Dagur - 02.10.1987, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 2. október 1987
láa.Tilkvnning til
'ffisauðfjárframleiðenda
Að gefnu tilefni vekur landbúnaðarráðuneytið athygli
sauðfjárframleiðenda á eftirfarandi ákvæðum reglu-
gerðar nr. 433 17. september 1987:
1. Framleiðandi á lögbýli sem hefur fullvirðisrétt get-
ur tekið allt að 60 kg. af ófrystu kjöti auk sláturs út úr
afurðastöð af eigin framleiðslu fyrir hvern heimilis-
mann, sem hafði þar lögheimili 1. desember 1986
skv. þjóðskrá.
2. Framleiðandi utan lögbýlis sem hefur fullvirðisrétt
getur tekið allt að 60 kg. af ófrystu kjöti auk sláturs af
eigin framleiðslu út úr afurðastöð.
3. Taki framleiðandi út meira magn úr afurðastöð en
um getur í 1. og 2. tölulið skerðist fullvirðisréttur
hans um tilsvarandi magn.
4. Heimild til þess að taka út kjöt án þess að það
skerði fullvirðisrétt viðkomandi, fellur niður,
slátri framleiðandi utan afurðastöðvar.
5. Brot á ákvæðum reglugerðar nr. 433/1987 varðar
refsingu skv. 59. gr. laga nr. 46, 27. júní 1985.
Landbúnaðarráðuneytið, 29. september 1987.
Stýrimann vantar
á 73ja tonna bát frá Arskógssandi nú þegar.
Upplýsingar í síma 61946.
Vantar bifreiðastjóra
með meiraprófsréttindi á dráttarbíl.
Helst vanan.
Um framtíðarstarf getur verið að ræða.
Upplýsingar í síma 23440 eða 985-21517.
Óskum eftir starfskrafti
á lager í heildverslun
Góð vinnuaðstaða. Getur byrjað strax eða eftir sam-
komulagi.
Skriflegum umsóknum skal skila á afgreiðslu Dags
fyrir 9. október merkt „lagerstarf".
Tískuverslunin
Ping Pong
óskar eftir duglegri og áreiðanlegri stúlku í
verslunarstjórastarf, ekki yngri en 20 ára.
Ennfremur vantar okkur stúlku til almennra verslun-
arstarfa.
Upplýsingar veittar í versluninni mánudaginn 5.
október milli kl. 10-19. (Ekki í síma.)
Ping Pong Strandglötu 11, Akureyri.
Óskum að ráða brfvéla-
virkja eða nema
í bifvélavirkjun sem fyrst.
Bílaverkstæði Dalvíkur. símiei2oo.
n ll framsóknarmenn llll AKUREYRI IIII
: j Bæjarmálafundur ✓erður mánudaginn 5. október kl. 20.30 að Hafnarstræti 90. Fundarefni: Dagskrá bæjarstjórnar n.k. Driðjudag. Félagar fjöimennið. Sfjórnin.
Bamaskóli Húsavíkur:
Fjör í jrímínútm
Zebra:
Nýr skemmtistaður
á Akureyri
Bóndi í Fljótum:
Byrjar
heyskap
í seinna
lagi
A sunnudaginn var, seinni
réttardag Fljótamanna hóf
bóndinn á Reykjarhóli á
Bökkum slátt. Sjálfsagt þykir
mörgum þaö í seinna lagi og
eilaust eru ekki mörg dæmi
þess aö heyskapur hefjist svo
seint.
Já, það má kannski segja að ég
sé að storka máttarvöldunum. en
það er nú samt fordæmi fyrir
þessu. Ég veit um bæ þar sem
hevjað var í vothey í október og
það verkaðist vel. Þetta verður
bara handa hrossunum. Hey-
skapurinn stendur stutt hjá mér,
því ég ætla bara að heyja í eina
gryfju, eitthvað á annað hundrað
hesta og svo beiti ég afganginn af
túninu.
Jóhannes bóndi Runólfsson
sem býr einn síns liðs hefur í sum-
ar verið að byggja nýtt íbúðarhús
og allur tíminn farið í húsbygg-
inguna. „Ég þorði ekki að fara
frá þessu. Það háttar þannig til að
það er oft hvasst hérna og ég var
einn við þetta." Fjárstofninn 200
kindur hefur hann hefur ákveðið
að skera í haust. „Það er ómögu-
legt að vera að framleiða þetta og
svo er þessu keyrt á haugana.
Maður getur ekki látið sjá sig
nálægt þessari atvinnugrein
lengur," sagði hinn fjallbratti
Jóhannes á Reykjarhóli. -þá
Nýr skemmtistaður verður
opnaður á Akureyri um helg-
ina. Hann hefur hlotið nafnið
Zebra og er til húsa í Hafnar-
stræti 100, þar sem skemmti-
staðurinn H-100 var áður.
Ýmsar breytingar hafa verið
gerðar á húsnæðinu í þá átt að
gera staðinn opnari og bjartari
en áður.
Zebra ætlar að bjóða upp á
ýmsar uppákomur nú um helg-
ina. Verslunin Perfect verður
með sýningu á nýjustu tískulín-
unni og Helena Jónsdóttir sýnir
frumsaminn dans. Stuðkomp-
aníið og Foringjarnir leika fyrir
dansi á efra dansgólfi og diskótek
verður á því neðra.
Éflaust mun Akureyringum
þykja þetta kærkomin nýjung í
skemmtanalífinu, sem sumir
segja einhæft. í Zebra er stefnt
að því að vera ávallt með sýning-
ar og aðrar uppákomur og jafn-
vel má búast við skemmtikröftum
erlendis frá. Hér er um nýjan
skemmtistað að ræða með dálítið
ólíku sniði og fyrirrennarinn, t.d.
verður hægt að fá mat í Zebra. SS
Hvað er JC?
- Kynningarfundur
á sunnudag
í tilefni þess að vetrarstarfið er
nýhafið, hafa JC Súlur ákveðið
að gangast fyrir kynningarfundi
um JC hreyfinguna á sunnudag-
inn. Fundurinn verður í Ljós-
gjafasalnum, Gránufélagsgötu 49
og hefst kl. 16.30. Fundurinn er
opinn öllum á aldrinum 18-40 ára
sem hafa áhuga á að kynna sér
hvað JC er.
Athugasemd
Vegna fréttar í Degi sl. þriðjudag
óskar Pétur Snæbjörnsson hótel-
stjóri á Hótel Húsavík eftir að
það verði tekið fram, að útsala á
fatnaði frá Karnabæ og Fatalandi
sem lögreglan lokaði sl. laugar-
dag, var ekki á vegum hótelsins.
IM
Skákfélag Akureyrar
Skáknámskeið
Helgi Ólafsson stórmeistari verður með skáknám-
skeið, sem stendur í 5 daga, frá sunnudegi 5. októ-
ber til fimmtudags 8. október.
Námskeið fyrir fullorðna (16 ára og eldri) hefst á
sunnudaginn kl. 14.00 og verður síðan kl. 20.00
næstu kvöld.
Námskeið fyrir unglinga (15 ára og yngri) hefst
mánudaginn 6. október kl. 17.00.
Farið verður í byrjanir og endatöfl, einnig heldur
Helgi fyrirlestur um skák og mun tefla fjöltefli eða
klukkufjöltefli.
Námskeiðin verða í skákheimili Skákfélags Akureyr-
ar Þingvallastræti 18.
Öllum heimil þátttaka. Skákfélag Akureyrar.
^FRYSTIKISTUR
SPÁÐU í VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
191 lítra kr. 27.891
230 lítra kr. 28.990
300 lítra kr. 30.890
350 lítra kr. 31.960
410 lítra kr. 34.960
510 lítra kr. 38.890
Opid á laugardögum
frá kl. 10-12.
RAFORKA
Glerárgötu 32 - Simi 23257
Innrabyrði
hömruðu
Lok með
læsingu,
vægisgormum
og plastklætt
Djúpfrystihólf
Viðvörunarljós
Kælistilling
Körfur
Botninn er
auðvitað frysti-
flötur ásamt
veggjum