Dagur - 02.10.1987, Page 6

Dagur - 02.10.1987, Page 6
.. «1 IPíAr, _ VAP! icvHrmín P 6 - DAGUR - 2. október 1987 Ingimar í 25 ár í kvöld verður frumsýnd í Sjallanum stórsýningin: „Stjörnur Ingimars Ey- dal í 25 ár.“ Dagskráin stendur í einn og hálfan tíma og fjallar um sögu hljómsveita Ingimars í gegnum tíðina. I sýning- unni koma fram leikarar ásamt dönsurum sem munu túlka hin ýmsu atvik sem gerst hafa á litríku tímabili hljóm- sveitarinnar. Þetta er tvímælalaust ein viða- mesta sýning sem sett hefur verið upp í Sjallan- um og allt hefur verið gert til þess að gera hana sem glæsilegasta. Hljómsveit Ingimars Eydal er 25 ára um þessar mundir og munu flestir sem starfað hafa með hljómsveitinni koma fram og skemmta gestum. Má þar fræga nefna Þorvald Halldórs- son, Bjarka Tryggvason, Hel- enu Eyjólfsdóttur og Finn Ey- dal ásamt flestum er spilað hafa með Ingimar þau ár sem hljóm- sveitin hefur starfað. Þetta er skemmtun sem Akureyringar og aðrir sem í gegnum tíðina hafa skemmt sér með Hljóm- sveit Ingimars Eydal ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara. Dagur fékk Ingimar í stutt spjall í tilefni dagsins. Hann var fyrst spurður hvenær hugmyndin að sýningunni hafi fæðst. „Þessi hugmynd hefur komist á kreik öðru hverju. Einu sinni var ákveðið að halda upp á tíu ára afmælið. Því var frestað fram að fimmtán ára afmælinu. Hljómsveit Ingimars Eydal 1962. Talið frá vinstri, sjálfur Ingimar Eydal, Hjalti Hjaltason, Óðinn Valdimarsson, Kristinn Sigurpáll Kristjánsson og Grétar Ingvarsson. „Það var engimi svo vitlaus þá að stinga upp á 25 ára afrnæli“ Þegar ljóst var að ekki yrði haldið upp á það, sögðu menn að ekki þýddi að ætla að halda upp á tuttugu ára afmælið því þá yrði ég örugglega hættur. Það var enginn svo vitlaus þá að stinga upp á 25 ára afmæli, fyrr en allt í einu var komið að því. Var þá ákveðið að gera eitthvað og í sannleika sagt á Ólafur Laufdal stóran þátt í því. Ég sagði líka að annað hvort skyldi blásið til lúðra nú, eða beðið til 50 ára afmælisins. Það sem við ætlum að gera er að hafa eins og hálfs tíma sýningu sem u.þ.b. 20 manns taka þátt í. Það eru hljóðfæraleikarar, söngvarar, dansarar og leikarar því við höfum sögumann, en nánar fer ég ekki út í efnið.“ - Hvað á að sýna þetta lengi? „Nú verður það bara að koma í ljós hversu vel þetta virkar á mann. Ég vona að okkur hafi tekist að gera þetta að skemmti- legri sýningu. Það var ekkert til sparað og vandað vel til alls. Ætlunin er að sýna þetta bæði á föstudags- og laugardagskvöld- ,, __ u um. - Hvenær byrjaðir þú í þessum bransa? „Við byrjuðum að spila í Al- þýðuhúsinu 1962, og stuttu seinna fór ég í Sjallann. Þá voru þeir með mér Hjalti Hjaltason, Óðinn Valdimarsson, Kristinn Sigurpáll Kristjánsson og Grét- ar Ingvarsson. Hljómsveitin átti fyrst aðeins að leika í 3 mánuði því þá hafði ég tilboð um að fara að spila fyrir sunnan. Ég hætti við það því þar rignir Iárétt, er alltaf hvasst, ekkert KEA og ekki einu sinni Vaðla- heiði. Ég var eiginlega að bíða eftir kennarastöðu hér, var kominn með kennarapróf og ætlaði að fara að gerast ráðsettur borgari. Við hjónakornin fóxum svo út í það að kaupa húsnæði og þá var ákveðið að ég spilaði svolítið til að taka mesta kúfinn af skuld- unum. Ég fór nú ekki alveg strax að kenna og það var fast að því til- viljun að ég fór út í kennsluna. En ég var með þessi réttindi og ’64 réð ég mig til Dalvíkur og kenndi þar í tvö ár. Eftir það flutti ég í bæinn og hef kennt hér alveg síðan, lengst af í gamla Gagnfræðaskólanum. Af einhverjum ástæðum hélt ég áfram að spila, en það var aldrei ætlunin að gera þetta svona lengi. Það má segja að um hafi verið að ræða röð af bráða- birgðaákvörðunum frá misseri til misseris." - Þeir eru ekki margir sem haldið hafa út svona lengi? „Sannleikurinn er sá, að starfs- aldri hljómlistarmanna er lokið þegar venjulegur starfsaldur er hálfnaður. Spurningin er hversu lengi einstaka menn geta teygt þetta. Það er ungra manna atvinnuvegui að skemmta! Eðli málsins samkvæmt er eðlilegra að ungir menn standi í þessu frekar en miðaldra. Skemmtikraftar sem hafa náð sér á strik eins og gömlu djass- istarnir, hafa sumir hverjir hald- ið áfram og ef menn passa sig á því að drekka ekkert sterkara en Bragakaffið hafa þeir vissan möguleika á að hætta ekki af þeim ástæðum. Það er nefnilega ákaflega auðvelt að renna niður á botn brekkunnar með aðstoð Bakkusar. Ég hef séð marga góða menn hætta af þessari ástæðu. Þau sjónarmið hafa nýlega verið viðruð við mig, að það sé ómögulegt að skemmta fólki án þess að vera fullur sjálfur. Ég vil nota tækifærið og vara menn við þessu viðhorfi, því menn sem hugsa svona glata fljótlega hæfileikunum til að skemmta og vera edrú sjálfir og leiðin á botninn verðu fljótfarn- ari. Ég vara hljóðfæraleikara við að temja sér lífsstíl þeirra sem eru að skemmta sér. Menn fara á böll einu sinni til tvisvar í mánuði og eru þá undir áhrifum áfengis í bæði skiptin, en hljóð- færaleikari sem skemmtir tvisv- ar í viku og er fullur jafn oft er orðinn alkóhólisti áður en hann veit af. Ég veit og held því fram, að áfengi er versti óvinur hljóðfæraleikarans. “ Að þessum orðum Ingimars töluðum, er honum þakkað við- talið og jafnframt óskað kær- lega til hamingju með þennan merka áfanga. Megi honum farnast vel á ókomnum árum. VG „í sól og sumaryl" frá vinstri, Finnur Eydal, Þorvaldur Halldórsson, Helena Eyjólfsdóttir, Ingimar Eydal, Bjarki Tryggvason og Hjalti Hjaltason. Hér er hljómsveit Ingimars Eydal eins og hún er skipuð í dag, og gestum Sjallans ætti að vera góðkunnug. Frá vinstri, Þorleifur, Inga, Grímur, Snorri og Ingimar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.