Dagur - 22.10.1987, Blaðsíða 17
22. október 1987 - DAGUR - 17
Heilsuhornið:
„Tedrykkja hefur
aukist gííurlega"
— segir Margrét Yngvadóttir
Ass-Modelle, Klein, Gcissler, Lincran og Jean Claire.
Mynd: gve
Tískuverslun Steinunnar:
„Fötin eru ódýrari
hjá mér en í versl-
unum í Reykjavík"
— segir Steinunn
Hcilsuhornið. Eigandi Hrefna
Jakobsdóttir. Við hliðina á
Heilsuhorninu rekur eigin-
maður Hrefnu, Yngvi
Loftsson, Hólabúðina. Dóttir
þeirra, Margrét Yngvadóttir,
varð fyrir svörum þegar blaða-
maður leit inn í Heilsuhornið.
Sannkölluð kaupmannsfjöl-
skylda.
- Segðu mér fyrst Margrét,
hvenær var Heilsuhorninu komið
á fót?
„Það var stofnað l. október
árið 1981.“
- Og var starfsemin þá í svip-
uðum dúr og nú?
„Já, hún var með svipuðu
sniði. Við vorum að vísu ekki
komin með hnetubarinn og auð-
vitað hefur vöruúrval aukist ntik-
ið með árunum."
- Aukinn áhugi fólks á heilsu
sinni hefur væntanlega skilað sér
til ykkar?
„Já, það er óskapleg gróska í
heilsufæði núna og viðhorf fólks
til náttúrulegra bætiefna hefur
breyst mikið. T.d. hafur te-C
drykkja aukist gífurlega og er þar
unt að ræða alls kyns jurtate."
- En livað með undralyfin
svokölluðu?
„Við tölum ekki um nein
undralyf en af hressingarefnum
eru blómafræflarnir vinsælastir,
þeir halda nianni ferskum og eru
mjög hressandi. Ginsana er
einnig hressandi fyrir alla. í
stuttu máli sagt þá eigum við öll
hugsanleg bætiefni sem fólk
þarfnast; vítamín, steinefni og
sérstakar bætiefnablöndur. Pað
má ekki kalla þessar vörur lyf, en
þetta eru fyrst og fremst bætiefni
úr ríki náttúrunnar sem notuð
eru til að bæta upp skort á
ákveðnunt efnum í mannslíkam-
anum. Pannig geta efnin auðvit-
aö haft lækningamátt."
- Má ekki kalla lyf segir þú,
eru læknar harðir á móti þessum
bætiefnum?
„Pað er nú að breytast, læknar
eru að verða jákvæðari gagnvart
náttúrulegum bætiefnum en áður
og kannski meira upplýstir líka.
Margir eru fordómafullir líka,
einnig meðal almennings, en
þetta er að breytast. Akureyring-
ar hafa tekið vel við sér og eru
farnir að tileinka sér þessa heilsu-
línu."
- Nú eruð þið kontin með
hnetubar, er þetta eini barinn í
bænum?
„Já, sá eini sinnar tegundar.
Við byrjuðunt með hnetubarinn
fyrir tveimur árum. Þar fást alls
kyns hnctur og sælgæti með
ávaxtasykri. Einnig erum við
með sælgæti og sultur fyrir sykur-
sjúka. En það sem gerir hnetu-
barinn okkar sérstakan er það að
súkkulaðið er jógúrthúðað eða
með ávaxtasykri og því mun holl-
ara en ella. Við leggjum áherslu á
að allt snakk sé úr korni eða
hnetum."
- Hefur föstuæðið náð
hingað?
„Já, en það var samt ekkert í
líkingu við það sem var fyrir
sunnan. í sumar var þó áberandi
áhugi á föstu og grænmetis- og
ávaxtasafi seldist grimmt hjá
okkur, sent er hið eina sem fólk
neytir í slíkri föstu. Þetta er að
dvína núna. Fastan getur verið til
góðs en hún má ekki ganga út í
öfgar. Nýjungar í mataræði geta
verið allt eins áhrifaríkar, t.d.
vorum við með námskeið í
makrobiotisku fæði í vor sem
gekk ntjög vel og við leggjum
áherslu á að kynna fólki þessa
nýju línu.“ SS
Steinunn Guðmundsdóttir er
eigandi Tískuverslunar Stein-
unnar í Hafnarstræti 98. Það
er rúmlega 2Vz ár síðan Stein-
unn byrjaði með verslunina og
segir hana hafa gengið vel. Hjá
Steinunni fæst vandaður klass-
ískur fatnaður fyrir konur á
öllum aldri, ekki þó fyrir tán-
inga en allt þar fyrir ofan.
„Ég legg áherslu á að vera með
góðan og vandaðan fatnað sem
hver kona getur verið stolt af að
eiga,“ segir Steinunn. „Margar
ungar konur gera kröfur urn að
hafa náttúruefni í sínum fatnaði,
t.d. ull, bómull og silki og ég
reyni að korna til móts við þær.
Mér finnst mjög ánægjulegt þeg-
ar kona gengur út úr versluninni
stolt og ánægð með nýjan fatnað.
Það eykur sjálfsöryggi hverrar
konu að vera vel klædd. Núna
þegar konur eru orðnar virkar í
öllum stéttum þjóðfélagsins
þurfa þær á öllum sínum styrk að
halda og vel klædd kona er
ánægð og örugg.“
Sagði Steinunn að framleið-
endur, hönnuðir og merki hefðu
mikið að segja í dag. „Ég hef lagt
mikla áherslu á að fá góð og
vönduð vörumerki. Viðskipta-
Guðmundsdóttir
vinirnir eru fljótir að átta sig á
þeim og vita um leið hvað þeir
eru að kaupa. Ég get nefnt nokk-
ur merki sem eru þekkt í tísku-
heiminum, t.d. Ass-Modelle,
Klein, Geissler, Lincrau og Jean
Claire. Allar mínar vörur kaupi
ég beint erlendis frá og tel mig
þannig geta útvegað þær á hag-
stæðu verði. Gengi íslensku
krónunnar hefur haldist nær
óbreytt síðastliðið ár, svo vöru-
verð er hagstætt núna og ég leit-
ast við að hafa fatnað á verði við
allra hæfi. Ég verð mjög ánægð
þegar ég sé í gluggum stórversl-
ana erlendis sama fatnað og ég er
að selja hér heima á santa verði.
Það er mér sérstök ánægja að
geta veitt konum á Akureyri og
nágrenni þá þjónustu að geta
keypt sér fatnað hér á sama vöru-
verði og í stórborgum erlendis."
En Steinunn selur ekki einung-
is Akureyringum fatnað því hún
segir íslenska ferðamenn versla
mikið hjá sér, t.d. hafa konur úr
Reykjavík mikið verslað hjá
Steinunni þegar þær eru á ferð á
Norðurlandi. „Ástæðan er sú að
fötin eru ódýrari hjá mér en í
verslunum í Reykjavík. Ég hef
álagninguna ekki meiri en svo að
reksturinn gangi þokkalega."HJS
í miðbænum eru tvær lyfjaverslanir sem báðar eiga sér langa sögu. Hér er um að ræða Stjörnu-apótek og Akureyr-
arapótek, en þessi fyrtæki eru bæði við Hafnarstræti. Það hvílir alltaf sérstakur blær yfir lyfjabúðum - sjálfsagt er
það lyktin af meðölum sem á þar stærstan þátt. En auk þeirra er hægt að fá mikið úrval af ýmiskonar snyrtivörum
á báðum stöðum.
vErsIanir í mi3bæ flkureyrar