Dagur - 21.10.1987, Qupperneq 7
21. október 1987 - DAGUR - 7
- Finnst þér bæjarbúar vel
vakandi gagnvart fyrirbyggjandi
aðgerðum og er vel staðið að
brunavörnum hjá fyrirtækjum og
stofnunum?
„Já, mér finnst það, það eru
náttúrlega alltaf slóðar innanum
en mareir hugsa mikið um þessi
mál. í sambandi við eldvarna-
eftirlitið eru ákveðnar kröfur
gerðar, það hefur ekki verið
vandamál að fá menn til að laga
það sem ábótavant er og það hef-
ur aldrei þurft að innsigla hús
hérna. Við höfum fengið aðstoð
við að gera úttekt á stærstu hús-
unum, hús sem eru byggð eftir
1970 eru öðruvísi úr garði gerð
en hús sem byggð voru fyrir þann
tíma því þá voru allt aðrar reglur
í gildi.“
- Hefur slökkviliðið staðið að
fræðslu um brunavarnir fyrir
almenning?
„Nei, við höfum ekki gert það
en þegar vélstjóra- og skip-
stjórabraut var hér við skólann
annaðist þáverandi slökkviliðs-
stjóri ákveðna kennslu, fjallaði
m.a. um meðferð slökkvitækja
og eldvarnir í skipum.
Við yfirförum slökkvitæki fyrir
fólk og bátar fá ekki haffærni-
skírteini nema þeir hafi slökkvi-
tæki í lagi. Við stöndum einnig
vaktir þegar verið er að landa
bensíni, það er fyrst og fremst til
að varna því að fólk fari fram á
hafnargarðinn.“
Við þökkum Gunnari fyrir
spjallið og sendum öllum
slökkviliðsmönnum kveðjur
okkar, það veitir okkur hinum
vissa öryggiskennd að vita af
þeim í viðbragðsstöðu en samt
vonum við að við þurfum aldrei
að kalla þá út. IM
menn geta fengið innilokunar-
kennd og orðið alvarlega
hræddir. En það er enginn milli-
vegur á þessu, annað hvort geta
menn þetta eða þeir geta það
ekki.“
- Fylgir slökkviliðsstjóra-
starfinu ekki mikil spenna við að
þurfa alltaf að vera á bakvakt?
„Ég er ekki alltaf á bakvakt,
við þrír sem erum í forsvari fyrir
þessu skiptum því á milli okkar
og skiptum árinu upp fyrirfram
þannig að við vitum hvenær við
eigum að vera til staðar. Við tök-
um hálfsmánaðar vaktir í einu og
erum svo í fríi í mánuð, á þeim
tíma getum við farið úr bænum
án þess að láta vita. En það er
ágætis samvinna á milli okkar
útköll á ári vegna elds en við
erum með öflugar dælur og erum
oft kallaðir út til aðstoðar ef bát-
ar eru að sökkva við bryggjuna
eða einhver þarf að losna við
vatn úr skurði. Fyrir landsmótið í
sumar vorum við t.d^ beðnir að
tæma sundlaugina sem reist var
vegna keppninnar, því hún var
að gefa sig.“
- Hver er orsökin fyrir því að
svo fáir eldsvoðar verða hérna?
„Orsakirnar eru vafalaust
margar, margir nefna hitaveituna
sem losaði okkur við olíukynd-
ingar og allt sem þeim fylgdi, það
kom þó nokkrum sinnum fyrir að
það kviknaði í út frá olíukynd-
ingu. Síðan er alltaf verið að gera
rafmagnið öruggara og örugg-
ara.“
Húsið stendur í björtu báli.
með að skipta um vakt ef þannig
stendur á.“
- Hvernig er boðunarkerfi
slökkviliðsins?
„I símaskránni er ákveðið
númer, 41911 sem heitir bruna-
sími, þeir sem þurfa að kalla út
slökkvilið hringja í þennan síma
og þá er svarað á hótelinu en þar
er vakt ailan sólarhringinn, allan
ársins hring. Þeir sem hringja
gefa upplýsingar um hvar sé
kviknað í og annað sem þeir vita
um málið og síðan er slökkviliðið
ræst út. Möguleiki er á að tengja
símakerfið við 30 símanúmer,
það eru ræst út tíu númer í einu,
þessir tíu símar hringja þegar
stutt er á einn takka og sé við-
komandi númer á tali rífur kerfið
það samband. Þegar sá sem tekur
við boðunum á hótelinu er búinn
að ræsa út 20 númer á hann að
hringja í slökkvistöðina til að láta
vita hvað um er að vera og síðan
getum við látið hann ræsa út lið
til viðbótar ef þurfa þykir.“
- Eru þið ekki sjaldan kallaðir
út og hafa ekki fáir brunar orðið
á Húsavík á undanförnum árum?
„Það kviknar oftar í heldur en
menn vita um, því oft er slökkvi-
liðið ekki kallað út þegar menn
ráða við eld á byrjunarstigi. Síð-
astliðin 20 ár hafa fáir brunar
orðið hérna í bænum. Það eru
yfirleitt ekki nema eitt eða tvö
Að sjálfsögðu eru viðhafðar ítrustu öryggisráðstafanir. Hér heldur Gunnar í
kaðalspotta sem festur er í reykkafara.
Húsvörður
Staða húsvarðar við Menntaskólann á (safirði er laus til
umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 1988.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til
skólameistara Menntaskólans á ísafirði sem veitir nánari
upplýsingar.
Menntamálaráðuneytið.
Framleiðsluráð
landbúnaðarins auglýsir:
Tilvísun til 10. greinar reglugeröar nr. 445/1986 „um
fullviröisrétt til framleiöslu sauöfjárafurða verðlags-
áriö 1987/1988“. Skulu þeir framleiðendur sem ætla
aö geyma framleiðslurétt vegna slátrunar á tímabil-
inu frá 10. nóv. nk. til maíloka 1988 tilkynna til
Framleiðsluráðs fyrir 20. nóvember nk. fyrirætlanir
sínar um þaö efni.
Framleiðsluráð landbúnaðarins.
Sættir þú þig við aðgerðir
ríkisstjómarínnar?
Fundur um stöðu landsbyggðarinnar í
Blómaskálanum Vín, föstudagskvöldið
23. október kl. 20.30.
Framsögur:
Stefán Valgeirsson: Aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Auður Eiríksdóttir: Fundurinn með Steingrími
Hermannssyni og Páli Péturssyni.
Pétur Þórarinsson: Starfið í sumar og haust.
Umræðuhópar:
Hvernig skipuleggjum við starfið áfram?
Almennar umræður - Kaffiveitingar.
Samtök jafnréttis og félagshyggju.
AB-mjólk
Nú er sértilboð
á AB-mjolk.
Mikil verðlækkun!
★
Kynntu þér málið í næstu verslun.
m
Mjólkursamlag KEA
Akureyri Simi 96 21400
AFSLÁTTUR
Vissa daga vikunnar
er gefinn 50% afsláttur.
Þessir dagar eru merktir meö rauðu í vetraráætluninni okkar.
Þetta fyrirkomuleg gildir á öllum áætlunarleiöum.
Vetraráætlunin liggur frammi hjá umboösmönnum, ferðaskrifstofum
og flugvöllunum.
Upplýsingar í síma 96-22000.
fluqfélaq
noróurlands hf.