Dagur - 02.10.1987, Page 13
2. október 1987 - DAGtjR - 13
„Monitor sönnunina" ævintýri
líkasta. „Árlega eru boröuð um
800.000 tonn af fiski. Látum
okkur sjá 40 veikindatilfelli á 20
árum - þá get ég fundið það út
með líkindareikningi, að ég
veikist í eitt skipti af hverjum
þrem milljörðum sem ég borða
fisk.“
„Kona sem keypt hefur hjá
mér fisk undanfarin ár,“ segir
einn fisksalinn, „kom til mín um
daginn og sagðist gjarnan vilja
borða áfram fisk, en nóttina áður
dreymdi hana að innkaupataskan
væri full af fiskormum og komu
þeir allir skríðandi á móti henni."
Meira en 200 fisksalar fara eld-
snemma út að morgni á litlu hvít-
gráu sendibílunum sínum frá
Bremerhaven og keyra inn í
landið. Ferðirnar liggja alla leið
til Wurzborgar og Nurnborgar.
„Til mín kemur fólk með bak-
verki, bólgið hné eða óþægindi í
kviðarholi. „Petta er orminum að
kenna,“ kalla þeir til mín,“ segir
einn fisksalinn. „Ég er enginn eit-
urmorðingi."
Fisksalinn Michael Ott keypti
fyrir tveimur árum sölurétt og lít-
inn sendibíl af öðrum fisksala fyr-
ir um 50.000 mörk. Peningar
voru fengnir að láni hér og þar,
faðir hans gekk í ábyrgð og húsið
var veðsett.
Ferðirnar og salan gengu mjög
vel framan af. „Ég gat ekki orðið
ríkur, en við höfðum okkar lífs-
viðurværi."
Hann borgaði ávallt á réttum
tíma mánaðarlega af láninu, um
3.000 mörk. Nú bíður bankinn
vonlaus eftir peningunum. „Ég er
ánægður ef ég í vikulok á fyrir
helstu nauðsynjum. Líftrygging-
unni er ég búinn að segja upp. Eg
veit ekki hvar annars staðar er
hægt að spara." Velta hans hefur
dregist saman um 50%.
Pað er þriðjudagsmorgunn,
klukkan er 6. Michael Ott byrjar
vikuferðalag sitt. Meira en 1.000
kílómetra á hann eftir að keyra,
16 tíma á bak við stýrið á dag og
bíða eftir viðskiptavini. Nokkr-
um dögum áður útbjó hann sér
kassa með Ijósaborði til að
athuga allan fisk. „Ég vissi að
það voru engir ormar í þessum
fiski, ég gerði þetta til að róa við-
skiptavini mína.“
Á fyrstu þremur biðstöðvunum
kom í stað hinna átta viðskipta-
vina aðeins einn hundur, sem
gekk nokkra hringi í kringum bíl-
inn og endaði rannsókn sína með
því að lyfta löppinni á hægra
framhjól bílsins. Ott beygir inn í
nýja hverfið í bænum og hringir
bjöllu sinni tvisvar. En í stað þess
að fá sína föstu viðskiptavini
horfa húsmæðumar óttaslegnar
út um gluggann bak við glugga-
tjöldin. Þessi ástsæli fisksali er
orðinn utangarðsmaður í þjóð-
félaginu.
Nú stendur Michael Ott allt í
einu frammi fyrir því að það er
aðeins vinur, óvinur, eða við-
skiptavinur. Ott keyrir götu eftir
götu, stöðvar á 20 metra fresti,
hringir bjöllunni og bíður, heldur
áfram hringir og stöðvar og
bíður.
Á hádegi lítur Ott í peninga-
kassann: Tæplega 300 mörk í
stað 800 marka. „Hversu lengi ég
held þetta út, er bankans að
ákvarða. Þegar bankinn segir að
þetta sé búið, nú þá er það bara
búið. Þá fer hús föður míns, sem
hann er búinn að strita fyrir í 25
ár, undir hamarinn.“
Heimildir: Stem no: 38
10. scpt. 1987. E.Th.
t>að eru ekki bara íslendingar og
aðrar fiskveiðiþjóðir sem hafa
áhyggjur af minnkandi fisksölu.
Þetta kemur líka hart niður á
fisksölufyrirtækjum í Vestur-
Þýskalandi, en þar hefur hin
svokallaða fiskormaumræða ver-
ið í hámarki síðustu vikur. Talið
er að það taki markaðinn eitt eða
tvö ár að jafna sig.
Af hræðslu við fiskorma kaupa
Vestur-Þjóðverjar enn minni fisk
en áður. Búist er við fjöldaupp-
sögnum við ströndina.
„Ég get ekki lengur horft upp á
þetta.“ Erhard Kronschnabel
snýr sér við og sýgur hressilega
upp í nefið. Úr skrifstofuglugga
hans sést yfir lítinn gulkalkaðan
vinnslusalinn. í björtu ljósi frá
tveimur neonlömpum standa
tvær konur, með höfuðföt og í
gúmmístígvélum, að þrífa eina
vélina. Þetta er í annað skiptið í
dag sem vélin er þrifin en fiskur
hefur ekki verið unninn í þessari
vél í margar vikur.
Síðustu 20 ár hefur Kronschna-
bel og hans 15 manna lið unnið úr
síldinni salat og síldarrúllur. Síð-
an þátturinn „Monitor" var sýnd-
ur í vestur-þýska sjónvarpinu,
hefur veltan dregist saman um
80%. Kronschnabel hefur þurft
að láta verkafólk sitt vinna ávallt
styttri vinnudag, og um miðjan
september þurfti hann að segja
upp um 10 manns.
Framleiðsla hans er þekkt um
alla Bremerhaven fyrir mjög
mikil gæði; og hefur hann látið
óháða rannsóknastofu rannsaka
alla sína framleiðslu í áraraðir -
aldrei hefur þurft að kvarta. „Og
hvað fæ ég svo í staðinn?“ spyr
hann, og án þess að bíða eftir
svari heldur hann áfram: „Það er
ekkert réttlæti í þessu.“
í lítilli og þröngri skrifstofu
Kronschnabels stendur grár og
gamall peningaskápur, í glugga-
kistunni mallar kaffikannan. Rit-
arinn er einmitt að taka saman
tapaðar vinnustundir á mann
fyrir síðasta mánuð: „162, 124,
133,....“
Maður í bláum vinnugalla
vindur sér inn um dyrnar, fisk-
sali, sem vill borga reikninginn
sinn. „Hversu lengi heldur þú
þetta út, Erhard?“ Koronschna-
bel yppir bara öxlum. „Ég held
þetta varla út lengur en 4 vikur
enn“ segir aðkomumaður. „Ég er
núna 52 ára. Hvað á ég síðan að
gera?“
Litlu fyrirtækin, fjölskyldu-
fyrirtæki í öðrum og þriðja
ættlið, verða fyrst til að gefast
upp ef áfram heldur sem horfir.
En þeir stóru í faginu eru líka
farnir að skjálfa.
Fyrirtækið „Abelmann“ fram-
leiðir síldarrúllur og síldarsalat.
Af 60 starfsmönnum fyrirtækisins
mæta aðeins 15 til vinnu, hinir
voru sendir í frí. Bernd Narjes
einn meðeigenda „Helgoland"
fisksölufyrirtækisins bannaði
fyrir þremur vikum alla yfirvinnu
hjá sínum 140 starfsmönnum,
fjöldauppsagnir eru líka í undir-
búningi. Meira að segja veitinga-
húsa- og verslanakeðjan
„Nordsee" með um 5000 starfs-
menn hefur bannað alla yfirvinnu
síðustu vikurnar.
Fyrir Bremerhaven, stærstu
fisksöluhöfn Evrópu, getur þetta
haft alvarlegar afleiðingar.
Atvinnuleysi var um 17% en
sjávarútvegur og vinnsla afurða í
landi blómstruðu og gáfu góðar
tekjur. í Hamborg eru um 250
fisksölufyrirtæki með um 2400
starfsmenn. Þar af mega um 1800
manns ekki vinna yfirvinnu. í
Cuxhaven hafa 3500 manns
atvinnu af fisksölu, og í öllu
Vestur-Þýskalandi eru það um
30.000 manns, og „enginn þeirra
cr öruggur með atvinnu“ segir
Reinhard Meiners, framkvæmda-
stjóri fisksölufyrirtækisins Brem-
erhaven.
Umsjónarmenn „Monitor“
þáttarins voru sjálfir undrandi á
afleiðingunum. „Við vildum
benda á hætturnar sem leynast í
fiski hjá þeim fisksölufyrirtækj-
um sem taka hreinlæti og annan
þrifnað ekki eins alvarlega',“ seg-
ir einn af stjórnendum þáttarins,
Jurgen Thebarth. Matvælafræð-
ingurinn og prófessorinn Horst
Noelle lítur þetta öðrum auguni.
„Þetta voru ekki faglegar upplýs-
ingar sem bornar voru fram held-
ur viðurstyggð og gerði ekkert
annað en að skapa hræðslu og
ótta.“
Það er sannað mál að rétt með-
höndlaður fiskur getur ekki verið
skaðlegur heilsu manna. Jafn-
framt er djúpfrystur, rétt soðinn
eða steiktur fiskur með öllu
hættulaus.
Þessu eru „Monitor" menn
ekki sammála. í annarri útsend-
ingu sem sýnd var í byrjun sept-
ember fjölluðu þeir um 40 veik-
indatilfelli. „Og tölurnar eru ef-
laust miklu hærri,“ óttast Jurgen
Thebarth.
Töluna 40 segjast „Monitor“
menn hafa fengið hjá hinum og
þessum virtum sérfræðingum;
Heino Möller, kennari við Kielar
háskóla í sjávarlíffræðum, er
einn þeirra. Vegna vinnslu bókar
safnaði Möller saman þessum
veikindatilfellum síðustu 20 ára.
En hvort þessi 40 veikindatilfelli
voru eingöngu vegna fiskorma,
vissi hann ekki nákvæmlega; „í
sumum tilfellum er það örugg-
legt, en í öðrum er það sennilegt.
En margir geta líka hæglega hafa
náð sér í þessi veikindi á ferða-
lagi erlendis," sagði Heino
Möller.
Reinhard Meiners telur
„Þegar bankinn
segir að þetta sé
búið, nú þá er það
búið.“ Fisksalinn
Michael Ott frá
Bremerhaven
stendur frammi
fyrir gjaldþroti. Þó
svo að allur hans
fiskur fari á Ijósa-
borðið kemur ekki
helmingur við-
skiptavina hans.
.af erlendum vettvangL
r
Eg er engmn
eitumiorðingi