Dagur - 19.10.1987, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 19. október 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 55 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL PÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík,
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
(Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari._____________________________
10% söluskattur
á allan mat
Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að fella
niður undanþágu söluskatts á matvæli
frá og með næstu mánaðamótum, hefur
eðlilega sætt talsverðri gagnrýni og yfir-
leitt mælst illa fyrir. 10% söluskattur á all-
an mat hefur verulegan kostnaðarauka í
för með sér fyrir almenning í landinu og
kemur verst við þá sem síst skyldi.
Um þetta atriði efnahagsaðgerðanna
varð reyndar talsverður ágreiningur inn-
an stjórnarflokkanna þriggja. Þannig
fengu framsóknarmenn því framgengt að
75 milljónum króna yrði varið til að milda
áhrif matvælahækkananna, þ.e. með
tímabundnum niðurgreiðslum á búvöru,
aðallega mjólk. Sú upphæð segir þó lítið.
Vafalaust hefði ákvörðun ríkisstjórnar-
innar um að innheimta söluskatt af öllum
matvörum mælst betur fyrir ef samhliða
hefði verið gripið til víðtækra hliðarráð-
stafan fyrir þá sem verst verða úti við
þessa hækkun.
Öll mál hafa þó fleiri en eina hlið. Það
má síst gleymast í umræðunni um fyrr-
nefnda ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að
hún er hluti af stærra máli. Söluskattssvik
eru útbreitt vandamál hér á landi. Engar
óyggjandi tölur eru til um það, hversu
miklum tekjum ríkissjóður verður af ár
hvert vegna þessa en getum er að því
leitt að þær skipti milljörðum króna. Eitt
af yfirlýstum markmiðum ríkisstjórnar-
innar er að koma í veg fyrir skattsvik,
bæta skattheimtu og gera hana skilvirk-
ari. Til þess þarf að einfalda skattakerfið
verulega.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar nú og á
undanförnum mánuðum miða að þessu
marki. Besta aðferðin til að bæta inn-
heimtu söluskatts er tvímælalaust sú að
fækka undanþágum og koma á einu sölu-
skattsþrepi. Það þarf að grisja undan-
þágufrumskóginn ef herða á innheimtu-
aðgerðir og ganga milli bols og höfuðs á
skattsvikurum. Út frá því sjónarmiði er öll
fækkun undanþága frá söluskatti af hinu
góða.
Um hitt verður ekki deilt, að 10% sölu-
skattur á öll matvæli kemur harðast niður
á láglaunafólki og barnmörgum fjölskyld-
um. Ríkisstjórnin verður að gera ráðstaf-
anir'til að bæta þeim þann kostnaðarauka
sem af þessu hlýst. BB.
______________________________________________________________viðtal dagsins.
Akureyrarmærin Lena Hall-
grímsdóttir er í viðtali dagsins í
dag. Hún er fyrir stuttu komin
heim til Islands eftir að hafa
eytt sumrinu í Finnlandi þar
sem hún vann á veitingastað.
Hún er ein af þeim ungmenn-
um sem fékk vinnu í gegnum
samnorræna verkefnið Nord-
jobb. En hvað í ósköpunum er
þetta Nordjobb?
„Nordjobb er samnorrænt
samvinnuverkefni sem er stjórn-
að af Nordjobbstofnuninni í sam-
vinnu við norrænu félögin á
Norðuriöndum, norrænu ráð-
herranefndina og vinnumálayfir-
völd. Tilgangurinn með þessari
starfsemi er að veita ungu fólki
tækifæri til þess að kynnast íbú-
um og menningu annars norræns
lands fyrir tilstilli sumarstarfa,"
útskýrir Lena.
- Hvernig kom það til að þú
fórst út í þetta?
„Þetta var nú hálfgert slys.
Þannig var að vinkona mín ætlaði
að sækja um þessa vinnu og vildi
endilega fá mig með. Ég lét síðan
til leiðast og við sóttum um vinnu
í Finnlandi. Þegar síðan svarið
kom var hún búin að sækja um að
fara til Noregs en hætti síðan
alveg við og þar með stóð ég
frammi fyrir að fara ein til
Finnlands, sú sem í upphafi var
hálfgerður fylgifiskur. “
- Þú hefur þá verið hálf mál-
laus og vegalaus þarna í blá- Lena Hallgrímsdóttir. Mynd: jóh
„Líktist flóamarkaði hjá
Hjálpræðishemum"
- spjallað við Lenu Hallgrímsdóttur
sem eyddi sumrinu í Finnlandi og heimsótti Rússland
ókunnugu landi?
„Já, ég kunni náttúrlega ekk-
ert í finnsku en þarna voru líka
fjórir strákar frá íslandi þannig
að ég var ekki ein. Þarna voru
líka aðrir Norðurlandabúar, eða
„nordjobbarar“ eins og þeir eru
stundum kallaðir. Þetta fólk bjó
síðan allt á sama stúdentagarðin-
um þannig að við kynntumst
náttúrlega svolítið þó að það sé
hálf skammarlegt að segja frá því
að við íslendingarnir töluðum við
hina Norðurlandabúana á ensku í
stað þess að reyna að tala saman
á einhverju Norðurlandatungu-
málanna. Þetta fannst mér hálf
hallærislegt, eiginlega hálf sorg-
legt og ekki til að hreykja sér af.“
- Hvað með finnskuna sjálfa?
Varstu farin að tala eitthvað í
málinu eftir þessa tvo mánuði?
„Nei, það get ég varla sagt. Á
þessum veitingastað þar sem ég
vann þurfti eg að afgreiða salat
og til þess varð ég náttúrlega að
læra nokkrar setningar. Undir
lokin var ég orðin svo klár í þessu
að fólk hélt að ég væri innfædd og
talaði finnsku fullum fetum við
mig og þá skildi ég náttúrlega
ekki baun.
Annars er finnskan mjög erfið.
Þetta mál hefur 15 föll, öll mál-
fræði er erfið þannig að maður
lærir þetta ekki á tveimur mánuð-
um. Þó er eitt sem fljótt lærist og
það er að bölva. Finnar bölva
rosalega mikið, svei mér þá ef
þeir slá okkur íslendingum ekki
út í þessu efni,“ segir Lena hlæj-
andi.
- Varla hefur þetta bara geng-
ið út á að vinna. Voru engin
skipulögð ferðalög tengd þessu
Nordjobb verkefni?
„Jú, það var nú ekki síst þess
vegna sem Finnland varð fyrir
valinu hjá mér. Þannig er nefni-
lega að þeir sem fara til Finn-
lands eiga kost á því að fara í
fjögurra daga ferð til Rússlands á
meðan á dvölinni stendur. Þetta
vissi ég og hafði náttúrlega mik-
# Saga úr
trygg«nga-
heimínum
Það er margt skondið I heimi
trygginganna. Eftirfarandi saga
er til marks um það:
Ónefndur maður í höfuðborginni
eignaðist nýja 500-þúsund-
króna-bifreið, sem út af fyrir sig
er ekki í frásögur færandi. Hann
lét hins vegar undir höfuð leggj-
ast að húftryggja (kaskótryggja)
bifreiðina, sem þó er alsiða með
nýjar og nýlegar bifreiðar. Þegar
vinurinn hafði átt gripinn í rúma
viku, hafði vinnuveitandi hans
orð á því hversu óráðlegt fram-
ferði hans væri, að aka um á dýr-
um bíl og eiga stórkostlegt fjár-
hagslegt tjón yfir höfði sér ef
eitthvað bæri út af.
• Áfallið
Bíleigandinn lét sér nú segjast,
hringdi í unnustuna, sem hafði
bílinn til umráða dags daglega,
og bað hana fara og húftryggja
gripinn. Stúlkan játti því, kom
við hjá kærastanum og fékk pen-
ingaveskið að láni og hélt síðan
sem leið lá í tryggingafélag
þeirra skötuhjúa.
Á leið þangað lenti hún í óhapp-
inu. Einhverra hluta vegna virti
hún biðskyldumerki að vettugi
og keyrði í veg fyrir aðvífandi
bíl. Engin slys urðu á öku-
mönnunum en báðir bílarnir
skemmdust verulega - nýi bíllinn
þó öllu meira. Eftir að lögreglan
hafði tekið skýrslu vegna
óhappsins, hafði hin ólánsama
stúlka samband við kærastann
og sagði sínar farir ekki sléttar.
Hann tók þessu illa en skömmu
síðar fékk hann góða
hugmynd...
# Þú tryggir
ekki eftir á -
eða hvað?
Hann gerði sér lítið fyrir og hélt
sem leið lá í tryggingafélagið og
húftryggði bílinn. Sértil halds og
trausts hafði hann skráningar-
skírteinið meðferðis. Þetta gekk
upp en tveimur dögum síðar
hafði fulltrúi félagsins samband
við piltinn og hélt því fram að
hann hefði tryggt eftir á, því þá
hafði skýrsla um tjónið borist
félaginu.
Bíleigandinn sór og sárt við
lagði að áreksturinn hefði átt sér
stað tveimur tímum eftir að hann
húftryggði bílinn. Þar sem engin
tímasetning er á tryggingaskir-
teinum yfirleitt, önnur en dag-
setningin, gátu þeir hjá trygg-
ingafélaginu ekkert gert annað
en borgað. Tryggingin gilti frá
morgni þess dags sem hún var
tekin...