Dagur - 19.10.1987, Side 11
19. október 1987 - DAGUR - 11
Hlustað af athygli á erindi um fjármögnunarleigu sem er nýjung í fjármálaheiminum í dag. Mynd: tlv
Bankamannaskólinn:
Hélt ráðstefnu á Akureyri um
nýjungar í fjármálalífinu
Á miðvikudag í síðustu viku
var haldin á Hótel KEA ráð-
stefna á vegum Bankamanna-
skóla íslands fyrir bankamenn
sem starfa við stjórn bankaúti-
búa og sparisjóða. Yfirskrift
ráðstefnunnar var „nýjungar á
tánsfjármarkaði og innflutn-
ingur Qármagns“. Þegar við
komum við á Hótel KEA, var í
ræðustól Ásgeir Eiríksson frá
Lind h.f. sem talaði um fjár-
mögnunarleigu. Við fengum
þó Þorstein Magnússon skóla-
stjóra Bankamannaskólans til
þess að segja okkur aðeins frá
skólanum og nánar frá tilgangi
og efni ráðstefnunnar.
„Bankamannaskólinn hefur
starfað í rúmlega 25 ár. Það hefur
verið fastur Iiður í starfi skólans
að fara út á land með námskeið
og ráðstefnur og höfum við kom-
ið nokkrum sinnum hingað
norður.
Nú erum við að kynna ýmsar
nýjungar í fjármálalífinu, nýjar
gjaldeyrisreglur, fjármagnsleigu
og verðbréfamarkaði svo eitt-
hvað sé nefnt, fyrir yfirmenn
bankanna.
Fyrir utan svona ráðstefnur,
höldum við fundi og námskeið
fyrir almenna bankamenn um til-
fallandi efni hverju sinni.
í dag eru hér 25-30 manns af
öllu Norðurlandi sem er mjög
góð mæting og menn komu frá
næstum því öllum afgreiðslustöð-
um á svæðinu. I gær var fundur
allrar skólanefndar skólans með
útibússtjórum um fræðslumál.
Þar var rætt hvernig við getum
komið hingað með meira náms-
efni, því alltaf eru að koma upp
nýjungar og bankageirinn verður
stöðugt flóknari. Okkur finnst
ekki síður ástæða til að fara
nákvæmlega út í þessa hluti í
dreifbýlinu eins og fyrir sunnan.
Ein leið er að fólkið komi suður
til okkar og fræðist, hin er sú að
við förum til þess. Hugsanlega
mætti koma með „millileið" í
formi bréfaskóla og myndbands-
kennslu.
Fyrir sunnan höfum við mikla
starfsemi. Við höfum stækkað
við okkur húsnæðið og fjárfest í
tölvum og tækjum.
Þátttakendur í dag hafa verið
ánægðir og talið fyrirlestrana
mjög áhugaverða vegna þess
hversu mikið þeir snerta þeirra
daglegu störf.
Fyrstur talaði Þórður Ólafsson
forstöðumaður bankaeftirlitsins
og talaði hann frá sjónarmiði lög-
Þorsteinn Magnússon skólastjóri
Bankamannaskólans, en námskeið
sem þessi eru haldin á vegum
skólans. Mynd: TLV
gjafans um þessa nýju starfsemi.
Bankaeftirlitinu er uppálagt að
fylgjast með þcssum nýjungum
en það vantar stjórntæki til þess
að fylgjast með þeim t.d.
nákvæmari lög og reglugerðir.
Þorsteinn Olafsson talaði um
verðbréfaviðskipti og verðbréfa-
sjóði sem reyndar eru í nánari
tengslum við bankana, án þess þó
að hinn almenni bankamaður eða
útibússtjóri sé í tengslum við þá.
Þarna er um að ræða nokkurs
konar einangraða bankastarf-
semi.
Síðastur talaði Ásgeir Eiríks-
son um fjármögnunarleigu, sem
er mjög áhugaverð fyrir banka-
menn vegna þess hve hún er
framandi. Fjármögnunarleiga er
ekki beint í bankakerfinu en þó
er beitt bankavinnubrögðum t.d.
í útlánum." VG
■_
LAHDSVIRKJUN
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í
framleiðslu og afhendingu á aflspennum fyrir
Búrfellsstöð og aðveitustöðina við Hamranes og
220/132 kV SF6 gaseinangruðum rofabúnaði fyr-
ir nýja aðveitustöð við Hamranes sunnan Hafn-
arfjarðar.
Útboðsgögn eru:
4601 Aflspennar.
4602 220/132 kV SF6 gaseinangraður rofabúnað-
ur.
Gögnin veröa afhent á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánu-
deginum 19. október 1987 gegn óafturkræfu gjaldi,
kr. 3.000 fyrir útboðsgögn 4601 og kr. 5.000 fyrir
útboðsgögn 4602.
Tilboðum samkvæmt útboðsgögnum 4601 skal skila
á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir kl. 11.30
mánudaginn 18. janúar 1988.
Tilboðum samkvæmt útboðsgögnum 4602 skal skila
á sama stað fyrir kl. 11.30 þriðjudaginn 19. janúar
1988.
Tilboðin verða opnuð á skiladögum tilboða á skrif-
stofu Landsvirkjunar kl. 14.00.
Reykjavík, 17. október, 1987.
Eínbýlíshús
Óskað er eftir einbýlishúsi með rúmgóðri lóð í
Síðuhverfi til kaups. Rífleg útborgun.
Tilboð merkt „25. okt.“ skilist á afgreiðslu Dags fyrir 25.
okt. nk.
Takið eftír - Takið eftír
Starfsfólk Sjallans fyrir bruna.
Hittumst öll í Sjallanum föstudaginn 30. 11. og rifj-
um upp gömlu Sjallastemmninguna með Ingimar og
félögum.
Látið vita fyrir 22. 10.
Finnur sími 21221.
Halla sími 23976.
Óli sími 25863.
Sovétríkin
Alexander Vlasenko heldur fyrirlestur um
sovésku verkalýðshreyfinguna á tímum breyt-
inga í þjóðfélaginu, í Skipagötu 14, 4. hæð,
miðvikudaginn 21. október kl. 20.30.
Komið og fræðist um Sovétríkin.
Allir velkomnir.
Alþýðusamband Norðurlands.
A Frá menntamálaráðuneytinu:
S Lausar stöður
við framhaldsskóia:
Við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki er laus kennarastaða í
viðskipta- og hagfræðigreinum frá 1. janúar 1988.
Ennfremur er staða stærðfræðikennara laus nú þegar við
sama skóla.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf send-
ist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir
10. nóvember næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið.
=Jima
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI
Innflúensu-
bólusetning
Á næstunni mun íbúum á þjónustusvæði Heilsu-
gæslustöðvar á Akureyri gefinn kostur á bólusetn-
ingu gegn innflúensu. Sérstaklega er mælt með að
aldraðir og þeir sem haldnir eru langvinnum sjúk-
dómum fái bólusetningu.
Þeir sem óska bólusetningar eru beðnir að
hafa samband við heimilislækni sinn fyrir
27. október nk. í síma 22311 á Heilsugæslu-
stöðinni.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Sunnuhlíö 12, G-hl., Akureyri, þingl. eigandi
Bókabúðin Huld, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 23. október ’87 kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Guðjón Ármann Jónsson hdl., og Iðn-
aðarbanki íslands hf.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Glerárgata 26, 2. hæð o.fl., Akureyri, þingl. eig-
andi Norðurverk hf„ fer fram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 23. október '87 kl. 13.30.
Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður.
Bæjarfógetinn á Akureyri.