Dagur - 22.10.1987, Blaðsíða 7
22. október 1987 - DAGUR - 7
Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur:
„Um 30.000 verðlaunapeningar
verða seldir hér í ár"
- segir Pétur Breiðfjörð
upp á mikið úrval af listmunum
og gjafavöru, sérhannaðar og
heimalitaðar flíkur, t.d. barna-
föt, handunnar vörur af ýmsu
tagi, s.s. Gler í Bergvík sem hef-
ur gengið mjög vel, búsáhöld úr
tré og postulíni, ýmsar tré- og
bastvörur, smávörur, plaköt og
silfurskartgripi. Svona mætti
lengi telja.“
- Var Kompan ekki líka með
hillusamstæður?
„Jú, við vorum með Lundby
hillur en hættum því. Hér er ekki
rými fyrir húsgögn og auk þess er
erfitt að vera háður heildsölum í
Reykjavík. Það getur t.d. verið
erfitt að fá vörur norður í kring-
um jólin.“
- Standið þið þá sjálf í inn-
flutningi?
„Já, við flytjum eiginlega allt
inn sjálf. Mér finnst of mikið af
litlum heildsölum hérna. Ef þetta
væru færri og stærri fyrirtæki þá
þyrfti maður ekki að flytja inn
sjálfur í smáum stíl eins og við
gerum nú.“
- Segðu mér Sigurbjörg, er
Kompan túristaverslun?
„Nei, nei, þetta er alhliða
verslun. Auðvitað erum við að
höfða til túristanna líka með
handunnum, íslenskum munum
og salan gekk mjög vel í sumar
og fyrrasumar, en það voru bæði
Akureyringar og ferðamenn sem
komu hingað.“
- Eru einhverjar breytingar á
döfinni hjá ykkur?
„Nei, við leggjum áfram
áherslu á góða hönnun og vandað
efni, ekki plast eða gerviefni. Við
reynum að sinna þeim vöruflokk-
um sem fyrir eru en bætum
hvorki við lagerinn né förum út í
meiri sérhæfingu. Það er dýrt að
vera með stóran lager.“
- Að lokum, er gott að reka
verslun á Akureyri?
„Já, vissulega getur það verið'
ágætt. Hins vegar finnst mér að
Akureyringar séu ekki nógu
meðvitaðir um nauðsyn þess að
byggja upp verslun hér. Mögu-
leikarnir eru margir en eins og
staðan er í dag missir bærinn
mikið af viðskiptum suður til
Reykjavíkur. Það er samt
ánægjulegt að geta þess að við í
Kompunni eigum góðan kúnna-
hóp í Reykjavík en það verður
að byggja verslunina markvisst
upp hér á Akureyri.“ SS
Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur
Brekkugötu 5 er býsna gamal-
gróin verslun. Ég bað Pétur
Breiðfjörð gullsmið að segja
mér eilítið frá versluninni í
dag, sögu hennar og helstu
breytingum í gegnum árin.
- Hvenær var gullsmíðaversl-
unin stofnuð?
„Við Sigtryggur Herbertsson
heitinn stofnuðum þessa verslun
1. október 1960. Sigtryggur var
áður með verslun í félagi við
Eyjólf Árnason. Þegar Eyjólfur
flutti suður kom ég inn í fyrirtæk-
ið.“
- Hefur reksturinn tekið ein-
hverjum breytingum?
„Já, það hefur mikið breyst á
þessum tíma. Þegar við byrjuð-
um var nánast ekkert selt nema
það sem við smíðuðum sjálfir en
þetta breyttist smám saman. í
dag eru það að mestu leyti inn-
fluttar vörur sem eru til sölu í
versluninni.“
- „Nú sé ég hér mikið af verð-
launagripum, er mikil sala í
þeim?
„Já, við höfum alltaf verið með
verðlaunapeninga og -gripi, en
umsvifin hafa aukist gífurlega og
nú er svo komið að við erum
stærstir á landinu á þessum mark-
aði og seljum um land allt. í ár
verða líklega seldir hér um
30.000 verðlaunapeningar, sem
er gífurlega mikið miðað við
höfðatölu."
- En kaupir fólk ekki trúlof-
unarhringa ennþá?
„Jú, en salan á hringum er
greinilega minni en áður. Skýr-
inguna má kannski finna í breytt-
um þjóðfélagsháttum. Það er
meira frjálsræði nú og ekki litið
hornauga þótt fólk búi í óvígðri
sambúð. Salan hefur líka dreifst
meira. Hér er annar gullsmiður í
bænum og einnig er dálítið um
það að fólk kaupi hringa í
Reykjavík."
- Eða jafnvel erlendis?
„Kannski ekki trúlofunar-
hringa en ýmislegt annað. Fólk
kaupir oft skartgripi erlendis, t.d.
á sólarströndum. Þetta lítur út
fyrir að vera gull og er jafnvel
letrað á gripina að þetta sé gull.
Síðan kaupir fólk þetta ódýrt og
þykist hafa gert mjög góð kaup.
Þá kemur í ljós að hér er ekki um
gull að ræða heldur messing. Ég
hef oft lent í því að fá slíka skart-
gripi til viðgerðar en það er ekki
hægt að gera við svona rusl. Það
er alltaf verið að vara fólk við
þessu en samt heldur það áfram
að kaupa skartgripi á sólar-
ströndum."
- En er ekkert um þetta ódýra
rusl hér á landi?
„Jú, það hefur flætt yfir versl-
anir alls konar óekta.dót sem fólk
gleypir við. Það hlýtur að vera
eitthvað bogið við þetta þegar
fataverslanir eða stórmarkaðir
eru farnir að auglýsa að skart-
gripaúrvalið sé hjá þeim. Auðvit-
að er úrvalið hjá okkur fag-
mönnunum og þar eru skartgripir
sem fólk getur reitt sig á.“ SS
Pétur Breiðfjörð segir að fólk skuli varast ódýra skartgripi á sólarströnduiu. Mynd: tlv
Tískuverslunin Parið:
„Þetta var mjög
gott sumar"
- segir Ingunn Sigurgeirsdóttir
Tískuverslunin Parið Brekku-
götu 3 er ein af fjölmörgum
tískuverslunum í Miðbænum
og jafnframt ein af þeim rót-
grónustu. Eigandi verslunar-
innar, Ingunn Sigurgeirsdóttir,
var beðin um að segja stuttlega
frá starfseminni.
- Geturðu sagt okkur frá upp-
hafi verslunarinnar?
„Já, Parið á sér nokkuð langa
sögu. Fyrstu 2 árin var ég versl-
unarstjóri, en eigendur voru þær
Henný Hilmarsdóttir og Elísa-
bet Guðmundsdóttir. Þetta var
útibú frá Reykjavík. Síðan eign-
aðist ég Parið, ætli það séu ekki
um 12 ár síðan.“
- Parið hefur ekki alltaf verið
á sama stað, eða hvað?
„Nei, verslunin var fyrst í
Ingunn Sigurgeirsdóttir. Mynd: TLV
Hafnarstræti 85. Ég flutti hingað
fyrir 4 árum og við það stækkaði
verslunin heilmikið, a.m.k um
helming. Ég er með meira fyrir
herra núna og í heild hefur vöru-
úrvalið aukist mjög.“
- Hvernig gekk salan í sumar?
„Þetta var mjög gott sumar.
Nú er ég að taka upp haust- og
vetrarvörurnar og það er óhætt
að segja að fötin verða skemmti-
leg í vetur. Litirnir eru fjölbreytt-
ir og nú eru að koma nýir litir
sem hafa ekki verið f rnörg ár,
t.d. þessi brúni litur,“ sagði Ing-
unn að lokum og sýndi blaða-
manni flíkur í brúnum litum. SS
uerslanir í miöbæ flkurEyrar