Dagur - 21.10.1987, Síða 12

Dagur - 21.10.1987, Síða 12
 Akureyri, miðvikudagur 21. október 1987 Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Helgaiyisting á Hótel Húsavík Hötel Husavik sími 41220. Ær „Akureyrarbær borgi með hverju tonni „Við erum tilbúnir til að fjar- lægja járnið ef bærinn borgar eitt þúsund krónur með hverju tonni. Endurvinnsia borgar sig ekki lengur og því þurfa sveit- arfélögin að koma inn í þetta dæmi með okkur,“ sagði Asgeir Einarsson, forstjóri hjá Sindra stáli hf. í Reykjavík, en fyrirtækið á geysimikið af brotajárni á Akureyri. - ef við eigum að fjarlægja brotajárnið,“ segir Ásgeir Einarsson Vandræðaástand hefur verið kringum brotajárnið allt frá því Sindra stál hætti endurvinnslu járnsins. Þó halda menn áfram að koma með járnarusl og bíla í hauginn og Dalvfkingar komu t.d. með stóran ónýtan veghefil á dögunum og bættu við ruslið sem fyrir var. Að sögn Ásgeirs Einarssonar er fullur vilji fyrir því að fjarlægja Gjaldheimtan verði á Siglufirði - „Höfum misst nægilega mörg atvinnu- tækifæri nú þegar,“ segir ísak Ólafsson „Við lcggjum mikla áherslu á að gjaldheimtan fyrir Norður- landsumdæmi vestra verði hér á Siglufirði. Við höfum sent bréf þessa efnis til gjald- heimtunefndar og rætt um þetta við þingmenn kjör- dæmisins en því miður er ekki samstaða um þetta í kjördæm- inu og Ijóst að hún næst ekki,“ sagði Isak Ólafsson, bæjar- stjóri á Siglufirði. Að sögn ísaks er nauðsynlegt að samstaða náist um þetta mál meðal sveitarstjórnarmanna kjördæmisins ef einhver von á að vera til að gjaldheimtan geti tek- ið til starfa 1. janúar, en slíkt er mjög ólíklegt úr því sem komið er. Að öðrum kosti mun stað- greiðslan í kjördæminu verða innheimt á þremur stöðum fyrst í stað; á Siglufirði, Sauðárkróki og Blönduósi. „Kostir þess að hafa gjald- heimtuna á Siglufirði eru m.a. þeir að hér er skattstofa umdæmisins en ríkisskattstjóri er eftirlitsaðili með þessum nýju gjaldheimtum. Þá finnst okkur einfaldlega að röðin sé komin að okkur með að fá eitthvað. Skóla- málin eru öll á Sauðárkróki og við þurfum að sækja nánast alla skólamenntun þangað fyrir utan grunnskóla. Blönduós er með fræðsluskrifstofu, iðnráðgjöf o.fl. Um er að ræða starf fyrir 3 til 5 starfsmenn og við höfum boðið húsnæði fyrir gjaldheimtuna. Okkur finnst eðlilegast að þessi starfsemi fari fram hér á Siglu- firði, við höfum misst af mörgum atvinnutækifærum þó þetta fari ekki líka annað. Það skiptir ekki máli hvort gjaldheimtan er stað- sett miðsvæðis í kjördæminu eða ekki, þetta fer allt í gegnum bankastofnanir hvort sem er,“ sagði ísak Ólafsson. EHB járnið en samstarf við Akureyr- arbæ verður að koma þar til. Hugsanlegt væri að flytja brota- járnspressu til Akureyrar eða flytja járnið burtu í gámum. „Maður veit ekki hvað verður, það lendir e.t.v. á bænum að fjar- lægja brotajárnið. Við vonumst til að hægt verði að betrumbæta svæðið við Glerárósa en til þess verður haugurinn að fara. Akur- eyringar eru hættir að taka eftir ruslinu á þessu svæði, þeir eru orðnir því svo vanir,“ sagði Þor- steinn Þorsteinsson, formaður Umhverfismálanefndar Akureyr- ar, málið hefur komið til umræðu í nefndinni. Ýmsar hugmyndir eru uppi um að gera svæðið við Glerárósa að skemmtilegu útivistarsvæði. Rusl verður fjarlægt og landsvæðið lagfært, hugsanlega verður hlaðin grjóthleðsla á bökkum Glerár, m.a. til að koma í veg fyrir að áin skemmi út frá sér í vöxtum á vor- in. EHB Frá brotajárnshaugunum á Akureyri. Dauft yfir fisksölu hjá Fiskmarkaöi Norðurlands - Þurfum verulegt magn hér í gegn til að hagræðingin komi í Ijós, segir Sigurður Sigmundsson Enginn fískur hefur verið boð- inn upp hjá Fiskmarkaði Norðurlands hf. á Akureyri síðan fyrsta uppboðið fór fram þriðjudaginn 6. október. Ástæðan fyrir þessari deyfð er fyrst og fremst sú að afli hefur verið sérlega tregur að undan- Iþróttahöllin hriplek: „Frágangur á þakinu ekki nægilega góður - hallinn er minni en reglur gera ráð fyrir, “ segir Haraldur Sveinbjörnsson forstöðumaður VST „Lækkun á þakinu er ekki meiri en sú sem menn geta búist við þegar þeir byggja úr timbri m.a. vegna þess að timbur rýrnar við þurrkun. Ef þessi lækkun er orsök fyrir lek- anum þá lít ég svo á að frá- gangur á þakinu sé ekki nægi- lega góður. í því sambandi má benda á að samkvæmt teikn- ingum er halli við mæni þaks- ins allt niður í 1 gráðu, en sam- kvæmt byggingarsamþykkt á halli á þaki af þessari gerð ekki að vera minni en 11 gráður.“ Þetta sagði Haraldur Svein- björnsson forstöðumaður Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen í samtali við Dag vegna skýringa húsameistara á leka á þaki íþróttahallarinnar, í blaðinu í gær. Verkfræðistofan sá á sínum tíma um hönnun á burðarvirki Hallarinnar og aðstoðaði starfs- mann húsameistara við mælingar vegna uppsetningar límtrésbit- anna. Haraldur sagðist ekki telja að lækkun þaksins gæti stafað af þeim breytingum sem gerðar voru á samskeytum bitanna í mæni þaksins. Ástæðurnar fyrir breytingum þessum sagðist hann telja að menn hafi viljað tryggja að húsið þyldi hugsanlegt álag af völdum vinda. „Ég tel alveg útilokað að hreyfingar á þykkum og stífum límtrésbitum séu svo miklar að þakplötur og dúkur á þakinu rifni upp. Hins vegar er ljóst að það eru miklar hitabreytingar í þak- klæðningunni sem geta orsakað .spennu milli hennar og límtrésins þannig að plöturnar rifni frá,“ sagði Haraldur. ET förnu en einnig virðast norð- lenskir útgerðarmenn mjög varkárir gagnvart þessari nýj- ung þó svo að eftirspurn eftir físki sé mikil. „Ég skil ekki þá varkárni að smærri aðilar sem engum eru bundnir skuli ekki nýta sér þenn- an möguleika,“ sagði Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins í samtali við Dag. Sigurður nefndi sem dæmi að smærri bátar væru margir hverjir að selja ýsu á 30 krónur til vinnslu á meðan þeim byðust 50- 60 krónur á markaðinum. Sigurður lýsti áhuga sínum á að gera einhvers konar sam- komulag við útgerðarmenn um að þeir setji eitthvert ákveðið magn af afla sínum á markað. „Kostir svona starfsemi koma ekki í ljós ef aðeins er verið að bjóða upp einhverja smáslatta af trillum. Það sem þarf til að hag- ræðingin komi í ljós er að veru- legt magn fari hér í gegn,“ sagði Sigurður. Hann sagði að þær raddir heyrðust jafnvel sem segðu að til að starfsemi þessi gengi sem skyldi þá þyrfti allur afli á Eyja- fjarðarsvæðinu að fara í gegnum markaðinn.„Ég á varla von á að af því verði en þarna er mjög spennandi valkostur á ferðinni,“ sagði Sigurður. ET Vatnsskarð: Ekið á hest í fyrrakvöld var ekið á meri á þjóðvegi 1 á Vatnsskarði til móts við beitarhúsin á Gili. Merin drapst við áreksturinn, en folald hennar slapp. Þetta er í annað skiptið á nokkrum dögum sem ekið er á hross á þessum slóðum. í fyrra skiptið stakk ökumaður af, en seinna málið er frágengið þar sem ökumaður hefur samið við eig- anda merarinnar um bætur. Að sögn Björns Mikaelssonar yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki er lausaganga hrossa við vegi hér- aðsins mjög til trafala. Segist Björn á hverju hausti senda hreppstjóranum bréf þar sem þeim er bent á þann vanda sem lausaganga hrossa við vegi veldur og þess óskað að séð verði til þess að hrossum verði haldið utan girðingar þar sem vegir eru girtir. Samt er alltaf verið að kvarta undan lausagöngu hrossa á vegum. Seinast á Skagavegi á sunnudag og var hreppstjórinn þar beðinn um að hrossin yrðu rekin af veginum. -þá

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.