Dagur - 22.10.1987, Page 3
22. október 1987 - DAGUR - 3
Gullsmíðastofan Skart:
„Skartgripir voru
aýrari áður fyrr"
— segir Flosi Jónsson
- Hvað er gullsmíðastofan
Skart orðin gömul Flosi?
„Hún er orðin 10 ára, nánar til-
tekið 14. september. Já, það eru
10 ár síðan ég byrjaði í þessu og
ég er búinn að vera á fjórum
stöðum í bænum. Fyrst í Glerár-
götu, þá Strandgötu, síðan í
Hafnarstræti 98 og loks hér í
Hafnarstræti 94 og ég vona að ég
sé korninn hingað til að vera.“
- Hvað hefur svo breyst á
þessum 10 árum hjá þér?
„Það er nú æði margt. Úrvalið
er miklu meira og fólk hefur líka
meira á milli handanna núna
þannig að við erum að rétta úr
kútnum. Skartgripir voru dýrari
áður fyrr. N'ú kosta trúlofunar-
hringar bara í kringum 10 þúsund
kall, áður þurftu menn að borga
mánaðarlaun fyrir þá.“
- Það er þá auðveldara að
trúlofa sig í dag!?
„Ég segi það kannski ekki. Það
getur alltaf verið jafn erfitt að
finna hinn rétta maka en það er
a.m.k. ódýrara cn áður að fjár-
festa í hringunum."
- Smíðar þú skartgripina sjálf-
ur eða er þetta innflutt?
„Ég sérsmíða alltaf töluvert af
skartgripum með íslenskum
steinum en megnið af þessu er
innflutt. Áður var mikið urn að
svona verslanir væru bara með
skartgripi sem gullsmiðirnir
smíðuðu sjálfir enda voru háir
tollar á skartgripum. Eftir að toll-
ar voru felldir niður jókst inn-
flutningurinn og nú er svo komið
að í flestöllum tilfellum eru
skartgripir ódýrari hér á landi en
annars staðar í Evrópu og þótt
víðar væri leitað. Þeir eru t.d.
mun ódýrari hér heldur en í lönd-
um sem íslendingar ferðast mikið
til, s.s. á Norðurlöndunum. í
Þýskalandi, Luxemborg eða á
Spáni.“ SS
Sterkasti maður Norðurlands I göngugötunni og á lokasprett-
stælir vöðva sína á gullinu. inum upp kirkjutröppurnar
Flosi Jónsson gullsmiður rekur sem þessi knái sveinn tryggði
verslunina Skart í göngugöt- sér áðurnefndan manndóms-
unni en það var einmitt í | titil.
Flosi Jónsson gullsmiður.
Mynd: TLV
„Já, umsvifin hafa aukist töluvert,“ segir Gunnar Gunnarsson.
Mynd: TLV
Kápusalan er útibú frá fyrirtæki í Rcykjavík.
Mynd: gve
Kápusalan:
„Vona að fólk
kunni að meta
góða þjónustu"
segir Haukur Þorgilsson
framkvæmdastjóri
í húsi við Hafnarstræti númer
88, er verslunin Kápusalan.
Verslunin hefur verið starf-
rækt á Akureyri í tvö ár, en
hún er útibú frá „móöur“-
fyrirtækinu í Reykjavík og þar
er framkvæmdastjóri Haukur
Þorgilsson.
„Fyrirtækið okkar heitir Hlín
hf. og framleiðir aðallega ullar-
vörur til útflutnings fyrir Hildu
hf. Þar að auki framleiðir það
fatnað undir vörumerkjunum
Gasella, fyrir konur og Pardus,
fyrir karlmenn á innanlands- og
Færeyjamarkað. Þarna er um að
ræða yfirhafnir, svo sent kápur,
frakka og jakka.
Þessar vörur selur Kápusalan
og er allt sem þar er selt framleitt
hjá okkur. Við leggjum áherslu á
vandaða vöru, mjög vönduð
vinnubrögð og fyrsta flokks efni
sem saumað er úr, en flest þeirra
eru 100% ull.
Það má segja að fatnaðurinn
sem við framleiðum sé í sígilda
stílnum, og hentar hann fólki á
öllum aldri. Vor og haust kynn-
um við nýjar vörur, og vorum við
t.d. með tískusýningu á Akureyri
í haust. Þess á milli erum við
sömuleiðis alltaf að koma með
nýjar vörur, svo það er alltaf
eitthvað nýtt á boðstólum allt
árið.“
Hefur verslunin á Akureyri
gengið vel?
„Já, ágætlega. Þar eru sveiflur
eins og gengur og gerist, en þó
var árið í fyrra betra en þetta.
Samt borgar sig fyrir okkur að
hafa verslunina þarna. Við erum
með rnjög hagstætt verð á okkar
vöru sérstaklega á vetrarvörum,
bjóðurn góða þjónustu t.d. ef
þarf að stytta eða breyta flíkum.
Þetta vonum við að fólk kunni að
meta við okkur og haldi áfram að
versla. Öll vinna og vinnubrögð
eru fyrsta flokks.“
Haukur sagði aðspurður að
honum litist ágætlega á framtíð-
in. Að vísu væru blikur á lofti
varðandi íslenskan fataiðnað, en
þeir eru ákveðnir í að berjast
áfram. VG
uErsIanir í miöbæ fikurEypar