Dagur


Dagur - 02.10.1987, Qupperneq 7

Dagur - 02.10.1987, Qupperneq 7
2. október 1987 - DAGUR - 7 Málþing um aðbúnað sjúkra barna Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börnum, boðar til málþings í samvinnu við Félag barnalækna, Félag barna- hjúkrunarfræðinga, Samtök gegn astma og ofnæmi og Félag sykursjúkra. Málþingið verður haldið að Hótel Örk, Hveragerði, laugardaginn 17. október 1987 og stendur frá kl. 9.00 til 18.00. Dagskrá málþingsins: Hvar fá börn sjúkrahúsþjónustu? Fyrirlesarar: Árni V. Pórsson barnalæknir, Atli Dagbjartsson barnalæknir og Sigmundur Sig- fússon geðlæknir. Aðstaða veikra barna í skólum og á dagvistarstofnunum. Fyrir- lesarar: Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi og Finnborg Scheving fóstra. Hlutverk og ábyrgð barna- deilda. Fyrirlesarar: Hróðmar Helgason barnalæknir og Alda Halldórsdóttir barnahjúkrunar- fræðingur. Ungbarnavernd og heimaþjón- usta. Fyrirlesarar: Elín Hart- mannsdóttir og Hallveig Finn- bogadóttir heilsugæsluhjúkrun- arfræðingar. Reynsla barna og foreldra af sjúkrahúsum. Fyrirlesarar: Andr- és Ragnarsson foreldri og Nanna Jóhannsdóttir foreldri. Málþinginu lýkur með pall- borðsumræðum, þar sem fulltrú- ar frá trygginga- og heilbrigðis- þjónustugreinum svara fyrir- spurnum . Þátttaka tilkynnist: Guðrún Ragnars sími: 30757. Júlía G. Ingvadóttir sími: 34684. Valgerður Valgarðsdóttir sími: 96-22100.__________________ Fálkafells- veisla Laugardagskvöldið 3. október verður hin árlega Fálkafellsveisla haldin. Veisla þessi er haldin í tilefni vígslu nýrra dróttskáta í Skátafélaginu Klakk og einnig verður Fálkafell formlega opnað fyrir útilegur veturinn ’87-’88. Veislan verður með hefðbundn- um hætti og hefst að vana við Pásustein. Allir skátar fæddir 1972 og eldri eru hvattir til að koma, sérstaklega eru eldri skát- ar og allir áhugamenn um skáta- starf hvattir til að koma. Mæting er við Pásustein kl. 20.15 á laug- ardagskvöld. Sjáumst öll hress og kát í Fálkafellsveislu. Dróttskátar 3. deild. Vetrarstarf hjá slysa- varnaaeild kvenna Slysavarnadeild kvenna á Akur- eyri er að hefja vetrarstarfið. Mánudaginn 5. október kl. 20.30 verður fundur að Laxagötu 5. Slysavarnadeildin er með fjóra fasta fundi á ári, það er haust- fundur, jólafundur, aðalfundur og vorfundur. Við viljum hvetja konur til að líta inn á fund og heyra hvað við erum að gera. Allir geta gerst styrktarfélagar S.V.F.Í. Þeir sem það vilja geta haft samband við Svölu í síma 22922, Bergljótu í síma 23540 og Jóhönnu í síma 22464. „Er það einleikið?" - Svar óskast „Er það einleikið?“ Þessi spurning brennur á vörum margra þessa dagana en eina leiðin til að fá svar við henni er að leggja leið sína í húsakynni Leikfélags Akureyrar um helg- ina og sjá Þráin Karlsson „einleika“ á sviðinu. Þráinn flytur einþáttunga Böðvars Guðmundssonar, Hann þarf að halda athygli áhorf- enda einn á sviðinu í tvær klukkustundir. Þetta hefur hon- um tekist. Hann túlkar ólíkar persónur í þessum einþáttungum á mjög næman hátt og með mikl- um tilþrifum þegar það á við. Það er sannarlega þess virði að leggja leið sína í leikhúsið. SS Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð heldur aðalfund sunnudaginn 4. október í Lundarskóla kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Varmasokkamir margeftirspurðu komnir. Stærðir 21-45. Hvítir íþróttasokkar fimm í búnti. Verð kr. 345.- Dömu hnésokkar Verð kr. 50.- Heilsuskór, hvítir Verð kr. 896.- Opið laugardaga 9-12. H 111 Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 ■ sími 22Z75 VfSA „Varnarræðu mannkynslausn- ara“ og „Gamla manninn og kvenmannsleysið“, á laugardags- og sunnudagskvöld í Samkomu- húsinu. Mikið reynir á leikarann Þrá- in Karlsson í þessari sýningu. Samkeppni um Ijósmynd Stjórn Körfuknattleikssam- bands Islands hefur ákveðið að standa fyrir samkeppni á með- al atvinnu- og áhugaljósmynd- ara um bestu körfuboltaljós- myndina keppnistímabilið 1987-1988. Samkeppnin er ekki takmörkuð við úrvals- deildina heldur nær hún yfir alla tlokka, deildir og mót á vegum KKI. Stærð innsendra mynda skal vera 24x30,5 cm. Hver Ijósmynd- ari skal ekki senda inn fleiri en fimm myndir og mega þær vera hvort heldur svart/hvítar eða í lit. Stjón KKÍ mun skipa þriggja manna dómnefnd. Skipan nefnd- arinnar verður tilkynnt síðar. Frestur til að skila inn myndum rennur út 10. apríl 1988. Verðlaun fyrir bestu myndina er helgarferð fyrir tvo með Flug- leiðum til London eða Glasgow, hvort heldur kemur sér betur fyr- ir verðlaunahafann. Stjórn KKÍ áskilur sér rétt til að halda eftir öllum innsendum ljósmyndum, sem og rétt til að birta þær á þeim vettvangi sem hún kýs. Gengisskráning Gengisskráning nr. 185 1. október 1987 Kaup Sala Bandaríkjadollar USD 39,080 39,200 Sterlingspund GBP 63,407 63,602 Kanadadollar CAD 29,840 29,932 Dönsk króna DKK 5,5124 5,5293 Norsk króna NOK 5,8064 5,8242 Sænsk króna SEK 6,0495 6,0681 Finnskt mark FIM 8,8237 8,8508 Franskurfranki FRF 6,3622 6,3818 Belgiskur franki BEC 1,0207 1,0238 Svissn. franki CHF 25,4394 25,5175 Holl. gyllinl NLG 18,8278 18,8857 Vesturþýskt mark DEM 21,1873 21,2524 Itölsklira ITL 0,02936 0,02945 Austurr. sch. ATS 3,0102 3,0194 Portug. escudo PTE 0,2696 0,2704 Spánskur peseti ESP 0,3192 0,3202 Japanskt yen JPY 0,26633 0,26715 írskt pund IEP 56,856 57,030 SDR þann 30.9. XDR 49,9187 50,0723 ECU - Evrópum. XEU 44,0217 44,1568 Belgískur fr. fin BEL 1,0160 1,0191 NÝJAR REGLUR UM APEX í INNANLANDSFLUGI Apex er ódýr og þægilegur feróamátl fyrir þá sem hafa fastráðið hvað þeir verða lengi i ferðinni. Til og frá Reykjavik: Akureyri Egilsstaöir Hornafjöröur Húsavik Isafjöröur kr. 3.828.- kr. 5.112.- kr. 4.506,- kr. 4.336,- kr. 3.574,- Noröfjörður Patreksfjöröur Sauðárkrókur Þingeyri Vestmannaeyjar kr. 5.276. kr. 3.460. kr. 3.440. kr. 3.421, kr. 2.486. Apex fargjöldin gilda einnig i framhaldsflugi með sam- starfsflugfélögum til og frá stöóum fyrir vestan, norðan og austan. Þú færó upplýsingar um þetta hagkvæma ferðafyrirkomulag hjá Flugleiðum, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.