Dagur - 19.10.1987, Qupperneq 3
19. október 1987 - DAGUR - 3
inn áhuga á að komast til
Rússlands.“
- Og hvernig var Rússland í
þínum augum?
„Þetta var náttúrlega visst
„menningarsjokk“. Við fórum til
Leningrad og vorum þar í fjóra
daga og sáum margt á þeim tíma.
Maður var búinn að gera sér ein-
hverja mynd af Rússlandi eins
og sennilega flestir. Pess vegna
átti maður von á að Rússland
væri öðruvísi en það merkilega er
að þetta er nákvæmlega eins og
maður hélt. Líkast því að öll
menning og þróun hafi stöðvast
strax eftir stríð."
- Hvernig þá?
„Maður sá að fólk stóð í bið-
röðum við verslanir, kannski
klukkutímum saman. Pegar við
fórum að kíkja á gluggana þá
sáum við tómar búðir og ef ein-
hverjar vörur sáuust þá var þetta
eins og áð kíkja inn á flóamarkað
hjá Hjálpræðishernum. Þetta
fannst mér mest áberandi," segir
Lena
- Hvernig var maturinn hjá
Rússunum?
„Hann var nú frekar skrítinn.
Maður vissi yfirleitt aldrei hvað
þetta var sem maður var að
borða, létum okkur bara hafa
það. Norðmennirnir og Svíarnir
voru öðruvísi, þeir vildu ekki
snerta á þessu, sátu heldur og
nörtuðu í brauð með smjöri. Við
íslendingarnir vorum miklu
frakkari að þessu leyti og senni-
lega erum við bara hugaðri en
þessir frændur okkar,“ segir hetj-
an hlæjandi.
- Hvernig var svo félagslífið
hjá hópnum í Finnlandi?
„Pað var ágætt. Þetta var allt
skipulagt fyrirfram og t.d. voru
haldin sérstök kvöld til kynningar
á hverju landi. Parna rákum við
lestina og héldum síðasta kvöldið
sem reyndar varð sögulegt.
Við skrifuðum heim og báðum
um að fá sent hangikjöt, harðfisk
og hákarl út. Petta bárum við
fyrir gestina sem voru urn 60
manns, fleiri en á nokkurri ann-
ari kynningu. Islenskt brennivín
var að sjálfsögðu með og þótti
gott eins og reyndar hangikjötið
og harðfiskurinn. Finnarnir voru
aftur á móti hissa á að við gætum
borðað mikið af þessum hákarli
og spurðu mikið um hann.“
- Svona í lokin. Hvert á fólk
að snúa sér ef það hefur áhuga á
að fara í Nordjobb?
„Fólk á að hafa samband við
Norrænahúsið í Reykjavík. Par
er hægt að fá allar upplýsingar og
umsóknareyðublöð og svo er
bara að drífa sig í að sækja um.
Petta er vel þess virði.“ JÓH
Sigþór ÞH-100.
Húsavík
Sigþór til heimahafnar
- betur búinn til togveiða
Sigþór ÞH-100 kom til heima-
haf'nar á Húsavík aðfaranótt
miðvikudags eftir að gerðar
höfðu verið miklar breytingar
á skipinu í Skipasmíðastöð
Hendrik Brand í Norður-
Þýskalandi. Unnið var að
breytingunum í níu og hálfa
viku og kostar verkið um 35
milljónir króna.
Sigþór er 168 tonna fiskiskip,
smíðað í Svíþjóð 1963. Nú er
skipið betur búið til togvéiða
heldur en áður því nýr skutur var
byggður á skipið, einnig voru
settar í það nýjar togvindur og
kraftblökk, spilkerfi endurnýjað,
skipt um brú og meginhluta báta-
dekks og auk þess var skipið
sandblásið. í fyrra var smíðuð ný
yfirbygging á Sigþór í Slippstöð-
inni og skipt var um vél í skipinu
fyrir fjórum árurn.
Eigandi Sigþórs er Vísir hf.,
skipstjórar verða til skiptis þeir
Ingvar Hólmgeirsson og Hörður
Þórhallsson. Ingvar sagði að
skipið hefði reynst vel á heim-
leiðinni frá Þýskalandi og eigend-
um þess hefði líkað mjög vel
samstarfið við skipasmíðastöðina
og hvernig verkinu við breyting-
arnar var skilað. Skipið mun fara
á síldveiðar í næstu viku. IM
Sláturhús KEA:
Fjöldi slátur-
fjár stefnir
í 50 þúsund
„Jú, þetta gengur mjög vel.
Hér er allt yfirfullt af fé og ég
held aö það sé alltaf að aukast
frekar en hitt. Mér sýnist á öllu
að þetta stefni í yfir 50
þúsund,“ sagði Óli Valdimars-
son, sláturhússtjóri hjá Slátur-
húsi KEA á Akureyri.
Fjöldi sláturfjár í húsinu var
áætlaður 47.900, en þann 9. okt-
óber var búið að slátra 34 þúsund
fjár og enn tvær vikur eftir,
þannig að Óli sagðist reikna með
að slátra um 50 þúsund fjár því
minnst er slátrað 7.500 fjár á viku
í húsinu.
Hann sagði að töluvert væri nú
selt af nýiu kjöti, sem aldrei hefði
frosið. Ófrosið kjöt hjá slátur-
húsinu er 11,60 kr. ódýrara per
kíló en frosið. Auk þess sagði Óli
að urn næstu mánaðamót kæmi
væntanlega 10% söluskattur á
kjötið og því gæti fólk sparað
umtalsverðar upphæðir með því
að kaupa ófrosið kjöt núna. SS
Hvar skal reisa
háskóla á Akureyri?
- Ábending um framtíðarstaðsetningu
send til aðalskipulags
Sú hugmynd hefur komið upp
að svæðið umhverfis Hús-
mæðraskólann á Akureyri þ.e.
á milli Þórunnarstrætis og
íþróttahöllin:
Framkvæmdastjóri
ráðinn um áramótin
„Ég tel nauðsynlegt að ráða
framkvæmdastjóra að íþrótta-
höllinni sem fyrst, helst ekki
seinna en frá og með næstu
áramótum,“ sagði Sigbjörn
Gunnarsson, formaður íþrótta-
ráðs Akureyrar, en undanfarið
hefur umræða um ráðningu
framkvæmdastjóra að Höllinni
fengið byr undir báða vængi
ekki síst í Ijósi kostnaðarhækk-
ana sem orðið hafa vegna
framkvæmda þar.
Að sögn Sigbjörns yrði verk-
svið framkvæmdastjóra á þessum
stað fólgið í að vera yfirmaður
annarra starfsmanna auk þess
sem hann sæi að verulegu leyti
um skipulagningu á nýtingu
hússins. Þá hlyti það að falla í
hans hlut að hafa eftirlit með inn-
kaupum og framkvæmdum á
staðnum.
„Það var slæmt að ekki skyldi
vera gengið frá ráðningu fram-
kvæmdastjóra miklu fyrr því
þetta er stærsta íþróttamannvirki
bæjarins - að Skíðastöðum
undanskildum. Við skulum orða
þetta þannig að ef framkvæmda-
stjóra þarf að sundlaúginni o.fl.
mannvirkjum til íþrótta þá þarf
ekki síður slíkan aðila að Höll-
inni.
Við höfum nýleg dæmi um að
kostnaður við framkvæmdir fór
fram tir áætlun við íþróttahöllina
og slíkt kæmi vonandi síður fyrir
með auknu eftirliti. Framkvæmda-
stjórinn myndi taka ýmsar
ákvarðanir sem íþróttaráð,
íþróttafulltrúi og hinir og þessir
aðilar þurfa að taka núna,“ sagði
Sigbjörn að lokum. EHB
Byggðavegar annars vegar og
Þingvallastrætis og Hrafnagils-
strætis hins vegar verði tekið
frá sem framtíðarsvæði fyrir
háskóla. Þessi ábending hefur
nú verið send til aðalskipulags
þar sem unnið verður úr henni
ásamt öðrum tillögum.
„Ef mögulegt er þá verður tek-
ið tillit til þessara tilmæla við
gerð aðalskipulags. Þetta verður
að koma í ljós þegar lokið verður
við aðalskipulagið," sagði Sigfús
Jónsson, bæjarstjóri er hann var
inntur eftir tillögu um framtíðar-
svæði fyrir háskóla á Akureyri.
Sigfús sagði það ljóst að gera
verði ráð fyrir lóð fyrir háskóla á
Akureyri. „Hvort þessi ákveðna
lóð verður fyrir valinu er ekki
hægt að segja vegna þess að óvíst
er hve ríkið hugsar sér þennan
skóla stóran svo og er óvíst hvort
bærinn vill nota þessa lóð fyrir
háskólann eða hvort hann vill
nota hana fyrir eitthvað annað,“
sagði Sigfús.
Um það hvort háskólinn ætti
að rísa inni í bænum eða í útjaðri
hans sagði Sigfús að finna mætti á
báðum þáttunum kosti og galla.
„Ég hef ekki myndað mér neina
ákveðna skoðun í þessu efni.
Þessar tvær leiðir hafa sína kosti
og ókosti en fyrst er að sjá hve
stór þessi skóli á að verða áður en
ákvörðun er tekin um hvar hann
á að rísa.“ JÓH
Nýtt aerobicnámskeið
hefst mánudaginn 19. október.
★
Leikfimi fyrir
barnshafandi konur.
★
Almenn kvennaleikfimi.
★
Opið virka daga frá kl. 15-22.
Laugardaga frá kl. 11-15.
Sími 24979.
J 5
pjamtiidi(h
Tryggvabraut 22
Akureyri
innréttingar í allar stærðir baðherbergja.
Pú raðar henni saman eftir eigin hugmyndum.
Einnig stakir veggskápar.
Verslið við
fagmann.
mm
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SÍMI (96)22360
HREINLÆTISTÆKI
STURTUKLEFAR 0G HURÐIR
BLÖNDUNARTÆKI
ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA
JAFNAN FYRIRLIGGJANDI