var kenndur
söngur.
Húsnæði og aðbúnaður
Næstu tíu árin starfaði skólinn
með líkum hætti og fyrsta árið.
Þegar skólanum var lokið í byrj-
un maí tóku við 5-6 vikna vor-
námskeið og voru þau vel sótt.
Árið 1947 var ráðist í að
stækka skólann og fjölga
nemendum í 40 samkvæmt nýj-
um lögum um húsmæðraskóla.
Var þá kennurum fjölgað í fjóra
og skólinn lengdur í níu mánuði.
Byggð var ein hæð ofan á skólann
og stór salur fyrir vefnaðar-
kennslu. Einnig var byggð norðan
við húsið tvílyft viðbót þar sem
voru geymslur, þvottahús og
kennsluaðstaða fyrir þvotta, en
tilfinnanleg vöntun var á slíku
plássi. Seint gekk að ljúka þessari
stækkun vegna lítilla fjárveitinga.
Tók það allt í tíu ár að ljúka
þessu og var þó hægt að finna
hluti sem aldrei var lokið. Þrátt
fyrir þessa stækkun var húsnæðið
of lítið. Bóklega kennslustofu
vantaði tilfinnanlega, varð að
nota borðstofu skólans til þeirra
hluta. Einnig vantaði handa-
vinnukennslustofu, voru saumar
kenndir í dagstofu skólans. Það
sem upphaflega var talið viðun-
andi eins og útbúnaður og fjöldi
nemenda á herbergjum var löngu
úrelt.
Þá var húsnæði kennara mjög
lítið. Á árunum milli 1960 og ’70
var rætt um viðbyggingu við skól-
ann og einnig kom til greina að
byggja sérstaka kennarabústaði
eins og gert hafði verið við
nokkra aðra húsmæðraskóla.
Ýmsar endurbætur voru þó
gerðar. Árið 1953 var sett alveg
ný eldhúsinnrétting, skipt um
húsgögn í nemendaherbergjum,
endurbætt hitalögn hússins og
fleira. Alltaf kvað við peninga-
leysið og erfitt að fá áheyrn hjá
fjárveitingavaldinu um endur-
bætur, hversu nauðsynlegar sem
þær voru.
Kennarar, skólastjórn
og aðsókn
Skólinn átti því láni að fagna að
til hans völdust góðar forstöðu-
konur og góðir og velmenntaðir
kennarar. Eins og áður segir var
fyrsta forstöðukonan Valgerður
Halldórsdóttir. Dagbjört Jóns-
dóttir tók við af henni og síðan
Svanhvít Friðriksdóttir. Þessar
ágætu konur störfuðu við skólann
nokkur ár hver, en hurfu allar frá
skólanum til þess að stofna eigin
heimili.
Lena Hallgrímsdóttir tók við
skólastjórn af Svanhvíti Friðriks-
dóttur árið 1950 og hafði hana á
hendi í 20 ár, til ársins 1970.
Lena hafði kennt fatasaum og
hannyrðir frá því skólinn tók til
starfa 1937. Þegar hún hætti
störfum 1970 var hún því búin að
starfa við skólann í 33 ár. Hún
var ákaflega skyldurækinn og
góður kennari og farsæll skóla-
stjóri. Síðustu fimm árin var for-
stöðukona Guðríður Eiríksdótt-
ir, sem áður var búin að kenna
hússtjórn í nokkur ár.
Alls hafa 34 fastráðnir kennar-
ar starfað við skólann um lengri
eða skemmri tíma. Stundakenn-
arar hafa verið fimm.
Lengst starfaði séra Benjamín
Kristjánsson sem stundakennari,
en það var frá upphafi og þar til
hain lét af prestsskap og flutti
burt árið 1968. Óhætt er að segja
að fáir hafi gert meira fyrir skól-
ann en Benjamín og kona hans
Jónína Björnsdóttir. Voru þau
bæði í skólanefnd í fjölda ára,
hann lengst af sem formaður, en
hún sem fulltrúi Héraðssambands
eyfirskra kvenna. Alltaf voru þau
reiðubúin að leysa vanda skólans
og vinna að málum hans og
nemendanna og spöruðu þar
hvorki tíma né fyrirhöfn.
Aðsókn að skólanum var mjög
góð flest árin, oftast svo að fyrir
lágu helmingi fleiri umsóknir en
hægt var að sinna. Upp úr 1970
fór að bera á minnkandi aðsókn.
Árið 1971-72 voru 35 nemendur í
skólanum, næsta ár 25, síðan 16
og síðasta árið, 1975, hófu 16
nemendur nám en aðeins 6 luku
prófi um vorið. Næsta vetur setti
menntamálaráðuneytið þau skil-
yrði að ekki mættu vera færri en
20 nemendur. Ekki varð af því og
var þá kennslu hætt. Ýmsu er
hægt að kenna um að svo skyndi-
lega minnkaði aðsókn að þessum
skólum sem áður voru mjög eftir-
sóttir. Ekki verður orðlengt um
það hér.
Afstaða þeirra sem stjórnuðu
menntamálum þjóðarinnar var
ekki þessum skólum í vil, hvorki
þá né nú.
Húsmæðraskólinn
og Héraðssambandið
Búið er að skýra frá forystu
Héraðssambandsins við stofnun
skólans. Það átti konur í bygg-
ingarnefnd og síðar í skólanefnd
allan tímann sem skólinn starfaði
og var þannig aðili að honum, þó
það hefði ekki fjármuni til að