Dagur - 21.10.1987, Síða 2

Dagur - 21.10.1987, Síða 2
2 - DAGUR - 21. október 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavlk vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík, ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari. Höfuðborgarþensla í umræðum um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar hafa hugtökin „þensla“ og „launaskrið" oft borið á góma. í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin sendi frá sér vegna aðgerðanna er t.d. talað um nauðsyn þess að „beita samræmdum ráðstöfun- um á öllum sviðum efnahagsmála gegn þenslu“, eins og komist er að orði. Framlag ríkisstjórnarinnar til að draga úr þenslu er m.a. að leggja fram aðhaldssamt fjárlagafrumvarp, þar sem dregið er úr fjárveitingum til ónauðsyn- legra framkvæmda, ellegar þeim frestað. Vitan- lega er þess gætt af hálfu fjárveitingavaldsins að raða framkvæmdum í forgangsröð með tilliti til mikilvægis en slíkt mat er alltaf umdeilanlegt og getur valdið ágreiningi. Sú hætta er ávallt fyrir hendi að ónógu fjármagni sé veitt til nauð- synlegra framkvæmda sem þola enga bið og geta valdið viðkomandi byggðarlögum miklu tjóni ef þær dragast úr hömlu. Með aðhaldssömum fjárlögum getur ríkis- stjórnin þannig átt verulegan þátt í að draga úr þeirri þenslu sem mönnum hefur orðið svo tíð- rætt um. En þar með er ekki nema hálfur sigur unninn. Til lítils er barist ef atvinnurekendur fylgja ekki fordæmi ríkisstjórnarinnar og draga úr umsvifum sínum. Þetta á sérstaklega við um atvinnurekendur á höfuðborgarsvæðinu en þar hefur framkvæmdagleðin og fjárfestingaræðið verið í algleymi um langt skeið. Reyndar má færa fyrir því nokkur rök að þenslu og launaskriðs hafi ekki gætt nema í mjög litlum mæli á landsbyggðinni. Á suðvest- ur-horninu hafa verslunarmiðstöðvar og ýmsar aðrar glæsihallir hins vegar sprottið upp eins og gorkúlur með þeim afleiðingum að eftirspurn eftir vinnuafli, sérstaklega iðnaðarmönnum, hefur stóraukist. Launaskrið hefur að sjálfsögðu fylgt í kjölfarið. Iðnaðarmenn hafa lagt nótt við dag við að ljúka þessum framkvæmdum á sem skemmstum tíma, þrátt fyrir þann aukna kostn- að sem af slíkri vinnutilhögun hlýst. Atvinnu- rekendur og þá sér í lagi kaupsýslumenn hafa staðið fyrir veislunni og kostnaðinum er síðan hleypt út í verðlagið. Davíð Oddsson borgarstjóri upplýsti það fyrir skömmu að nú vantaði fólk í um 4000 störf í höfuðborginni. Á sama tíma eru borgaryfirvöld að huga að framkvæmdum við ráðhús fyrir Reykvíkinga. Það getur vart talist skynsamleg ákvörðun eins og málum er háttað - nema það sé vilji borgaryfirvalda að viðhalda þenslu- ástandinu enn um sinn. Ríkisstjórnin hefur nú „stigið á bremsurnar á landsvísu“. Hins vegar virðist enginn hafa hug- að að hemlunum á höfuðborgarsvæðinu, þótt þar sé ferðin vissulega mest. BB. -viðtal dagsins__________________ „Eins og að detta í lukkupottinn - að vera boðiö þetta hér,“ segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona og sýningarstjóri hjá LA Eitt af því sem á hverju hausti dregur nýtt fólk til starfa á Akureyri er Leikfélag Akur- eyrar. Nýir leikstjórar, hönnuðir og síðast en ekki síst nýir Ieikarar eru orðinn fastur Iiður í starfí hússins undir brekkunni enda mikilvægt í þessum „hransa" að um ákveðna endurnýjun sé að ræða. Á föstudaginn frumsýnir LA leikritið „Lokaæfing" eftir Svövu Jakobsdóttur. Leikritið hefur að undanförnu verið sýnt í Badetheatret í Nýhöfninni í Kaupmannahöfn við geysilega góðar undirtektir og því Ijóst að hér er um mjög spennandi verkefni að ræða. Sýningarstjóri og jafnframt einn þriggja leikenda í verkinu er Erla Ruth Harðardóttir 26 ára nýútskrifaður leikari frá Guilford School of Acting and Dance í Surreyfylki skammt fyrir sunnan London. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en raunar komst ég að því þegar ég var að lesa ættartölu hjá frænku minni, sem hélt upp á 75 ára afmælið sitt fyrir skömmu, að ég á ættir að rekja til Árskógsstrandar þar sem langafi minn og langamma bjuggu. Þannig að ég er pínulítill Éyfirð- ingur. Nú ég gekk þennan hefð- bundna menntaveg í Reykjavík sem lauk með stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1981. Mín fyrstu, og nær einu kynni af leiklist, áður en ég fór utan haustið 1984, voru þau að árið þar á undan starfaði ég með Stúdentaleikhúsinu sem meðal annars setti upp leikritið „Láttu ekki deigan síga Guðmundur“. - Hvemig líkaði þér að starfa í rúmt ár með áhugamannaleik- húsi? „Þetta var auðvitað algjör aukavinna sem byggðist upp á áhuga og engu öðru. Maður bjóst ekki við að fá nein laun fyrir þetta en ef laumað var að fólki 500 krónum annað slagið þá var Erla Ruth Harðardóttir. það mjög gaman því þá gekk vel. Við urðum að hætta sýningum fyrir fullu húsi þar sem ég og fleiri voru með önnur áform.“ - Það hefur ekki þurft meira til að kveikja endanlega í þér þannig að þú skelltir þér í námið. Varstu alltaf ákveðin í að verða leikari. „Já ég held það. Ég hitti ein- mitt hérna um daginn konu sem vann hjá föður mínum þegar ég var 12 eða 13 ára og hún sagði við mig: „Til hamingju með að hafa látið drauminn rætast.“ Þá rifjað- ist það upp fyrir mér að líklega hafði ég alltaf ætlað mér að verða leikkona. Ég var hins vegar alltaf ákveðin í að taka stúdentspróf einfaldlega vegna þess að leikara- starfið er ekki svo öruggt að mað- ur treysti á það eitt sér. Svo má segja að því breiðari menntun sem leikari hefur þeim mun víðara er sjónarsvið hans og hæfi- leikar til að takast á við ólík hlutverk." - Var þetta skemmtilegt nám? „Þetta var skemmtilegt en jafnframt erfitt nám. Stundum er ofsalega gaman en stundum líður manni líka mjög illa. Þegar mað- ur kemur þarna inn þá er allt tek- ið í gegn. Þeir komast að því að þú gengur ekki rétt og þú andar ekki rétt en þetta eru hlutir sem maður hugsar ekki út í. Þú bara andar og gengur og ekkert meira með það. Þetta er svolítið skrítið og fyrst eftir að þetta byrjaði þá fannst mér sjálfri að mér færi aft- ur í þessum tækniatriðum.“ - Var erfitt að komast í þetta nám? „Það er alls staðar erfitt að komast í leiklistarskóla. í Eng- landi eru 16-18 skólar sem viður- kenndir eru af sérstöku leiklist- arráði og þar með lánasjóðnum íslenska. Eg tók inntökupróf í fjóra skóla og var mjög ánægð með að komast í þennan skóla. Ég hefði ekki viljað búa í London en það er mjög gott að vera þar nálægt og koma þangað.“ - Hvernig atvikaðist það svo að þú réðst hingað til Leikfélags Akureyrar? „Ég gerði það sem ég tel að all- ir þeir sem læra erlendis eigi að gera. Eg lét vita af mér og sendi bréf út um allt með upplýsingum um sjálfa mig og það sem ég hafði gert. í framhaldi af því bauðst mér þetta starf hér fyrir norðan og tók því fegins hendi. Ég var búin að sjá fram á atvinnuleysi í marga mánuði áður en ég fengi nokkurt tækifæri og það var því eins og að detta í lukkupottinn að vera boðið þetta hér.“ - Líst þér vel á staðinn? „Já. Akureyri er fallegur bær en ég hef ekki kynnst mörgu fólki ennþá. Ef undan eru skildar tvær yndislegar gamlar konur sem ég hitti alltaf í strætó, þá hef ég ekki kynnst fólki utan leikhússins. Ég get því ekki sagt annað en að mér líki mjög vel við alla þá Akureyr- inga sem ég hef kynnst til þessa,“ segir Erla Ruth. ET # Bíddu, bíddu Það gengur á ýmsu í umferð- inni í fyrstu snjóunum á haustin. Bílar og bílstjórar eru oft ekki viðbúnir breytt- um akstursskilyrðum. Það líða nokkrir dagar þar til flest- ir bílanna eru komnir á vetrarhjólbarðana og ef þeir þjást af einhverjum kvillum í rafkerfinu geta þessir kvillar orðið að alvarlegum veikind- um í kuldanum og þá segir sjúklingurinn stundum: „Hingað og ekki lengra." Bílstjórarnir geta orðið svo- Iftið stressaðir yfir bílunum sfnum og hinum bflstjórun- um og bflunum sem alls stað- ar eru að flækjast fyrir. Þó eru flestir allir af vilja gerðir til að aðstoða náungann í umferð- inni og því leið ekki á löngu þar til brosandi bílstjóri með startkapla bauðst til að aðstoða konu sem árangurs- laust reyndi að koma bíl sfn- um í gang um daginn. Bíll hennar fór strax f gang þegar búið var að koma köplunum fyrir og starta en þá hætti vin- urinn að brosa og hrópaði f örvæntingu: „Bíddu, bíddu, bíddu vina, ekki bakka fyrr en ég er búinn að taka kaplana og loka húddinu.“ # Afþíðing Hefurðu heyrt um bflstjórann sem festi nýja bílinn f snjón- um um daginn? Honum varð svo heitt í hamsi að snjórinn bráðnaði. • Frá Húsavík? Kýr fyrir vestan komst heldur betur í sviðsljósið fyrir sund- afrek í sfðustu viku og nú hafa ummælin „að vera synd- ur eins og belja“, öðlast nýja merkingu í hugum fólks. Kýr- in var valin maður vikunnar í svæðisútvarpinu á Akureyri sl. föstudag. Kona hringdi f þáttinn og sagðist ætla að velja Sæunni sunddrottningu sem mann vikunnar. „Er hún frá Húsavík?“ spurði Margrét Blöndal sakleysislega og þá var hlegið á Húsavík.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.