Dagur - 02.10.1987, Page 4
4 - DAGUR - 2. október 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58,
AKUREYRI, SlMI 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík,
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON,
EGGERT TRYGGVASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðarL
Fjárveitingar og
geðþóttaákvarðan i r
Á síðastliðnum átta mánuð-
um hafa tveir fjármálaráð-
herrar, Þorsteinn Pálsson
fyrrverandi fjármálaráð-
herra og Jón Baldvin Hanni-
balsson núverandi fjár-
málaráðherra, samþykkt
aukafjárveitingar samtals
að upphæð um 550 milljónir
króna. Óneitanlega er þetta
allhá tala og leiðir óhjá-
kvæmilega hugann að
nauðsyn aukafjárveitinga
yfirleitt.
Fáum dylst að fjármála-
ráðherra verður að hafa
vald til að ákveða aukafjár-
veitingar til ákveðinna
málaflokka, því nauðsyn-
legt getur verið að beita því
í sambandi við kjarasamn-
inga, hækkun trygginga-
bóta eða verksamninga
um framkvæmdir á vegum
hins opinbera, svo dæmi
séu nefnd. í 6. grein fjár-
laga eru enda ýmsar heim-
ildir fyrir ríkisstjórn og
fjármálaráðherra til að gera
ráðstafanir varðandi slíkar
fjárveitingar.
Hins vegar horfir málið
allt öðruvísi við, þegar fjár-
veitingar eru gerðar til
einstakra atriða sem fjárlög
gera ekki ráð fyrir og geta
hvorki talist brýn né nauð-
synleg. Slíkt orkar oft á tíð-
um tvímælis.
Á hverju hausti er tekist
á um fjárlög á Alþingi. Fjár-
veitingum er útdeilt til
hinna ýmsu þátta í ríkis-
rekstrinum og þá þarf oft að
hefja hnífinn á loft og skera
niður fjárveitingar til
margra þjóðþrifaverka.
Slíkt starf er bæði óvinsælt
og erfitt og þeim mun erfið-
ara sem niðurskurðurinn er
meiri. Á þenslutímum eins
og nú er, er brýnna en
nokkru sinni að fyllsta
aðhalds sé gætt í ríkis-
rekstrinum. Þess vegna er
hart að horfa upp á það að
einstakir ráðherrar geti tek-
ið sér vald eftir á til að
breyta ákvörðunum Alþing-
is og veita fé til verkefna
sem búið er að ákveða að
fresta eða hætta við. Þegar
aukafjárveitingarnar nema
verulegum upphæðum eins
og nú er, er hætt við að
almenningi finnist sem vilji
Alþingis sé virtur að vettugi.
Fjármálaráðherra þarf
ekki að bera ákvarðanir sín-
ar um aukafjárveitingar
undir ríkisstjórnina, né
heldur að rökstyðja þær
með nokkrum hætti eftir á.
Það býður þeirri hættu
heim að ráðherra falli í þá
freistni að veita fjármagni
úr ríkissjóði í óeðlilegum
mæli í eigið kjördæmi og/
eða til pólitískra samherja
sinna, í von um að fá greið-
ann launaðan síðar. Með
öðrum orðum getur verið
um hreinar geðþóttaákvarð-
>anir að ræða.
Það er löngu orðið tíma-
bært að Alþingi setji
ákveðnar reglur um úthlut-
un aukafjárveitinga. Til
dæmis væri skynsamlegt að
gera fjármálaráðherra skylt
að bera ákvarðanir sínar
undir ríkisstjórnina og gera
hana þannig samábyrga.
Aukafjárveitingar eiga
fullan rétt á sér, svo lengi
sem þær eru innan
skynsamlegra marka.
Geðþóttaákvarðanir ein-
stakra ráðherra eru langt
utan við þau mörk. BB.
Nýsmíðaverkefni
Slippstöðvarinnar:
Áhugi hjá
útgerðar-
mönnum
Ekkert hefur enn verið ákveð-
ið með það hvenær vinna við
nýsmíði togaranna tveggja,
sem áður var sagt frá, hefst í
Slippstöðinni á Akureyri. „Við
erum að undirbúa þetta og
byrjum á því þegar okkur
hentar,“ sagði Sigurður Ring-
sted yfirverkfræðingur Slipp-
stöðvarinnar hf. í samtali við
Dag.
Sigurður sagði að eftir að
vinnu við Sléttbak lyki, tækju við
nokkur sæmilega stór viðhalds-
og breytingaverkefni en því yrði
farið rólega af stað með nýsmíð-
ina. Sigurður sagðist ekki reikna
með að verkefnin færu í fullan
gang fyrr en síðla vetrar.
Sigurður sagði að ekkert hefði
verið athugað með hugsanlega
kaupendur enda væri ætlunin að láta
slíkt bíða þangað til verkið væri
vel á veg komið eða jafnvel lokið
og þá yrðu skipin boðin til kaups.
Sigurður sagði að á nýafstaðinni
sjávarútvegssýningu hefðu fjöl-
margir aðilar sýnt verkefninu
áhuga og miðað við það verð sem
nýlega hefði verið greitt fyrir
gömul skip væri ekki ástæða til
annars en bjartsýni með sölu
skipanna. ET
Búin að bjarga landinu, nemendur fjórða bekkjar komnir úr fræsöfnunarferðinni.
Húsavík:
Bömin bjarga landinu - um 120 nemendur söjhuðu birkifrœi
„Við voram að bjarga landinu,“
sagði einn snáðinn í fjórða
bekk Barnaskóla Húsavíkur er
hann kom úr fræsöfnunarleið-
angri. Sl. þriðjudag fóru rúm-
lega 40 nemendur úr bamaskól-
anum, ásamt kennurum sínum
og Hirti Tryggvasyni formanni
Skógræktarfélags Húsavíkur,
til að safna birkifræi í Fosssels-
skógi og á miðvikudaginn fóru
um 80 nemendur úr 7. og 8.
bekk framhaldsskólans í sams
konar fræsöfnunarleiðangur.
„Þetta gekk ljómandi vel,
krakkamir vom duglegir við tínsl-
una og ég er mjög ánægður með
árangurinn,“ sagði Hjörtur og
axlaði stóran strigapoka með
afrakstri dagsins.
Farið var til að safna fræinu
vegna tilmæla frá Skógrækt ríkis-
ins og Rannsóknastofnun land-
búnaðarins um söfnun birkifræs
sem síðar verður notað til að
græða örfoka land.
Húsvíkingar sem áhuga hafa á
að skreppa í skógarferðir til að
leggja þessu máli lið, geta skilað
fræinu sem þeir safna til Hjartar
en hann mun góðfúslega sjá um
að koma því til skila. IM