Dagur - 19.10.1987, Síða 16

Dagur - 19.10.1987, Síða 16
MfiUE Akureyri, mánudagur 19. október 1987 Filman þín á skðið það besta ★ Hafíð þið reynt okkar þjónustu? ^Peáíomyndir^ Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Hitaveita Akureyrar: Kostar 50-70 milljónir að tengja Gerðahverfi 2 í stórhríðinni á dögunum fengu sum hús og híbýli manna hvíta dúnmjúka ábreiðu. Mörg þeirra skiluðu henni fljót- lega, en önnur þráuðust við. Svo var með gamla samkomuhúsið á Þverá í Öxnadal eins og þessi mynd frá mið- vikudegi sýnir. Mynd: -þá. Kjötiðnaðarstöð KEA: Vantar 20-25 manns Gerðahverfi 2, eða efra Gerða- hverfi, er eina hverfið á Akur- eyri sem ekki er tengt veitu- kerfi Hitaveitu Akureyrar. Auk þess eru um 400 íbúðir í bænum, flestar í Glerárhverfi ótengdar kerfinu. Að mati Franz Árnasonar hitaveitu- stjóra verða nær öll hús utan þessa hverfis tengd veitunni eftir þrjú ár. Þegar hitaveita var lögð í götur bæjarins á sínum tíma voru ekki lagðar lagnir í götur í Gerða- hverfi 2. Ákvörðun um hvenær það verður gert var slegið á frest Lýst eftir vitnum Daníel Snorrason, rannsókn- arlögreglumaður á Akureyri sagði í samtali við blaðið að mikið hefði verið um það undanfarið að ekið væri á kyrr- stæða bíla á Akureyri og tjón- valdarnir yfirgæfu staðinn. Eitt slíkt óhapp henti sig á bíla- planinu austan við veitingastað- inn Bautann á Akureyri á föstu- daginn. Bifreiðin F-153 sem er brún fólksbifreið af Volvo gerð var þá skemmd þar sem hún stóð kyrrstæð. Óhappið hefur gerst á tímabilinu kl. 14-18.10 og eru hugsanleg vitni að þessu óhappi beðin að gefa sig fram og hafa samband við rannsóknarlögregl- una hið fyrsta. JÓH Nýr bátur til Dalvíkur í nótt kom til Dalvíkur nýr 110 tonna stálbátur. Báturinn er í eigu fyrirtækisins Ránar hf. en fyrirtækið átti áður 80 tonna stálbát sem látinn var ganga upp í kaupverð nýja skipsins. Báturinn kom frá Svíþjóð en skrokkur hans var smíðaður í Gautaborg og innréttingar og lokafrágangur fór fram í bænum Rönning, rétt norðan Gauta- borgar. Smíði skipsins hefur tek- ið um 7 mánuði. Að sögn Eiríks Ágústssonar, eins eigenda fyrirtækisins er kaupverð skipsins rúntar 80 millj- ónir króna en Rán hf. fékk um 17 milljónir fyrir bátinn sem látinn var upp í kaupverðið. Báturinn er yfirbyggður og munu skip- verjar verða 7 talsins. Eiríkur sagði að ferðin heim hefði gengið nokkuð vel, slæmt veður hafi þó tafið fyrir en báturinn reynst vel. Báturinn heldur til veiða síðar í vikunni en hann er búinn til neta- og togveiða. JÓH þegar málið var tekið upp í stjórn Hitaveitunnar í ágúst. „Það er mín skoðun að þarna eigi að leggja hitaveitu. Þarna eru allar gangstéttir ómalbikaðar og því hefur lengi verið borið við að það sé vegna þess að beðið sé eftir Hitaveitunni og það má ekki hafa það sem afsökun öllu lengur, “ sagði Franz í samtali við Dag. Franz sagðist telja að ákvörð- un í þessu triáli þurfi að liggja fyr- ir fyrir vorið, ekki vegna Hita- veitunnar heldur vegna bæjar- sjóðs. Ef ekki væri farið í fram- kvæmdirnar næsta sumar en gangstéttirnar malbikaðar þá yrði beðið í fimm til sex ár til viðbótar áður en hreyft yrði við málinu að nýju. Kostnaður við að leggja hita- veitulagnir í Gerðahverfi 2 segir Franz að sé áætlaður 50-70 millj- ónir fyrir utan fjármagnskostnað. „Þrátt fyrir vissa áhættu, því ein- hvern tíma verðum við vatnslaus- ir aftur, tel ég að þetta gæti eftir sem áður skilað Hitaveitunni ein- hverjum tekjum strax í byrjun,“ sagði Franz. ET Aðfaranótt föstudagsins í síð- ustu viku komu á palli flutn- ingabíls 300 nýir íbúar tii Hjalteyrar frá Grundarfirði. Um var að ræða lúður sem veiddar hafa verið í Breiðafirði vegna tilrauna þeirra sem gera á með lúðueldi á staðnum, á vegum Fiskeldis Eyjafjarðar hf. Vegna þess hversu lítil afföll virðast ætla að verða og einnig Hjá Kjötiðnaðarstöð KEA vantar nú 20-25 manns í vinnu en hjá stöðinni vinna nú 50-55 manns. Að sögn Leifs Ægis- sonar verksmiðjustjóra vantar sárlega iðnverkafólk með ein- hverja reynslu í kjötskurði. vegna þess hversu illa veiðarnar ganga segir Ingi Björnsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, sem sér um rekstur fyrirtækisins, að til greina komi að láta færri lúður nægja en upp- haflega var ætlað. Ætlunin var að ná um 1500 lúðum. Lúðurnar 300 eru nú í kerum á Hjalteyri og á næstu dögum kemur endanlega í ljós hver áhrifin af flutningum og breyttum aðstæðum verða. ET „Það virðist vera orðin óvenju mikil hreyfing á fólki og minna um að fólk festist í einhverju ákveðnu starfi. Áður var um það að ræða að fyrirtækið hafði ákveðinn fastan kjarna sem byggt var á og mér virðist sem þessi kjarni sé alltaf að minnka,“ sagði Leifur. Hann sagði að í sumar hefði starfsemin að miklu leyti byggst upp á skólafólki. „Þetta kemur vissulega niður á framleiðslumagni og er slæmt nú Fyrirtækið Holræsahreinsun hf. í Kópavogi mun á næstu dögum setja upp þjónustumið- stöð á Akureyri. Verið er að ganga frá húsnæði í bænum og standa vonir til að hægt verði að flytja inn í næstu viku. Fyrirtækið Holræsahreinsun hf. var stofnað í mars síðastliðn- um, þá upp úr samnefndu sam- eignarfyrirtæki. Stærstu hluthafar í Holræsahreinsun hf. eru Jón Kristinsson og Rögnvaldur Guðmundsson. Rögnvaldur sagði í samtali við Dag að fyrirtækið hefði nú í nokkur ár haft einn dælubíl í hreinsununt að sumarlagi á Norðurlandi. Uppsetning þjón- ustumiðstöðvar væri liður í bættri þjónustu og væri ætlunin að hafa einn bíl í gangi allt árið. Holræsahreinsunin hf. hefur einnig haft með höndum holræsa- hreinsanir og tengd verkefni fyrir allar sveitir og bæjarfélög á Norðurlandi. Rögnvaldur sagði að fyrirtækið væri samningsbund- ið mörgum þessara sveitarfélaga. þegar líður að stórhátíðum,“ sagði Leifur. Á þessum tíma dettur sala á ýmsum neysluvörum að vísu niður þegar fólk er að birgja sig upp af nýju kjöti í heil- um og hálfum skrokkum en fljót- lega kemur svo kippur aftur. Yfirleitt hefur þessi tími því verið notaður í undirbúning fyrir jól, áramót og þorrann. Sá undirbún- ingur gengur hægt núna og ekki meira en svo að kjötiðnaðarstöð- in hafi undan daglegri eftirspurn á áleggi. ET Því væru verkefnin orðin það mörg að hagkvæmt hafi þótt að setja upp þjónustumiðstöð á Akureyri. Fyrst um sinn verður einn bíll staðsettur á Akureyri og í tengsl- um við hann verða tveir menn í vinnu. JÓH Siglufjörður: Knútur ráðinn bæjarritari Knútur Jónsson hefur verið ráðinn bæjarritari á Siglufirði í stað Jóns Pálma Pálssonar sem lætur af því starfi um næstu mánaðamót. Auk Knúts, sem áður var skrif- stofustjóri hjá Húseiningum, sóttu um bæjarritarastarfið, þeir Baldur Fjölnisson fulltrúi skatt- stjóra og Hannes Baldvinsson framkvæmdastjóri saumastof- unnar Salínu. -þá Erlendur Jónsson Iíffræðingur við fískikcrið. Mynd: tlv Fiskeldi Eyjafjarðar hf.: Lúöurnar komnar Holræsahreinsun hf.: Setur upp þjónustu- miðstöð á Akureyri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.