Dagur


Dagur - 21.10.1987, Qupperneq 8

Dagur - 21.10.1987, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 21. október 1987 Nefndir a Alþingi I síðustu viku var kosið í nefndir á vegum Efri og Neðri deildar þingsins. í 7-manna nefndum eiga stjórnarfTokk- arnir fimm fulftrúa en stjórnar- andstaðan tvo. Niöurstaðan í nefndakjörinu varð þessi: Nefndir á vegum efri og neðri deildar Alþingis: EFRI DEILD: Fjárhags- og viðskiptanefnd: Jóhann Einvarðsson B Valgerður Sverrisdóttir B Eyjólfur Konráð Jónsson D Halldór Blöndal D Eiður Guðnason A Svavar Gestsson G Júlíus Sólnes S Samgöngunefnd: Stefán Guðmundsson B Valgerður Sverrisdóttir B Eyjólfur Konráð Jónsson D Egill Jónsson D Karvel Pálmason A Júlíus Sólnes S Skúli Alexandersson G Landbúnaðarnefnd: Stefán Guðmundsson B Valgerður Sverrisdóttir B Egill Jónsson D Þorvaldur G. Kristjánsson D Karvel Pálmason A Danfríður Skarphéðinsd. V Skúli Alexandersson G Sjávarútvegsnefnd: Jóhann Einvarðsson B Stefán Guðmundsson B Guðmundur H. Garðarsson D Halldór Blöndal D Karvel Pálmason A Danfríður Skarphéðinsd. V Skúli Alexandersson G Iðnaðarnefnd: Jóhann Einvarðsson B Stefán Guðmundsson B Þorvaldur G. Kristjánss. D Egill Jónsson D Karl Steinar Guðnason A Svavar Gestsson G Júlíus Sólnes S Félagsmálanefnd: Jóhann Einvarðsson B Valgerður Sverrisdóttir B Salóme Þorkelsdóttir D Karl Steinar Guðnason A Guðrún Agnarsdóttir V Svavar Gestsson G Heilbrigðis- og trygginganefnd: Stefán Guðmundsson B Valgerður Sverrisdóttir B Salóme Þorkelsdóttir D Guðmundur H. Garðarsson D Karl Steinar Guðnason A Margrét Frímannsdóttir G Guðrún Agnarsdóttir V Menntamálanefnd: Stefán Guðmundsson B Valgerður Sverrisdóttir B Salóme Þorkelsdóttir D Halldór Blöndal D Eiður Guðnason A Margrét Frímannsdóttir G Danfríður Skarphéðinsd. V Allsherjarnefnd: Jóhann Einvarðsson B Stefán Guðmundsson B Eyjólfur Konráð Jónsson D Salóme Þorkelsdóttir D Eiður Guðnason A Guðmundur Ágústsson S Guðrún Agnarsdóttir V NEÐRI DEILD: Fjárhags- og viðskiptanefnd: Páll Pétursson B Guðmundur G. Þórarinsson B Matthías Bjarnason D Geir H. Haarde D Kjartan Jóhannsson A Kristín Halldórsdóttir V Steingrímur J. Sigfússon G Samgöngunefnd: Guðni Ágústsson B Ólafur Þ. Þórðarson B Friðjón Þórðarson D Eggert Haukdal D Árni Gunnarsson A Málmfríður Sigurðard. V ingi Björn Albertsson S Landbúnaðarnefnd: Páll Pétursson B Alexander Stefánsson B Pálmi Jónsson D Eggert Haukdal D Árni Gunnarsson A Ragnar Arnalds G Ingi Björn Albertsson S Sjávarútvegsnefnd: Alexander Stefánsson B Guðni Ágústsson B Matthías Bjarnason D Ólafur G. Einarsson D Kjartan Jóhannsson A Hjörleifur Guttormsson G Hreggviður Jónsson S Iðnaðarnefnd: Guðmundur G. Þórarinsson B Páll Pétursson B Sverrir Hermannsson D Geir H. Haarde D Kjartan Jóhannsson A Kristín Einarsdóttir V Albert Guðmundsson S F élagsmálanefnd: Jón Kristjánsson B Alexander Stefánsson B Geir H. Haarde D Eggert Haukdal D Jón Sæmundur Sigurjónss. A Kristín Einarsdóttir V Óli Þ. Guðbjartsson S Heilbrigðis- og tryggingamálanefnd: Guðmundur G. Þórarinsson B Jón Kristjánsson B Geir H. Haarde D Ragnhildur Helgadóttir D Jón Sæmundur Sigurjónss. A Aðalheiður Bjarnfreðsd. S Guðrún Helgadóttir G Menntamálanefnd: Ólafur Þ. Þórðarson B Guðmundur G. Þórarinsson B Sverrir Hermannsson D Ragnhildur Helgadóttir D Árni Gunnarsson A Þórhildur Þorleifsd. V Ragnar Arnalds G Allsherjarnefnd: Guðni Ágústsson B Jón Kristjánsson B Ólafur G. Einarsson D Friðjón Þórðarson D Sighvatur Björgvinsson Á Geir Gunnarsson G Óli Þ. Guðbjartsson S Svo sern sjá má á Sjálfstæðis- flokkur tvo fulltrúa í hverri nefnd, Framsóknarflokkur tvo og Alþýðuflokkur einn. Stjórnar- andstaðan skiptir tveimur sætum í hverri nefnd á milli sín eftir samkomulagi. Fulltrúar Alþýðu- bandalags eiga sæti í alls 14 nefndum, Borgaraflokkur í 11 og Kvennalisti í 11. Samtök jafnréttis og félags- hyggju er eini stjórnarandstöðu- flokkurinn sem á engan fulltrúa í nefndunum. Svo sem fram hefur komið í fréttum fóru fram við- ræður milli forsvarsmanna Fram- sóknarflokksins annars vegar og forsvarsmanna Samtaka jafnrétt- is og félagshyggju hins vegar um hugsanlega samvinnu þessara flokka um nefndakjörið. Stefáni Valgeirssyni þingmanni Samtak- anna var boðið að ganga í Fram- sóknarflokkinn en því hafnaði hann alfarið. í bréfi sem Stefán sendi formanni þingflokks Fram- sóknarflokksins eftir að viðræð- um lauk kom fram að Samtök jafnréttis og félagshyggju gætu með engu móti stutt núverandi ríkisstjórn en „við erum fús til að kjósa með ykkur í þingnefndir, án annarra skuldbindinga, ef um það semst“, eins og segir í bréf- inu. Daginn áður en nefndakjör fór fram, lýsti Stefán Valgeirsson því síðan yfir að Samtök jafnrétt- is og félagshyggju vildu ekkert samstarf eiga við Framsóknar- flokkinn. AP./BB. Spútnikliðið Brauðkarlarnir eins og það var skipað árið 1987. Á myndina vantar Svavar Sigurðsson. Brauðkariamir „koinu, sáu og sigruðu“ Strax við upphaf firmakeppni Tindastóls í knattspyrnu í haust var Ijóst hvaða lið myndi draga að sér flesta áhorfendur og skapa mesta stemmningu í kringum sig. Það var hið lipra og léttleikandi lið Sauðár- króksbakarís, eða Brauðkarl- amir eins og þeir kalla sig, sem mætti með pompi og prakt til keppni í hinum rauð/hvítu Man jún búningum sínum. Brauðkarlarnir hófu leik undir köllum dyggra stuðningsmanna sinna, eiginkvenna og annarra vandamanna, og þannig luku þeir einnig síðasta leik sínum í keppn- inni. Hróp eins og: Hverjir eru bestir? Brauðkarlarnir eru bestir. Hverjir eru í flottustu búningun- um?, dundu á andstæðingunum, en þrátt fyrir þennan góða stuðn- ing dugði hann ekki til og líklega fyrir einstaka óheppni töpuðu Brauðkarlarnir öllum sínum leikjum og varð markamunurinn meiri eftir því sem á keppnina leið. Þrátt fyrir það voru Brauð- karlarnir ekkert hnípnir og eftir stórt tap gegn Steinullinni í síð- asta leiknum, heyrðist einn þeirra segja glaður í bragði: „Það er agalegt að þurfa að hætta þessu þegar maður er rétt að verða heitur.“ Til að leita skýr- inga á þessu dæmalausa gengi liðsins hafði Dagur tal af fram- kvæmdastjóranum Óttari Bjarna- syni. „Það er alveg ljóst að við kom- um mjög bjartsýnir til keppni og töldum okkur vera með besta lið- ið og teljum okkur enn í dag vera það, en úr þessu kemur það ekki í ljós fyrr en næsta sumar. En þarna sem við vorum mættir ansi brattir í fyrsta leikinn, komnir í búningana og klárir f slaginn, þá held ég að við höfum hálf sjokkerast við það að farið var að kalla liðið okkar „Brauðfæturna". Enda náðum við okkur aldrei almenni- lega á strik í leiknum. Þrátt fyrir tapið í fyrsta leikn- um voru menn bara brattir í vinn- unni næsta morgun og staðráðn- ir í að vinna næsta leik og engin teikn þess að menn efuðust um hverjir væru bestir. Þannig gekk þetta út keppnina. Brauðkarlarn- ir komu alltaf fullir sjálfstrausts til leiks og voru alltaf staðráðnir í að standa sig, en það var eins og heilladísirnar væru víðs fjarri. Maradonnabræðurnir Óttar og Kristbjörn. íþróttaspekúlantarnir segja að nái þeir að létta sig um samtals allt að 100 pund fyrir næsta keppnistíma- bil geti þeir gert hvaða liði sem er skráveifur. Þrátt fyrir gengið var mórallinn alltaf í góðu lagi og það er alveg ljóst að mörg lið geta tekið okkur til fyrirmyndar, m.a. vorum við þeir einu sem voru með stelpu í liðinu. En ef á að leita annarra skýr- inga á gengi liðsins en óheppn- innar þá ber þess að geta að sóknarmennirnir náðu ekki að létta sig nægjanlega fyrir keppn- ina og var meðalþyngdin þar yfir 100 kíló. Segir það sína sögu að annar bakkarinn skoraði langmest. Annars komumst við að þeirri niðurstöðu eftir síðasta leik að við hefðum líklega sótt of mikið, en það var bara of seint. En við erum ákveðnir í að æfa vel í vetur og ég held að ekkert lið verði öfundsvert af að lenda í okkur þegar við komum undan snjó í vor. Annars var ofsalega gaman að þessu og það er ekki hægt annað en að vera stoltur af stuðningsmönnum liðsins. Þeir mættu með kaffibrúsann í hvaða veðri sem var og voru ólatir að hvetja okkur. Það kæmi mérekki á óvart þó við ættum bestu stuðn- ingsmenn í heimi.“ -þá Hofsós: Fjárhúsin viku fyrir umferðinni Fjárhúsahverfið við Hofsá norðan innkeyrslunnar í Hofs- ós heyrir nú sögunni til eftir að það var jafnað við jörð á dögunum. Hvarf það í uppfyll- ingu að nýju brúnni yfir Hofsá, sem brúarvinnuflokkur Gísla Gíslasonar hefur nýlokið við. Nýja brúin er nokkuð ofar en sú gamla. Króksverk hf. hefur hafið framkvæmdir við gerð veg- ar að brúnni. Nýi vegurinn á að liggja frá félagsheimilinu yfir brúna á grundirnar norðan Hofs- ár og niður að höfninni. Vegur- inn verður tæpur kílómetri að lengd. Uppfylling í gilinu verður mikil. Fimm metra uppfylling á að koma ofan á brúna. Áð sögn Ófeigs Gestssonar sveitarstjóra á Hofsósi á vegagerðinni sam- kvæmt samningi að vera lokið um mánaðamótin nóv.-des. -þá i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.