Dagur - 02.10.1987, Blaðsíða 15
2. október 1987 - DAGUR - 15
Menn urðu bara að
vinna sér tíl hita
- sögðu smiðirnir hjá Hlyni
Atli Már Óskarsson, Sveinn Árnason og Jón Friðbjörnsson.
Þegar blaðamaður Dags átti
leið um iðnaðarhverfið á Sauð-
árkróki um daginn veitti hann
athygli húsalengju sem þar er í
byggingu. Engu var líkara en
hér væru raðhús í byggingu, en
auðvitað kom slíkt ekki til
greina. Ibúðahús eiga að sjálf-
sögðu ekki heima í iðnaðar-
hverfi.
Þetta var á lóðinni 1-3 við
Borgartún þar sem Bygginga-
félagið Hlynur hf. er að byggja
verkstæðishús, hátt í þúsund fer-
metra að stærð. En þriðjungur
hússins hefur þegar verið seldur
Rafmagnsveitum ríkisins.
Peir Atli Már Óskarsson, Árni
Sveinsson og Jón Friðbjörnsson
voru að slá upp fyrir stafni í hús-
inu þegar Dag bar aö garði. Ann-
að byrðið á uppslættinum var
komið upp og þeir félagar voru
að binda járnagrindina.
„Þú hefur ekki komið með
byggingafulltrúann með þér. Við
eigum ncfnilega von á honum til
að taka þetta út hjá okkur. Við
ætlum að steypa í þetta í fyrra-
málið,“ sagði Atli, sem segir
gamlingjana eigendur Hlyns alla
vera að herðast upp með aldrin-
um og þeir ætli sér nú að rífa
fyrirtækið upp. „Jú það er alveg
búið að vera brjálað að gera. Síð-
ustu vikur höfum við unnið allt
að 80 tíma á viku og það má reikna
með að það standi alveg fram
í miðjan október. Það er yfirleitt
unnið til 10 á kvöldin hjá okkur
þessa dagana."
- Er ekki hálf kaldranalegt í
útivinnunni þegar þessi tími er
kominn?
„Ekki ennþá, en það getur
orðið það svona hvað úr hverju.
Annars brá manni við á dögunum
þegar hann kólnaði. Þá þýddi
ekkert fyrir menn að taka sér
pásu, menn urðu bara að vinna
sér til hita."
- Er það ekki eins gott? Voruð
þið ekki að fá kauphækkun smið-
irnir á dögunum?
„Jú, jú, þetta er ágætt hjá okk-
ur núna. Það má segja að dreng-
urinn Bubbi sé alveg orðinn
til fyrirmyndar í launamálum
hérna í bænum. Og þetta verða
ansi góðar vikur hjá okkur núna
meðan vinnan er svona mikil.
Ekki veitir af," sagði Atli Már.
-þá
SKATASTARFA
AKUREYRI í 70 ÁR
SKÁTAFÉLAGIÐ KLAKKUR
Viltu prófa eitthvað nýtt?
Langar þig í spennandi og skemmtilegt starf
með viðfangsefnum af öllu tagi, jafnt úti sem inni,
allan ársins hring?
Ef svo er lestu þá áfram.
í skátafélaginu Klakk eru starfandi 360 hressir
krakkar og unglingar á öllum aldri.
Vilt þú vera með?
Við höfum pláss fyrir ca. 100 á aldrinum 7-10 ára.
Við höfum pláss fyrir ca. 120 á aldrinum 11-15 ára.
Við höfum pláss fyrir ca. 30 á aldrinum 15-17 ára.
Og auk þess nóg pláss fyrir fullorðið fólk
sem vill hjálpa til.
Innritun fer fram sunnudaginn 4. október milli kl. 14.00 og 17.00.
I skátaheimilinu Hvammi, Hafnarstræti 49.
I skátaheimilinu Völubóli, Helgamagrastræti 17.
í Lundarskóla, kjallara, gengið inn að norðan.
í Síðuskóla, kjallara, gengið inn að austan.
Og auk þess í símum 26894 og 21812.
Einnig verður tekið við umsóknum á skrifstofu félagsins i Hvammi alla næstu viku milli
kl. 17.00 og 19.00. Sími 26894.
Láttu sjá þig! Skátafélagið Klakkur.
AKUREYRARBÆR |P|
Utboð
Tilboð óskast í uppsteypu á sökklum og
gólfplötu 5. áfanga Verkmenntaskólans á
Akureyri.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu
Norðurlands, Skipagötu 18, frá 5. október 1987
gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu fulltrúa skóla-
nefndar VMA í Kaupangi við Mýrarveg 2. hæð 8.
október kl. 14.00.
Skólanefnd VMA.
Hjartans þakkir sendi ég öllum
þeim sem með heimsókn,
góðum gjöfum,
blómum og heillaóskum,
glöddu mig á fimmtíu ára afmælinu.
HILMAR DANÍELSSON.
Innilegustu þakkir til barna minna,
barnabarna, tengdabarna
og langafabarna svo og vina
og kunningja
sem glöddu mig og gerðu mér
75 ára afmælisdaginn
þann 26. september síðastliðinn
ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
KRISTJÁN HALLDÓRSSON.
MYNDLISTASKOLINN
Á AKUREYRI
Námskeið
Almenn námskeið Myndlistaskólans
á Akureyri 5. október til 21. janúar.
Teiknun og málun fyrir börn.
1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku.
2. fl. 6-8 ára. Einu sinni í viku.
3. fl. 9-10 ára. Einu sinni í viku.
4. fl. 11-12 ára. Einu sinni í viku.
Málun og litameðferð fyrir unglinga.
Byrjendanámskeið. Einu sinni í viku.
Teiknun og málun fyrir fullorðna.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Myndlistadeild. Tvisvar í viku.
Auglýsingagerð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Grafík.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Málun og litameðferð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Módelteiknun.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Skrift og leturgerð.
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Síðustu innritunardagar.
Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958
virka daga kl. 13.00-18.00.
Skólastjóri.